Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann Sigurðs-son fæddist á Svínárnesi við Látra- strönd 3. ágúst 1934. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut mánudaginn 1. maí síðastliðinn. Móðir hans var Ingi- björg Jóhannsdóttir, f. 11.4. 1913, d. 20.10. 2000, og fósturfaðir Eiríkur Benedikts- son, f. 1903, d. 1968. Hinn 25. desember árið 1955 kvæntist Jóhann Svanfríði Jónasdóttur, f. 28.7. 1937. Dóttir þeirra er Fanný María Clausen, f. 27.4. 1955, gift Guðbirni Jónssyni, f. 19.4. 1951. Börn þeirra eru: 1) andvana dreng- Eiríksson, f. 24.10. 1956, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, f. 22.12. 1959. Þau eiga tvíburana Margréti og Þórð, f. 30.1. 1996. Jóhann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Hríseyjar árið 1940 en flutt- ist þaðan til Akureyrar um átján ára aldur. Hann lærði rafvirkjun og starfaði við þá iðn í tíu ár og átti í nokkur ár hlut í fyrirtækinu Raf- orku. Þá hóf hann störf í Útvegs- bankanum en stofnaði einnig raf- virkjafyrirtækið Rafljós ásamt félögum sínum og sá um bókhaldið þar til hann seldi hlut sinn. Árið 1984 flytja þau hjónin til Reykjavík- ur og hóf Jóhann störf í Útvegs- bankanum sem síðar varð Íslands- banki. Innan bankageirans starfaði hann í 35 ár. Árið 2000 hóf hann störf hjá Sigurði Ársælssyni við raf- virkjun og vann hann við það til árs- loka 2003, er hann þurfti að hætta vegna veikinda sinna. Jóhann var jarðsunginn frá Hjallakirkju föstudaginn 12. maí, í kyrrþey að ósk hins látna. ur, f. 10.6. 1977. 2) Svanfríður Inga, f. 30.4. 1979, sambýlis- maður Svavar Ólafur Pétursson, f. 26.6. 1981. Dóttir þeirra er Freyja Björt, f. 20.10. 2005. 3) Guðbjörg Anna, f. 15.3. 1983, kærasti Gunnar Berg- mann Gunnarsson, f. 14.7. 1985. 4) Jóhanna Þóra, f. 27.8. 1991. Dóttir Guðbjörns er Elva Dögg, f. 25.3. 1976, sambýlismaður Benjamín Jónsson Wheat, f. 19.4. 1977. Systir Jóhanns var Margrét Ingimarsdóttir, f. 26.7. 1931, var gift Erni Sævari Daníelssyni, f. 27.11. 1942. Sonur hennar er Eiríkur Ingi Að setjast niður og skrifa minning- argreinina þína er eitthvað sem ég trúði einhvern veginn aldrei að ég ætti eftir að gera. Þú hefur alltaf verið trausti kletturinn minn sem alltaf hef- ur verið til staðar og hjálpað mér með allt sem var mér aðeins ofviða. Hvort sem það var að reima skóna mína, landa fyrsta laxinum mínum eða festa kaup á fyrsta bílnum mínum, alltaf var leitað til afa. Þegar eitthvað þurfti að tala um fyrir mér þýddi það ekki fyrir neinn annan en afa og það var í rauninni gagnkvæmt. Við gátum endalaust rökrætt hina ýmsu hluti og þó við hefðum ekki alltaf verið sam- mála endaði það alltaf með sömu orð- unum hans afa, jæja Guggan mín. Ég á eftir að sakna svo mikið allra samverustundanna, spilakvöldanna, veiðiferðanna og útlandaferðanna okkar. Þú skipulagðir alltaf allt saman og sást til þess að allt færi vel. Þegar við sátum svo uppi á spítala ætlaði ég ekki að trúa þeim fréttum að þú værir kominn með hvítblæði, að þú yrðir veikur var bara eitthvað sem átti ekki að geta gerst. Jafnvel þó í ljós væri komið að nú stæðum við í baráttu við mjög alvarlegan og erfiðan sjúkdóm hegðaðir þú þér aldrei eins og þú vær- ir veikur. Þú fórst með okkur að veiða, til útlanda, fórst út að labba og reynd- ir af fremsta megni að halda áfram líf- inu með hjartanu þínu henni ömmu eins og ekkert hefði í skorist. Af því að þú barðist í gegnum veikindin eins og það kæmi aldrei neitt annað til greina en að þú myndir vinna þá er ég eig- inlega ekki ennþá búin að játa það fyr- ir sjálfri mér að nú sértu farinn. Sigr- aður af þessum hræðilega