Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 69 MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919      ✝ María CharlottaChristensen fæddist í Reykjavík 26. október 1912. Hún lést á elliheim- ilinu Barmahlíð á Reykhólum 4. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gísl- ína Sigríður Einars- dóttir, f. í Kolfinnubæ í Hafnarfirði 23. apríl 1889, d. 9. sept. 1956, og Arne Christensen, f. í Þelamörk í Noregi 22. maí 1890. Þau slitu samvistum. Eignuðust þau tvær dætur, Maríu Charlottu og Dagbjörtu Halldóru Christensen, f. 1913, d. 1913. Ennfremur átti María fjögur hálfsystkini, sammæðra, þau eru Sigríður Guðmundsdóttir Bier- ing, f. 1910; Valur Friðriksson, f. 1915, d. 1915; Bára Skæringsdóttir, f. 1917, d. 1978; og Svanur Skær- ingsson, f 1920, d. 1984. María (Maja) hóf sambúð árið 1933 með Hallgrími Sveinssyni, f. 1.8. 1912 á Hofsstöðum í Reykhóla- hreppi í A-Barð., d. 21.7. 1996. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Birgir, f. 25.12. 1935 á Kletti í Geira- dalshreppi í A-Barð. Hann var kvæntur Ingibjörgu Benediktsdótt- ur, f. 2.11. 1931. Þau skildu. Börn þeirra: a) Hreinn Christensen, maki Lilja Huld Sigurðardóttir. Eiga þau einn son, b) Hallgrímur, c) Unn- steinn, d) Fanney, e) Birta Dögg, maki Skarphéðinn Halldórsson. Eiga þau fjögur börn. 2) Gíslína Rannveig, f. 6.5. 1941 á Hofsstöð- um í Reykhólahr. í A- Barð., maki Guð- mundur Ingi Hjálm- týsson, f. 13.12. 1942. Börn þeirra: a) Hjálmtýr Unnar, maki Svana Guð- mundsdóttir og eiga þau eitt barn, b) Þor- steinn Magnús, maki Fríður Ester Péturs- dóttir, eiga þau þrjú börn, 3) Ingi- björg Guðlaug, f. 7.5. 1948 á Klukkufelli í Reykhólahr. í A-Barð., maki Karl Georg Kristjánsson, f. 21.4. 1945, d. 29.7. 2004. Þau slitu samvistum. Börn þeirra: a) Rósa María, b) Sigurður Guðmundur, á hann þrjú börn, c) Bylgja Hrönn, maki Hilmar Skúli Hjartarson, eiga þau þrjú börn, d) Ármann Múli, maki Stefanía Helga Ásmundsdótt- ir, e) Kristján Bjarni, maki Elísabet Margrét Jónasdóttir, eiga þau þrjú börn, f) Óskar Gunnar, g) Aron Elm- ar. María vann ýmis störf, t.d. í sím- stöðinni á Reykhólum í A-Barð. en lengst af á slysadeild Borgarspítal- ans í Reykjavík eða þar til hún lét af störfum rúmlega sjötug. Útför Maríu var gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík – í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku besta amma mín. Ég er svo heppin að hafa notið þeirra forrétt- inda að eignast þig sem ömmu. Sterkasta minning mín um ömmu er frá því að við systurnar fengum að fara tvær suður til Reykjavíkur í heimsókn og verslunarleiðangur, það var toppurinn. Ég sjö ára og Rósa María þrettán ára. Það voru keyptir jogginggallar, bolir o.fl. Oft- ast vorum við systurnar eins klædd- ar, hvort sem það voru heimasaumuð föt eða úr búð, alltaf jafnánægðar. Bara stemmningin að fara í búðir í Reykjavík á þessum tíma var ómetanleg og það með ömmu. Leið- inlegt var að kveðja þegar heim var haldið, en ætíð gaman að koma aftur. Alltaf fannst mér spennandi að fá jólapakkana og afmælispakkana frá ömmu því þeir voru bæði mjúkir og harðir. Þegar við krakkarnir hrist- um pakkana þá heyrðist alltaf skemmtilegt hljóð í þeim. Svona var amma hjartahlý og góð í alla staði. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma mín. Ég veit í hjarta mínu að þér líður betur og ert sátt. Einhver sagði við mig fyrir nokkru síðan: „Okkur er kennt að eignast en okkur er ekki kennt að missa.