Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ J ohnny Cash var goðsögn í lifanda lífi, saga sem fékk æ meira vægi eftir því sem leið á ævi þessa áhrifamikla kántrí- tónlistarmanns. Eftir andlát Cash, í september 2003, hefur hún hins vegar sprungið út með látum. Safnplatan The Legend of Johnny Cash, sem út kom í fyrra, rýkur nú út úr búðum eins og heitar lummur og kvikmyndin Walk the Line var frumsýnd fyrir stuttu og þótti barasta vel heppnuð. Þá var söngleikurinn Ring of Fire frumsýndur á Broadway í mars síðastliðnum. Það er meira að segja búið að gefa út „action kall“, eða fígúru, í líki Johnny Cash, sem hægt væri að stilla upp við hlið Barbiedúkkanna. Cash-iðnaðurinn er því á fullu stími þegar þetta er ritað, og eftirnafn meistarans farið að sam- sama sig bókstaflegri merkingu sinni í þeim efnum. Berstrípað Það er freistandi að velta því fyrir sér hver viðbrögð Cash sjálfs hefðu verið við öllum þess- um látalátum. Eflaust – nei alveg örugglega – hefði honum þótt lítið til koma. Hér erum við að tala um mann sem var eilíflega á jaðrinum og það meira að segja á meðan hann var slá í gegn reglubundið á vinsældalistum á sjötta og sjö- unda áratugnum. Tónlistin sjálf lá til grund- vallar, ávallt og ætíð, en líkt og í tilfellum Lennons og Cobains ráða menn litlu um hvern- ig þeirra verður minnst að þeim gengnum. Cash var alltaf meira en bara hæfileikaríkur tónlistarmaður, hvort sem honum líkaði betur eða verr, hann var einslags holdgervingur út- lagans og hins sjálfstæða manns sem fer eigin leiðir sama hvað, hvort heldur á móti straumi eða með vindinn í fangið. Lagasafn það sem hér er til umfjöllunar er eitt af því jákvæðasta sem yfirstandandi Cash- fár hefur leitt af sér. Alls fjörutíu og níu lög sem aldrei hafa komið út áður, og því sannkall- aður hvalreki fyrir aðdáendur Cash. Hinum al- menna hlustanda veitir safnið svo forvitnilega innsýn í líf listamannsins. Hér má heyra ber- strípaðar útgáfur af hans eigin lögum, lög sem aldrei hafa heyrst áður, í bland við hin og þessi tökulög. Þegar plötur með „sjaldgæfu“ efni eru ann- ars vegar er oft blásið hressilega í markaðs- lúðra, en oftast á blásturinn ekki rétt á sér. Of oft er um að ræða vinnuútgáfur af lögum sem maður þekkir, að sönnu athyglisvert og þess virði fyrir þá forföllnu en almenningur hefur lítið við illa hljómandi kassagítarútgáfur af ein- hverjum slagaranum að gera. Þetta Cash-safn er því sérstakt að því leytinu til að svo gott sem öll lögin hafa ekki heyrst áður. Í lögunum má heyra í Cash einum og kassa- gítarnum hans. Nálægðin er slík í sumum upp- tökunum að það er engu líkara en að þú sitjir með þeim svartklædda úti á verönd við sólar- lag, þar sem hann strömmar fyrir þig, fullur af áhuga, lag sem hann var að semja í gær á gamla gítarinn sinn. Sú staðreynd að lögin voru aldrei ætluð til útgáfu virðist gera flutninginn persónulegri en ella, það er eins og Cash sé af- slappaðri en í ætluðum hljóðversupptökum. Hér heyrum við í manni sem er hvorki að syngja fyrir launum né lófaklappi, heldur fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. Helmingur laganna á safninu var tekinn upp í júlímánuði 1973, í hljóðveri Cash í Hender- sonville, Tennessee, en hljóðverið er að finna í hinu svokallaða House of Cash. Upptökurnar stóðu yfir í fimm daga og meðfram því að spila lög sagði hann líka sögur og las upp ljóð, rifjaði upp æskuárin og fyrstu árin er hann var að reyna að fóta sig í bransanum. Á efniskránni voru hefðbundin „Tin Pan Alley“-lög, þjóðlög og trúarsöngvar ásamt líka nokkrum frum- sömdum lögum. Allt þetta var tekið upp en seg- ulböndin enduðu svo í pappakassa sem var stungið inn í bakherbergi, sem liggur að hljóð- verinu. Cash hagaði sér reyndar á svipaðan hátt og þýska súrkálsrokksveitin Can og Miles Davis; hann hélt öllu sem hann tók upp á ferl- inum og það fer nánast um mann er maður hugsar um hversu langt verður hægt að seilast í útgáfu á þessu efni. Það var svo ekki fyrr en í hitteðfyrra sem sonur Cash, John Carter Cash, setti sig í samband við