Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 67 HUGVEKJA Fyrir þremurvikum birtisthér pistill,sem nefndist„Tárin“. Þetta var lítil saga, fengin úr ritinu Hlín árið 1927, eftir Ásmund Eiríks- son, sem lengi var for- stöðumaður Hvíta- sunnusafnaðarins í Reykjavík; hinn sama og orti barnasálminn góða, „Leiddu mína litlu hendi“, og margt fleira. Í inngangi mínum nefndi ég, að þarna væri á ferðinni gamalkunnugt yrkisefni, sem þekktist á al- heimsvísu, en væri jafnframt raunveruleiki íslensks nútíma, og þess vegna hefði mér fundist ástæða til að koma því fyrir al- mennings sjónir. Ekki löngu síðar fékk ég tölvubréf frá konu einni, sem ég þakka, og finn mig jafnframt knúinn til að birta í heild sinni. Eitt og sér er það nefnilega hrópandi vitnisburður og sláandi um ástandið eins og það er. Blá- kalt. Í einu af ríkustu þjóð- löndum heimsins, vel að merkja. Ég hef samþykki bréfritara til að gera þetta opinbert. En þarna sagði: Ágæti sr. Sigurður Ægisson. Fyrirgefðu framhleypni mína við að langa til að skrifa þér. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir hugvekjurnar í Morg- unblaðinu. Þær eru nauðsyn- legar aflestrar í nútímasamfélagi til fræðslu, umhugsunar og ekki síst til eftirbreytni. Hugvekja þín, smásagan Tár- in, vakti sérstaka athygli mína vegna þess að ég var viðstödd kveðjuathöfn náins ættingja ásamt örfáum ættingjum mínum (þó úr stórri fjölskyldu) og var hún haldin í kyrrþey. Mér fannst, þegar ég las smásöguna Tárin, sem ég sæi nokkurn veg- inn æviferil þessa einstæðings sem verið var að kveðju hinstu kveðju og þetta væru eftirmæli um hann. Mér finnst sárt til þess að vita að svona nokkuð geti gerst enn þann dag í dag og að lítið sé hægt að gera til að nálgast svona einstæðinga. Þessi hugvekja þín á erindi til allra landsmanna, ráðamanna þjóðarinnar, kirkjunnar og sveitarfélaganna. Í samfélagi nú- tímans eru kröfur fólks óraun- hæfar í allri mammons- dýrk- uninni og náungakærleikurinn nær oft skammt. Það virðist sem hann sé á miklu undanhaldi. Í þessu tilfelli var um ósköp venjulegan mann að ræða sem var mikill dugnaðarforkur frá barnsaldri, hugsunarsamur við sig og sína, mikill fagmaður í sínu starfi, vakinn og sofinn til að bæta samfélagið sem hann var í og vildi öllum vel. Á miðri ævi hans gerðist atburður í starfi hans gagnvart yfirmönn- um, en hann var að hylma yfir misgjörðir þeirra, og varð til þess að hann missti fótanna í líf- inu. Í kjölfarið fylgdi skilnaður við eiginkonu, óregla og fleira. Fjölskyldulífið varð erfitt svo allflestir ættingjar og vinir fjar- lægðust hann, því hann dró sig í skel gagnvart þeim svo erfitt reyndist að ná til hans. Fékk hann engan veginn sýnda þá vináttu og virðingu sem hann átti skilið og þá nálgun sem hefði getað orðið til þess að hann gæti lifað með reisn. Ekk- ert eftirlit frá því opinbera, en einstaka hjálparsamtök sýndu miskunn eins og þeirra er von og vísa. Þessi ágæti, íslenski þjóðfélagsþegn endaði líf sitt því sem hálfgerður útigangsmaður á götum borgarinnar. Presturinn sem jarðsöng hann gerði æviágripi hans mjög góð skil í útfararræðunni og benti á leiðir í Biblíunni sem aðstand- endur skyldu mæta vel hvað bjó undir. Tilgangur minn með þessum skrifum til þín er sá, að það er svo óljóst og erfitt að finna leið til þess að hjálpa í svona til- vikum; hvert á að leita á mis- kunnsaman hátt svo enginn sær- ist. Í gamla daga fóru prestarnir í húsvitjanir og þá gátu þeir séð ýmislegt inni á heimilunum sem var dulið. Það má ekki nú til dags. Því miður er allt skrifræð- ið, allar beiðnirnar og at- hugasemdirnar sem fólk þarf að ganga í gegnum ekki nóg til að ná til þessa hóps og hvað getur t.d. kirkjan gert, þegar einstæð- ingarnir sjálfir gefa ekki færi á að nálgast þá svo þeim geti liðið betur? Hvert er þá hægt að leita? Þetta eru spurningar sem ég velti fyrir mér og vil biðja þig að koma á framfæri. Ég ætlast ekki til að fá nein svör, en ef þessar hugleiðingar gætu komið einhverjum að gagni og orðið