Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ kostaði tvö mörk að taka þátt og það var venjulega spilað á fjórum borðum. Þetta var sæmandi fyrir hana að gera. Svo var hún með ekta bauna- kaffi, ekki gervikaffi, litlar smurðar snittusneiðar með laxapaté og eina köku með kremi. Þetta var svo ná- kvæmlega rétt, fólkið var ekki glor- hungrað en það vildi auðvitað fá veit- ingar. Tvisvar spilaði ég hjá henni í þess- um partíum þegar vantaði makker og hún bauðst til að borga tapið – sem var nú sem betur fer ekki mikið. Við Lárus höfðum spilað brids, hann var alltaf í spilapartíi. Ég fékk herbergi hjá þessari konu sem skiptinemi, mamma tók þýska stúlku í staðinn fyrir mig sem gekk hér í háskólann og varð góður vinur okkar. Svona var hún mamma ráða- góð. Hún var líka vandvirk og góð- hjörtuð, hún trúði aldrei neinu illu um annað fólk og vildi ekki að við syst- urnar segðum neitt nema það sem gott var um fólk. Hún lenti í óvæginni samkeppni á kreppuárunum, sem hún mætti með góðmennsku sinni.“ Grettisgötusvítan Vegna stríðsins gat Jórunn ekki lokið náminu í Berlín að fullu. „Kunningi minn sendi mér hins vegar krítíkina um Mozarttónleikana mína, hún var góð,“ segir Jórunn. Þegar heim kom fór hún að kenna söng við Kvennaskólann. „Ég var með 90 nemendur í hverj- um tíma, ég setti út lög fyrir þær og svo var sungið. Þetta var erfitt, ég var litlu eldri en nemendurnir, Ingibjörg Bjarnason skólastýra var mér góð og gaf mér oft kaffi eftir tímana. Einn nemenda minna var stúlka kölluð Ging Ging, systir hennar var kölluð Gunn Gunn, þær sungu saman hjá mér í útvarpsþætti þegar ég var með Drífu systur minni með tónlistartíma fyrir börn. Ging Ging býr í Svíþjóð og er ennþá að syngja eftir því sem ég best veit. Hún hafði sæta rödd þessi stelpa. Einu sinni vantaði okkur Drífu dreng til að syngja í útvarpið, Hildur Kalman fann handa okkur Bernharð Guðmundsson, hann heilsaði mér fyr- ir nokkru í Skálholti og þakkaði mér fyrir síðast, þá var hann rektor þar.“ Nokkru eftir heimkomuna fóru þau Jórunn og Lárus að búa. „Við giftum okkur 7. júlí 1940 og fórum eftir það beint í sumarbústað á Þingvöllum sem tengdaforeldrar mínir áttu. Lár- us fékk svo vinnu hjá Daníel Ólafssyni sem var með heildverslun, við keypt- um hæð í húsi á Grettisgötunni og eignuðumst soninn Lárus. Ég man eftir því að þegar ég var með hann á öðru ári heima í grind í stofunni og ég var við píanóið þá datt mér í hug að skrifa lag sem ég kallaði Grettis- götusvítuna. Þetta var í þá daga þegar komið var með mjólkina heim til fólks, maður heyrði hringla í brúsunum á morgn- ana, og kjagið í hestunum sem drógu mjókurvagninn. Þetta var upphafs- lagið, næst var svo lagt út af rifrildi kerlinganna sem komnar voru út á tröppur. Þriðji kaflinn var fjörugur dans og sá fjórði hringdans göturyks- ins. Þetta verk hefur alltaf verið í fel- um, það er ekki nógu gott en það mætti kannski gera svona svítu fyrir píanónemendur. Veikindi og Bandaríkjadvöl Þetta var snemma á hitaveituárun- um, ég þorði varla niður til að setja á hita því það voru rottur í kjallaranum. Ég sendi því vanalega einhvern ann- an til að skrúfa frá. En svo breyttist allt. Lárus mað- urinn minn bráðveiktist og lá á sjúkrahúsi í mánuð. Það vildi honum til happs að hér var þá her í