“ Takk fyrir allt sem þú gerðir og gafst mér, sem var mikið. Ég bið góðan guð að geyma ömmu mína. Ástarkveðjur. Þín Bylgja Hrönn. MARÍA CHARLOTTA CHRISTENSEN ✝ Guðjón Sigur-björnsson fædd- ist á Landamótum í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1958. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 2. maí síðawstliðinn. Foreldrar hans eru Greta Guðjónsdóttir og Sigurbjörn Óla- son. Sigurbjörn er kvæntur Guðmundu Einarsdóttur og eiga þau þrjá syni, Einar Óla, Svan Þór og Reyni. Eiginkona Guðjóns er Elísabet Ragnarsdóttir. Börn hennar eru Ragnar Sigurbjörns- son, Elís Bergur Sig- urbjörnsson, Sigríð- ur Skaftadóttir og Stefanía Skaftadótt- ir. Guðjón bjó í Vest- mannaeyjum framan af ævi og starfaði í fiskvinnslu. Hann flutti síðan upp á land og bjó lengst af á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem hann vann við eigin rekst- ur í bifreiða- og véla- viðgerðum. Útför Guðjóns var gerð frá Foss- vogskapellu 10. maí, í kyrrþey að ósk hins látna. Við heyrumst. Þannig kvöddumst við alltaf, einnig þegar ég fór frá hon- um í síðasta skiptið sem ég sá hann, eftir að við vorum búnir að ræða um pólitík og bílaviðgerðir. Hann hélt því fram að hann hefði ekkert vit á þessari tík, en hann vissi þeim mun meira um þá stjórnmálamenn sem komu fram hvítþvegnir og stroknir í dægurþras- inu. Hann skemmti mér með sögum af þeim og ýmsum kynlegum kvistum sem hann þekkti eða hafði átt viðskipti við, enda var hann alltaf á útkíkki eftir tækifæri til að braska eitthvað. Eða eins og það heitir á bissnessmáli; í stöðugri nýsköpun. Einu sinni þegar ég kom til hans bað hann mig um að hjálpa sér að ýta númerslausum bíl sem eitt sinn hafði verið Datsun-pikkup inn á verkstæðið hjá sér og þegar ég spurði hvað stæði til að þá kom þetta blik í augu hans. En eitthvað stóð til og á undraverðan hátt tókst honum að breyta þessari bíl- druslu í glæsikerru sem rann í gegn- um bifreiðaskoðun og þaðan í hend- urnar á náunga sem borgaði fyrir með skrúfboltum. Hann skipti á þeim og Cherokee-jeppa sem síðan var ekið til náunga sem átti þrjár útihurðir og vantaði jeppa. Eftir að hann var búinn að taka við þessu hurðum, hringdi hann í náunga sem var að byggja og seldi honum þær fyrir þreföld laun iðnaðarmanns. Maður verður að sjá fyrir um endinn, sagði hann og kímdi, við heyrumst, og síðan var hann rok- inn. Yfirleitt vissi ég að ég myndi ekki heyra frá honum í marga daga þó svo að ég reyndi að ná í hann en á end- anum svaraði hann og bað mig um að skutla sér heim því hann væri orðinn svolítið þreyttur. Þá var hann búinn að taka út hagnaðinn og skoða allt litróf mannlífsins og fannst komið nóg að sinni. Kominn tími til að safna kröftum fyrir næstu verkefni því þau voru alls staðar, bara að hafa réttu samböndin. Kvöldbíltúrarnir sem við fórum saman voru minnisstæðir. Síminn hringdi seint að kvöldi og hann spurði hvort ég væri sofnaður og var þá fyrir utan; hann var ekki alveg á sama tíma- belti og við hin. Það var í einum af þessum bíltúrum sem hann sagði mér að það væri eitthvað að sér sem væri sennilega ekki hægt að laga. Eftir því sem veikindin ágerðust leið lengra á milli þessara heimsókna og að lokum var það ég sem kom til hans í kaffi og ræða málin. Þó svo að það sama