Steve Berkowitz hjá Legacy Recordings, að skriður komst á málið. Cash yngri fannst kominn tími á að fara í gegn- um þessi rykugu bönd og skrásetja hvað á þeim væri. Upptökustjórinn Gregg Geller, sem vann að því að koma lögunum út, segir að hann hafi rekist á hvít segulbandabox sem á hafi staðið: „Johnny Cash, Personal File“ og þaðan er titill- inn kominn. Hinn helmingurinn af þessu safni kemur frá frekari prufuupptökum sem voru hljóðritaðar í þessu sama hljóðveri seinna á átt- unda áratugnum og svo á níunda áratugnum. Einnig er að finna lög sem Cash flutti í sjón- varpsþætti sínum, The Johnny Cash Show. Cash-húsið svokallaða er sagt stútfullt af pappakössum sem kunna og kunna ekki að geyma frekari gersemar. Rannsókn á því máli stendur enn yfir þegar þetta er ritað. Geller lýsir herberginu sem einskonar risaskáp, full- um af segulböndum og plötum. Þarna fundust meðal annar prufupressur af plötum þeim sem Cash gaf út fyrir Sun-merkið og einnig fleiri upptökur frá sjónvarpsþætti Cash, þar sem listamenn á borð við Bill Monroe, Stevie Won- der og Derek and the Dominos koma við sögu. Allt er þetta efni sem var aldrei notað. Stefnt er á að gefa þetta út í framtíðinni ásamt ýmsu fleira. Nú þegar hefur verið tilkynnt um útgáfu á mynddisknum Live in Denmark, sem inn- heldur tónleika frá áttunda áratugnum og meira af efni úr skápnum góða, efni sem geng- ur nú undir nafninu „The Hendersonville Tapes“, mun líta dagsins ljós fyrr en síðar. Fortíðarþrá Cash kynnir gjarnan lögin á Personal File áður en hann brestur í þau. Skemmtilegt er t.d. að heyra hann kvarta undan því að upptöku- stjórinn Cowboy Jack Clement hafi verið að heimta af honum lag í hröðum takti og hann hafi því á endanum brugðist við með því semja lagið „Fast Song“, sem hann leikur síðan af mikilli list. Ódýrt lag þannig séð, með ódýrum og glettnum texta, en eins og með flest allt á plötunni leikur um það einhver rósemi og þægi- leg værukærð sem skilar sér ekki alltaf þegar menn „ætla“ sér að gera plötu, og eru því með fyrirfram gefnar vonir og væntingar. Þess má geta að Clement samdi „Ballad of a Teenage Queen“ sem var fyrsti stóri smellur Cash árið 1957. Önnur lög, eins og gospelsöngurinn „Have a drink of Water“, eru þá sungin gull- fallega og maður hefur vart heyrt Cash svo við- kvæman fyrr. Sama er hægt að segja um lag Glenn Tubb, „I Don’t Believe You Wanted To Leave“ sem er hreint dásamlegt í meðförum Cash. Mikið af lögunum sem hér heyrast, eins og hin írsku „Galway Bay“ og „I’ll Take You Home Kathleen“, lærði Cash af móður sinni, Carrie Rivers Cash, er hann var að alast upp í Arkansas á kreppuárunum. Þrátt fyrir angurværa fortíðarþrána sem einkennir mikið af lögunum var Cash alla tíð áhugasamur um hvað samtímamenn hans voru að gera. Þannig má t.d. heyra hann flytja lag John Prine, „Paradise“, af samnefndum frum- burði hans frá 1971 og einnig flytur hann „Wildwood In The Pines“ eftir þáverandi tengdason sinn, Rodney Crowell, sem þá var giftur Rosanne Cash. Crowell hefur aldrei tek- ið upp þetta lag sjálfur. Þá er hér útgáfa Cash af laginu „It takes One to Know me“, sem stjúpdóttir hans Carlene Carter samdi fyrir hann sem afmælisgjöf en hún átti þá öngva aura fyrir efnislegri gjöf. Út- gáfa Cash er frá árinu 1977, ári áður en Carter gaf út sína fyrstu sólóplötu. Lagið var einnig gefið út á fjögurra diska kassanum Johnny Cash – The Legend sem út kom í fyrra (sem er ekki það sama og eins diska safnplatan The Legend of… sem getið er í upphafi) en þá með röddunum frá Carter sjálfri og fleirum. Kass- inn sá inniheldur, eins og Personal File, nokkuð af óútgefnum lögum. „Cash-kompletistar“, ef ég má sletta smá, þurfa helst að skella sér á togaratúr, ætli þeir að eiga nægilegt „cash“ til að standa undir öllum þeim útgáfum sem hafa dembst yfir markaðinn bara á undanförnum fimm árum. Alls hafa níutíu safnplötur komið út á þessu tímabili og eru þær æði misjafnar að gæðum eins og gefur að skilja. Síðari diskurinn í þessu safni er algerlega helgaður trúarsöngvum, söngvar eins og „Lily of the Valley“, sem George Jones hefur og hljóðritað og „Life’s Railway To Heaven“ sem Merle Haggard tók upp á sína arma. Sálmar, á borð við „The Way Worn Traveler“ og „Fart- her Along“, en Byrds fluttu hið síðarnefnda á síðustu hljóðversplötu sinni, eru líka áberandi. Cash var einkar trúaður maður og hann segir á einum stað: „Þó að við tilheyrum jörðinni, þá getum við verið líkari Honum ef við reynum.