Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 41 Hvernig vilt þú að staðið verði að fjármálastjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili? Þarf borgin að taka þátt í að vinna gegn vaxandi verðbólgu og ójafnvægi í hagkerfinu með auknu aðhaldi, lækkun út- gjalda og frestun fram- kvæmda? „Fjárhagsleg staða Reykja- víkur er sterk, raunar með því besta sem gerist meðal sveit- arfélaga hér á landi. Það er ætíð mikilvægt að sýna aðhald og hagsýni í fjármálastjórn borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur axlað ábyrgð í efnahags- stjórn, að því leyti sem það er á færi sveitarfélaga almennt. Má þar nefna að borgin ákvað að flýta framkvæmdum á ár- unum 2003 og 2004 um 3,5 milljarða vegna þenslunnar árin 2005 og 2006. Sveitarfélög mega sín hins vegar lítils and- spænis kolrangri efnahags- stjórn ríkisins, með svimandi háu gengi og stórauknum við- skiptahalla. Af stórfram- kvæmdum í Reykjavík á næstu árum eru Tónlistar- húsið og Sundabraut efst á blaði en það eru mikilvægar framkvæmdir sem ekki mega við frestun að okkar mati.“ Á Reykjavíkurborg að auka þjónustu sína við börn og for- eldra þeirra eftir að fæðing- arorlofi lýkur og á leik- skólaaldri? „ Já. Fjöldi foreldra lendir í vandræðum við að brúa bilið frá fæðingarorlofi fram að leikskólaaldri. Það er nauðsyn- legt að borgaryfirvöld leggi fjölskyldum lið á þessum tíma, t.d. með því að opna leik- skólana fyrir börnum allt nið- ur í 6 mánaða, því einstæðir foreldrar fá einungis 6 mánaða fæðingarorlof, en einnig þarf að vinna að lengingu fæðing- arorlofsins. Þetta kallar þó á miklar breytingar á skólunum, bæði hvað varðar mönnun og starfsaðstæður og breytingar í húsnæðismálum skólanna. Skynsamlegt er að borgaryf- irvöld marki stefnu af þessu tagi, en þar til hún næði fram að ganga þyrfti að huga að dagforeldrakerfinu og styrkja það á ýmsa lund. Það má t.d. hugsa sér að borgin láti dag- foreldrum í té góða aðstöðu þar sem umönnun barnanna færi fram og þeir fengju fé- lagsskap hver af öðrum og stuðning við að sinna sínum mikilvægu störfum. Þar með yrðu þeir starfsmenn borg- arinnar og heyrðu undir launa- og kjarakerfi hennar.“ Með hvaða hætti vilt þú standa að framboði á bygging- arlóðum á næsta kjörtímabili? „Vinstri græn hafa í mál- flutningi sínum lagt áherslu á að allir sitji við sama borð varðandi lóðaúthlutanir, óháð efnahag. Þess vegna höfum við ekki stutt uppboð lóða til ein- staklinga og fjölskyldna enda hefur það haft í för með sér að einungis stórefnamenn geta fengið lóðir undir einbýlishús og parhús. Að okkar mati get- ur aukið framboð lóða haft já- kvæð áhrif á lóðaverð, sem er of hátt sem stendur. Auk lóða á þéttingarsvæðum í borginni er unnt að úthluta næsta hluta Úlfarsárdals. Geldinganes get- ur ennfremur komið til skipu- lags og uppbyggingar á næstu árum. Við skipulag nýrra hverfa er mikilvægt að miða við að hverfin verði í auknum mæli sjálfbær hvað varðar þjónustu, atvinnu og afþrey- ingu.