Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 73 MINNINGAR Við gamlir sigling- arfélagar á Lagarfossi viljum minnast Krist- jáns S. Júlíussonar með nokkrum orðum. Farmenn sem sigldu eftir stríð, sérstaklega á árunum 1950 til 1960, hafa margir haldið vinskap í gegnum árin. Enda var þetta sá ára- tugur, sem stendur upp úr í íslenskri farmennsku, þar sem skip voru lengi í höfn ólíkt því sem er í dag. Vörur voru þá annaðhvort skammtaðar eða fengust ekki á Íslandi. Farmenn höfðu aðgang að ýmsu, sem ekki stóð öðrum til boða. Þessi forréttindi settu farmenn í sérflokk, en árið 1960 kom ný stjórn og breytti Íslandi með viðreisn, sem varð öllum lands- mönnum til bóta. Hjá farmönnum er eins og sum skip verði þeim kærari en önnur. Eitt þessara skipa er Lagarfoss, einn af svo kölluðum „þrílembing- um“. Þar réðst Kristján í skipsrúm á fyrri hluta sjötta áratugins, sem há- seti og síðar timburmaður. Í fyrsta túrnum hjá Kristjáni lentum við í leiðinlegu veðri, þegar við björguð- um Selfossi úti í Faxaflóa og drógum hann til hafnar. Þá sýndi Kristján hvílíkur afl- og verkmaður hann var. Eftir þá nótt litum við ungu menn- irnir upp til Kristjáns, sem ekki minnkaði, þegar í ljós kom að hann væri fv. Íslandsmeistari í boxi í þungavigt. Áður en Kristján kom á Lagarfoss, hafði hann verið á tog- urum. Gaman er rifja upp eina sögu frá þessum árum, þegar Lagarfoss var í klössun í Hamborg. Þá var í gangi fjölbragðaglímukeppni, sem við fé- lagarnir fylgdumst með á hverju kvöldi. Þá bar svo við eitt kvöldið að einn þjálfarinn kom til Kristjáns og bauð honum, ef hann hefði áhuga að koma og æfa fjölbragðaglímu. Hann bæri nefnilega með sér kraftanna. Allt líður áfram. Kristján hætti í siglingum og réð sig á smíðaverk- stæði Þjóðleikshúsins og síðar var hann þar sviðsmaður fram að starfs- lokum. Kristján var smiður af guðs náð. Hann var eftirsóttur af öllum, enda með afbrigðum hjálplegur maður. Sumarbústað byggði hann uppi í Hvalfirði, sem var honum og fjöl- skyldu hans sem paradís. Eftir að Kristján kvæntist Eddu töluðu vinir þeirra hjóna alltaf um þau í sömu andrá, sem segir mikið. Fyrir nokkrum árum hitti Krist- ján gamlan skipsfélaga Ólaf Val Sig- urðsson fv. skipherra og sagði við hann að gaman væri að fá sér kaffi saman. Úr þessu varð að fv. Lag- arfossmenn og konur þeirra hafa hittst í Perlunni mánaðarlega yfir vetrartímann. Þegar við hittust í lok apríl sl. voru Kristján og Edda ekki mætt. Okkur var hálf brugðið, þegar við fréttum að Kristján væri kominn á spítala. Þetta varð hans síðasta ferð. KRISTJÁN SAMÚEL JÚLÍUSSON ✝ Kristján Sam-úel Júlíusson fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1923. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 12. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 19. maí. Við kveðjum góðan dreng í Guðs friði. All- ur hópurinn sendir innilegar samúðar- kveðjur til eiginkonu hans Eddu og fjöl- skyldu. F.h. skipsfélaga á Lagarfossi Björn Pálsson. Það var á vordögum 2001 að íbúar Barða- staða 7 fóru að hreiðra um sig, hver á sinn hátt og hver á sinni syllu. Fljótlega kom í ljós að öðrum fremur handlag- inn, glöggur og greiðvikinn maður hafði ásamt konu sinni komið sér notalega fyrir á 5. hæð. Þetta voru hjónin Kristján og Edda. Kristján var orðinn heimavinnandi þegar þetta var og satt best að segja var hann „heimavinnandi“ fyrir mörg okkar í blokkinni. Eftir því sem mán- uðirnir liðu komu kostir Kristjáns í ljós, t.d. það að allt sem hann gerði