Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 2
2 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
1
VEXTIR HÆKKA
Helstu lánastofnanir hafa hækkað
inn- og útlánsvexti sína í kjölfar
stýrivaxtahækkunarinnar. Hækkuðu
óverðtryggð inn- og útlán um allt að
0,75 prósentustig og verðtryggð lán
um allt að 0,30 prósentustig. Vextir á
íbúðalánum verða eftir breytingar
4,90% nema hjá KB banka 4,75%.
Landsbanki Íslands hefur samhliða
þessu ákveðið að miða hámarks-
veðsetningu íbúðalána við 70%
Makeba hérlendis
Suður-afríska söngkonan Miriam
Makeba sagðist aldrei hefðu trúað
því að hún myndi fá tækifæri til þess
að sækja Ísland heim, en hún er nú
stödd hér á landi og syngur í dag fyr-
ir Íslendinga í Laugardalshöll, á tón-
leikum sem eru á vegum Listahátíð-
ar í Reykjavík.
Vilja færri flóttamenn
Spænska stjórnin vill að Evrópu-
sambandið aðstoði hana við að
stemma stigu við miklum flótta-
mannastraumi frá Afríku til Kan-
aríeyja, sem eru undir stjórn Spán-
ar. Benda Spánverjar á að komist
fólkið til eyjaklasans sé það í reynd
komið til Evrópu í lagalegum skiln-
ingi og vandinn því ekki þeirra einna.
Fangabúðum verði lokað
Sérstök nefnd á vegum Samein-
uðu þjóðanna, sem berst gegn pynt-
ingum, hvetur Bandaríkjastjórn til
að loka fangabúðunum í Guant-
anamo-herstöðinni á Kúbu. Þar eru
hundruð manna sem grunuð eru um
aðild að hryðjuverkum.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 40
Fréttaskýring 8 Bréf 50
Úr verinu 12 Kirkjustarf 52/53
Viðskipti 16 Minningar 54/61
Erlent 18/19 Myndasögur 66
Minn staður 20 Dagbók 66/69
Akureyri 22 Víkverji 66
Landið 22 Staður og stund 68
Árborg 24 Velvakandi 67
Suðurnes 24 Bíó 74/77
Menning 26/29, 70/77 Ljósvakamiðlar 78
Daglegt líf 30/35 Staksteinar 79
Umræðan 36/50 Veður 79
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
VERÐLAUN fyrir þátttöku í hjólareiðaátakinu Hjólað í
vinnuna voru veitt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
en 246 vinnustaðir tóku þátt í átakinu í ár. Í flokki fyr-
irtækja með 400 starfsmenn eða fleiri sigraði Alcan, en
43% starfsmanna tóku þátt og hjóluðu þeir 19.115 kíló-
metra í átakinu. Er þetta í þriðja skiptið sem Alcan
sigrar í þessum flokki. Í flokki sveitarfélaga bar
Reykjavíkurborg sigur úr býtum, Alþingi sigraði í
flokki vinnustaða með 150–399 starfsmenn, Síðuskóli í
flokki vinnustaða með 70–149 starfsmenn, Sundlaug
Dalvíkur í flokki vinnustaða með 30–69 starfsmenn,
Ráðhúsið í Stykkishólmi í flokki vinnustaða með 10–29
starfsmenn og Efnalaug Suðurlands í flokki vinnustaða
með 3–9 starfsmenn. Stefán Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice-
landair, afhentu verðlaunin.
Morgunblaðið/Eyþór
Stefán Konráðsson og Jón Karl Ólafsson afhenda þátttakendum verðlaun.
Alcan sigraði þriðja árið í röð
Vont veður
aftrar
umfangs-
mikilli leit
LEITIN að Pétri Þorvarðar-
syni, 17 ára pilti frá Egilsstöð-
um, hefur engan árangur bor-
ið en leitað hefur verið
daglega frá því sl. sunnudag.
Ekki hefur spurst til Péturs
síðan aðfaranótt sunnudagsins
en þá var hann í Grímstungu,
skammt frá Grímsstöðum á
Fjöllum.
Takmarkaðri leit
haldið áfram
Um helgina munu björgun-
arsveitir á Norður- og Austur-
landi halda áfram leit og könn-
uð verða ákveðin svæði þar
sem líklegra þykir að hann
finnist. Áætlað var að um-
fangsmikil leit yrði um helgina
en vegna veðurspár og lélegra
skilyrða til leitar mun leit með
þátttöku björgunarsveita af
öllu landinu verða frestað til
fimmtudags í næstu viku.
Mikið hefur verið leitað að
Pétri síðustu daga, en alls
engar vísbendingar hafa bor-
ist um ferðir hans. Hundar
hafa verið notaðir við leitina,
en það hefur ekki skilað ár-
angri.
