Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 24.200 Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 05 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá BYGGINGARFÉLAG námsmanna (BN) hefur ásamt Þverási ehf. ákveð- ið að ráðast í þróun nýrra stúdenta- garða á lóðum við Þverholt og Ein- holt og er áætlað að um 400 íbúðir verði byggðar á reitnum. BN kynnti áformin á blaðamanna- fundi og kom þar m.a. fram hjá Bene- dikt Magnússyni, stjórnarformanni félagsins, að stefnt væri að því að taka fyrstu íbúðirnar í notkun árið 2008 og að uppbyggingu yrði að fullu lokið árið 2011. Benedikt segir að staðsetning garðanna muni henta námsmönnum vel, enda verði garð- arnir miðsvæðis og stutt í aðildar- skóla BN í borginni; Listaháskóla Ís- lands, Háskólann í Reykjavík og Kennaraháskóla Íslands. BN og Þverás hafa keypt lóðirnar Þverholt 15–21 og Einholt 6–8 af Keflavíkurverktökum og gert er ráð fyrir að allt núverandi atvinnuhús- næði á lóðunum verði rifið og ný fjöl- býlishús, atvinnuhúsnæði, bílastæði og önnur íbúðatengd aðstaða verði byggð í staðinn. Einkum einstaklingsíbúðir Á reitnum munu fyrst og fremst rísa einstaklingsíbúðir og er það í takt við eftirspurn eftir námsmanna- íbúðum um þessar mundir, að sögn Benedikts. Stærð íbúðanna verður á bilinu 40–60 fermetrar og verður leiguverði stillt í hóf. BN stendur nú einnig fyrir uppbyggingu stúdenta- garða í Grafarholti og er þar meiri áhersla á fjölskylduíbúðir, að sögn Benedikts. Skipulagsráð Reykjavíkur hefur ákveðið að ráðast í verkefnið með BN og Þverási og var samþykkt í ráðinu í síðustu viku að aðilar myndu þróa svæðið í sameiningu með tilliti til þeirra ábendinga sem fram hefðu komið vegna deiliskipulags reitsins. Dagur B. Eggertsson, formaður Skipulagsráðs, sagði á fundinum að uppbygging íbúða sem þessara væri mikilvæg fyrir ungt fólk í dag, enda þætti ekki öllum það fýsilegur kostur að fara út í íbúðakaup með tilheyr- andi skuldsetningu eins og verð- bólguhorfur væru um þessar mundir. Hann sagði að áhersla væri lögð á uppbyggingu í miðborginni, húsnæði þar væri eftirsótt af stúdentum og til- koma garðanna myndi hleypa lífi í miðborgina. Arkitektastofan Arkís sér um hönnun á reitnum og sagði Egill Guð- mundsson arkitekt að byggður yrði upp heildstæður „kampus“ á svæðinu og að þær hugmyndir sem nú væru uppi á borðinu féllu vel að hugmynd- um um þéttingu byggðar í Reykjavík. Framundan er vinna við ramma- áætlun uppbyggingar í samráði við Skipulags- og byggingarsvið Reykja- víkurborgar en hönnun verður áfangaskipt í samræmi við fram- kvæmdir og þannig leitast við að áfangaskiptar framkvæmdir geti haf- ist sem fyrst. Metnaðarfull áform Byggingarfélags námsmanna og Þveráss Um 400 nýjar stúdentaíbúð- ir byggðar á næstu árum Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ASTRID Ellingsen prjónahönnuður er lát- in 78 ára að aldri. Ast- rid var fædd 14. júní 1927. Foreldrar henn- ar voru Erna Ellings- en húsmóðir og Fritz Helsvig útgerðarmað- ur í Noregi. Astrid var braut- ryðjandi í prjónahönn- un á Íslandi. Hún vann mikið fyrir Álafoss á sínum tíma og hannaði munstur á lopapeysur sem sum hver eru notuð enn