Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMKVÆMT trúarlögum músl- íma liggur dauðarefsing við því að láta af trúnni. Taki múslími kristna trú, gerist búddisti eða trúleysingi, skal hann líflátinn. Lög trúarinnar eru raunveruleg í löndum múslíma en ekki táknræn eða einungis siða- boðskapur eins og á Vesturlöndum. Þetta sést glöggt af nýlegum atburðum í Afganistan þar sem dauðarefsing vofði yfir Afgana sem tekið hafði kristna trú. Það var ekki fyrr en margir helstu ráða- menn heims höfðu hótað að láta af allri aðstoð við Afganistan að Hamid Karzai, for- seti landsins, tók í taumana og lét lýsa trúvillinginn geðbil- aðan til þess að forða honum frá líf- láti. Fyrir margar aðrar syndir en trúvillu ber að refsa fyrir með líf- láti. Ayatollah Khomeni (fyrrum æðstiklerkur í Íran) setti fyrir nokkrum árum stórfé til höfuðs rit- höfundinum Salman Rushdie fyrir að skrifa bók sem féll ekki erki- klerkum islams í geð og um aðra refsingu fyrir afbrotið en líflát var ekki að ræða. Síðan hefur Salman Rushdie að meira og minna leyti orðið að fara huldu höfði á Vest- urlöndum. Múslímar telja það syndsamlegt að sjáist í bert hörund kvenna á al- mannafæri. Árið 2002 hindraði trúarlögreglan í Mekka slökkviliðs- menn í því að bjarga tugum tán- ingsstúlkna út úr brennandi bygg- ingu, vegna þess að stúlkurnar voru ekki með hefðbundnar slæður um höfuðið til þess að hylja andlit sín. Fjórtán stúlkur létust og fimmtíu slösuðust. Það er erfitt að trúa því að svona lagað skuli geta átt sér stað á 21. öldinni og það í einu rík- asta landi heims, Sádi Arabíu, þar sem menntun og menning eru á háu stigi. Múslímar og kristnir menn eiga það sameiginlegt að telja guð sjálf- an hafa ritað eða ritstýrt hinum helgu bókum sínum, Kóraninum og Biblíunni. Múslímar virðast flestir trúa bókstaflega sinni helgu bók og túlkunum múllanna á henni og eru því trúarlega í sömu sporum og kristnir menn voru á miðöldum á tímum rannsóknarréttarins og galdrabrenna. Nú á tímum er það hins vegar einungis lít- ill hluti kristinna manna sem túlkar Biblíuna bókstaflega og trúir orðrétt á boð- skap hennar. Kristnir bókstafstrúarmenn eru þó ekki eins hættu- legir og múslímar, því að þeir fylgja síður öll- um boðum Biblíunnar svo sem ákvæðum hennar um dauðarefsingu fyrir það að vinna á hvíldardaginn (2. Mósebók 31:15), að leggja nafn guðs við hégóma (3. Mósebók 24:16) og að drýgja hór (3. Mósebók 20:10). Þetta umburð- arlyndi kristinna bókstafstrúar- manna má væntanlega rekja til þess að vestræn þjóðfélög í dag líða ekki slíkan barbarisma. Margir kristnir bókstafstrúarmenn skirrast þó ekki við að fórna jafnvel lífi barna sinna á altari trúarinnar með því að neita þeim um nauðsynlega læknishjálp. Frændur okkar, Danir og Svíar, hafa orðið illilega varir við fram- ferði múslíma. Danska blaðið Jyl- landsposten birti teikningar af Mú- hameð spámanni og kærðu danskir múslímar blaðið og danska ríkið fyrir guðlast til múllanna í Egypta- landi og Mið-Austurlöndum með hrikalegum afleiðingum. Til þess að sverta Dani enn frekar í augum múllanna fölsuðu dönsku múslím- arnir til viðbótar nokkrar skop- myndir af spámanninum og sögðu þær líka hafa birst í Jyllands- posten. Sænska þjóðin varð þrumu lostin fyrir nokkrum árum þegar sænskur múslími myrti tvítuga dóttur sína, sem fædd var og uppalin í Svíþjóð, fyrir þá synd að trúlofast fyrrver- andi