Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ „Fólk í minni stöðu hefur á milli 105.000 og 110.000 kr. á mánuði. Þá á það eftir að greiða leigu. Það er vonlaust að lifa á þessum bótum og í raun og veru ekki möguleiki.“ 64 ára karl, öryrki. „Ég hef unnið við heim- ilishjálp. Á síðasta ári bætti ég við einni íbúð, eða 4 klst. á viku. Mér var tilkynnt af lífeyr- issjóðnum að ég hefði unnið einu stigi of mikið og pening- arnir voru teknir af mér um áramótin. Svo er verið að segja að öryrkjar eigi að vera úti á vinnumarkaðnum!“ 64 ára kona, öryrki. Einn viðmælandi nefnir konu sem er mjög líkamlega fötluð. Hún er háskólamenntuð og vinnur við sitt fag. Um leið og hún fór að fá laun voru ör- orkubæturnar dregnar til baka. Henni tekst þó ekki að fram- fleyta sér á laununum, þar sem hún hefur ekki tök á að vinna yfirvinnu. Útgjöld hennar eru meiri en starfsfélaga henn- ar sem eru ekki fatlaðir. Hún þarf að láta sérsauma á sig öll föt, eiga stóran og dýran bíl til að ferðast í vegna hjólastólsins sem hún er bundin við og þar að auki þarfnast hún mikillar þjónustu við daglegt líf. Á þennan hátt nýtur hún ekki jafnræðis á við aðra vegna fötlunar sinnar. „Maður horfir upp á það hér að það er fólk sem á ekki fyrir mat seinnipart mánaðar. Versl- unin hér lánar fólki upp að vissu marki. Þegar það er komið upp fyrir það mark þá er bara að lifa á súrefninu.“ 64 ára karl, öryrki. Einstæð móðir með tvö börn fær 116 þúsund útborgaðar á mánuði fyrir fulla vinnu að við- bættum um 30 þúsund kr. í meðlag. Hún greiðir 40–50 þúsund í leigu í félagslega kerfinu og matur fyrir þrjá get- ur ekki farið undir 1.500 kr. á dag. Þannig fara nær 100.000 kr. bara í mat og húsnæði. Þá á hún eftir að greiða dagvist- unargjald fyrir eitt barn, hita og rafmagn, símareikning og e.t.v. strætókort. Launin duga ekki fyrir helstu nauðþurftum. Hún hefur hvorki efni á fötum né skóm á börnin, skóla- ferðalögum þeirra, heitum mat í skólanum, hvað þá tóm- stundum eða bíóferðum fyrir þau eða sjálfa sig. Hún getur ekki greitt lækniskostnað, þó hún fari í heilsugæsluna og alls ekki tíma hjá sérfræðingi. Fjár- hagsleg staða hennar væri betri á örorkubótum með full- an lífeyri og húsaleiguuppbót. „Ég veit um erlendan verka- mann sem fær 116.000 kr. í mánaðarlaun en ætti rétt á 240.000 skv. kjarasamningi ASÍ. Þessi maður er látinn vinna í 11 og ½ klst. á dag og er ekki í aðstöðu til þess að kvarta. Þessi hópur á sér eng- an málsvara og er fullkomlega réttindalaus.“ Læknir á höfuðborgar- svæðinu. „Það sama mun gerast hér og í Frakklandi. 1. kynslóðin er hamingjusöm, fljót að koma sér upp bíl og íbúð. Fólk lifir á 10 þúsund kr. á mánuði og fjár- festir með restinni. Afkom- endur þeirra sætta sig ekki við sömu aðstæður. Þeir gera sömu kröfur um lífsgæði og þorri manna en lenda samt sem áður í verstu störfunum og atvinnuleysi. Þá byrja vand- ræðin. Fólk verður tregara til að ráða þessi ungmenni í vinnu. Þessir krakkar verða pirraðir og láta ekki bjóða sér þetta af skiljanlegum ástæð- um. Önnur kynslóð er því sér- stakur áhættuhópur.“ Viðmæl- andi sem þekkir vel til málefna innflytjenda. Sjö hópar standa verst í íslensku sam-félagi, öryrkjar, einstæðar mæður, inn-flytjendur, aldraðir, karlar sem eru ein-stæðingar, geðfatlaðir og börn sem búavið erfiðar aðstæður. Þetta kemur fram í könnun Rauða kross Íslands á stöðu þeirra sem minnst mega sín. Könnunin var unnin með við- tölum við fólk um allt land, sem starfar á ólíkum starfssviðum, en í tengslum við bágstadda hópa. Jafnframt var rætt við fólk sem býr við bág kjör. