Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Afmælisrit Örnólfs Thorlaciusar Þann 9. september næstkomandi verður Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Hamrahlíð, 75 ára. Af því tilefni hafa vinir og velunnarar hans tekið höndum saman og ákveðið að gefa út vandað afmælisrit honum til heiðurs. Þar kennir margra grasa, eins og vænta mátti, og verður þarna að finna fjölmargar greinar, gamlar og nýrri, en allar þó úr safni afmælisbarnsins, og koma sumar þeirra ekki fyrir almenningssjónir fyrr en í bók þessari. Ritstjóri afmælisritsins er Sigurður Ægisson, guðfræðingur og þjóðfræðingur, og er það ósk allra sem að því standa að heillaóskaskráin (Tabula gratulatoria), sem verður þar fremst, verði sem lengst og glæsilegust. Verð ritsins er kr. 5.900 (sendingargjald innifalið í verði) og er það innheimt fyrirfram, enda miðast upplag bókarinnar við áskrifendafjöldann. Bókaútgáfan Hólar annast útgáfu afmælisritsins og er hægt að panta það í netfangi: holar@simnet.is og í síma 587 2619.  Nafn/nöfn (prentstafir) Kennitala: er fylgir hér með, ellegar fá sendan gíróseðil Gildistími korts: Ef greitt er með greiðslukorti, þá: Kortnúmer (16 stafir) Sendist til: Bókaútgáfan Hólar, pósthólf 9089, 121 Reykjavík. Einnig má skrá sig á heillaóskaskrá í síma 587 2619 eða á holar@simnet.is eða Visa/Mastercard: Heimilisfang: Vinsamlegast setjið X þar sem við á: Ég óska eftir að greiða bókina út í hönd með reiðufé/ávísun Telurðu þörf á að bæta almenn- ingssamgöngur í borginni og kem- ur til greina að breyta gjaldtöku Strætó eða að fella niður far- gjöld ákveðinna hópa? „Ég hef lýst því yfir að ég telji óviðunandi að greiða háar fjárhæðir með Strætó á hverju ári og horfa upp á nýtingu vagnanna komna nið- ur fyrir 10% og mikla fækkun far- þega ár frá ári. Ég tel þörf á við- horfsbreytingu í þessum efnum og við framsóknarmenn höfum kynnt hugmyndir okkar um ókeypis strætó fyrir börn, námsmenn, aldraða og öryrkja til þess að hvetja borgarbúa með jákvæðum hætti til að nýta sér þennan samgöngumáta og fjölga þannig farþegum.“ Ætlar þú að beita þér fyrir auknu íbúalýðræði í borginni á næsta kjörtímabili? „Já, ég hefði mikinn áhuga á því. En ég teldi jafnframt skynsamlegt að setja skýrar reglur um atkvæða- greiðslur og þess háttar svo liggi fyrir að eitthvað eigi að gera með álit íbúanna. Mér finnst miður að kalla eftir sjónarmiðum íbúa ef ekki stendur til að gera neitt með þau.“ Telurðu þörf á að bæta almenn- ingssamgöngur í borginni og kem- ur til greina að breyta gjaldtöku Strætó eða að fella niður far- gjöld ákveðinna hópa? „Já, við viljum bæta almennings- samgöngur í borginni og höfum lagt fram margar tillögur í þeim efnum á kjörtímabilinu. Við lögðumst t.d. gegn þeirri þjónustuskerðingu sem fjölmargir farþegar hafa orðið fyrir með nýja leiðakerfinu og komum með tillögur til úrbóta. 5. mars síð- astliðinn voru endurbætur gerðar á leiðakerfinu og tillit tekið til margra ábendinga okkar en alls ekki allra. Við munum gera frekari breytingar á leiðakerfinu og freista þess að fjölga farþegum með því að ná til nýrra hópa og ekki síður að ná aftur þeim farþegum sem hrakist hafa úr Strætó með vanhugsuðum breyt- ingum R-listans. Þá viljum við bæta aðstæður farþega með ýmsum hætti, t.d. með því að setja upp lokuð og upphituð biðskýli á fjölförnum bið- stöðvum og upplýsingaskilti um komutíma vagna. Við munum endurskoða gjald- skrármál Strætó en lofum því ekki að fella niður fargjöld ákveðinna hópa enda hefur slíkt fyrirkomulag ekki gefið góða raun þar sem það hefur verið reynt erlendis.