Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 3 • sími 553 7355 Stærri verslun – enn meira úrval Sundföt frá • Bikinihaldara m. spöng • Bikinihaldara m. fylltum skálum • Bikinihaldara án spanga • Tankini-bolir m. spöng • Tankini-bolir án spanga • Boxer buxur • Háar buxur • Lágar buxur • Sundbolir m. spöng • Sundbolir án spanga • Sundbolir m. spöng og aðhaldi Veldu sundföt sem hæfa þínum líkama Bikinisett - tankinisett - sundbolir yfir 50 samsetningar Bjóðum skálastærðir: A/B, C/D, DD/E, F/FF. Þú velur sett í því sniði, stærð og línu sem þér líkar best. • Mittisslæður • Hörpils • Hörmussur • Sandalar Sumaropnun: Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Ný sending af kvenfatnaði frá Frábært úrval af undirfötum Fyrir nokkrum árum upplýstiskrifari, að um og yfir fjór-ar milljónir gesta kæmu ár-lega á Louvre-safnið í París og vildu sumir ekki trúa því. En frétt hér í blaðinu hermdi nýlega frá því að vel yfir sjö milljónir hefðu heimsótt safnið á síðasta ári og lætur nærri að aðsóknin hafi tvöfaldast á tímabilinu og þótti hún í ljósi biðraða þó nóg fyrir! Þá vís- aði ég einneginn til þess nú í árs- byrjun, að íslenskum málara sem gerði sér ferð til Parísar yfir hátíð- irnar og hugðist skoða söfnin í ró og næði hefði blöskrað mannhafið á þeim, samanburður nærtækur því hann hafði margsinnis komið til borgarinnar á öðrum árstímum. Sama sagan um aðrar mikilsháttar sýningarhallir í borginni, alls stað- ar þéttpakkað innan dyra og yf- irleitt biðraðir utan þeirra. Mál- aranum nóg boðið en ljósi punkturinn þótti honum sú til- breyting, að andstætt öðrum árs- tímum, hvað þá sumarmánuðunum, var yfirgnæfandi meirihluti gest- anna innlendur. Minni hér einnig á aðsóknarsprengjuna á Nýja þjóð- listasafnið í Berlín þá farandsýn- ingin Guggenheim, New York, gisti það, og þar í borg þurfa menn ekki að kvarta yfir aðsókn á stærri sýn- ingarviðburði né listasöfnin. Fullt út úr dyrum ef um athyglisverðar framkvæmdir er að ræða. Flytjum við okkur þarnæst yfirhafið og til New York. Þarvarð ég í lok maímánaðar fyr- ir tveimur árum vitni að gríðarlegri aðsókn að Metropolitan-safninu sem og Gyðingasafninu í nágrenn- inu, hvar nýopnuð var yfirlitssýn- ing á verkum Amedeo Modigliani. Þá var prýðileg aðsókn í bráða- birgðahúsnæði MoMA í pakkhúsi lengst á Queens og heljarinnar bið- röð kringum Whitney-safnið. Hvað Metropolitan snertir eru þó nokkur ár síðan Phillippe Montbello, for- stöðumaður safnsins, gat í fyrsta skipti í langri sögu þess tilkynnt hagnað á ársgrundvelli. Þóttu mikil tíðindi um risasafn þar sem ekkert er til sparað, og seint trúi ég að að- sókn inn á það sé miklu minni en á Louvre. Hvað beinan arð varðandi þessi risasöfn snertir er hann grannt skoðað aðeins toppurinn á ísjakanum, því hinn óbeini er margfaldur, til að mynda í formi samgöngutækja, hótelgistinga, veitingarekstrar og ótal annars, gæti alveg giskað á hundraðfaldan. Mál málanna að hús og umhverfi sem gefa lífinu lit frambera ósjálf- rátt beinharðan hagnað og þarf hvorki reiknivélar né reglustikur til að skjóta stoðum undir þá fullyrð- ingu. Andstætt þessu les ég að menn hafi miklar hyggjur af minnkandi aðsókn á söfn í London og Kaup- mannahöfn, að ýmsum mikilsverð- um