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á mál- efnaþingi Rauða krossins á Hótel Loftleiðum í dag, sunnudag. Þingið hefst klukkan 9.30 og er öll- um opið. Hækka bætur og lægstu laun Í viðtölunum kom fram að þeir bótaþegar, aldr- aðir, öryrkjar og geðfatlaðir, sem lifa á óskertum bótum frá Tryggingastofnun búa við fátækt. Í ljósi þess væri brýn þörf á að hið opinbera láti útbúa opinber lágmarksframfærsluviðmið og bæturnar verði miðaðar við það. Þá kljást bótaþegar við þann vanda að bætur skerðast allt of fljótt, vinni fólk fyrir einhverjum tekjum. Tryggingabótakerf- ið er samkvæmt könnuninni flókið og ógegnsætt og ósamræmis gætir í örorkumati. Þjónustuna þarf að einstaklingsmiða, leggja meiri áherslu á endurhæfingu og bjóða upp á leiðir til að brjótast undan örorkunni. Þá er heilbrigðiskerfið gagnrýnt fyrir að taka of seint á móti geðfötluðum, þ.e. ekki fyrr en þeir eru orðnir mjög veikir. Þeir sem búa við veikt félagslegt tengslanet, eru félagslega ein- angraðir og/eða fíklar, eru að jafnaði enn verr settir. Viðmælendur í könnuninni benda á að ástæða þess að hallar á láglaunafólk, einstæðar mæður, innflytjendur og karla sem eru einstæðingar, er sú að lægstu launin eru of lág og nægja ekki fyrir nauðþurftum. Dæmi eru um að lægstu launin séu jafnvel lægri en örorkubætur. Um lægstu launin gildir því hið sama og bótagreiðslurnar, að setja þarf lágmarksframfærsluviðmið og hækka launin til samræmis því. Fátæk börn Sérfræðingarnir segja að börn bótaþega og lág- launafólks búi við fátækt. Þau njóta ekki sömu lífs- gæða og tækifæra og flest önnur börn á Íslandi. Mörg þeirra bera stöðu sína utan á sér, í fasi, hegðun og klæðaburði og eiga frekar á hættu að vera lögð í einelti en önnur börn. Sum þeirra koðna niður, önnur fara í uppreisn og enn önnur ná að brjótast út úr mynstrinu. Fátæk börn eru líklegri en önnur til að flosna upp úr skóla, fá að- eins láglaunavinnu eða verða öryrkjar. Þau lenda því oft í sömu sporum og foreldrar þeirra þegar þau eldast. Viðmælendur Rauða krossins leggja til að jöfnuður allra barna sé tryggður, sérstaklega innan skólakerfisins og að börn geti notið heitra skólamáltíða, tómstundastarfs og íþrótta, óháð efnahag foreldranna. Fátæk börn sem búa við vanrækslu, óreglu og/eða ofbeldi á heimilum sín- um eru enn verr sett. Börn innflytjenda í vanda Ýmislegt fleira kom fram í könnuninni, meðal annars að þeir hópar sem eiga það helst á hættu að vera bágstaddir í framtíðinni eru fátæk börn og önnur kynslóð innflytjenda. Mörg börn innflytj- enda eiga undir högg að sækja. Foreldrarnir standa styrkum fótum í menningarlegum uppruna sínum, en börnunum getur fundist þau lenda ut- angarðs, þar sem þau tilheyra hvorki menningu foreldra sinna né íslenskri menningu. Sumar mæður leggja ekki rækt við móðurmál sitt, heldur tala við börn sín á lélegri íslensku. Það bitnar á börnunum í skóla, því orðaforði þeirra er lítill. Í skýrslu Rauða krossins segir að líklega megi rekja þetta til þess þegar erlendar mæður, óháð því hversu vel þær töluðu málið, voru hvattar til þess á foreldrafundum að tala íslensku við börnin sín. Hins vegar er nú talið mikilvægt að huga að móð- urmálskennslu fyrir börnin, jafnt sem íslensku- kennslu. Fátækt, einangrun og mismunun á Íslandi Hvar þrengir að í íslensku samfélagi? Rauði kross Íslands leitaðist við að svara því með könnun á stöðu þeirra sem minnst mega sín. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér niðurstöðurnar, sem sýna skuggahliðar velferðarríkisins. „Könnunin er sú þriðja sem Rauði krossinn gerir til að reyna að ná heildarmynd af stöðu þeirra sem eiga undir högg að sækja í íslensku samfélagi,“ segir Kristján Sturlu- son, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Við ætlum að fara yfir niðurstöðurnar á málefnaþingi og ég býst við að einhverjar áherslur í starfi Rauða krossins breytist í kjölfarið. Þó er rétt að taka fram að starf félagsins í dag fellur vel að þessum niðurstöðum. Rauði krossinn hefur til dæmis lagt töluverða áherslu á stöðu innflytj- enda undanfarin ár. Má þar nefna rekstur Alþjóðahússins og nokkrar deildir hafa stutt við heimanám barna innflytjenda.“ Kristján segir niðurstöðurnar nú ekki koma á óvart. „Helsta breyt- ingin frá síðustu könnun Rauða krossins árið 2000 er sú, að þá nefndu margir viðmælendur okkar að hætt væri við að börn innflytj- enda myndu eiga undir högg að sækja í framtíðinni. Sex árum síðar er sá spádómur að rætast. Þróunin er því svipuð og í nágrannalöndun- um. Við erum hins vegar komin skemmra á veg og í því felast mörg tækifæri. Við ættum að geta lært af reynslu annarra og gert betur.