Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Niðurstöður úr BA-verk-efni okkar í bókasafns-og upplýsingafræði viðHáskóla Íslands sýnaað rúmlega 90% fram- haldsskólanema á Íslandi þurfa að leita heimilda vegna skólaverkefna, en tæplega helmingur þeirra segist ekki hafa fengið þjálfun í heimildaleit. Meirihluti nemenda þarfnast aðstoð- ar við heimildaleit, flestir nota netið við heimildaöflun og nota 77% þeirra Google sem aðalleitarvél. Eins og gef- ur að skilja er mikil áhersla lögð á kennslu í rafrænni upplýsingaleit í skólum, hins vegar virðist vera þörf á að þróa frekar getu nemenda í heim- ildaleit og hæfni þeirra til að meta raf- rænar heimildir. Einnig er þörf á að þróa getu þeirra til að finna og meta aðrar tegundir heimilda. Of góðir kennarar Þær heimildir sem framhaldsskóla- nemar nota hvað mest eru heimildir sem þeir finna á netinu, námsbækur og efni frá kennara. Sú staðreynd að kennarar láta nemendum heimilda- lista í té, getur komið í veg fyrir sjálf- stæði nemenda í heimildaleit. Sjálf- stæði í heimildaleit getur verið góður undirbúningur fyrir háskólanám og almenna upplýsingaleit í atvinnulíf- inu. Sé notkun á heimildum borin saman eftir árgöngum, eykst notkun heimilda af netinu eftir því sem nem- endur verða eldri en notkun náms- bóka helst nokkurn veginn sú sama. Notkun á efni frá kennara minnkar örlítið. Þegar kemur að heimildum af netinu eru leitarvélarnar Google og Leit.is vinsælastar. Þótt netið virðist vera mjög vinsælt hjá nemendum, telja bókasafnsfræðingar á skólasöfn- um að nemendur treysti of mikið á það efni sem þeir finna á netinu og að þeir kunni ekki að nota formlegar eða skipulagðar aðferðir við að meta heimildir sem þeir finna. Tungumálið hamlar Notkun á tímaritum, dagblöðum og margmiðlunarefni er lítil og að mati bókasafnsfræðings á skólasafni eiga nemendur í erfiðleikum með að leita heimilda í tímaritum sökum skorts á þekkingu og tungumálaörðugleika. Þrátt fyrir þetta segjast rúmlega 80% nemenda nota heimildir á ensku. Þetta vekur spurningar um hversu mikið af erlendum heimildum nem- endur nota, en niðurstöður úr spurn- ingakönnuninni og niðurstöður úr við- tölum við nemendur leiða í ljós að flestir nemendur kjósa íslenskar heimildir. Frekari sönnun þessa sést líka með því að skoða þær leitarvélar á netinu sem nemendur nota hvað mest, en það eru Google og Leit.is. Báðar þessar leitarvélar bjóða upp á íslenskar heimildir. Bókasafnsfræðingar á skólasöfn- um sem talað var við, voru sammála um að tungumálið hamli nemendum og að nemendur kjósi mest íslenskar heimildir. Þeir sögðu einnig að nem- endur væru ekki nógu sjálfstæðir í er- lendum tungumálum og hefðu ekki þjálfað færni sína nóg til að geta met- ið erlendar heimildir. Nemendur þurfa aðstoð Flestir nemenda nota netið heima hjá sér og um helmingur fer á netið í skólanum. Tæplega tveir þriðju nem- enda nota bókasafnið til að leita að heimildum, en á bókasafninu fá þeir aðallega aðstoð frá starfsfólki, skoða í hillur og nota efni sem kennarinn hef- ur látið taka saman fyrir þá. Meira en helmingur nemenda notar skólabóka- safnið og rúmlega einn þriðji notar al- menningsbókasöfn. Rúmlega þriðj- ungur nemenda notar efni sem til er heima hjá þeim. Tveir þriðju nemenda þarfnast að- stoðar við heimildaleit og fær þriðj- ungur þeirra aðstoð frá kennurum eða öðru starfsfólki í skólanum. Flest- ir nemenda eru ánægðir með þá að- stoð sem þeir fá frá starfsfólki skóla- bókasafnsins en nokkrum finnst þeir ekki fá næga aðstoð frá kennurum sínum. Þetta bendir til að nemendur vilji meiri aðstoð í tímum við upplýs- ingaleit. Þriðjungur nemenda leitar aðstoðar heima fyrir eða hjá vinum