“ Þá kom önnur plata með Johnny Cash út í síðustu viku, sem lýtur nokkuð öðrum lög- málum. Um er að ræða endurútgáfu á barna- plötu sem Johnny Cash gaf út árið 1975, ekki svo löngu eftir að hann spilaði lögin sem prýða Personal File inn á band. John Carter, sem er eini sonur Cash, var fimm ára þegar platan kom út og ákvað Cash að varpa af sér svörtu hempunni stundarkorn og renna sér í gegnum nokkur barnalög en titlar á borð við „One And One Makes Two“, „I Got A Boy And His Name Is John“, „Dinosaur Song“ og „Why Is A Fire Engine Red“ segja sína sögu. Fer það Cash reyndar furðu vel á stundum að vera í þessu hlutverki, sérstaklega þegar hann tekur sig til og segir sögur með sinni djúpu og hrjúfu rödd. Er þetta í fyrsta skipti sem platan er endur- útgefin á geisladiski og inniheldur sú útgáfa fjögur aukalög. Umslagið er stórkostlegt, og þess virði að pikka upp plötuna þótt ekki væri nema fyrir það eitt. Tónlistin ein Að lokum er ekki annað hægt en að skjóta að smá upplýsingum er lúta að næstu American- plötu, American V, sem ber undirtitilinn A Hundred Highways. Platan kemur út á þjóðhá- tíðardegi Bandaríkjanna, hinn 4. júlí. John Car- ter Cash hefur látið þess getið að þegar faðir hans var að taka upp fyrstu American-plötuna árið 1994 hafi hann minnst á það að hann hafi tekið upp efni á svipaðan hátt á áttunda ára- tugnum en enginn hafi þá verið reiðubúinn til að gefa það út. Hér var Cash að vísa í þær upp- tökur sem nú hafa verið gerðar heyrinkunn- ugar á Personal File og á einum stað á þeirri plötu má heyra Cash segja að hann hafi oft samið lög sem var síðan fúlsað við af útgáfufyr- irtækjum. Á American V: A Hundred Higways er m.a. að finna síðasta lagið sem Cash samdi. Kallast það „Like the 309“ og notast er við myndlíking- armál tengt lestum, eitthvað sem Cash gerði nokkuð mikið af á löngum ferli. Hann samdi t.d. lög eins og „Train of Love“, „Blue Train“, „Wa- iting for a Train“ og hið mjög svo lýsandi „I’ve got a thing for Trains“. Cash gekk m.a. svo langt að kynna og sjá um að leiða áhorfandann í gegnum heimildarmyndina Ridin’ The Rails: The Great American Train Story, sem sýnd var í sjónvarpi árið 1974. Mynd þessi er til á mynd- diski, var gefin út af Rhino í fyrra og er eitt af því fjölmarga sem skolað hefur á land í því út- gáfuflóði sem brast á í kjölfar andláts Cash. Þetta minnir um margt á gnóttina af Elvis Presley-endurútgáfum sem RCA hóf að dæla út um árþúsundamótin. Lagið „Like the 309“ er annað af tveimur frumsömdum lögum sem verður að finna á Am- erican-plötunni nýju. Hitt er „I Came to Be- lieve“ og fjallar um hvernig hægt er að losna undan alltumlykjandi fíkn með hjálp frá æðri máttarvöldum. Önnur lög eru t.d. „Further On (Up the Road)“ eftir Bruce Springsteen, „If You Could Read My Mind“ eftir Gordon Lig- htfoot og „On the Evening Train“ eftir kántrí- guðföðurinn Hank Williams. Að sögn upp- tökustjórans, Rick Rubin (sem er nú að taka upp næstu Metallica-plötu), hóf Cash upptökur á plötunni um leið og vinnu við American IV: The Man Comes Around lauk. Var sú vinna leið til að komast í gegnum andlát eiginkonunnar, June Carter Cash, sem lést í maí 2003. „Að vinna að þessari tónlist var það eina sem hélt honum gangandi,“ er haft eftir Rubin. Á morgun kemur út platan Personal File, tvöföld safnskífa með áður óútgefnum lögum eftir Johnny heitinn Cash, en nafn hans hefur líkast til aldrei verið jafn þekkt og einmitt nú. Arnar Eggert Thoroddsen settist niður og gramsaði í þessari fjársjóðskistu, sem hefur verið falin í meira en aldarfjórðung. arnart@mbl.is Á veröndinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.