Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 27 Bandaríkjunum bjuggum við í gömlu húsi úti í Elmhurst, þá var Drífa syst- ir mín hjá okkur. Lárus náði sér nánast alveg á þess- um tíma og ég var því vel sett, mað- urinn heill, barnið hjá okkur og ég komin með próf frá Juilliard – þá var bara heimferðin eftir. Síðasti bærinn í dalnum Við fórum heim með fraktskipinu Long Splace, þá var stríðið búið í Evr- ópu en ekki í Japan. Þetta var rétt áð- ur en Bandaríkjamenn sprengdu kjarnorkusprengjuna í Hírosíma. Við fluttum hingað á neðri hæðina á Laufásvegi 35, leigðum af mömmu sem þá var búin að kaupa þessa íbúð. Mamma og Jón bjuggu á efri hæð- inni. Þau voru jafnaldrar en Jón dó fyrr, honum hnignaði ört eftir að hann hætti að kenna vegna aldurs. Það dró til tíðinda á tónlistarferli mínum þegar Ævar Kvaran hafði samband við mig og bað mig að semja tónlist við kvikmynd Óskars Gísla- sonar, – Síðasti bærinn í dalnum. Ég vissi ekki hvort ég gæti þetta. Myndin er hérumbil þögul nema hvað sögumaður talar og tók klukkutíma í flutningi. Ég var næstum hálft ár að semja þessa tónlist. Þessi mynd var afskaplega skemmtileg og ævintýraleg, ég þurfti að túlka í tónlistinni allt það sem gerð- ist, t.d. þegar vinnumaðurinn, sem var í raun tröll, var að slá steðjann, þegar amma sat við rokkinn og systk- inin flugu í kistunni. Tími var tekinn á vissum köflum myndarinnar, ég var með skeiðklukku og þannig samdi ég tónlistina. Allt þetta gaf mér mikil tækifæri. Þegar farið var að sýna myndina var biðröð næstum í kring- um bíóið. Tónlistin tengdi saman hina ólíku kafla myndarinnar, ég vann náið með upptökumönnunum að því verki og fann að þeir voru ánægðir með tón- listina. Óskar sýndi svo myndina um allt land og síðar víða í Noregi. Hann var mikill hugsjónamaður hann Ósk- ar og Ævar var honum góð hjálp með leiklistina í myndinni, sem var alís- lensk, sennilega sú fyrsta slík.“ Mjólkin rann í kjólinn Árið 1946 fæddist þeim Jórunni og Lárusi dóttirin Katrín. „Hún er eina barnið sem er fædd hér í húsinu, inni í þessu herbergi,“ segir Jórunn og bendir í átt að svefn- herbergi sínu. „Lárus fæddist á Grettisgötunni og Lovísa yngsta dóttir okkar fæddist á Landspítalanum, – börnin eru það mikilvægasta í mínu lífi,“ bætir hún við. Árið eftir að Jórunn kom heim frá Bandaríkjunum spilaði hún sinn fyrsta píanókonsert með Sinfóníu- hljómsveitinni. „Það var Mozartkonsert, ég lék alls níu píanókonserta með Sinfóníunni, sá síðasti, sem ég lék 1977, var eftir mig, Slátta heitir hann, og merkir að slá t.d. streng, þetta tengist ekkert heyskap,“ segir hún og hlær. „Mér eru minnisstæðir tónleikar sem ég hélt í Austurbæjarbíói í sam- vinnu við Tónlistarfélagið eftir að ég kom heim, það var alveg fullt hús. Ég var með dóttur mína á brjósti þegar þetta var og þegar leið á tónleikana tók mjólkin að streyma í kjólinn, hann var sem betur fer dökkur þannig að þetta sást held ég ekki mikið, mér leið þó ekki vel þegar ég hneigði mig að tónleikunum loknum. Mér er líka minnisstætt þegar ég spilaði Beethovenkonsert nr. 3 í c- moll á tónleikum í Þjóðleikhúsinu. Ég var svolítið nervus og köld á hönd- unum. En það hvarf á undarlegan hátt þegar ég leit í augun á konu sem sat á þriðja bekk. Hún hafði einhverja dulræna hæfileika, víst er að mér hitnaði allt í einu niður eftir bakinu, varð alveg róleg og hugsaði: „Ekkert getur truflað mig núna.