sjúkdómi sem tekur til sín þá sem veikjast hversu sterkir sem þeir eru. Þegar læknarnir settu þig í meðferðir var al- veg sama hvaða útkomu læknarnir sögðu okkur að búast við, þér tókst alltaf að öðlast bata að meira leyti en þeir bjuggust við. Mig langar ekki að tala meira um þessa síðustu erfiðu tíma. Ég ætla að hugsa um allar okkar yndislegu ánægjustundir. Ég ætla að reyna að þakka fyrir það að hafa fengið að eiga og njóta besta afa sem nokkur getur hugsað sér að eiga og ég hlakka til að hitta þig aftur því ég veit að það er það sem þú vilt að ég geri. Ástarkveðjur elsku afinn minn með þessum síðustu orðum að sinni. Þakklætið til þín elsku afi ég aldrei fæ að nægju tjáð af öllum mætti þó ég hafi fræjum þeim í hjartað sáð sem féllu af þínum viskugreinum ekkert verður samt á ný af fremsta megni þó við reynum að finna sólu bak við ský. Fræ þau munu stýra stafni mínum eftir lífsins braut ásamt styrkum anda þínum ég tekst nú á við þunga þraut en þakka fyrir friðinn ljúfa sem umlauk þig vorn hinsta fund aldrei skal ég heitin rjúfa sem strengdi ég á þeirri stund. Ævilangt ég leitast við að allt mitt besta gera aðeins um það eitt ég bið að fái ég að vera með þér á ný er sól mín sest og í þeim faðmi dvelja sem alla tíð ég unni mest og einan myndi velja. Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir. Elsku afi minn. Þín verður sko sárt saknað. Ég trúi því eiginlega ekki að þú sért farinn, eða ég vil ekki trúa því. En það er fyr- ir bestu, eftir öll veikindin sem þú hef- ur þurft að ganga í gegnum. Ég á ekki nógu góð orð til að lýsa því hversu frá- bær þú varst, varst alltaf til staðar og góður við mig. Svo eigum við saman óteljandi minningar sem ég mun aldr- ei aldrei gleyma. Það var svo gaman að veiða með þér, fara á Kirkjubæj- arklaustur í grenjandi rigningu og fara í Andakílsá og sumarbústaðinn. Ég mun alltaf hugsa um þig þegar ég fer að veiða, og mun bara hugsa um þig alla daga og allar nætur. Ég man þegar þið áttuð heima á Álfaheiðinni, þá var ég alltaf að fela mig og faldi mig alltaf á sömu stöðunum, en alltaf þóttist þú ekki finna mig. Það var svo gaman að fara upp á háaloft og ná í jólakassa með þér, skreyta jólatréð á hverju ári. Einu mun ég aldrei gleyma, þegar ég gisti á föstudags- kvöldum, þið vilduð alltaf fara með mig út að borða og leigja spólur, alls ekki má gleyma fiskisögunni gömlu góðu, við verðum nú að segja Freyju Björt hana, því ekki má hún deyja út. Þú vildir alltaf allt fyrir mig gera, hrósaðir mér þegar mér gekk vel í prófunum, varst alltaf að spyrja hvernig mér gengi í handboltanum. Svo tókum við alltaf myndir daginn fyrir og daginn eftir afmælið mitt. Þetta eru svo óteljandi góðar minn- ingar sem varðveitast. Ég verð að minnast á þegar við fórum alltaf í heimsókn til Unnu frænku og Palla á Reykhólum og Kidda frænka kom með. Þá var sko hlegið dátt og dansað, og spilað af fullum krafti 9 eller 10. Allar útlandaferðirnar, Mallorca, Portúgal, Danmörk. Ég skemmti mér sko frábærlega í þeim, við fórum að versla saman og út í sundlaugina. Manstu eftir því þegar ég, þú og Gugga fórum í borðtennis. Núna hef ég engan til að spila kasínu við og eng- an til að mala mig í ólsen ólsen. Það var svo gott að fá sér köku og kalda mjólk áður en við fórum að sofa á föstudagskvöldum, svo báðum við allt- af saman bænirnar okkar. Já, það er skrítið að núna er engin bumba til að faðma lengur og enginn til að syngja dirinnidirinn og dansa við ömmu. Hvítblæði er erfiður sjúkdómur, samt var eins og það væri ekkert að, svo duglegur og fórst alltaf að labba, jafnvel fimm ferðir fram og til