landi sem hafði yfir að ráða færum sérfræðing- um í læknastétt. Þeir greindu hann með krabbamein á bak við miltað og vissu að á sjúkrahúsi í Baltimore væri hægt að geisla hann með nýjum og fullkomnum tækjum. Hann var því sendur vestur um haf á kviktrjám í herflugvél í frosti háloftanna. Hann fór svo í þessa meðferð og náði bata. Þetta tók nokkra mánuði, á meðan var ég hér með son okkar á öðru ári. Svo sendi Lárus mér skeyti, það var ekki hægt að senda bréf þá, það voru engar samgöngur. Í skeytinu stóð: „Jórunn, komdu strax!“ Þá var búið að selja húsið á Grett- isgötu, ég kom barninu fyrir hjá ömmu sinni og fór með Brúarfossi til Lárusar, þetta var árið 1943. Við vor- um 28 daga á leiðinni og allt fullt af kafbátum í sjónum í kringum okkur. Við spiluðum brids allar nætur á myrkvuðu skipinu, bara með týru á hverju borði. Við höfðum það mjög skemmtilegt nema hvað maturinn var allur orðinn ónýtur, brauðið var holað að innan og við borðuðum skorpurn- ar. Áður en ég kom hafði Lárus hitt Rögnvald Sigurjónsson í sendiráðinu og hann hafði stungið upp á að ég reyndi að komast inn í Juilliard-tón- listarháskólann. Þetta sagði Lárus mér þegar ég kom, mér brá þegar ég sá hvað hann var orðinn horaður af veikindunum. Ég tók inntökupróf í Juilliard og small inn í efsta bekk, það var fúga, – enn kom mér tónheyrnin að miklum notum. Ég samdi í Juilli- ard svítu í gömlum stíl í átta köflum, ég spilaði bara fjóra þeirra á próftón- leikum í skólanum. Í Bandaríkjunum lifðum við á pen- ingunum sem við fengum fyrir íbúð- ina á Grettisgötunni. Ég tók allt sem ég gat í skólanum, líka sumarnámskeiðin, en þá var barnið komið út til okkar. Ég hafði grátið mig í svefn hvert kvöld í nokkra mánuði þegar Lárus sagði: „Nú er ekki annað að gera, ég fer heim og sæki strákinn!“ og hann fékk far með togara og sótti barnið. Jón fósturfaðir minn hafði skrifað mér á þessu tímabili um framfarir barnsins. Hann hafði ekki áður verið með lítið barn og þessi samvera hans með Lárusi litla skipti hann miklu máli. Hann gætti hans síðari hluta dags þessa mánuði. Í einu bréfinu segir hann frá þegar drengurinn labbaði að skápnum og tók í doppóttan kjól sem ég átti og sagði: „Kjóli mamma.“ Ég grét há- stöfum þegar ég las þetta. Allt var þetta mikil lífsreynsla en það bjargaði öllu hve Lárus var klár, léttlyndur og skemmtilegur maður. Hann setti meira að segja upp verslun vestra ásamt fleirum. Þá voru frakt- skip farin að ganga. Lárus var ekki hræddur við neitt nema kóngulær. Seinni veturinn sem við vorum í Frá upptöku á tónlist Jórunnar við myndina Síðasti bærinn í dalnum. Jórunn situr með hönd undir kinn fyrir miðri mynd. Mynd Öddu Sigurjónsdóttur af Jór- unni Viðar, hún var við ljósmyndanám í New York en Jórunn í tónlistarnámi. ’Ég samdi heilmikla tónsmíð um rok ogmús sem drukknaði í sjórokinu í höfninni. Ég var þá krakki og spilaði þetta á píanóið hennar mömmu.‘ Félagar í Vildarþjónustu Sparisjóðsins fá ferðatilboð hjá Úrval-Útsýn og Plúsferðum, 50% afslátt af flugi innanlands, ferðalán og bílaleigu á betri kjörum. Í Sparisjóðnum færðu einnig gjaldeyri fyrir fríið. Það er engin tilviljun að viðskiptavinir Sparisjóðsins eru þeir ánægðustu í bankakerfinu síðastliðin 7 ár. Þú í útrás F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.