“ Hvernig vilt þú að tryggt verði að aldraðir njóti mannsæm- andi umönnunar og þjónustu og að starfsfólk fáist til starfa á heimilum fyrir aldraða? „Það er lykilatriði að hækka laun þeirra sem sinna umönn- unarstörfum. Það er fjöldinn allur af hæfu fólki, sem myndi sækjast eftir slíkum störfum ef launin væru mannsæmandi. Það er ekki hægt að sætta sig við það lengur að þessi störf, sem eru að langmestu leyti kvennastörf, séu ekki metin að verðleikum. Borgaryfirvöld hafa komið til móts við þessi sjónarmið að nokkru leyti, en betur má ef duga skal. Það er ekki viðunandi að kona sem starfað hefur árum saman við að elda mat á borgarstofnun ofan í 100 börn á leikskóla hér í borginni sé einungis með 147.000 krónur í laun á mánuði eftir hækkunina sem átti sér stað nýverið. Þessi sama kona var með 108.000 krónur á mánuði fyrir hækkunina. Það er óviðunandi að störf fólks sem annast börnin okkar eða aldraða foreldra okkar skuli ekki meira metin. Hvað greið- um við fólki sem við felum vörslu peninganna okkar?“ Hver á að vera framtíð Reykja- víkurflugvallar og hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs- ins verði? „Reykvíkingar kusu um af- stöðu til framtíðar flugvallar í Vatnsmýri fyrir nokkrum ár- um. Meirihluti vildi þá að völl- urinn færi eftir árið 2016. Borgarstjórn hefur unnið í samræmi við þá niðurstöðu. Nú er að störfum sameiginleg nefnd ríkis og borgar sem fjallar um möguleg flugvall- arstæði í framtíðinni. Þeir kostir sem þar koma til álita er að hafa völlinn áfram í Vatns- mýri, flytja flugið til Keflavík- ur, byggja nýjan völl á Hólms- heiði eða á Lönguskerjum. Af þessum kostum teljum við að nýr völlur á Hólmsheiði væri ákjósanlegastur enda liggur sú staðsetning mjög vel við helstu samgönguleiðum til og frá borginni. Endanleg ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en að lokinni vinnu nefnd- arinnar og að undangengnu umhverfismati, flugtæknilegri úttekt, veðurfarsathugunum og kostnaðargreiningu og hlýtur því afstaða til flugvall- armálsins að vera með þeim fyrirvörum.“ Hvernig vilt þú að staðið verði að lagningu Sundabrautar? „Vinstri græn telja að besta lega Sundabrautar sé í jarð- göngum milli Gufuness og Kirkjusands með góðum teng- ingum inn á Sæbraut til aust- urs og hafnarsvæðið. Það er okkar skoðun að þannig þjóni brautin best hlutverki sínu án þess að hafa neikvæð áhrif á nærliggjandi íbúahverfi. Við teljum mikilvægt að ljúka samráðsferli með íbúum og taka fullt tillit til sjónarmiða þeirra sem mestra hagsmuna eiga að gæta. “ Svandís Svavarsdóttir, V-lista Hækka ber laun fyrir umönnunarstörf Hvernig vilt þú að staðið verði að fjármálastjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili? Þarf borgin að taka þátt í að vinna gegn vaxandi verðbólgu og ójafnvægi í hagkerfinu með auknu aðhaldi, lækkun út- gjalda og frestun fram- kvæmda? „Já, borgin hefur sýnt að hún tekur á fjármálunum af mikilli ábyrgð. Traust fjár- málastjórn okkar hefur byggt á vandaðri áætlanagerð og festu. Kjarninn í henni felst í því að ekki sé eytt um efni fram. Frávik frá fjárhags- áætlun hafa verið innan við 1%. Skuldir borgarsjóðs á hvern íbúa eru umtalsvert lægri en flestra stærstu sveit- arfélaga og á móti koma gríð- arlegar eignir Reykjavík- urborgar. Fyrirtæki borg- arinnar hafa eins tekið lán til arðbærra framkvæmda sem munu skila miklu meiri tekjum en sem nemur endur- greiðslu lánanna. Reykjavík- urborg hefur á undanförnum árum axlað ábyrgð gagnvart efnahagsstjórninni með því að fresta framkvæmdum í þenslu og flýta þeim þegar tilefni hef- ur verið til. Svo verður áfram. Áætlanir gera ráð fyrir frekari uppbyggingu á sviði íþrótta, grænna svæða og annarrar þjónustu, einkum gagnvart eldri borgurum. Rými fyrir brýn stórverkefni í sam- göngum og byggingu Tónlist- ar- og ráðstefnuhúss ætti að vera fyrir hendi þegar dregur úr framkvæmdum tengdum stóriðju.