sérsýningum undanskildum. Samanburðurinn athyglisverður í ljósi þess að gestir verða að borga inn á söfnin í fyrrnefndu borgunum og þar ekkert gefið, en frjáls að- gangur að þeim síðarnefndu. Reynslan segir að aðsókn aukist fyrst í stað þegar aðgangseyrir er felldur niður, jafnvel eitt til tvö ár, en ládeyðutímabil taki síðan við og lenti ég í slíku síðast þegar ég var í London. Helst áberandi á Tate Millbank, en einnig hefur hún minnkað á Tate Bankside, hins vegar mikil aðsókn á sérsýningar á báðum stöðunum, en inn á þær verða allir að borga. Af þessu má draga þá ályktun að fólk komi þeg- ar það telur sig hafa ávinning af því, lætur síður handstýra sér inn á söfnin og þá fræðilegu úttekt sem þar kann að eiga sér stað og er bergmál stefnumótunar voldugra listhúsa og listpáfa hverju sinni. Nærtækt dæmi er hið margfræga safn Arken í Ishøj, í nágrenni Kaupmannahafnar, en breytt og víðsýnni sýningarstefna hefur stór- aukið aðstreymi fólks inn á það undanfarin misseri. Nú skal enginn álykta sem svo, að ég sé með áróður gegn fríum að- gangi að Listasafni Íslands næstu þrjú árin, þvert á móti tel ég til- raunina hina virðingarverðustu, einkum í ljósi þess hve fáir inn- lendir hafa dags daglega látið sjá sig í sölunum á undangengnum ár- um. Hins vegar má vera alveg ljóst að það er ekki aðgangseyririnn sem hefur úrslitaþýðingu um að- sókn á söfn hér né erlendis heldur sjálf sýningarstefnan. Áhugi hins menningarsinnaðari hluta almenn- ings sem hefur vitaskuld sínar mót- uðu skoðanir á gangi mála. Fátt varhugaverðara en að forsmá og koma fram með hroka og yfirlæti að þessari hrygglengju myndlist- arinnar og hvergi afdrifaríkara en í fámennum og einöngruðum þjóð- félögum hvar upplýsingastreymi fjölmiðla er frumstætt, hlutdrægt og fábrotið, gild og opin samræða í skötulíki. Nýverið beindi ég spjótummínum að Sambandi ís-lenskra myndlistarmanna og lagði ríka áherslu á mannrétt- indi myndlistarmanna. Einkum mikilvægi þess að þeir kæmust til vinnu sinnar og sætu við sama borð og aðrir þjóðfélagsþegnar hliðstætt því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Leyfði mér að gagnrýna stefnumörk sem leggja meiri áherslu á útrás fámenns kjarna í anda þeirrar frægðar- og alþjóðahyggju sem undanfarið hef- ur riðið húsum en að listamenn fái notið sín á heimavelli hvar lýðræði, skilvirkni og gagnsæi ber að vera í fyrirrúmi. Hér þurfti ég einskis að spyrja enda öllum hnútum kunn- ugur, en skotið sem ég fékk litlu seinna frá formanni sambandsins einkenndist af dylgjum, persónu- meiðingum, útúrsnúningum og bulli um atriði sem engan veginn voru á dagskrá. Litlu seinna speglaðist „lýðræðisástin“ einkar vel í þeim ámælisverða verknaði að setja skrifið í tölvupóst til félagsmanna sem að stórum hluta munu ekki Líf og lífsháski á listavettvangi SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/ Einar Falur Árleg aðsókn að Louvre-safninu París hefur nær tvöfaldast á nokkrum árum og er farin að nálgast 8 milljónir! Fólk frá öllum heimshornum streymir einnig á MoMA- og Metropolitan-safnið í New York. Vel að merkja eru Frakkar og Bandaríkjamenn fremstir þjóða í þeirri grein að lyfta undir eigin ímynd, rækta sinn garð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.