liggi fyrir okkur öllum fór hann allt of snemma en hann var búinn að sjá fyrir um endinn og er eflaust byrjaður að mynda ný sam- bönd á nýjum stað. Hans verður sárt saknað hérna megin. Færi ég móður hans og eiginkonu samúðarkveðjur mínar. Bróður minn sé ég síðar. Reynir Sigurbjörnsson. GUÐJÓN SIGUR- BJÖRNSSON Guð blessi þig, elsku Gaui minn og hvíldu í friði. Ég mun alltaf muna þig. Þín Stefanía. HINSTA KVEÐJA ✝ Guðleif Jóhannesdóttir Drakefrá Siglufirði fæddist á Hofsósi í Skagafjarðarsýslu 7. nóvember 1922. Hún lést á heimili sínu í Grimsby í Englandi af völdum hjartaáfalls 19. apríl síðastliðinn. Guðleif bjó í Vestmannaeyjum 1930 en sem unglingur á Siglufirði, dótt- ir barnmörgu hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttir, f. 31.12. 1882, d. 18.3. 1965 og Jóhanns Kristinsonar 25.11. 1883, sem var stór rauðhærð- ur maður kallaður Jói rauði – hann lést á Siglufirði 18.12. 1969. For- eldrar hans voru, Kristinn Davíðs- son Jóhannesson, f. 1838, d. á Siglu- firði 1882, og seinni kona hans Helga Baldvinsdóttir, f. 1853, þau bjuggu á Miðhóli í Sléttuhlíð. For- eldrar hennar voru Baldvin, f. í Gröf á Höfðaströnd 1822, Gunn- laugssonar bónda og fræðimanns á Skuggabjörgum, Jónssonar og konu hans Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Höfn í Siglufirði, f. 1829. Helga var víða vinnukona í Árskógar- hreppi eftir að Kristinn lést og varð hún að láta Jóhann í fóstur. Guðleif giftist á Hvanneyri 9. Börn hans eru Elva Björk, f. 1992, Bjarni Kristinn, f. 1988 og Gunnar, f. 1999. E) Jóhanna Guðleif, f. 1977 búsett í Kaupmannahöfn. F) Ög- mundur Þór, f. 1980. 2) Carol Ann Robertson, f. 25.5. 1946, búsett í Woking í Englandi. Börn hennar eru A) Jilian, f. 1965, hún á tvö börn, Luce og Amy, B) Jeffrey, f. 1968 og C) Terry, f. 1973. 3) Vivienn Evelyn Burkett, f. 5.7.1947, búsett í Bandaríkjunum. Börn hennar eru a) Judy, b) Kennie sem á tvö börn og c) Brandon. Guðleif giftist Gísla Antoni Þor- steinssyni, f. 12.9.1930, d. 2.9.1966 og bjuggu þau á Siglufirði. Dóttir þeirra er Hafdís Eyland, f. 5. 3. 1958, búsett á Siglufirði. Börn hennar eru Guðleif Ósk Árnadóttir, f. 1978, Haraldur Gísli Árnason, f. 1983 og Hafdís Ósk, f. 1992. Kjör- sonur Guðleifar er Sverrir Eyland Gíslason, f. 8.2.1963. Guðleif giftist Henry Albert Drake á ný 1980 og bjuggu þau í Grimsby. Útför Guðleifar var gerð í Grimsby 26. apríl. mars 1942 Henry Albert Drake múrara frá Pecham í London, og flutti með honum til Englands þar sem hún bjó um árabil þar til þau skildu. Guðleif kom heim til Íslands með börnin og hóf störf á síldar- planinu. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Georg Drake, f. á Siglu- firði 15.4. 1942, búsettur í Kópa- vogi. Börn hans eru, A) Hellen Linda Drake, f. 1960. Dætur hennar eru; a) Kristjana Ósk Birgisdóttir, f. 1977, búsett í Kaupmannahöfn, börn hennar eru Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, f. 1997 og Hregg- viður Loki Þorsteinsson, f. 2005, og b) Eyrún Ösp Birgisdóttir, f. 1981. B) Unnur Millý, f. í London 1961. Börn hennar eru a) Inga Birna Dungal, f. 1980, búsett í Reykjavík, sonur hennar Hektor Pétur Atla- son, f. 2005, b) Óðinn Freyr Val- geirsson, f. 1987 og c) Rebekka Millýardóttir, f. 1994. C) Oddný Inga, f. 1963, búsett í Garðabæ. Dætur hennar eru Helga Sjöfn For- tescue, f. 1984, d. 2000 og Sigríður María Fortescue, f. 1988. D) Ólafur Jón, f. 1966, búsettur í Reykjavík. Ein hreyfing, eitt orð, – og á örskotsstund örlaga vorra grunn vér leggjum á óvæntum, hverfulum farandfund, við flim og kerskni, hjá hlustandi veggjum. Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi ljóð, ein veig ber vort líf undir tæmdum dreggjum. Hvað vill sá sem ræður?– (Einar Benediktsson.) Amma mín sem mér hefur alltaf þótt fjarlæg og dularfull er dáin. Allt frá því ég var stelpa og heyrði fyrstu sögurnar af henni og enska afanum mínum var ég full af forvitnum spurningum sem mörgum varð aldrei svarað og ég mun aldrei fá svör við. Guðleif amma var fædd í Skaga- fjarðarsýslu og bjó sem stelpa á Siglu- firði með pabba sínum Jóa rauða í stórum systkinahópi. Í stríðinu kynnt- ist hún enska afanum mínum Henry Albert Drake frá Camberwell North, Pecham, í London, en hann var her- maður á vegum breska hersins á Siglu- firði og ástin blómstraði. Þau giftust 9. mars 1942 á Hvann- eyri og fluttu til Englands með Georg pabba minn fárra mánaða. Þetta hefur efalaust verið erfiður tími svona á stríðstímum en ábyggilega mjög spennandi og margt fyrir ömmu mína að læra í útlöndum. Margar sögurnar af ættingjunum í Englandi voru framandi og lærdóms- ríkar eins og um að tengdamamma hennar Florence Mabel hefði verið gyðingur með ættarnafnið Golding en hafði frá því hún giftist Henry William Drake í fyrri heimsstyrjöldinni ekki notað meyjarnafn sitt aftur og kom það sér vel fyrir hana í seinni heimsstyrj- öldinni. Vegna óttans við að nafnið Golding kæmi upp um hana – var ætt- arnafninu og uppruna hennar sem gyðings haldið vandlega leyndum. Hún var alltaf ávörpuð af öllum Mrs Drake og Florence aðeins notað af fáum ná- komnum. Þótt amma og afi ættu pabba minn og tvær dætur skildu þau 1958 og kom amma þá heim frá Englandi með dætur sínar með sér og pabba minn 17 ára gamlan til að byrja nýtt líf. Fljót- lega eftir að þau komu til Íslands kynntist mamma mín þessum mynd- arlega enskumælandi strák og þau eignuðust mig. Við fluttum svo til London þar sem systir mín fæddist ári seinna. Við bjuggum þar öll í lítilli íbúð hjá afa en á meðan var amma á Siglufirði þar sem hún byrjaði nýtt líf með mann og börn og virtist allt vera í blóma. Við aftur á móti ílengdumst ekki í London en fluttum heim til Reykjavík- ur og hitti ég ömmu þá. Eftir að mamma og pabbi skildu þegar mamma var ófrísk að þriðju systur minni, varð minna um að við hittumst því hún bjó á Siglufirði og fljótt var sambandið al- gerlega rofið. Ég vissi samt af henni og hugsaði um að hitta hana einn daginn þegar ég væri eldri. En hverjum hefði dottið í hug að hún kúventi lífi sínu eina ferðina enn. Örlögin urðu þau að amma hitti afa aftur og ástin var enn heit og giftust þau aftur 1980. Þau bjuggu í Grimsby í litlu fallegu húsi, voru orðin mjög trúuð og undu glöð við sitt. Amma var undrandi að heyra í mér í síma fyrir tveim árum en ég hitti hana aldrei. Ég þakka henni fyrir að hafa elskað enska afa minn og átt með honum pabba minn, því án þeirra væri ég ekki til. Ég hringdi í afa daginn fyrir jarð- arförina og mæltist okkur svo til að ég mundi koma til hans í heimsókn í sum- ar og þá mun ég fara að gröf dularfullu ömmunnar sem ég aldrei þekkti. Hellen Linda Drake. GUÐLEIF JÓHANNES- DÓTTIR DRAKE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.