“ Á Reykjavíkurborg að auka þjónustu sína við börn og for- eldra þeirra eftir að fæðing- arorlofi lýkur og á leik- skólaaldri? „Já, leikskólabyltingin hef- ur gjörbreytt lífsskilyrðum fjölskyldna í borginni. Sam- fylkingin vill tryggja örugg úr- ræði fyrir börn frá lokum fæð- ingarorlofs, fjölga leikskólaplássum fyrir yngsta aldurshópinn og efla dagfor- eldrakerfið. Við viljum nýta þjónustumiðstöðvar borg- arinnar í því skyni að aðstoða foreldra við að finna úrræði við hæfi. Og við skulum ekki gleyma því að forsenda þjón- ustunnar er gott starfsfólk og mannsæmandi laun. Þar glímum við ekki lengur við manneklu og má fyrst og fremst þakka það síðustu kjarasamningum. Innra starf leikskólanna hefur eflst gríð- arlega á undanförnum árum eins og sú staðreynd að níu af hverjum tíu foreldrum lýsa ánægju með starf þeirra ber vitni um. Þar hefur Reykjavík verið í fararbroddi og gefið tóninn. Ég tel leikskóla vera rétt barna og fyrsta skólastig- ið. Þess vegna á hann að vera gjaldfrjáls. Stór skref í því efni hafa þegar verið stigin í Reykjavík og Samfylkingin hefur sett fram tímasetta áætlun um gjaldfrjálsan leik- skóla.“ Með hvaða hætti vilt þú standa að framboði á bygg- ingarlóðum á næsta kjör- tímabili? „Lykilatriðið er að fólk eigi fjölbreytt val um framtíð- arhúsnæði. Við viljum vinna að því að 6.000 íbúðir og sér- býli af öllum stærðum og gerð- um rísi í Reykjavík á næstu árum, á Slippasvæðinu, í mið- borginni, við Elliðaárvog, í Úlfarsársdal, Vatnsmýri og við Hlemm. Við viljum að allir geti fundið sér húsnæði við hæfi. Eitt brýnasta verkefnið í því efni er að koma til móts við þann stóra hóp sem þarf þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði en er eðlilega hikandi við að skuldsetja sig vegna íbúða- kaupa og eiga á hættu að lánin hækki umfram íbúðaverðið á því verðbólguskeiði sem fram- undan er. Til að mæta þessu leggur Samfylkingin ríka áherslu á að á næstu árum verði byggðar 800 íbúðir fyrir stúdenta, 500 fyrir eldri borg- ara og að öflugur leigumark- aður verði valkostur fyrir ein- staklinga og fjölskyldur í leit að þaki yfir höfuðið. Þessi stefna felst annars vegar í nægu framboði byggingarlóða en jafnframt nánu samstarfi við byggingarfélög náms- manna, eldri borgara og félög sem sérhæfa sig í að byggja leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði.“ Hvernig vilt þú að tryggt verði að aldraðir njóti mannsæm- andi umönnunar og þjónustu og að starfsfólk fáist til starfa á heimilum fyrir aldraða? „Til að þjónustan við eldri borgara sé sem best er brýnt að öll þjónusta verði á einni hendi og færð til sveitarfélag- anna. Það er engin tilviljun að samtök aldraðra og aðstand- enda taka undir þessa stefnu því fullreynt er að ríkið axli ábyrgð gagnvart einstak- lingum og fjölskyldum í brýnni þörf fyrir þjónustu. Í þessu felst að áfram þarf að halda að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun, byggja fleiri hjúkrunarheimili og tryggja örugg úrræði þegar á þarf að halda. Í því vantar klárlega meiri samfellu þannig að hægt sé að treysta því að aukinn stuðningur taki við þegar á þarf