“ Ætlar þú að beita þér fyrir auknu íbúalýðræði í borginni á næsta kjörtímabili? „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík telur mikilvægt að auka samráð við íbúa, sérstaklega í málefnum sem tengjast nærþjónustu borg- arinnar. Þannig viljum við færa valdið í skólamálum í ríkara mæli til hverfanna sjálfra, bæta aðgengi for- eldra að skólastarfi barna sinna og tryggja stórbætt aðgengi þeirra að upplýsingum varðandi skólastarf. Við teljum einnig mikilvægt að auka verulega samráð við íbúa vegna skipulagsmála, en það er hægt með betri kynningu, skilvirk- ari þjónustu og formlegri aðkomu íbúa að ákvörðunum. Fyrst og fremst viljum við þó auka val íbúa á sem flestum sviðum, sem að sjálf- sögðu mun leiða til þess að vald borgarbúa eykst og áhrif þeirra á þjónustuna og ákvarðanir í borginni aukast.“ Hvernig vilt þú að staðið verði að lagningu Sunda- brautar? „Við viljum leggja Sunda- braut í sátt við íbúana. Umferð- arþungi eykst stöðugt í borginni og því er nauðsynlegt að efla stofn- brautir. F-listinn vill líka að lega Sundabrautar taki mið af þróun til framtíðar og að hún verði lögð í sátt við íbúa borgarinnar. Kostir ytri leið- ar verði kannaðir til hlítar. Við val á útfærslu verði lögð áhersla á að tryggja vellíðan íbúa og náttúru- vernd. Því verði Sundabraut lögð þannig að íbúar verði sem minnst var- ir við umferðarþungann. Sundabraut verði í göngum með góðum teng- ingum við stofnbrautakerfi borgar- innar. Fyrsti áfangi Sundabrautar verði í göngum undir Elliðavog með uppkomu við Gufunes. Þá taki við brú yfir í Geldinganes, til að varðveita við- kvæma náttúru, en þar fari Sunda- braut aftur í göng undir Leiruvog með uppkomu í Víðinesi og loks á brú yfir Kollafjörð. Með þessari útfærslu er komið til móts við óskir íbúa og sjónarmið náttúruverndar jafnframt höfð að leiðarljósi. “ Telurðu þörf á að bæta almennings- samgöngur í borginni og kemur til greina að breyta gjaldtöku Strætó eða að fella niður fargjöld ákveðinna hópa? „Ítarlega er fjallað um almennings- samgöngur á heimasíðunni www.f- listinn.is. F-listinn í borgarstjórn hefur þrívegis lagt fram tillögur um frítt í strætó fyrir börn, unglinga, aldraða og öryrkja, sem R-listaflokkarnir þrír hafa ávallt fellt. Við ætlum líka að end- urskipuleggja starfsemi strætó sér- staklega með þarfir ungmenna og eldra fólks að leiðarljósi. Þannig viljum við koma á hverfisstrætóum með hringakstri í hverju hverfi borg- arinnar. Slíkt myndi auðvelda fólki að sækja þjónustu á borð við frístund- astarfsemi hvers konar, skóla, heilsu- gæslu o.fl. í sínum hverfum. Aðrir vagnar væru svo látnir fara stofn- brautir.“ Ætlar þú að beita þér fyrir auknu íbúalýðræði í borginni á næsta kjörtímabili? „F-listinn leggur ríka áherslu á að aðkoma íbúa að ákvarðanatöku í um- hverfis- og skipulagsmálum verði tryggð mun fyrr í ferlinu en nú er. Þá verði íbúum hverfa tryggt meira sjálf- ræði um ákvarðanir í nærumhverfi sínu, enda þekkir það enginn betur en þeir. Það er hægur vandi á tímum tölvutækni að leita álits borgaranna á sem flestum ágreiningsefnum og sjálfsagt að gera það í meira mæli en hefur verið gert til þessa.“ Oddvitar framboðslistanna í Reykjavík svara spurningum Morgunblaðsins um borgarmálefni ingin leggur því til að Reykjavík- urborg og ríkið stofni sameig- inlegt félag um flutning flugvall- arins og þróun Vatnsmýr- arinnar. Skipulag svæðisins mun byggja á niðurstöðum yfirstandandi hugmyndasamkeppni um heildar- skipulag svæðisins þar sem við njót- um fulltingis nokkurra af fremstu arkitektum heims. Til að tryggja enn frekar fjölbreytta uppbyggingu svæðisins er stefna Samfylking- arinnar að að minnsta kosti fjórð- ungur íbúða í Vatnsmýri verði leigu- íbúðir og stúdentagarðar.