í dag. Astrid hannaði einnig prjóna- kjóla sem vöktu mikla athygli. Hún hannaði m.a. kjóla fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, fyrr- verandi forseta Ís- lands. Eftirlifandi eigin- maður Astridar er Bjarni Jónsson list- málari. Þau eignuðust ekki börn saman en Astrid eignaðist áður fjögur börn, Dagnýju, Gísla Örn, Sigrúnu Helgu og Ernu Svölu. Andlát ASTRID ELLINGSEN MIKLAR breytingar urðu á stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands á aðalfundi samtak- anna sem haldinn var fyrir helgi. Þrír nýir aðalmenn komu inn í stjórn og tveir varamenn, en þeir sem fyrir voru gáfu ekki kost á sér til endurkjörs þar sem þeir voru komnir til ýmissa annarra starfa. Í aðalstjórn voru áfram kjörnir Árni Finnsson og Ólaf- ur Páll Jónsson, lektor við KHÍ, sem sátu í fyrri stjórn og auk þeirra Kristín Helga Gunn- arsdóttir rithöfundur, Freyja Birgisdóttir, lektor við KHÍ, og Andri Snær Magnason rithöf- undur. Alls gáfu níu kost á sér, en ekki náðu kjöri þau Ragn- hildur Kjeld, Ragnhildur Sig- urðardóttir, Guðmundur Páll Ólafsson og Þorleifur Hauks- son. Ingibjörg Elsa Björnsdótt- ir, Bergur Sigurðsson og Sig- rún Eiríksdóttir gáfu ekki kost á sér. Í varastjórn voru kjörin Kristján Kristinsson og Svana Gunnarsdóttir, en Dofri Her- mannsson og Herdís Hermóðs- dóttir, sem fyrir voru í vara- stjórn, gáfu ekki kost á sér. Stjórnin hefur ekki komið saman til að skipta með sér verkum. Náttúruverndar- samtök Íslands Miklar breytingar á stjórn TIL athugunar er að flýta flokks- þingi Framsóknarflokksins og halda það síðustu vikuna í nóvember í ár í stað febrúarmánaðar á næsta ári. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagði að á flokksstjórnarfundi fyrir um það bil tveimur mánuðum þar sem meðal annars hefði verið rætt um 90 ára afmæli flokksins sem er í ár, hefði Halldór Ásgrímsson, for- maður flokksins, varpað fram þeirri hugmynd að halda flokksþingið í nóvember. Það hefði alltaf verið þannig að flokksþingin hefðu verið haldin síðustu helgina í nóvember, en síðustu tvö flokksþing hefðu verið haldin í febrúarmánuði. Flokksþing Framsóknarflokksins eru haldin á tveggja ára fresti og var það síðasta haldið í febrúar árið 2005. Sigurður sagði að málið hefði verið rætt en því verið frestað og yrði væntanlega afgreitt á næsta flokks- stjórnarfundi sem hann byggist við að yrði haldinn fljótlega eftir sveit- arstjórnarkosningarnar. Til athug- unar að flýta flokksþingi Framsóknarflokkurinn SLÖNGUBÁTURINN sem stolið var úr Kópavogshöfn 15. maí fannst í fjörunni á Seltjarnarnesi í gærmorg- un. Frétt og mynd birtust af bátnum í Morgunblaðinu í gær. Maður á kajak sá bátinn í fjörunni þegar hann var að róa á þessu slóð- um og lét lögreglu vita þegar hann áttaði sig á að honum hefði líklega verið stolið. 