Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 35
Í greininni Óperudrama í ís-lenskri sveit, sem ég skrifaðií Morgunblaðið 9. apríl sl. tilað færa rök að því að óperanLe Pays, Föðurlandið, eftir Joseph-Guy Ropartz, sem Sinfón- íuhljómsveit Íslands og þrír af okk- ar þekktustu óperusöngvurum flytja á Listahátíð 26. og 27. maí, leyfði ég mér að gefa í skyn að óp- eruhetjan, franski skipbrotsmað- urinn, muni e.t.v. eiga hér afkom- endur. En bætti við að til þess að svo mætti verða hefði íslenska stúlkan, fyrirmynd Kötu í óper- unni, orðið að ganga með drenginn sinn vel ríflega venjulegan með- göngutíma eftir að Fransmaðurinn fór 1874. Ekki þorði ég að taka sterkar til orða á prenti með tilliti til viðkvæmra ættingja, þótt ég hafi í munnlegri frásögn þar eystra lát- ið þá athugasemd fylgja að skrán- ing barnsfæðinga á fyrri öldum hafi reyndar ekki alltaf verið mjög ná- kvæm, svo sem alkunnugt er. Fæð- ingardagur oft skráður eftir minni eftir á. Sóknarprestar voru ekki alltaf að húsvitja í svo erfiðum sveitum með illfærum ám. Þó geri ég bæði í bókinni Fransí Biskví um frönsku fiskimennina og í Morgunblaðsgreininni tilraun til að hafa uppi á stúlkunni sem grét svo ofsalega í fjörunni þegar bát- urinn frá herskipinu kom að sækja franska skipbrotsmanninn. Ekki voru allir lesendur sáttir á að skilja þannig við málið. Vildu fá að vita hvort hér væru til afkomendur fyr- irmyndarinnar að þessari óperu- hetju. Höfðu jafnvel, að íslenskum sið, sína skoðun á hverjir það gætu verið. Dó ókvæntur og barnlaus Því fór ég nánar ofan í það mál og niðurstaðan varð sú að dreng- urinn Brynjólfur Sigurðsson dó um áttrætt á Seyðisfirði, ókvæntur og barnlaus. Sigurður bóndi á Horni gekkst við faðerni hans. Móðir hans giftist svo Sveini Jónssyni og eignaðist 1883 með honum soninn Svein. Hvort sem franskt blóð rann í æðum Brynjólfs Sigurðssonar eða ekki, þá varð hann hinn merkasti maður, fluttist til Seyðisfjarðar 1890, lærði ljósmyndun bæði hér og í Kaupmannahöfn, rak ljós- myndastofur og ferðaðist frá 1899 víða um land og tók myndir. Þá hóf hann útgerð 1903, síðar í félagi við hálfbróður sinn Jón Sveinsson allt til 1944. En Brynjólfur dó ókvænt- ur og barnlaus 1959. Því er hægt að upplýsa að nú eru engir afkom- endur hans – eða fransmannsins hér. Á bænum Horni voru reyndar 1873 tvær konur, sem komu til greina sem nákomin Fransmann- inum, skv. lýsingum. Hin var Álf- heiður Jónsdóttir, 25 ára gömul, sem horfin er af bænum árið eftir. Í bók minni er því slegið fram að kannski hafi hún ekki unað sér lengur á þessum stað, eftir að franski pilturinn var horfinn á braut ... Um það veit enginn. En Álfheiður virðist hafa verið vinnu- kona á ýmsum bæjum og dáið ógift og barnlaus í hárri elli. Þessi seinni leit bar því þann ár- angur einan að franski skipbrots- maðurinn Legarff, fyrirmyndin að óperuhetjunni Tual, í óperunni Le Paye eða Föðurlandið, eftir Jo- seph-Guy Ropartz, eigi enga af- komendur á Íslandi, jafnvel þótt Brynjólfur sonur Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, hafi verið sonur hans. Um hina konuna, Álfheiði Jónsdóttur, mætti sem best búa til annað ljúft og rómantískt ástar- drama. Um konuna sem tregaði franska sjómanninn sinn í einsemd til æviloka. Óperuhetjan franska á hér enga afkomendur Ljósmynd/Þjóðminjasafnið Brynjólfur, drengurinn sem fæddist eftir að Fransmaðurinn fór, dó háaldraður og barnlaus. eftir Elínu Pálmadóttur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 35 Strandgötu 1, 740 Neskaupstað Sími: 470 0800 Fax: 470 0801 fjardanet@fjardanet.is www.fjardanet.is NORDIC SEAHUNTER Stöðugar tvíbytnur með mikla burðargetu 2000 kg burðargeta. Ýmsir notkunarmöguleikar. Vinnuprammi, flutningstæki, flotbryggja eða bátur. Fáanlegir með ýmsum búnaði, s.s. handriði, áldekki, þóftum, kafarastiga og fleira.Getum afgreitt bátana með kerru og utanborðsmótor. Bátar til sýnis á Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað og Reykjavík. G a ld u r e h f -g a ld u r. is PÓLÝFÓNFÉLAGIÐ Stofnfundur félagsins verður haldinn á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK fimmtudaginn 25. maí (uppstigningardag) kl. 13.30. Markmið sett, stjórnarkjör. Umræður um markmið og áform félagsins, að standa vörð um þau gildi og verðmæti er spruttu af starfi Pólýfónkórsins undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar í meira en 30 ár, m.a. með hljómdiskaútgáfu á úrvali þess, sem kórinn flutti og varðveitt er í vörslu Ríkisútvarpsins o.fl. Fyrrum kórfélagar og aðrir velunnarar lista og söngmenntar eru velkomnir til samstarfs og geta gerst áskrifendur að útgáfunni á sérkjörum. LISTAFERÐ: 10.-20. ágúst DRESDEN - LEIPZIG - BERLÍN undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar - Toppur félagsstarfsins í ár. 50 manna hópur - Nú 4 sæti laus Uppl./pöntun ÓLÖF, s. 565 6799 - Ingólfur, s. 89 33 400. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 28 05 0 5/ 20 06 www.urvalutsyn.is Bókaðustrax! Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn er með umboð fyrir hið glæsilega skipafélag Royal Caribbean Cruise Line og býður fjölda glæsilegra skemmtisiglinga í haust og vetur. Bókaðu strax - margar ferðir að seljast upp. Miðjarðarhafið og Barcelona, 7. - 19.sept. Uppselt! Karíbahafið - Úrvals fólk, 8.- 20. sept. 2 klefar lausir Miðjarðarhafið og Ítalía, 13. - 27. sept. Nýtt! Kalifornia og Mexikanska Rivieran 7.- 18. okt. Örfá sæti laus VÆNTANLEGT! Freedom of the Seas Stærsta farþegaskip í heimi 9. - 20. mars 2007. Bókaðu strax á www.urvalutsyn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.