til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir gagnvart þessum þjóðfélagsþegnum Íslands, sem ég efast ekki um að séu margir til, því miður, þá væri tilgang- inum náð. Gamla máltækið: Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, gæti því kannski komið að gagni. Efst á baugi þessa dagana í sveitarstjórnarkosningunum eru mál aldraðra og ellilífeyrisþega og því ærin ástæða til að minna á, að það á því alls ekki við í öll- um tilfellum, eins og nú er hamrað á, að ellilífeyrisþegar eigi að fá að dvelja heima fyrir þar til yfir lýkur, nema yfirvöld geri að skyldu sinni að fylgjast með líðan og heilsu þeirra. Sorg- legu dæmin sem komu upp á síðastliðnum vetri þar sem gam- almenni fundust látin á heim- ilum sínum sýna það og sanna. Þessi litla lífsreynslusaga, Tárin, eftir Ásmund Eiríksson, hafði djúpstæð áhrif á mig og ég vona að svo hafi verið um fleiri lesendur. Bréfið sigurdur.aegisson@kirkjan.is Það er ekki alltaf sól og blíða í lífi fólks á Íslandi. Og til eru þeir einstaklingar, sem aldrei líta glaðan dag. Sigurður Ægisson tileinkar þessa hugvekju olnboga- börnunum og öðrum einstæðingum, sem víðar er að finna en margan grunar. Fallegt og vel skipulagt um 290 fm einbýlishús á einni hæð með 80 fm tvöföldum bílskúr á sunnan- verðu Seltjarnarnesi. Eldhús með hvítri ALNO inn- réttingu og vönduðum tækjum. Gengið í sólskála úr eldhúsi sem býður upp á mikla möguleika, stofa og borðstofa með miklum gluggum, 4 svefn- herbergi auk sjónvarpsrýmis/skrif- stofu í risi. Rúmgott baðherbergi auk gestasnyrtingar. Stórt yfir- byggt anddyri og 20 fm herb. undir bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Ræktuð lóð með timbur- verönd til suðurs. Hellulögð upp- hituð innkeyrsla. Einstök eign á eftirsóttum stað í grónu og rólegu hverfi. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Nesbali - Seltjarnarnesi Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali Til sölu er mjög gott verslunar- og atvinnuhúsnæði við Grandagarð í Reykjavík. Um er að ræða fjögur 240 fm húsnæði sem seljast saman eða hvert fyrir sig. Húsin eru öll á tveimur hæðum 120 fm hver hæð. Hús nr. 5 og 11 eru alveg sér, en í dag er opið á milli húsa 7 og 9 sem með einföldum hætti má loka aftur. Öll húsin eru eins uppbyggð, þ.e. á neðri hæðinni er verslunar- og lagerhúsnæði en á efri hæðinni eru skrifstofur (í húsi nr. 5 er þó lagerrými á efri hæðinni einnig). Hér er um að ræða sérlega hentug hús með fjölbreytta nýtingar- möguleika. Mikil uppbygging er fyrirhuguð í nánasta umhverfi sem mun styrkja þetta svæði ennfrekar, má í því sambandi nefna uppbyggingu við Mýrargötu og slippasvæðið ásamt því að verið er að skipuleggja Ellingsensreitinn. Hér eru á ferðinni mjög góð hús sem henta fyrir margskonar atvinnurekstur. Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson á skrifstofu Húsakaupa eða í síma 840 4049. GRANDAGARÐUR 5-11 VERSLUNAR - OG ATVINNUHÚSNÆÐI Valhöll fasteignasala kynnir glæsilega 500 fm eign á eins hektara eignarlóð sem staðsett er á jaðri skipu- lagðar byggðar í Mosfelldal í nágr. Gljúfrasteins, með útsýni yfir allan dalinn og nálægt góðum göngu- og reiðleiðum. Húsið er mjög glæsilegt 344,7 fm einbýlishús á 2 hæðum, 64,4 fm tvöf. bíl- skúr og 91 fm hesthús. Húsið er sérlega reisulegt og það sem einkennir það er mikil lofthæð, frábært skipulag, lítið mál að vera með 3ja herbergja auka- íbúð í syðri endanum, glæsilegt þak, frábært útsýni út Mosfellsdalinn, glæsileg fjallasýn o.fl. Ekkert hefur verið til sparað við byggingu hússins og allt haft eins vandað og hægt er, t.d. húsinu verður skilað rúmlega fokheldu. Búið er að jafna alla lóðina, raða holtagrjóti meðfram lóð, leggja vegi að húsi og hesthúsi, útbúa manir, gróðursetja u.þ.b. 30 stk. 8 m aspir á norður- og austurhlið lóðar. Þetta er eign á einstökum stað með mikla möguleika. Óskað er eftir tilboðum í húsið. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 HERRAGARÐUR Í MOSFELLSDAL Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.