30 hestafla Suzuki-utanborðsmót- or fylgdi bátnum, en hann var af af gerðinni Zodiac Futura. Einhverjar skemmdir eru á bátnum, að sögn lög- reglunnar í Kópavogi, en eftir var að kanna betur ástand hans og mótors- ins. Báturinn fannst við Sel- tjarnarnes NEYTENDASTOFA gerir athuga- semdir við merkingu á rafmagnstöfl- um á þremur af hverjum fjórum tjald- stæðum þar sem ástand rafmagns- mála var kannað nýverið, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við rafmagnstengla á tveimur af hverjum þremur tjaldstæðum. Neytendastofa fer m.a. með eftirlit með rafmagnsöryggismálum og eftir að hafa fengið rökstuddar ábendingar um að rafmagnsmálum á tjaldstæð- um væri ábótavant var málið kannað og 24 tjaldstæði víða um landið skoð- uð. Jóhann Ólafsson, sviðsstjóri örygg- issviðs hjá Neytendastofu, segir að gerðar hafi verið samtals 206 athuga- semdir við ýmiss konar rafmagnsmál, allt frá merkingum töflubúnaðar að lekarofum og frá tenglum að jarð- strengjum. Langstærstur hluti at- hugasemdanna, um 75%, voru vegna frávika á öryggisákvæðum sem talin eru geta valdið snerti- eða bruna- hættu. Í tæplega 10% tilvika voru gerðar athugasemdir vegna atriða sem talin eru geta valdið bráðri bruna- eða snertihættu. Eigendur eða umráðamenn tjaldstæðanna fengu skoðunarskýrslur eftir úttekt- ina og hafa þeir sem fengu alvarleg- ustu athugasemdirnar einn mánuð til að gera úrbætur, en aðrir fengu þrjá mánuði til að lagfæra rafmagnskerfi sitt. Vantaði víða lekastraumsrofa „Ég myndi ekki segja að ástandið væri mjög slæmt, en þetta þarf að laga,“ segir Jóhann. Hann segir að í um helmingi tilvika þar sem gerðar voru athugasemdir við tengla fyrir rafmagn hafi verið röng gerð af tengl- um, fellihýsi og tjaldvagnar eigi að vera með sérstaka iðnaðarkló en ekki hafi verið samsvarandi innstungur á um 34% tjaldstæða. Í rúmlega helmingi tilvika var gerð athugasemd við lekastraumsrofa. „Það er krafa um lekastraumsrofa- vörn, það er öryggisrofi sem slær út ef eitthvað bilar, en það var víða sem hann vantaði, sem er auðvitað ekki nægilega gott,“ segir Jóhann. Víða gerðar athuga- semdir við rafmagns- mál á tjaldstæðum NÝ og glæsileg sundlaug var vígð á Eskifirði á föstudag. Um er að ræða 25 metra útisundlaug, stóra rennibraut, vaðlaug, tvo heita potta og gufubað í sérstakri bygg- ingu. Meginbygging, 700 fermetr- ar að stærð, hýsir búningsklefa fyrir allt að 200 manns, aðstöðu fyrir fótboltafélag svæðisins og líkamsræktarstöð, en hana mun Iceland Spa & Fitness reka. Mann- virkin kostuðu 437 milljónir króna. Byggingarframkvæmdir hófust fyrir um ári síðan og hafa Íslensk- ir aðalverktakar annast fram- kvæmdir, en laugin er í eigu Eign- arhaldsfélagsins Fasteignar hf. Fjarðabyggð leigir síðan fram- kvæmdina af eignarhaldsfélaginu. Öllum framkvæmdum, utan frá- gangi við lóð, er lokið og mun um- hverfi laugarinnar verða fullfrá- gengið á næstu vikum. Við vígsluna tóku fulltrúar framboða í Fjarðabyggð fyrsta sundsprettinn í lauginni og þótti takast nokkuð vel að fleyta sér áfram. Þá sýndu börn úr sunddeild Austra listir sínar og boðið var upp á veitingar. Í tengslum við opnunina verður sunddeild Austra með sunddaga um helgina, þar sem sunddeildum á Austurlandi er boðið á æfingu undir leiðsögn landsliðsþjálfara, dómaranámskeið verður haldið fyrir sunddómara. Fjarðamenn eignast glæsi- lega sundlaug á Eskifirði Þeir voru óragir, þrátt fyrir kulda og trekk, að stinga sér í djúpu laugina þessir frambjóðendur í Fjarðabyggð. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.