sínum og eru það aðallega yngri ár- gangarnir sem fá aðstoð heima, en þeir eldri leita frekar aðstoðar í skól- anum. Hversu sjálfstæðir eru nemendur? Rúmlega 90% framhaldsskóla- nema þurfa að leita heimilda vegna skólaverkefna en hins vegar segist rúmlega helmingur þeirra hafa fengið þjálfun í heimildaleit. Þetta vekur spurningar um hæfni þeirra til upp- lýsingaleitar. Hæfni nemenda til að þekkja og finna viðeigandi heimildir virðist ekki vera mjög mikil, sé horft á þá staðreynd að þeir virðast reiða sig mikið á eina tegund heimilda, leitar- vélar á netinu. Mikil notkun á náms- bókum og efni sem kennari hefur látið taka saman bendir til þess að nem- endur leiti ekki og velji þær gerðir heimilda sem henta best fyrir hvert verkefni. Ennfremur er sú staðreynd að nemendur virðast forðast að nota tímarit í heimildaleit sinni, vottur um að nemendur skorti sjálfstæði við val á heimildum. Ef netnotkunin er skoðuð nánar, kemur í ljós að nemendur treysta frekar á leitarvélar eins og Google til að mæta upplýsingaþörf sinni, í stað þess að leita heimilda á vefsíðum sem hafa verið gerðar sérstaklega til að hjálpa notendum að finna góðar heim- ildir, eins og Vefbókasafnið, Vísinda- vefurinn og Hvar.is. Að sjálfsögðu getur þetta verið vegna lítillar kynn- ingar á þessum vefsíðum, en bendir hugsanlega til þess að nemendur séu ekki nógu virkir við að finna bestu hjálpartækin við að leita á netinu. Geta nemenda til að meta þær heim- ildir sem þeir finna er áhyggjuefni, en niðurstöður úr viðtölum við nokkra bókasafnsfræðinga á skólasöfnum benda til þess að nemendur noti ekki formlegar eða kerfisbundnar aðferðir við mat sitt á heimildum. Aðspurðir um mat sitt á heimildum sögðust sum- ir nemendur meta gæði heimilda sinna af því hvernig þær líta út eða „bara vita“ hvort þær séu trúverðugar. Á heildina litið má segja að þekking nemenda á upplýsinganotkun sé ábótavant þó svo að hæfileikar nem- enda til upplýsingaöflunar aukist með hverjum árgangi. Fjórar eftirtaldar breytingar í frá- sögnum nemenda í eldri árgöngum gefa vísbendingar um þróun í átt að sjálfstæðari upplýsingaleit nemenda:  Nemendur nota fleiri bækur, aðr- ar en námsbækur  Minni notkun er á efni sem tekið er saman af kennurum  Bókasafnið verður vinsælli staður til að læra á  Eldri nemendur leita sér meiri að- stoðar í skólanum við heimildaleit miðað við yngri nemendur sem leita sér meiri aðstoðar heima fyrir Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að nemendur séu á réttri leið í átt að sjálfstæðari upplýsingaöflun, en hæfileikar þeirra til að finna, meta og hugsanlega að vinna vel úr upplýs- ingunum virðist hindra að þeir nýti heimildirnar sem best. Nemendur eru ánægðir með heimildir Níutíu og þrjú prósent nemenda eru ánægðir með þær heimildir sem þeir finna, en sú staðreynd að svo margir segjast ekki hafa fengið þjálf- un í upplýsingaleit, þar sem þeir eiga m.a. að læra hvernig meta skuli heim- ildir, vekur mann til umhugsunar um hversu færir þeir eru til að meta þær heimildir sem þeir finna á réttan hátt. Ennfremur benda erlendar rann- sóknir sem Angela Weilir gerði og skrifaði um í greininni „Information- Seeking Behavior in Generation Y Students: Motivation, Critical Think- ing, and Learning Theory“ sem birt- ist í tímaritinu „The Journal of Aca- demic Librarianship“ á að þessi kynslóð hneigist til að ofmeta færni sína í leit á netinu. Hún telur að það sé vegna þess að netið er „svalur“ miðill, sem ætlast er til að nemendur kunni á. Marktækur munur á upplýsinga- notkun nemenda eftir búsetu Nemendur á landsbyggðinni treysta jafnmikið á aðstoð við upplýs- ingaleit og samnemar þeirra á höf- uðborgarsvæðinu. Munurinn á hóp- unum tveimur liggur í því hvar þeir leita aðstoðar, hvers konar heimildir þeir nota og hvar þeir leita þeirra. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu leita heimilda og aðstoðar meira heima fyrir en nemendur á lands- byggðinni treysta meira á aðstoð í skólanum. Meira en helmingi fleiri nemendur á höfuðborgarsvæðinu nota netið heima hjá sér en nemendur á landsbyggðinni, sem nota netið að- allega í skólanum. Sama má segja um heimildir sem til eru á heimilum nem- enda. Þennan mun má að miklu leyti skýra með þeirri staðreynd að margir skólar á landsbyggðinni eru heima- vistarskólar og nota því nemendur í þeim skólum tölvurnar í skólanum og treysta meira á aðstoð í skólanum en nemendur á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa meiri aðgang að almenn- ingsbókasöfnum og öðrum sérhæfð- um upplýsingalindum. Grein þessi byggist á BA-verkefni Guðrúnar Reynisdóttur og Jamillu Johnston við bóka- safns- og upplýsingafræðiskor við Háskóla Ís- lands. Gerð var rannsókn á upplýsinganotkun íslenskra framhaldsskólanema á Íslandi og var könnun lögð fyrir úrtak nemenda í október 2004, en hún var í formi rafræns spurninga- lista. Að auki voru tekin viðtöl við sex nem- endur og þrjá bókasafnsfræðinga á skólasafni. Leiðbeinandi höfunda var Dr. Anne Clyde. (spyrja KB um: Dr. Anne Clyde heitin?) Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins í Fjölbrautaskóla Vesturlands, hagar upplýsingakennslu sinni þannig að hún fer inn í tíma hjá kennara til að undirbúa nemendur fyrir verkefni. „Ég kem með heimildalista sam- kvæmt verkefnalýsingu og bendi á bækur, tímarit, valdar vefsíður, tenglasöfn, gagnagrunna og sérhæfðar leitarvélar. Í tímanum fer ég svo yfir listann og sýni nemendum leitir í viðeigandi gagnagrunnum, bókum eða tímaritum.“ Að sögn Hafdísar sjá sumir kennaranna mun sjálfstæðari vinnubrögð frá nemendum og vandaðri verkefni eftir svona sérhæfða kennslu. Það hefur svo skilað sér í betri einkunn- um. „Við ritgerðasmíð nýtist þetta vel þar sem nemendur verða móttækilegri fyrir leiðbeiningum og kunna að nýta sér þær. Einnig sjá kennarar vandaðri ritgerðir og þurfa ekki að vera nemendum sínum til stuðnings að sama marki og áður.“ Helming framhaldsskólanema skortir þjálfun við heimildaleit Morgunblaðið/Kristinn Þótt mikil áhersla sé lögð á kennslu í rafrænni upplýsingaleit í skólum þarf að þróa nemendur í heimildaleit og til að meta rafrænar heimildir. Íslenskir framhaldsskóla- nemar nota Google mest við heimildaleit en hafa ekki sýnt fram á getu til að meta þær heimildir sem þeir finna. Marktækur mun- ur er á upplýsinganotkun nemenda eftir búsetu. Guð- rún Reynisdóttir og Jamilla Johnston fjalla hér um rannsókn sína á notkun framhaldsskólanema á heimildum. Sjálfstæðari vinnubrögð og vandaðri verkefni                                                         !  ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! !  ! ! ! Ekki eru allar upplýsingar á netinu jafn áreiðanlegar. Hver sem er getur sett efni gagnrýnislaust inn á netið. Því þurfa notendur efnis á netinu að spyrja sig eftirfarandi spurninga til að sannreyna áreiðanleika upplýsinga:  Á hvers vegum er vefsíðan?  Hverjum er síðan ætluð?  Finnast nöfn og netföng ábyrgðaraðila síðunnar?  Eru höfundar áreiðanlegir?  Er ítarefni um þá á síðunni?  Hvenær var vefsíðan uppfærð?  Eru upplýsingar á síðunni hlutlegar eða huglægar?  Er heimilda getið? Nánar er hægt að fræðast um þessi mál í bæklingnum Upplýsingatækni – eitthvað fyrir mig? sem Upplýsing, fé- lag bókasafns- og upplýsingafræða, gaf út á þessu ári. Gæði upplýsinga á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.