Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ 16. maí 1976: „Í útvarps- umræðum frá Alþingi sl. fimmtudag lét Steingrímur Hermannsson, ritari Fram- sóknarflokksins, í ljós þá skoðun, að kalla ætti sendi- herra Íslands hjá Atlants- hafsbandalaginu heim vegna ofbeldisaðgerða Breta á Ís- landsmiðum. Sagði Stein- grímur Hermannsson að þetta væri skoðun fjölmargra framsóknarmanna, en um þetta hefði ekki náðst sam- staða innan stjórnarflokk- anna. Þessi skoðun ritara Framsóknarflokksins er end- urprentuð án athugasemda í forystugrein Tímans í gær og hnykkt á með því að vitna í ummæli annars talsmanns Framsóknarflokksins í sömu umræðum, sem gengu í sömu átt. Nú er það áreiðanlega rétt hjá Steingrími Her- mannssyni, að ekki getur tek- izt samstaða milli stjórn- arflokkanna um slíkar aðgerðir þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn tekur slíkt ekki í mál, en bersýnilegt er, að innan Framsóknarflokksins er heldur ekki samstaða um slíkar aðgerðir.“ . . . . . . . . . . 16. maí 1986: „Frásagnir af þeim ótta, sem gripið hefur um sig vegna kjarnorkuslyss- ins í Sovétríkjunum, minna okkur á þá staðreynd, að fjar- lægðir mældar í kílómetrum eru hættar að skipta sama máli og áður í samskiptum og sambúð ríkja. Djúp milli þjóða og ríkja myndast nú fremur vegna stjórnmála, valdabaráttu og hug- myndafræði en land- fræðilegra aðstæðna. Sú hlið á kjarnorkuslysinu, að Sov- étstjórnin skyldi ætla að halda því leyndu, minnir okk- ur enn á skuggahlið sovéska einræðisins. . . . . . . . . . . 19. maí 1996: Þróun efna- hags- og atvinnumála í helztu viðskiptalöndum okkar Ís- lendinga hefur meiri áhrif á sveiflurnar í efnahagslífinu en fram kemur í almennum umræðum. Athygli okkar sjálfra beinist fyrst og fremst að þeim sveiflum, sem verða í sjávarafla og verðlagi á út- flutningsafurðum en minna að því, sem gerist í þeim ríkj- um, sem við eigum mest sam- skipti við. Þegar litið er á þróun efna- hagsmála á lýðveldistímanum kemur í ljós, að yfirleitt fara hæðir og lægðir saman við áþekka framvindu mála í helztu viðskiptalöndum. En að vísu verða þessar sveiflur gjarnan sterkari hér. Þjóðarbúskapur okkar Ís- lendinga er nú á hraðri leið upp úr öldudalnum eftir a.m.k. sex erfið kreppuár. Ein af ástæðunum fyrir þeirri kreppu var samdráttur í efnahagsmálum í helztu við- skiptalöndum okkar. Hann byrjaði á sínum tíma í Banda- ríkjunum og átti m.a. þátt í að Bush, þáverandi Bandaríkja- forseti, náði ekki endurkjöri. Þessi samdráttur náði síðan til Evrópu og loks til Japans og eru bæði Evrópuríkin og Japanir enn að kljást við af- leiðingar hans.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ENN UM ÍSLAND OG ESB Í Morgunblaðinu í gær birtistfrétt þess efnis, að Finninn OlliRehn, sem fer með stækkunar- mál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefði lýst þeirri skoðun á fundi í Brussel að Ísland gæti orðið næsta ríkið til þess að ganga í ESB á eftir Rúmeníu og Búlgaríu. Það er merkilegt að fylgjast með slíkum yfirlýsingum embættismanns í Brussel, þegar ekkert er að gerast hér á Íslandi, sem gefur tilefni til slíkra umræðna. Hverjir eru að berjast fyrir aðild Íslands að ESB? Ekki verður betur séð en dregið hafi úr málflutningi Halldórs Ásgrímssonar um þau mál enda augljóst að um þá stefnu er eng- in samstaða í Framsóknarflokknum. Ekki þarf annað en vísa til ummæla Guðna Ágústssonar, varaformanns flokksins, því til staðfestingar. Talsmenn Samfylkingarinnar nefna ESB-aðild varla á nafn enda búnir að komast að raun um að það er ekki líklegt til vinsælda meðal kjós- enda. Eru einhverjir íslenzkir stjórn- málamenn eða embættismenn að gefa það í skyn í viðræðum við embætt- ismenn í Brussel, sem enginn jarð- vegur er fyrir hér á Íslandi? Það væri saga til næsta bæjar. Það hefur engin sú breyting orðið á stöðu okkar gagnvart ESB sem knýr á um aðildarumsókn af okkar hálfu. Í Noregi er ljóst að ESB-aðild verður ekki á dagskrá næstu árin. Þótt sér- hagsmunahópar á borð við Samtök iðnaðarins reyni að halda þessum um- ræðum gangandi hér heima fyrir er