gerði hann af vandvirkni, með bros á vör og hljóðlátt. Þannig bætti hann umhverfi okkar á Barðastöðum 7 bæði efnislega og með nærveru sinni. Það gerðist stundum að annars- huga íbúar fóru úr lyftunni á rangri hæð og reyndu að ganga eða jafnvel gengu inn í ranga íbúð. Þetta olli nú bara léttleika og kátínu en til að auð- velda okkur lífið útbjó Kristján merki á hverja hæð, í stigaganginum og á móti lyftudyrunum, svo nú vill- umst við ekki milli hæða enda merk- ingin vönduð og verulega til bóta. Nú kveðjum við Kristján Júl- íusson með söknuði og þakklæti en búast má við að hann fari fljótlega á stjá til að merkja fyrir okkur sem á eftir komum, á sinn alúðleg hátt, leiðina svo við villumst nú ekki úr „lyftunni“ á rangri hæð. Með kærleikskveðju. Stjórn Húsfélagsins. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og stuðning við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður og unnusta, JÓNATANS HELGA RAFNSSONAR, Vesturtúni 26, Álftanesi. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem studdu okkur og veittu okkur styrk á þessum erfiða tíma. Brynhildur Brynjúlfsdóttir, Rafn Pálsson, Páll Ívar Rafnsson, Helena Rut Einarsdóttir, Snorri Benedikt Rafnsson, María Ósk Einarsdóttir. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði             !      "# $ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru HREFNU MAGNÚSDÓTTUR, Fannborg 8, áður Melgerði 16, Kópavogi. Rögnvaldur Ólafsson, Sigríður Júlíusdóttir, Lára Ingibjörg Ólafsdóttir, Fríður Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Halldór Jónsson, Sigríður Ólafsdóttir, Þórður Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru DAGBJARTAR DAVÍÐSDÓTTUR frá Borgarlandi. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar fyrir frábæra umönnun og hlýju. Halldóra Davíðsdóttir, Kristín Davíðsdóttir og aðrir aðstandendur. Kæru ættingjar og vinir. Alúðarþakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Erpsstöðum, Dalasýslu, Álfheimum 36, Reykjavík. Einnig þökkum við öllum þeim sem sýndu henni vináttu og hlýhug í gegnum öll árin. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Anna Margrét Albertsdóttir, Hildiþór Kr. Ólafsson, Guðrún Albertsdóttir, Páll Björnsson, Svanhildur Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengda- föður og afa, ÓLAFS BJÖRGÚLFSSONAR hdl. fv. skrifstofustjóra Tryggingastofnunar ríkisins, Miðleiti 5, Reykjavík. Marta Marteinsdóttir, Björg M. Ólafsdóttir, Friðrik Skúlason, Marta Kristín Friðriksdóttir. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu hlýhug og vinarþel við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS BERGÞÓRS ARNGRÍMSSONAR. Sérstakar þakkir til Þorgils Sigurðssonar heilsu- gæslulæknis. Jónína Axelsdóttir, Sigurður Bergþórsson, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Guðrún Bergþórsdóttir, Jón Magnússon, Þórhallur Bergþórsson, Ásdís Rögnvaldsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför okkar ástkæra MAGNÚSAR INGVARS JÓNASSONAR, Unnarbraut 26, Seltjarnarnesi. Áslaug Jónsdóttir, Jón Oddur Magnússon, Ragnheiður M. Þórðardóttir, Magnús Ingi Magnússon, Aðalheiður Olgudóttir, Inga Lára Hjaltadóttir, Elías Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 13. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 23. maí kl. 15.00. Rannveig Bjarnadóttir, Óskar B. Benediktsson, Sigríður Kolbrún Bjarnadóttir, Guðmundur Aronsson, Kolbeinn Bjarnason, Bjarni Kolbeinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.