að halda. Opinberir aðilar verða að viðurkenna skyldur sínar og mega ekki velta óviss- unni yfir á einstaklinga og að- standendur með því að ríkið dragi við sig að ráðast í nauð- synlegar framkvæmdir eða að veita eðlilegan stuðning. Því viljum við taka upp svokallaða þjónustutryggingu, sem þýðir að ef þjónustan dregst óeðli- lega skapast réttur til greiðslu. Þar með væri búið að innleiða fjárhagslegt aðhald á stjórnvöld til að byggja upp þjónustukerfin á þeim sviðum þar sem þjónustan er skil- greindur réttur einstaklinga.“ Hver á að vera framtíð Reykja- víkurflugvallar og hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs- ins verði? „Samfylkingin vill að flug- völlurinn fari úr Vatnsmýr- inni. Ekkert á að vera að van- búnaði að taka af skarið um framtíðarstaðsetningu innan- landsflugsins í kjölfar þeirrar úttektar sem nú stendur yfir. Mér finnst skynsamlegt að byggja á reynslunni af árang- ursríku samstarfi ríkis og borgar við undirbúning að byggingu Tónlistar- og ráð- stefnuhúss og Samfylk- Dagur B. Eggertsson, S-lista Fjölbreytt val um framtíðarhúsnæði Hvernig vilt þú að staðið verði að fjármálastjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili? Þarf borgin að taka þátt í að vinna gegn vaxandi verðbólgu og ójafnvægi í hagkerfinu með auknu aðhaldi, lækkun út- gjalda og frestun fram- kvæmda? „F-listinn leggur áherslu á ráðdeild og aðhald í fjár- málastjórn borgarinnar og bendir á að nýting fjármuna gæti verið betri í ýmsum fram- kvæmdum á vegum borg- arinnar. Fermetraverð skóla- húsnæðis er t.d. hærra í Reykjavík en í nágrannasveit- arfélögum. F-listinn hefur sýnt gott fordæmi í aðhaldi í fjármálum borgarinnar með því að fulltrúar hans hafa ekki þegið neinar ferða- eða dag- peningagreiðslur á kjör- tímabilinu og sem oddviti F- listans hef ég ekki þegið slíkar greiðslur í þau 16 ár sem ég hef átt sæti í borgarstjórn. F- listinn vill að sjálfsögðu leggja til hliðar óþarfar og kostn- aðarsamar framkvæmdir. Skýrasta dæmið um það er að F-listinn vill einn flokka í borgarstjórn halda flugvell- inum í Vatnsmýri. Tugmillj- arðakostnaði sem færi í að brjóta niður flugvöll og tengd mannvirki í Vatnsmýri og flytja hann út á sjó eða upp til heiða er að sjálfsögðu betur varið til velferðarþjónust- unnar og bráðnauðsynlegra umferðarbóta á höfuðborg- arsvæðinu, þ. á m. útrýmingar einbreiðra þjóðvega, lagningar Sundabrautar og mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.“ Á Reykjavíkurborg að auka þjónustu sína við börn og for- eldra þeirra eftir að fæðing- arorlofi lýkur og á leik- skólaaldri? „F-listinn vill efla dagfor- eldrakerfið þannig að börn geti notið öruggrar dagvistar frá lokum fæðingarorlofs for- eldra fram að þeim tíma sem börnin komast að á leikskóla. F-listinn vill að börn geti kom- ist að á leikskóla frá eins árs aldri en að hann sé ókeypis frá tveggja ári aldri eins og um skyldunám væri að ræða. F- listinn vill í hvívetna standa vel að menntun og umönnun barna enda leggur hann mikla áherslu á menntun og virkjun mannauðs í stefnu sinni. Huga þarf vel að hreyfingu og holl- ustu barna frá unga aldri enda lykilatriði í heilsufari þeirra síðar á ævinni að þau séu ekki of feit og stundi hreyfingu og útivist fremur en að dvelja langdvölum yfir tölvuleikjum svo að dæmi séu nefnd.