FINNINN Olli Rehn, sem fer með
stækkunarmálin í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins (ESB),
telur að hægja muni á stækkunar-
ferlinu þegar Rúmenía og Búlgaría
hafi fengið aðild. Kom fram í svari
við fyrirspurn hjá hugveitunni
European Policy Centre í Brussel í
gær að Ísland gæti ef til vill orðið
næst til að ganga í ESB á eftir tveim-
ur áðurnefndum ríkjum.
Alls eiga nú 25 ríki aðild að sam-
bandinu. Rehn sagði að ekki væri
sennilegt að fleiri ríki myndu bætast
við fyrr en eftir að væntanlegar um-
bætur hefðu verið gerðar á reglum
um fjárlagagerð og öðrum stofnana-
þáttum ESB. Hann sagði að á eftir
Íslandi væri Króatía líkleg til að
bætast í hópinn. Nota yrði næstu ár
til að gera stofnanir ESB starfhæf-
ari og sannfæra almenning um að
það hefði verið til góðs að taka inn 10
ný ríki í einu eins og gert var 2004.
Jose Manuel Barroso, forseti
framkvæmdastjórnarinnar, sagði á
fundi í Kaupmannahöfn, að því er
fram kom á NFS í gær, að Ísland
nyti virðingar í Evrópu og kvaðst
hann vera viss um að almenn við-
brögð yrðu jákvæð ef Íslendingar
vildu ganga í sambandið. Hann bætti
jafnframt við að Íslendingar hefðu
ekki sótt um aðild að sambandinu.
Rehn segir Ísland
geta fljótlega
orðið ESB-ríki
TAPI Framsóknarflokkurinn miklu
fylgi í sveitarstjórnarkosningunum
og Sjálfstæðisflokkurinn bæti heldur
við sig mun það
hafa mikil áhrif á
ríkisstjórnarsam-
starfið. „Fram-
sóknarmenn
munu ekki sitja
undir því að
standa einir í vörn
fyrir verk ríkis-
stjórnarinnar
meðan samstarfs-
flokkurinn hleyp-
ur í stjórnarandstöðu í umdeildum
málum í miðri kosningabaráttu,“ seg-
ir Björn Ingi Hrafnsson aðstoðar-
maður forsætisráðherra og efsti mað-
ur á lista Framsóknar í Reykjavík á
heimasíðu sinni í gær.
Björn Ingi sagði aðspurður að því
hefði verið haldið fram að landsmálin
hefðu blandast mjög mikið inn í kosn-
ingabaráttuna fyrir þessar sveitar-
stjórnarkosningar og að það bitnaði
sérstaklega á Framsóknarflokknum.
„Ég held að ég sé ekkert einn um það
að velta því fyrir mér hvernig svoleið-
is geti bara bitnað á öðrum stjórn-
arflokknum. Ég hef verið hugsi yfir
ýmsu sem hefur komið úr þeirri átt
upp á síðkastið,“ sagði Björn Ingi.
Hann benti á að þegar kæmi að
stórum málaflokki eins og öldrunar-
málunum væri það auðvitað sameig-
inlegt verkefni ríkisstjórnarinnar að
gera betur í þeim efnum. Hann og
fleiri framsóknarmenn hefðu talað
fyrir því að það yrði gert og honum
líkaði ekki sá tónn í sumum sjálfstæð-
ismönnum að kenna framsóknar-
mönnum einum um, því margt bland-
aðist þar inn í eins og til dæmis
málefni fjármálaráðuneytisins, eins
og þeir sjálfir vissu fullvel.
„Ég hef einfaldlega talið að fram-
sóknarmenn hafi sýnt full heilindi í
þessu ríkisstjórnarsamstarfi og ætl-
ast auðvitað til þess að aðrir sýni það
líka,“ sagði Björn Ingi ennfremur.
Hann sagðist vera þess fullviss að
staðan myndi batna á lokasprettinum.
Framsókn hafi haft tilhneigingu til
þess að fá mun meira fylgi í kosn-
ingum en í könnunum einhverra hluta
vegna. „Ég tel að framsóknarmenn
þurfi núna að virkja allan sinn her og
hvert einasta atkvæði skipti máli, en
ég dreg ekki dul á það að ef flokk-
urinn kæmi illa út úr þessum sveit-
arstjórnarkosningum þá myndi það
alveg augljóslega hafa áhrif á sam-
starfið í ríkisstjórninni, því það er al-
veg ljóst að flokkurinn myndi ekki
horfa aðgerðalaus upp á slíkt án þess
að bregðast við í tíma fyrir næstu
þingkosningar. Ég held að allir hljóti
að skilja það,“ sagði Björn Ingi.
Mikið fylgistap mun hafa áhrif
á ríkisstjórnarsamstarfið
Verjum ekki einir verk ríkisstjórnarinn-
ar meðan samstarfsflokkurinn hleypur í
stjórnarandstöðu í umdeildum málum
Björn Ingi
Hrafnsson
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is