Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 21
gagnrýna þó að ekki sé þar með sagt að í þessu felist meðvituð afstaða hjá viðkomandi fjölmiðli. Maður getur aldrei fullyrt með vissu af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru, – það gæti verið tilviljun eða ómeðvituð til- hneiging til að gera lítið úr máli eða málaflokki. Við vitum það ekki, en við vitum hvernig fréttirnar voru og gagnrýnin beinist að því.“ „Mín tillaga að nýju markmiði er heiðarleiki og sanngirni“ – Þú fullyrðir í Fjölmiðlum 2005 að til séu heiðarleg vinnubrögð sem eru algild. Í fyrsta lagi að fara rétt með, en gangast ella svikalaust við mistökum. Og í öðru lagi að „gæta sanngirni, í þeirri merkingu að draga ekki tiltekin sjónarmið eða málsatvik undan gegn betri vitund, en það er, öfugt við hlutlægni, fylli- lega raunhæft markmið og meira að segja fremur auðvelt“. „Listinn yfir það hvað eru góð vinnubrögð er sjálfsagt endalaus. En listinn yfir heiðarleg vinnubrögð þarf ekki að vera lengri en þetta. Þarna dreg ég fram að annars vegar getur maður gagnrýnt framsetningu eða meðferð sem er klaufaleg eða óviljaverk eða tilviljun eða hvaðeina. En síðan eru til dæmi um beinlínis óheiðarlega umfjöllun, eins og þá sem verðlaunuð var sem fyrirmynd- arblaðamennska, þar sem er greini- lega reynt að stilla málum upp eftir fyrirfram gefinni niðurstöðu og öllu sem ekki passar við þá mynd er ýtt til hliðar og það strokað út. Ég set þetta fram í formálanum í því samhengi að hlutleysi sé ef til vill ekki mögulegt eða æskilegt mark- mið fréttamanna, þó að því sé oft hampað. Ég held það sé mjög erfitt að vera hlutlaus og kannski beinlínis rangt að gefa þá hugmynd af frétta- mönnum að þeir séu það. Mín tillaga að nýju markmiði er heiðarleiki og sanngirni. Og það er mjög auðvelt að ná því markmiði. Ég held að allir ættu að leggja upp úr því að geta sagt með góðri samvisku að þeir séu sanngjarnir í sinni umfjöllun. En hlutlægnin er og verður enda- laust þrætuepli. Það sem einum finnst algjörlega hlutlaus umfjöllun finnst öðrum sýna skakka mynd. En þótt hlutlægni sé vonlaust markmið er ekki þar með sagt að það eigi að vera keppikefli að vera sem hlut- drægastur. Þess vegna hef ég nokkrum sinnum gagnrýnt hlut- dræga umfjöllun, þó að ég segi á sama tíma að ekkert sé til sem heitir algjört hlutleysi. Hlutdrægni getur keyrt úr hófi, til dæmis ef það hallar augljóslega stöðugt á menn eða flokka.“ – Nú hefur þú verið gagnrýndur fyrir að vera pólitískur í skrifum þín- um, eins og þú talar um sjálfur í ein- um pistla þinna. Má ekki segja að gagnrýni þín hafi beinst frekar að öðrum væng stjórnmálanna, nánar tiltekið þeim vinstri, en síður að hin- um? „Ég er meðvitaður um að ein- hverjum kann að finnast það. En ég legg aldrei upp með að beina sjónum mínum í eina átt frekar en aðra. Ég myndi mótmæla því og gæti gert það með mjög góðum rökum ef því væri haldið fram að skrifin væru flokks- pólitísk. Ekki þarf að fara lengra en í þarsíðasta pistil, þar sem ég bendi á að forsíða Fréttablaðsins hafi verið óhagstæð R-listanum. Ég er því ekki sá pólitíski áróðursmaður, sem fá- einir vilja gera mig að án þess reynd- ar að nefna fyrir því haldbær rök. Hins vegar hef ég líka sagst vera hægrisinnaður og að það hafi vafa- laust áhrif á hverju ég taki helst eftir í umfjöllun fjölmiðla. Við vitum að femínistum finnst fjölmiðlar örugg- lega of karllægir og að þeir kyndi undir staðalímyndir; þeir gætu örugglega haldið úti svona pistli um kynjaumræðu í fjölmiðlum. Með sama hætti finnst mér ekkert ólík- legt að sannfæring mín hafi áhrif á hverju ég tek eftir. Það kann til dæmis að vera skýringin á því að ég hef látið mig varða umfjöllun um skattamál á meðan aðrir hefðu kannski fylgst meira með umfjöllun um virkjanamál. Þetta ræður frekar viðfangsefninu en niðurstöðunni. Aðalatriðið er að vera sanngjarn og draga ekkert undan í þeim til- gangi að búa til niðurstöðu sem þjón- ar fyrirfram gefinni sannfæringu. Ef allir eru vakandi fyrir því erum við í fínum málum. Svo er það undir hverjum og einum komið að opna augun og vera ekki of þröngsýnn.