“ Nýtist vel í starfi RKÍ Kristján segir könnunina nýtast vel í starfi Rauða krossins, því þar séu dregin saman fjölmörg mál sem brenni á þeim sem minna megi sín. „Þarna er til dæmis fjallað um stöðu þeirra sem verða að lifa á trygg- ingabótum eingöngu og skerðing- arreglur sem gera bótaþegum erfitt fyrir. Af lestri skýrslunnar er líka ljóst að á meðal þessa fólks eru of margir sem festast í vondum að- stæðum, fátækt, einangrun og mis- munun, en þessi atriði eru eins kon- ar samnefnarar fyrir alla hópana sem koma við sögu. En jafnvel þótt fátækt sé ekki vandamál, þá getur félagslega einangrunin verið mjög þungbær, t.d. hjá öldruðum sem búa einir. Fátæktin njörvar fólk þó allra mest niður. Það getur ekki tekið þátt í samfélaginu á sama hátt og aðrir og það bitnar á börnunum.“ Í fyrra var ákveðið að Rauði krossinn skyldi halda málefnaþing á tveggja ára fresti. Þingið í dag, sunnudag, er öllum opið, ekki ein- göngu félögum í Rauða krossi Ís- lands. „Árið 2003 samþykktum við stefnu fyrir félagið til ársins 2010, sem á rætur í stefnu Alheimshreyf- ingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Stefnan er löguð að að- stæðum hér á landi og á næsta ári ætlum við að endurskoða hana, að fenginni reynslu. Málefnaþingið er fyrsta skrefið að þeirri endurskoð- un. Við munum vega og meta þær upplýsingar sem fram koma og við- brögð við þeim. Að því loknu getum við mótað þau verkefni sem þarf að leysa. Það tekur alltaf nokkurn tíma að koma slíku starfi á laggirn- ar, finna sjálfboðaliða og þjálfa þá til starfa.“ Orð eru til alls fyrst Eitt dæmi um verkefni, sem Rauði krossinn hefur unnið að und- anfarin ár, í kjölfar niðurstöðu könnunar árið 2000 sem sýndi fé- lagslega einangrun aldraðra, er svokölluð heimsóknarþjónusta. Sjálfboðaliðar heimsækja fólk reglulega á heimilum eða stofnun- um, spjalla, lesa og spila, eða fara með því í stuttan bíltúr. Nýjasta til- brigðið við heimsóknarstefið er sjálfboðaliðar sem taka hundana sína með í heimsóknir. „Innan Rauða kross Íslands starfar 51 deild og 18 þeirra sinna nú þegar slíkri heimsóknarþjónustu og jafn marg- ar eru að koma slíku starfi í gang. Þetta hefur gefist mjög vel, enda eru heimsóknirnar sterkt tæki til að rjúfa félagslega einangrun.“ Sum vandamál eru þess eðlis að Rauði krossinn getur ekki beitt sér við lausn þeirra, heldur aðeins bent á hvar þrengi að. „Rauði krossinn er málsvari þeirra sem standa höll- um fæti og þess vegna er það hlut- verk hans að benda á fátækt í sam- félaginu, þótt hann geti ekki leyst þann vanda. Oft eru orð til alls fyrst. Ekki er langt síðan geðfötlun fylgdi skömm, en með aukinni og opinni umræðu er slíkt viðhorf á undanhaldi. Þar hefur Rauði kross- inn lagt sitt af mörkum, til dæmis með námskeiðum fyrir aðstandend- ur geðfatlaðra, í samstarfi við Geð- hjálp og með rekstri athvarfa fyrir geðfatlaða. Ýmis fleiri dæmi eru um námskeið sem Rauði krossinn hefur unnið í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og stjórnvöld. Rauði krossinn hefur líka komið að ýms- um verkefnum, þótt ekki hafi allir verið sammála um þörfina. Þar má t.d. nefna, að þótt talið væri að þörf væri á næturathvarfi fyrir heimilis- lausar konur, þá var ekki vitað hversu mikil sú þörf væri. Reykja- víkurdeild Rauða krossins opnaði þá Konukot og þörfin hefur vissu- lega reynst vera mikil.“ Sá vandi, sem kemur fram í könn- un Rauða krossins á stöðu þeirra sem minnst mega sín í íslensku sam- félagi, er þess eðlis að hann verður ekki leystur nema með samstilltu átaki stjórnvalda og félagssamtaka. „Þar vill Rauði kross Íslands leggja allt það af mörkum sem hann get- ur,“ segir Kristján Sturluson, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Heildarmynd af stöðu þeirra sem minna mega sín Morgunblaðið/Jim Smart Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.