“ Hvernig vilt þú að staðið verði að lagningu Sundabrautar? „Ég hef veitt samráðsferli um lagningu Sundabrautar forystu og í mínum huga er Sundabraut í jarð- göngum ótvírætt fyrsti kostur og að honum er nú unnið. Ég tel fullreynt að aldrei náist sátt um útfærslu Sundabrautar á innri leið sem Sjálf- stæðisflokkurinn og samgöngu- ráðherra hafa haldið á lofti. Þeir átta milljarðar sem nú hafa verið tryggðir til framkvæmdarinnar af símafé eru vissulega fagnaðarefni. Þeir duga þó aðeins fyrir hraðbraut hálfa leið. Samgönguráðherra hefur reyndar valið sér sérkennilegt hlutskipti að gera lítið úr yfirstandandi samráðs- ferli. Ráðherrann ætti auðvitað að láta af hótunum í garð Reykvíkinga og verja tíma sínum í að tryggja fjár- magn til bestu leiðar Sundabrautar – alla leið, því það er löngu tímabært að Reykjavík fái sinn eðlilega hlut af vegafé. Þangað til ríkisstjórnin hefur komið sér saman og tekið af skarið um fulla fjármögnun verkefnisins standa spjótin á henni.“ Telurðu þörf á að bæta almennings- samgöngur í borginni og kemur til greina að breyta gjaldtöku Strætó eða að fella niður fargjöld ákveðinna hópa? „Það er brýnt að efla almennings- samgöngur í borginni þannig að strætó verði raunhæfur valkostur. Reykvíkingar geta ekki búið við sveltistefnu nágranna sinna í al- menningssamgöngum. Með upptöku rafrænna greiðslna í Strætó verða boðin hvetjandi afsláttarfargjöld til að koma til móts við þarfir mismun- andi hópa.“ Ætlar þú að beita þér fyrir auknu íbúalýðræði í borginni á næsta kjör- tímabili? „Samfylkingin stendur fyrir aukið lýðræði. Ég hef leitt stefnumörkun til að efla íbúalýðræði á yfirstandandi kjörtímabili og tel tímabært að breyta samþykktum Reykjavík- urborgar á þann veg að þriðjungur borgarbúa geti krafist atkvæða- greiðslu um einstakar ákvarðanir borgarstjórnar. Jafnframt á að fjölga beinum atkvæðagreiðslum um meg- inmál og bæta samráð í skipulags-, umhverfis- og skólamálum. Í því efni hefur Reykjavíkurborg verið ótví- ræður brautryðjandi. Með því að greiða götur íbúanna að ákvörðunum er viðurkenndur réttur einstaklinga til upplýsinga og þátttöku í að móta nánasta umhverfi sitt. Með nýrri tækni má skapa vettvang fyrir aukna umræðu og samráð borgarbúa og borgarstjórnar. Við höfum verið framsækin og þetta skiptir máli fyrir þróun lýðræðis á 21. öld.“ Telurðu þörf á að bæta almenn- ingssamgöngur í borginni og kem- ur til greina að breyta gjaldtöku Strætó eða að fella niður far- gjöld ákveðinna hópa? „Já, það þarf að gera átak í að bæta almenningssamgöngur í borginni og gera um þær stefnu til framtíðar. Í þeim efnum höfum við Vinstri græn lagt fram mótaðar tillögur. Þær ganga út á það að þétta beri netið, bæta við leiðum, fjölga ferðum og auka forgang strætó í umferðinni. Náist ekki samstaða við nágranna- sveitarfélögin um þessar breytingar viljum við endurreisa SVR. Þessar breytingar munu stuðla að minni mengun í borginni og skilvirkara um- ferðarkerfi. Varðandi gjaldtöku höf- um við markað þá stefnu að það eigi að vera á færi allra að taka strætó, þess vegna eigi gjaldtöku að vera stillt mjög í hóf. Við erum ekki fylgj- andi því að skipta fólki í sérmerkta hópa, sem þiggi frímiða frá þeim sem halda uppi velferðarkerfinu. Allir eiga rétt á því að lifa með reisn og greiða fyrir sig í sund og strætó.“ Ætlar þú að beita þér fyrir auknu íbúalýðræði í borginni á næsta kjörtímabili? „Já. Við Vinstri græn erum stað- ráðin í því að auka þátttöku borg- arbúa í ákvörðunum er þá varða. Til þess að svo megi verða þarf að auka aðgengi íbúanna að borginni. Þetta á jafnt við um aðgengi að opinberum byggingum sem og aðgengi að þjón- ustu. Við viljum t.d. bæta mjög að- gengi allra að upplýsingum um þjón- ustuna sem í boði er. Til þess þarf að gera heimasíður borgarinnar að- gengilegar t.d. fyrir blinda og sjón- skerta og fyrir innflytjendur svo dæmi séu tekin. Auk þess sem koma þarf upplýsingum til þeirra sem á þurfa að halda. Í okkar huga er að- gengi lykillinn að þátttöku og þátt- taka tryggir lýðræði.“ Morgunblaðið/RAX Björn Ingi Hrafnsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Ólafur F. Magnússon Dagur B. Eggertsson Svandís Svavarsdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.