augljóst, að það ræður engum úrslit- um. Eina hugsanlega skýringin á hug- myndum Olli Rehn – ef gengið er út frá því, að hann sé ekki að fá rangar upplýsingar í samtölum við Íslend- inga – er sú að Norður-Evrópuþjóðir innan ESB hafi áhuga á að fá Ísland inn til þess að styrkja stöðu sína gagnvart nýjum aðildarríkjum frá austurhluta Evrópu. En það getur aldrei orðið ráðandi um afstöðu Ís- lands að við þurfum að koma Norður- Evrópuríkjum til hjálpar. Þau verða sjálf að sjá um sig í þeim efnum. Fátt bendir til þess, að hugsanleg aðild Íslands að ESB verði til um- ræðu fyrir næstu þingkosningar. Það þýðir að þetta mál verður ekki á dag- skrá hér fyrr en í fyrsta lagi á öðrum áratug 21. aldarinnar og þá eingöngu ef einhverjar þær breytingar verða á hagsmunum okkar, sem kalla á slíkar umræður. Það er nauðsynlegt að minna á hvernig Evrópusambandið varð til. Eftir aldalangan nágrannakrytur með styrjöldum og manndrápum tóku nokkrar þjóðir í Evrópu höndum saman um að bindast slíkum hags- munatengslum, að þær gætu ekki far- ið aftur í stríð hver gegn annarri. Sú hugsun er grundvöllurinn að Evrópu- sambandinu og kemur okkur Íslend- ingum ekkert við. Í raun og veru má segja, að sama hugsun ráði sókn Evr- ópusambandsins til austurs. Aðild Austur-Evrópuríkjanna að Evrópu- sambandi byggist á gagnkvæmum hagsmunum þeirra og ESB-ríkjanna gömlu. Þetta eru málefni sem okkur Ís- lendinga varðar lítið um. Við höfum tryggt viðskiptahagsmuni okkar gagnvart ESB með þeim hætti að staða okkar er góð og á henni þarf engin breyting að verða. Það er mik- ilvægt að sendimenn Íslands í Bruss- el, hverju nafni sem nefnast, leggi áherzlu á að kynna fyrir embættis- mönnum ESB hina raunverulegu stöðu í þessum umræðum hér en láti ekki hugsanlega eigin óskhyggju ráða ferðinni. D auflegustu kosningabar- áttu, sem um getur í sögu borgarstjórnar Reykja- víkur er að ljúka. Aldrei áður hefur kosningabar- átta vegna borgarstjórn- arkosninga verið svo lit- laus og sviplaus sem nú og alveg ljóst, að á þessu verður engin breyting fram á kjördag. Það hafa engar umræður, sem máli skipta, farið fram um hinar stóru línur í skipulagsmál- um höfuðborgarsvæðisins. Þótt staðsetning flugvallar í Reykjavík hafi verið nánast eina málið, sem eitthvað hefur verið rætt verður ekki sama sagt um skipulagsmál Vatnsmýrarinnar að öðru leyti. Hringbrautin hefur ekki verið til umræðu í kosningabaráttunni svo nokkru nemi. Spurningin um það, hvort fjölmenn byggð við Úlfarsfell muni valda því, að minni eftirspurn en ella verði eftir lóðum í Vatnsmýrinni þegar þar að kemur hefur ekkert verið rædd. Sundabraut- in hefur lítið komið til umræðu. Síðustu daga hefur meira verið rætt um málefni aldraðra en áður en fyrst og fremst vegna framtaks sam- taka eldri borgara. Hin skítuga borg Reykjavík hefur lítið verið rædd og svo má lengi telja. Hvað veldur þessari deyfð yfir kosningabar- áttunni í Reykjavík og raunar víðast hvar um landið? Ein ástæðan er vafalaust sú, að flestir hafa það svo gott, að þeir hafa engan sérstakan áhuga á þeim álitamálum, sem uppi kunna að vera í sveitarstjórnarmálum. Þetta er sama þró- un og hefur orðið í nágrannalöndum okkar. Eft- ir því sem velmegun verður meiri fækkar ágreiningsmálum í stjórnmálum og minni áhugi verður hjá hinum almenna borgara á að taka þátt í þjóðfélagsátökum. En svo getur ástæðan fyrir þessari deyfð ver- ið allt önnur. Það er alveg ljóst, að fæstir þeirra flokka, sem bjóða fram til borgarstjórnar hafa áhuga á að draga fram skarpari línur í kosn- ingabaráttunni. Svo virðist, sem fáir þeirra, sem eru í framboði hafi áhuga á eða telji það hags- muni sína eða síns flokks að skerpa átakalín- urnar. Það er einna helzt Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í kosningabarátt- unni í Reykjavík, sem hefur haft uppi tilburði til þess. Framsóknarmenn sjálfir telja það Birni Inga helzt til tekna, að hann hafi náð athygli í kosningabaráttunni og um skeið verið mið- punktur hennar vegna málflutnings framsókn- armanna um flugvöll á Lönguskerjum. En framsóknarmenn hafa ekki farið vel út úr þeim umræðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki lagt áherzlu á að skerpa átakalínurnar á milli sín og þeirra flokka, sem stóðu að Reykjavíkurlistanum. Frambjóðendur flokksins hafa ekki lagt neina sérstaka áherzlu á að draga mistök Reykjavík- urlistans síðustu þrjú kjörtímabil fram í dags- ljósið. Sjálfstæðisflokkurinn virðist telja það sér til framdráttar að kosningabaráttan fari hljóð- lega fram og það kann vel að vera rétt mat hjá frambjóðendum hans. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kosningabar- áttunni, er sennilega mesti grasrótarmaðurinn í stjórnmálum um þessar mundir. Líklega er rétt, sem sagt var á förnum vegi fyrir skömmu, að Vilhjálmur Þ. væri alltaf í grasrótinni og þar væri hann að finna nú. Hluti af stærri mynd? Það má vel vera, að deyfðin yfir kosninga- baráttunni í Reykja- vík sé hluti af stærri mynd. Hér á þessum vettvangi hafa áður verið hafðar uppi vangaveltur um að átökum um hin stóru mál íslenzka lýðveldisins sé að mestu lok- ið. Varnarsamningurinn við Bandaríkin og að- ildin að Atlantshafsbandalaginu voru málefni, sem skiptu þjóðinni alveg í tvennt í áratugi. Þau ágreiningsmál eru að mestu úr sögunni. Jafnvel virðist lítill áhugi á að ræða, hvað skuli koma í staðinn fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja öryggi þjóðarinnar. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar var mikið átakamál á sínum tíma. Eftir nokkra daga verða 30 ár liðin frá undirritun samkomulagsins við Breta í Ósló um 200 mílurnar. Barátta verka- lýðshreyfingarinnar fyrir bættum kjörum verkafólks leiddi af sér miklar deilur á sínum tíma. Þeim er löngu lokið. Þeir sem börðust fyr- ir sósíalísku Íslandi eru horfnir á braut. Kvóta- málið vakti upp sterkar tilfinningar á síðasta áratug. Þeim umræðum lauk að mestu með lög- festingu auðlindagjalds. Kannski má segja, að álitamálin í sambandi við náttúruverndarmál og umhverfismál séu eitt af stóru málunum, sem eftir er að leiða til lykta í samfélagi okkar. Hitt er spurningin um stóru fyrirtækjasamsteypurnar og hvort Ísland eigi að enda sem ríki fyrirtækjanna en ekki ríki fólksins. Að öðru leyti sýnist áhugi fólks beinast að betri heilbrigðisþjónustu og skólamálum. Heil- brigðisþjónustan hefur lítið verið rædd í kosn- ingabaráttunni utan þeirra umræðna, sem orðið hafa um launakjör umönnunarstétta. Nú brydd- ar á umræðum um það, að meira vit sé í að auð- velda öldruðu fólki að búa lengur heima hjá sér með því að tryggja því daglega þjónustu en hvar er fólkið, sem á að veita þá daglegu þjónustu? Það er ekki til. Það er hægt að færa rök að því, að heilbrigðisþjónustan sé að sumu leyti verri en hún var fyrir u.þ.b. þremur áratugum. Sú staðhæfing getur átt við um spítalaþjónustuna, ekki í þeim skilningi að þjónustan sem veitt er á spítölum sé verri heldur að það sé einfaldlega orðið svo erfitt að komast inn á spítala fyrir þá, sem þess þurfa. Það er orðin brýn þörf fyrir einkarekinn valkost í heilbrigðiskerfinu, en það virðist einhvers konar tabú að ræða það mál. Skólamálin hafa lítið verið rædd í kosninga- baráttunni, þótt grunnskólarnir séu nú komnir á forræði sveitarfélaganna. Þó skortir ekki áhuga hjá hinum almenna borgara á skólamál- um, sem sennilega er meiri nú en hann hefur nokkru sinni verið. En frambjóðendur hafa lítið rætt ýmis álitamál í sambandi við skólana. Einkareknir skólar eru smátt og smátt að ryðja sér til rúms og eru augljóslega álitlegur kostur en það er eins og það gæti einhverrar hræðslu hjá frambjóðendum að taka þá til umræðu. Stjórnmálaflokkarnir og frambjóðendur þeirra leita ekki eftir ágreiningsmálum sín í milli. Þeir virðast þvert á móti forðast ágrein- ingsmálin en leita eftir samstöðu. Er hugsan- legt að þeir meti stöðuna svo eftir hörð átök á vettvangi landsmála alveg fram í lok 20. ald- arinnar, að almenningur sé einfaldlega þreyttur á átökum og telji tímabært að meiri samstaða ríki? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- Vaðið við Gróttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.