Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 71 MINNINGAR Mitt í vorkomunni þegar allt er að lifna af vetrardvala, barst okkur andlátsfregn Bíbíar vinkonu okkar. Vinskapur okkar var skemmtilegur og gefandi. Bíbí var mikill fagurkeri og elskaði fallega hluti. Hún vildi öllum svo vel. Alltaf gat hún ráðlagt mér eitthvað svo gott sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir, eða Bíbí eins og hún var ávallt kölluð, fæddist í Stykkis- hólmi 21. maí 1935. Hún lést að kvöldi 15. apríl síðastliðins og var jarðsungin frá Ólafsvíkur- kirkju 22. apríl. Elsku Bíbí takk fyr- ir öll elskulegheit þín og hlýhug í okkar garð. Elsku Gunnar og börn, minning um elskulega eiginkonu, mömmu og ömmu mun ylja okkur um ókomin ár. Þegar komstu þá var hlýtt, þau voru okkar kynni, allt var göfugt, gott og blítt er gafst í návist þinni. Ef að jarðlífs mæddu mein mest var kærleiksnáðin, skorinorð og hjartahrein hollust gafstu ráðin. (Úr Kærleiksbók.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona Bylgja Konráðsdóttir. Kveðja frá Knatt- spyrnufélaginu Fram Ólafur var virkur félagsmaður í Knattspyrnufélaginu Fram í mörg ár. Hann var ötull félagsmaður og lagði mikið af mörkum í störfum sín- um fyrir félagið og þá einkum hand- knattleiksdeildina. Hann var for- maður handknattleiksdeildar frá 1969 til 1976, auk þess starfaði hann mikið fyrir félagið bæði fyrir og eftir þann tíma. Í formannstíð hans naut félagið mikillar velgengni og varð Fram m.a. Íslandsmeistari karla og kvenna árið 1970 og auk þess er óhætt að fullyrða að hann hafi lagt grunninn að gullaldartíma hjá kvennaliði félagsins. Ólafi var mjög umhugað um vel- gengni Fram og voru störf hans og stuðningur alla tíð félaginu ómet- anlegur. Ólafur fékk fjölda viður- kenninga fyrir störf sín og var sæmdur silfurkrossi félagsins á 95 ára afmæli félagsins árið 2003. Um leið og Fram þakkar traust- um og góðum félaga samfylgdina vottum við fjölskyldu hans og vinum samúð okkar. Knattspyrnufélagið Fram. Við vorum stödd á Kanarí þegar við fengum þær fréttir að Ólafur hefði fengið heilablæðingu og það væri engin von. Okkur setti hljóð því stutt var síðan þau hjónin voru að halda upp á 70 ára afmæli Sigrúnar ÓLAFUR AÐAL- STEINN JÓNSSON ✝ Ólafur Aðal-steinn Jónsson fæddist á Stað í Súg- andafirði 11. októ- ber 1932. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 18. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 30. mars. hér á Kanarí. Það er ekkert sjálfgefið í líf- inu og það vekur mann til umhugsunar að það sé margt að þakka, meðal annars góðu minningarnar og eru þær margar með ykkur hjónunum. Þegar börnin okkar fóru að búa í Vest- mannaeyjum og giftu sig urðum við stund- um samferða þeim Óla og Sigrúnu til Eyja til að heimsækja þau. Eins var ógleymanleg stund heima hjá okkur þegar Ólafur afi hélt á al- nafna sínum Ólafi Aðalsteini Jóns- syni undir skírn. Ólafur var fróður maður um land og þjóð, skemmtilegur að ræða við og ferðast með. Hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Sumarið 2005 fórum við hjónin, ásamt Sigrúnu og Óla, með börnin og barnabörnin norður Kjöl í ynd- islegu veðri og var það ógleymanleg ferð. Það er mikils virði kynnast góðu fólki á lífsleiðinni því það skilur eftir góðar minningar. Það þökkum við hjónin þér fyrir, Ólafur, þín minning mun lifa með okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Sigrún, Jón, Sóley, Bjarni og börnin ykkar, megi góður Guð styrkja ykkur í framtíðinni. Sigríður og Sverrir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HJARTARSON, Sóltúni 43, Selfossi, áður bóndi á Grænhóli í Ölfusi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands föstudaginn 19. maí. Jónína Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Jón Halldór Gunnarsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Ölver Bjarnason, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sigvaldi Guðmundsson, Steindór Guðmundsson, Klara Öfjörð Sigfúsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ASTRID ELLINGSEN, prjónahönnuður, Ægisíðu 101 Reykjavík, lést á Hrafnistu föstudaginn 19. