Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 30
Hugmyndir eru til allsfyrstar. Ekki er heldurneinn hörgull á hug-myndum; og sízt af ölluupp á síðkastið í að- draganda kosninga til sveitar- og bæjarstjórna. Leiðinlegt finnst mér að þurfa að vera neikvæður, en ein- staka sinnum verður ekki hjá því komizt. Minna má þó á eina gleðilega tilbreytingu í kosningaumræðum um Reykjavík; semsé þá að framtíð borg- arinnar virtist nú ekki í einu og öllu bundin við það hvað gera mætti við Geldinganes, sem er eins og flestir vita í næsta nágrenni Gufuness. Í þetta sinn hafa hugmyndir snúizt um annað og meir; til að mynda Reykja- víkurflugvöll, annaðhvort á sama stað í Vatnsmýrinni og undanfarna áratugi, eða annars staðar. Í öðru lagi hafa þær snúizt um aðkomu Sunda- brautar til Reykjavíkur og tengingar við samgöngukerfið þar. Og þá byrj- ar ballið; ekki er einleikið hvað hug- myndirnar virðast vondar, má segja að í þetta sinn hafi verið óvenjulega mikið framboð vondra hugmynda. Nokkrar hugmyndanna snúast um heimreiðina að höfuðbólinu. Fyrr á tímum var lagt mikið upp úr vel hlað- inni heimreið. Ég var búinn að sjá fyrir mér að heimreiðin yrði á mynd- arlegri brú sem hefði mátt gera að eins konar borgarhliði. En glæsilegar lausnir í nafni fegurðarinnar eru ekki í náðinni þessa dagana. Nú hafa menn nýlega séð ljósið og það er frekar drungalegt, því þeir sjá heimreiðina að höfuðbólinu fyrir sér neðanjarðar. Þeir vilja láta grafa eins konar músarholu hjá Gufunesi og út úr henni komast vegfarendur ekki fyrr en suður í Laugarnesi. Í mús- arholunni verður að sjálfsögðu alltaf myrkur eins og í Hvalfjarðargöngun- um og þeir sem ætla að fara áfram á Suðurlandsveginn eða Reykjanes- brautina eða í öll austustu hverfi borgarinnar, eru þá komnir langt úr leið. Hver gætir hagsmuna fegurðarinnar? Sjónarmið fegurðarinnar hafa ekki átt sér neina málsvara þegar þessi hugmynd var reifuð. Ekki hef ég séð málið reifað út frá fagurfræðilegu sjónarmiði, líkt og það þurfi ekki að koma til álita. Það var þó látið koma til álita þegar nýleg teikning af tón- listarhúsi og fleiri byggingum á gamla hafnarbakkanum var valin. Þar á að byggja dýrt hús, en veglegt, og það mun setja svip á borgina. Þannig verða menn að hugsa sem stýra höfuðborg, einnig í samgöngu- mannvirkjum. Víða um heim eru háreistar brýr það sem fyrst fangar augað. Er lík- legt að íbúar San Francisco tækju því með fögnuði ef lagt yrði til að rífa Golden Gate-brúna og leggja göng í staðinn? Við verðum áreiðanlega að sætta okkur við eitthvað sem fremur ber keim af meðalmennsku, en getur samt verið þokkaleg lausn og gerði aðkomuna að borginni skárri en að paufast upp úr göngum með ofbirtu í augum. Vitanlega er hrífandi sjón að koma ofan af Álfsnesinu og sjá yfir Sundin, eyjarnar og borgina. En í stað þess að geta notið fegurðarinnar er vegfarendum boðið upp á að stinga höfðinu í sandinn, í bókstaflegri merkingu, norður við Gufunes og aka síðasta spölinn í umferðar-músar- holu. Ef fjallshryggur væri á þessu svæði væri hins vegar sjálfsögð lausn að bora göng. Varðandi framtíð Reykjavíkur- flugvallar skiptast menn aðallega í tvær fylkingar; einn borgarstjórnar- flokkur hélt þó tryggð við völlinn í Vatnsmýrinni. Þrítug eða fertug hug- mynd Trausta Valssonar skipulags- fræðings þótti í upphafi of djörf til þess að ræða hana í alvöru. Nú er þetta framkvæmanlegt ef menn vilja verja til þess 22 milljörðum, en spyrja má: Hvar á að taka þessa milljarða. Þar að auki hefur ekki fen- gizt svar við því hvort dæmið gengur upp flugtæknilega. Af öðrum hug- myndum finnst mér álitlegust sú sem Arngrímur Jóhannsson flugstjóri, og ef til vill fleiri, hafa sett fram um flug- braut við strönd Skerjafjarðar. Hún yrði látin mynda L, og ættu þá að nást 70% af núverandi flugvallar- svæði til annarra nota. Líklega tekst ekki að tengja Ég hef ekki lengur sannfæringu fyrir því að okkur takizt að tengja gamla miðbæinn í Kvosinni við Vatnsmýrarsvæðið. Lengi hafði ég alið með mér þann draum að Vatns- mýrin gæti orðið glæsilegur hluti miðbæjarins í Kvosinni, en sá draum- ur er líklega óraunhæfur. Forsenda þess að slík samtenging tækist er sú að hægt væri að sameina Kvosina, allt frá nýja tónlistarhúsinu og suður að Norræna húsinu, með glæsilegri breiðgötu – búlivarði – Það verður bersýnilega aldrei hægt og nú er þeg- ar búið að skadda Vatnsmýrina og gera ráð fyrir gríðarlegu spítala-fer- líki. Af mörgum afleitlega vondum hugmyndum er þessu líklega sú al- versta. Sagt er að um 80% lækna- og hjúkrunarliðs á Landspítalanum séu mótfallin þessari lausn, sem er líkust því að álveri hefði verið plantað út, nú í Vatnsmýrina. Hér er stílað upp á fá- ránlegar vegalengdir milli húsa og ganga sem reiknast líklega í kíló- metrum, en læknar með starfs- reynslu frá útlöndum telja þó að nokkurra hæða spítalar með stórum og skilvirkum lyftum séu betri lausn. Hlægileg er hugmyndin um „þekk- SJÓNARHÓLAR OG SJÓNARMIÐ VII Úrval vondra hugmynda Í Árbæjarsafni fer vel um þessi gömlu hús og þar er hlúð að þeim eins og með þarf. Segja má að þar ríki fegurðin ein þegar sólin skín og það er ein alversta hugmynd sem heyrst hefur lengi að flytja safnið út í Viðey. Ljósmyndir/Gísli Sigurðsson Myndin er tekin á nýársdag 2006 á Öskjuhlíðinni. Þessir fjörlegu músíkantar, verk Þorbjargar Pálsdóttur, voru kátir að vanda og spáðu góðum vetri, sem reyndist heldur betur rétt. Fagurfræðin virðist eiga sér fáa málsvara þegar kemur að hönnun vegamannvirkja segir Gísli Sigurðsson, sem telur þó fulla ástæðu til að veita henni hærri sess. 30 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.