“ Reyndar var ég yfirleitt vel æfð og því nokkuð örugg. Tímarnir voru ekki þannig að maður gæti valið úr fötum fyrir tón- leika, – stundum velti ég meira að segja fyrir mér að fá mér peysuföt, – en ég gætti þess að hafa hárið á mér almennilegt þegar ég kom fram.“ Íslendingarnir voru aldrei auglýstir Vegna smæðar hins íslenska sam- félags þessa tíma voru tónleikar af þessu tagi aldrei endurteknir og upp- tökur af þeim, þær sem til eru, liggja rykfallnar í geymsluhúsnæði Ríkisút- varpsins. „Við Íslendingarnir vorum yfirleitt ekki auglýstir upp þegar við héldum tónleika, eins og gert var við útlend- inga,“ segir Jórunn. Jafnhliða öllu þessu hefur hún sam- ið fjölda laga. „Unglingurinn í skóginum var með fyrstu sönglögunum mínum, Guð- munda Elíasdóttir frumflutti það lag, það féll mjög vel að hinum dökka tóni hennar raddar. Þuríður Pálsdóttir frænka mín frumflutti flest af síðari sönglögum mínum í Tónlistartíma barnanna, sem við unnum saman að. Hún söng allt mjög fallega. Þessi lög komu út á hljómplötu. Nú á ég í fórum mínum milli 30 og 40 sönglög, þetta mætti vera aðgengilegt á nótum og á diskum, – sumt af því er það.“ Framlag tónskálda er mikilvægt Jórunn hefur líka samið balletttón- list. „Þegar Einar Pálsson setti upp Miðilinn eftir Menotti vantaði verk með, óperan var svo stutt. Ég hafði æft með ballettdönsurum og gerði af þessu tilefni tvö ballettverk fyrir ball- ettflokk Sigríðar Ármann.“ Gefin hafa verið út yfirlitsverk nokkurra eldri söngvara og tón- skálda. Hvað með tónsmíðar Jórunn- ar Viðar? „Þegar hafa komið út sönglaga- diskur og diskur með balletttónlist, sellótilbrigðum og píanókonsertinum. Þriðji diskurinn bíður útgáfu, ekkert hefur verið fastákveðið með tímasetn- ingu þeirrar útgáfu,“ segir Jórunn. „Framlag skálda og tónskálda er mikilvægt,“ segir hún með áherslu. „Við eigum að syngja á íslensku, halda tungumálinu, og hver á helst að vera þar á verði – tónskáldin og skáld- in! „Fanna skautar faldi háum, fjallið allra hæða val,“ syngur hún. „Ef ljóð eru sungin ganga þau fólki í hjartastað,“ bætir hún við. Auk þess að semja tónlist, koma fram á tónleikum og starfa við útvarp var Jórunn kennari við Söngskólann í Reykjavík í tuttugu ár. Öll hennar starfsævi hefur verið helguð tónlist og vegna framlags hennar á þeim vettvangi hefur hún verið á heiðurs- launum Alþingis frá því hún varð sjö- tug. Borgarlistamaður Reykjavíkur var hún árið 1999. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að starfa við tónlist. Ég er með tónlist í hausnum alla daga. Ef fyrir kemur að ég er langt niðri, ég er það mjög sjaldan, þá sest ég við pí- anóið og þá batnar mér – tónlistin breytir litnum í stofunni, jafnvel litn- um í augunum.“ Jórunn Viðar um það leyti sem hún samdi lagið: Það á að gefa börnum brauð, sem mjög vinsælt hefur orðið. gudrung@mbl.is Katrín og Einar Viðar, foreldrar Jórunnar nýgift í lautu á Þingvöllum. Einar dó fáum árum síðar úr lungnabólgu, eftir að hafa sungið við jarðarför í Hafnarfirði. Kynntu þér frábær tilboð í Vildarþjónustunni í sumar 50% afsláttur hjá Flugfélagi Íslands Allt að 30.000 kr. afsláttur í sólina Afsláttur hjá Hertz bílaleigu 10.000 kr. ferðaávísun …og margt fleira Við lögum okkur að þínum þörfum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.