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Bjarni Jónsson, Dagný Erna Lárusdóttir, Jón Árni Ágústsson, Gísli Örn Lárusson, Sigrún Helga Ragnarsdóttir, Erna Svala Ragnarsdóttir, Kristján Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. Hún Lolla frænka okkar er látin í hárri elli á almennan mæli- kvarða aldurs en elli er ekki orð, sem við tengjum við Lollu frænku, jafnvel þó að hún hafi verið á 99. aldursári. Lolla var alla tíð ung í anda og svo víðsýn að hún hleypti aldrei gamalmenninu að. Hún var fal- leg kona og þótt hárið yrði hvítt var yfir henni reisn og liprar hreyfingar minntu á yngri konur. Lolla frænka skipaði stóran sess í lífi okkar allt frá fæðingu. Hún var elst af átta systkinum á Grund, sem upp komust, nokkrum árum eldri en Ragga, mamma okkar. Þær voru afar samrýndar og bjuggu alla tíð í ná- grenni hvor við aðra. Þrjú systkin- anna ásamt foreldrum þeirra höfðu búið sér heimili á Grund á Akranesi og næsta kynslóð stækkaði hópinn svo nokkur húsaþyrping myndaði fjölskyldureitinn. Á milli þeirra systra bjó einkabróðirinn, Júlli, með sinni stóru fjölskyldu. Veggir á lóða- mörkum urðu ekki hindrun í að skjót- ast yfir lóðir á milli húsa. Það var barnmargt á Grundunum þá. Það var yndislegt að fá að alast upp í því sam- félagi sem þar var og ljúft að minnast þeirra tíma þegar fólk gaf sér tíma til að lifa lífinu, koma saman í morgun- kaffi hjá ömmu Emilíu og Petu systur ÓLÍNA ÁSA ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Ólína Ása Þórð-ardóttir fæddist á Grund á Akranesi 30. nóvember 1907. Hún lést á Dvalar- heimilinu Höfða hinn 14. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 19. maí. hennar á Grund og upplifa skemmtilegt andrúmsloft og líflegar umræður við þéttsetið eldhúsborðið. Eftir þeirra dag héldu þessir morgunkaffitímar áfram ýmist heima hjá okkur eða Lollu og þessi samvera styrkti böndin sem haldið hafa svo vel í fjölskyldunni. Líf þeirra systra voru þétt samofin. Eig- inmennirnir unnu hjá sama fyrirtæki. Þeir voru félagar í sömu félögum og sungu saman í karlakórnum Svönum þannig að það var svo víða sem leiðir lágu saman. Börnin voru jafnaldrar og sum bekkjarfélagar í skóla svo stund- irnar heima hjá Lollu voru stundum ekki færri en heima hjá okkur, suma dagana. Segja má að hún hafi tekið virkan þátt í uppeldi okkar. Sjálf átti hún sjö börn en faðmurinn hennar var stór eins og hjartað og hana mun- aði ekki um að halda utan um okkur líka. Það sama var gagnvart hennar börnum hjá mömmu. Lolla frænka var tónelsk, hún spil- aði á píanó og lék oft undir við fjölda- söng, en hún söng aldrei sjálf. Hún var fagurkeri og hafði yndi af ljóðum og kunni þau mörg. Hún hafði létta lund og ríka réttlætiskennd. Hún var athafnakona, rak vefnaðarvöruverzl- un um árabil og var smekkleg í vöru- vali. Minnisstæð eru ferðalög fjöl- skyldnanna á sjötta áratugnum, átta saman í bíl um landið. Þá voru ekki alltaf farnar troðnar slóðir en margt skemmtilegt upplifað. Eftir að börnin voru flogin úr hreiðrunum fóru syst- urnar ásamt eiginmönnum í margar ferðir saman bæði innanlands og til útlanda, ýmist siglandi, fljúgandi eða akandi. Það var gaman að heyra sög- ur af skemmtilegum uppákomum sem oft voru sagðar úr þessum ferða- lögum. Þegar systurnar voru orðnar ekkj- ur og höfðu ekki lengur heilsu til að halda eigin heimili fluttu þær saman á Dvalarheimilið Höfða á Akranesi þar sem þær undu hag sínum vel meðan heilsan leyfði enda hvergi hægt að fá betri umönnun. Þar er ein- vala lið starfsfólks og það eru forrétt- indi að vera í það litlu bæjarfélagi að geta verið á svona stað innan um gamla vini og nágranna. Lolla sakn- aði mömmu mikið þegar hún lézt í maí fyrir fjórum árum. Nú kveður hún eftir langa og góða ævi á sama árstíma þegar sólin er að hækka á lofti og allt er svo bjart. Þannig eru líka minningarnar um Lollu frænku, alltaf svo skínandi bjart og fagurblátt í kringum hana. Við kveðjum hana með þakklæti fyrir allt sem hún var okkur og biðj- um góðan Guð um að blessa börnin hennar og aðra ástvini . Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (G. J.) Emilía, Þorsteinn, Margrét og Petrea. Lolla og Svava mamma mín voru æskuvinkonur og ævivinkonur. Þær fæddust á sama árinu, 1907, sín hvor- um megin Vesturgötunnar á Akra- nesi og þar voru heimili þeirra alla tíð. Þær léku sér saman og pössuðu litlu systkini hennar Lollu saman, gerðu grín og skrifuðu hvor annarri asnaleg bréf og bréfspjöld eins og krakkar gerðu. Þessi skrif eru enn varðveitt en Lollu fannst það ekki passandi að setja þau í skjalasafnið á Akranesi. Í Læknishúsinu, heimili Svövu, var mikið um söng og minntist Lolla þeirra innilegu ánægjustunda er Karítas systir Svövu spilaði á org- elið á hátíðum og er gestir komu og allir sungu. Lolla söng kannski ekki sjálf, en hún sagði að þar hefði ríkt svo mikil gleði. Lolla var handan götunnar og sam- an hleyptu þær heimdraganum vin- konurnar og fóru til mennta í Reykja- vík. Lolla fór í Verslunarskólann en Svava í Kvennaskólann. Þær leigðu saman í eitt og hálft ár en þá veiktist Lolla og varð að snúa aftur heim. Í bréfi Ingibjargar ömmu minnar til mömmu segir hún að Lolla sé vart hún sjálf, hún sakni vinkonunnar svo mikið. Þær giftust báðar Akurnesingum, Lolla allnokkru fyrr og áttu börn og misstu, Lolla Þórð eldri, uppáhald Svövu sem stóð uppi á stól og söng aríur, en móðir mín missti tvö börn í vöggu. Þær stóðu þétt við bakið hvor á annarri í þeim þrautum og glöddust saman yfir þeim börnum sem lifðu. Þegar Þórður yngri tók við með arí- urnar og allt gekk vel ýttu þær sorg- um burt og gleðin ríkti. Lolla hafði mjög mótandi áhrif á mig sem barn. Hún var tíður gestur á heimili okkar og ég minnist er hún kom eitt sinn miður sín og sagði frá barni í nágrenninu sem hafði boðið félögum sínum í afmælisboð, en þá hafði móðirin sagt er gestirnir komu: „Hér er ekkert afmælisboð.“ Þá sagði Lolla: „Hugsið ykkur áhrifin á sálar- líf barnsins.“ Þetta var í fyrsta skipti að ég heyrði talað um sálarlíf barna, svoleiðis var helst ekki til umræðu á þeim árum. Eitt sinn bar á góma bækur Hall- dórs Laxness sem voru næstum bannvara á mínu uppvaxtarheimili. Hún átti þær allar og sagði mér að koma strax með sér heim og fá lánaða bók. Þetta var í byrjun sumars og var ég á þeytingi yfir götuna þar til ég hafði gleypt þær allar í mig. Hún lét mig ekki sleppa neitt billega, hún ræddi um einstaka kafla og spurði spurninga sem knúðu mjög á. Þetta var yndislegt sumar. Þegar ég var rétt orðin táningur stoppaði Lolla mig á götu og sagði „Ég ætla hér með að bjóða þér í fimmtugsafmælið mitt.“ „Mér?“ sagði ég hissa. „Já, þú ert dóttir bestu vinkonu minnar og þess vegna er þér auðvitað boðið.“ Mikil upphefð í þá daga. Hún var stór í hjarta hún Lolla og stór í sinni. Afkomendum hennar öllum og tengdabörnum vottum við, ég, maður minn og dóttir innilega samúð. Ég þakka samfylgdina. Inga Svava Ingólfsdóttir. Margrét Blöndal var góð manneskja og mér velviljuð. Hún hafði óbilandi trú á mér, ég hafði enga, eng- inn annar en Margrét hafði það. Hvaðan hún fékk þá trú er ómögulegt fyrir mig að skilja. Alltaf var hún til staðar fyrir mig, óbilandi. Þó að ég væri í rugli hafði hún þolinmæði gagnvart mér. Hún hughreysti mig og taldi stöðugt í mig kjark, gaf mér MARGRÉT S. BLÖNDAL ✝ Margrét Sigríð-ur Sölvadóttir Blöndal geðhjúkr- unarfræðingur fæddist í Stokk- hólmi hinn 7. des. 1939. Hún lést á heimili sínu hinn 9. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. von þó að ég sóaði henni jafnóðum í rugli. Það voru margir sem sóttu í Margréti í sinni vanlíðan, brostn- ar vonir í vondum heimi, og hún huggaði og studdi og gaf von að nýju. Ekki held ég að henni falli heldur starf úr hendi þar sem hún er núna, af nógu er að taka. Þar eru líka áreiðanlega einhverjir sem þurfa á hjálp og stuðningi að halda. Neyðin er til svo að hægt sé að hjálpa. Allir bera guðsneistann í sér, hjá sumum verður hann að ljóma, þar er Margrét. Við lifum þótt við deyjum. Þakka fyrir allt. Sveinn Marinósson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.