“ Með hvaða hætti vilt þú standa að framboði á bygging- arlóðum á næsta kjörtímabili? „Við ætlum að hverfa frá þeirri útboðsstefnu sem hefur sprengt lóðaverðið upp úr öllu valdi. Það eru margar aðrar leiðir færar til að gefa fjöl- skyldum kost á bygging- arlóðum á sanngjörnu verði, það sýnir sig best hjá ná- grannasveitarfélögum. Við ætlum að auka framboð á smærri sérbýlis- og par- húsalóðum á kostnaðarverði.“ Hvernig vilt þú að tryggt verði að aldraðir njóti mannsæm- andi umönnunar og þjónustu og að starfsfólk fáist til starfa á heimilum fyrir aldraða? F-listinn leggur áherslu á framkvæmdir í þágu fólksins en ekki í gæluverkefni. Við ætlum að lækka fast- eignagjöld aldraðra og öryrkja strax á næsta ári. Í því skyni viljum við hækka tekjumörk fyrir niðurfellingu fasteigna- gjalda um 100% þegar á næsta ári. Við teljum þetta raunhæfa aðgerð til að hjálpa öldruðum og öryrkjum að búa í eigin hús- næði eins lengi og þeir kjósa og að þetta fari vel saman við fyrirætlanir okkar um eflingu heimaþjónustu í borginni. Tryggja þarf aukið framboð á hentugu húsnæði fyrir aldr- aða og öryrkja. Alveg sér- staklega þarf þó að fjölga hjúkrunarrýmum og stytta þar með biðlista eftir hjúkr- unarrými, en um árabil hefur vantað um 200 rými til að mæta brýnustu þörf. Æskilegt er að fólki sé gert kleift að búa sem lengst heima en þá þarf jafnframt að efla heimaþjón- ustu og heimahlynningu. F- listinn tekur undir ábendingar Félags eldri borgara um að öldrunarþjónustan sé nær- þjónusta sem eigi heima hjá sveitarfélögunum. Sama gildir um heilsugæsluna sem þarf að samþætta við heimaþjón- ustuna í borginni.“ Hver á að vera framtíð Reykja- víkurflugvallar og hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs- ins verði? „Stærsta ágreiningsmálið og um leið þýðingarmesta skipu- lags- og samgöngumál í Reykjavík í komandi kosn- ingum er flugvallarmálið. Þar liggja skýrar átakalínur, þar sem F-listinn vill einn flokka í borginni halda flugvellinum í Vatnsmýri. Það yrðu óaft- urkræf mistök að missa Reykjavíkurflugvöll úr Vatns- mýrinni. Í Vatnsmýri er flug- völlurinn vel staðsettur m. t. t. innanlands-, sjúkra- og öryggis- flugs og einnig sem ómissandi varaflugvöllur fyrir millilanda- flugið. Um þýðingu flugvall- arins fyrir samgöngur og ör- yggismál á landinu öllu og fyrir atvinnulíf í Reykjavík þarf ekki að fjölyrða. Aðrir valkostir inn- an höfuðborgarsvæðisins sem nú er rætt um eru mun lakari með tilliti til flugöryggis og áhrifa á umhverfi og allt of kostnaðarsamir. Hringlandaháttur annarra flokka í borgarstjórn getur leitt til þess að flugvöllurinn flytjist til Keflavíkur, innan- landsflug legðist að mestu nið- ur og núverandi flugumferð færðist út á vanbúna þjóðvegi landsins. Það gæti þýtt fjölgun dauðaslysa í umferðinni um 5– 10 slys á ári. Fyrirætlanir ann- arra flokka um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri eru ekki raunhæfar vegna þeirrar umferðarteppu sem hlytist af aukinni umferð bíla inn á Hringbrautina sem næmi 60.000 bílum á sólarhring. Reykjavíkurflugvöllur á hins vegar samleið með því þekk- ingar- og vísindaþorpi, sem rísa á í Vatnsmýrinni. Atkvæði greitt F-lista tryggir að flug- völlurinn verður áfram í Vatnsmýri.“ Ólafur F. Magnússon, F-lista Lækka fasteignagjöld aldraðra og öryrkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.