“ – Þú gagnrýnir Fréttaannál fréttastofu sjónvarps í fyrsta pistli ársins 2005, þar sem fjallað var um deilur innan Framsóknarflokksins vegna brotthvarfs Sivjar Friðleifs- dóttur úr ríkisstjórn og átök í kring- um Kristin H. Gunnarsson voru rifj- uð upp með háðsglósu: „Fram- sóknarflokkurinn var með líflegasta móti. Get it? Hann er svo leiðinlegur flokkur. Fyndið.“ Hversu langt mega fréttamenn ganga í stíl? „Í annál fannst mér þetta ekkert yfir markið. En gagnrýni mín beind- ist að því að R-listinn var einnig með líflegasta móti, hver höndin upp á móti annarri, án þess nokkuð væri minnst á það í annálnum. Það fannst mér furðulegt.“ – Hvernig heldurðu að íslensk fjöl- miðlun eigi eftir að þróast á næstu árum? „Mér hefur fundist þetta mikla framboð á nýjum miðlum undanfarin tvö ár hafa komið niður á vönduðum vinnubrögðum. Það er ekki gott að segja til um hvers vegna. Til dæmis hefur manni lengst af sýnst það vera ríkjandi kúltúr á Fréttablaðinu að leggja ekkert mjög mikið upp úr því að vanda til verka. Þar hefur verið slengt fram fréttum, sem reynast rangar, og samt eru engar tilraunir gerðar til að leiðrétta það á neinn hátt þegar á það hefur verið bent. Það getur verið að þetta breytist og ég vona það. En ég held það hafi ver- ið forréttindi fyrir þjóðina að mest lesna blaðið á Íslandi skyldi jafn- lengi og raun ber vitni vera blað eins og Morgunblaðið, sem hvað sem menn vilja annars um það blað segja leggur mikið upp úr vönduðum vinnubrögðum. Það er í sjálfu sér skaði að annars konar blað skuli hafa tekið forystu og vonandi dregur það ekki Morgunblaðið niður með sér á það plan sem Fréttablaðið var alveg tvímælalaust á, þótt einhver breyt- ing kunni að verða á því.“ – Þú skrifar 29. október 2005: „Ég nefni sjaldan DV, annars vegar vegna þess að ég les það helst aldrei, hins vegar vegna þess að með því væri gefið í skyn að blaðið væri í lagi fyrir utan fáeinar undantekningar.“ Hvað finnst þér um þann fréttaflutn- ing sem stundaður var á blaðinu – mun hann hafa varanleg áhrif á ís- lenska fjölmiðlun? „Þetta er alveg gild spurning. En þó er hún nánast furðuleg og ég skal útskýra það. Þú ert að spyrja hvaða áhrif fjölmiðill hafði sem fór út fyrir öll mörk. Það er ekkert hægt að nefna hraklegt sem DV gerði ekki. Það var svívirðilegt skaðræðisblað.“ Ólafur Teitur hellir óvart niður úr kaffibollanum sínum. „Obbosí,“ seg- ir hann brosandi, „mér verður svo mikið um!“ Hann þurrkar af borðinu og heldur áfram: „Ég hef enga trú á því að íslenskir fjölmiðlar taki nokkurt mið af því sem gert var á DV. Það mætti spyrja hvort gengið verði aðeins nær fólki. En það hefur verið gert áður. Við höfum séð blöð eins og Séð og heyrt, sem velta sér upp úr einkalífi fólks. Það sem var nýtt í DV var hrotta- skapur og grímulaus grimmd. Og hún á held ég ekkert afturkvæmt.“ ’Ég held það sé mjög erfitt að vera hlutlausog kannski beinlínis rangt að gefa þá hug- mynd af fréttamönnum að þeir séu það.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 21 Íslenska söguþingið 2006 13:00–13:45 Auður Ólafsdóttir listfræðingur: Íslensk myndlist við upphaf 21. aldar. Sjálfið: náttúrulegt, líkamlegt, táknrænt, hversdagslegt, þjóðlegt, leynilegt en umfram allt einlægt. 14:00–14:45 Helgi Þorláksson sagnfræðingur og Már Jónsson sagnfræðingur: Rökræður um Gamla sáttmála. Er hann ekki skilmálaskrá frá 1262 heldur búinn til á 15. öld? Sverrir Jakobsson sagnfræðingur stjórnar umræðum. 15:00–15:45 Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur: Goðsagnir íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. 16:00–16:45 Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur: Þjóðsöngur Íslendinga – ósönghæft „geimfræðilegt lofdýrðarkvæði“? 17:00–17:45 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur: Símahleranir á Íslandi og öryggi ríkisins í kalda stríðinu. Söguþing Opin dagskrá í boði Landsbankans í dag, sunnudaginn 21. maí kl. 13:00-18:00 Á opinni dagskrá Landsbankans í Hátíðasal Háskóla Íslands munu sex þjóðþekktir fræðimenn flytja fyrirlestra og ræða spennandi álitamál í íslenskri sögu og menningu. Dagskráin er öllum opin. Gestir geta sótt einstaka fyrirlestra eða fylgst með allri dagskránni. Gert er hlé á milli fyrirlestra þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N L BI 3 27 50 0 5. 20 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.