skólabróður sínum. Stúlkan hafði ekki verið manni gefin af föð- urnum, hún var sennilega ekki hrein mey lengur og með framferði sínu hafði hún sett svartan blett á heiður fjölskyldunnar sem ekki varð afmáður nema með lífláti hennar. Lög trúarinnar og hefðir múslíma voru landslögum æðri að mati föðurins og hann myrti dóttur sína með köldu blóði. Við rétt- arhöldin sýndi hann engin merki iðrunar, hann hafði ekkert brotið af sér, þetta var vilji guðs (Allah). Múslímar reisa moskur víða á Vesturlöndum þar sem þeir eru bú- settir. Auk trúariðkana í mosk- unum, nota múslímar þær til trúar- legrar fræðslu og ýmiss konar félagsstarfs. Ungu mennirnir sem sprengdu upp neðanjarðarlestirnar í London síðastliðið sumar og drápu fleiri tugi saklausra borgara voru breskir múslímar, fæddir og upp- aldir í Englandi. Þeir höfðu hlotið trúarlega fræðslu og leiðsögn breskra múlla og fóru síðan til Pak- istan að læra hryðjuverk sem þeir svo frömdu í nafni guðs (Allah) á breskum almenningi, trúleysingj- unum sem bölvun guðs er yfir (Kóraninn 2:89). Múslímar á Íslandi hafa sótt um leyfi til að reisa mosku í Reykjavík og yrði slíkt án efa lyftistöng fyrir islam hér á landi. Hugsanlega myndu einhverjir Íslendingar taka islamska trú (það er ekki dauðasök á Íslandi) og hver veit nema þeir færu eða yrðu einhvern tímann sendir til alvöru múslímalands til þess að fullnema sig í fræðunum. Við Íslendingar erum að fá smjörþefinn af því sem hinar Norð- urlandaþjóðirnar hafa mátt búa við síðustu árin en vonandi kemur ekki að því að hér verði framin hryðju- verk á almenningi eins og hjá vina- þjóðum okkar Bandaríkjunum, Bretlandi og Spáni svo aðeins nokkrar séu nefndar. Það væru ill örlög. Ógnvænleg trúarbrögð Grétar H. Óskarsson fjallar um útbreiðslu islam á Vesturlöndum ’Múslimar á Íslandi hafasótt um leyfi til að reisa mosku í Reykjavík og yrði slíkt án efa lyftistöng fyrir islam hér á landi.‘ Grétar H. Óskarsson Höfundur er verkfræðingur. Fr u m Naustabryggja 4 - 110 Reykjavík Falleg 134,8 fm 4ra - 5 herb. íbúð á 2. hæð í viðhaldslitlu lyftuhúsi, ásamt sér bílastæði í lokaðri bílageymslu. Sérlega snyrtileg, björt og rúmgóð íbúð, stórar stofur, tvennar svalir. Sameign fyrsta flokks. Getur losnað fljótlega. opið hús Opið hús , Naustabryggja 4 - 110 Rvk í dag kl.15 - 17, bjalla merkt 204 FJÖLNISVEGUR - ÞINGHOLT Vorum að fá í sölu eitt af þessum eftirsóttu einbýlishúsum í Reykjavík. Húsið stendur við Fjölnisveg og er um 321 fm. Falleg 1000 fm lóð sem snýr að mestu leyti til suðurs. Húsið er tvær hæðir, kjallari og ris. Húsið hefur verið endurnýjað á einstak- lega vandaðan og glæsilegan máta. Lítil séríbúð er í kjallara. Nánari uppl. veita Sverrir og Kjartan. 5823 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Vel skipulögð 85,7 fm íbúð á 2. hæð í 6 íbúða húsi með sérinngang. Forstofa, hol, stofa, borðstofa, eldhús, 2 herbergi, baðherbergi og geymsla. Parket og flísar. Góðar suðursvalir. Frábært útsýni. Getur verið laus strax. Verð 20,8 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Blikaás - Hf. - 3ja herb. Atvinnueignir 530 1810 Lítill þjónustukjarni á besta stað í Kópavogi, flest bil með góðum leigusamningum. Allar nánari uppl. veita Þórarinn (s. 824 6704) og Magnús (s. 897 8266) eða hringið á skrifstofu Draumahúsa í síma 530 1810. Grænatún - 200 Kóp Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.