baka á ganginum á sjúkrahúsinu, þú barst þig alltaf svo vel. En núna ertu laus við þetta allt saman, og þarft ekki að þjást lengur og það er það sem skiptir mestu máli. Það er svo erfitt að tjá sig á einu litlu blaði, þá er bara um að gera að tala við þig á hverju kvöldi í bænunum mínum. Ég veit að þú fylgist með mér þarna uppi og ég ætla að reyna eftir minni bestu getu að gera þig stoltan af mér. Ég gæti skrifað sko heila bók um hversu frábær, yndislegur, góður og besti afi í heimi þú varst. Nú verð ég víst að kveðja þig. Mundu að ég elska þig og mun aldrei gleyma þér og hugsa um þig á hverjum degi og allar minningarnar. Ástarkveðja, þín afastelpa, Jóhanna Þóra. Nú hefur hann elsku afi fengið hvíldina. Þó okkur finnist það ósann- gjarnt að hann hafi þurft að fara þá vitum við að honum líður mun betur þar sem hann er nú og alltaf mun hann fylgja okkur. Afi var ekki bara afi heldur einnig góður vinur og félagi og var hann algjört gull af manni. Hann vildi allt fyrir okkur gera, mað- ur þurfti varla að lyfta litla fingri því afi var alltaf mættur á staðinn og bú- inn að finna eitthvað nýtt til að gera fyrir okkur. Afi Jói hafði barist af hörku við sjúkdóm sinn eins og honum einum var lagið. Trúin og viljinn voru svo sterk að hann talaði um það hvað hann myndi gera þegar hann væri orðin hress og myndi ná sér betur. Afi var mikill veiðiáhugamaður og voru veiðiferðirnar með honum alltaf vinsælar. Þar áttum við yndislegar stundir sem aldrei munu gleymast. Auðvitað stóð afi alltaf við sitt þó um væri að ræða veiðiheppni hjá 9 ára gamalli stúlku. Seint mun gleymast þegar hann sagði ,,Ef þú hættir að gráta og slakar aðeins á Fríða mín, er ég viss um að guð gefur þér fisk í næsta kasti“. Afi virðist hafa haft sambönd þar því í næsta kasti beit þessi myndarlegi lax á. Spilamennska var eitt af því sem afi hafði mikið gaman af. Þessi venja hef- ur haldist í fjölskyldunni því í dag er mörgum kvöldum eytt í það að spila og eru þá allir liðtækir. Afi átti að fara í meðferð síðasta haust en sagði læknum sínum að hann vildi fyrst fá að ,,skreppa“ til Köben með barnabörnunum. Í þessa ferð fór hann þó mjög slappur væri og hvít- blæðið mikið farið að segja til sín. Okkur er það ómetanlegt að afi Jói gat haldið á Freyju Björt, litlu dóttur okkar, undir skírn. Þegar hann fékk fréttirnar um að hann fengi þetta hlutverk brutust tár fram á hvarma hans og varð hann stoltasti langafi sem um getur. Þetta hlutverk tók hann mjög alvarlega. Hann lá inni á spítalanum skömmu fyrir skírnina, en hífði sig reglulega upp á ránni fyrir of- an rúmið til þess að eigin sögn að æfa sig áður en hann fengi að halda á Freyju Björt undir skírninni. Þrátt fyrir að skírnina hafi borið upp á með- an hann barðist við veikindi sín mætti hann til þess að halda á Freyjunni sinni en þá hafði úthaldi og heilsu hans mikið hrakað. Þessi stund sem við áttum með Jóa afa þann 26. mars síðastliðin gleymist aldrei. Afi Jói ætlaði sér margt í sumar með ömmu, en því miður varð tíminn skemmri en hann bjóst við. En við vit- um þó að afi kemur alltaf til með að fylgja ömmu og okkur hinum í gegn- um lífið. Við vorum mjög náin afa og mörg kvöld fóru í að sitja í Kórsölum eða heima á Álftanesinu þar sem rædd voru öll heimsins vandamál og þau jafnvel leyst. Það er erfitt að átta sig á að Jói afi sé farinn og komi ekki til með að heimsækja okkur framar. Við þökkum fyrir samverustund- irnar og vitum að afi Jói kemur til með að fylgjast með ömmu, mömmu, okk- ur systrunum og litla gullinu okkar henni Freyju Björt. Svanfríður Inga og Svavar. Mamma og pabbi hjálpuðu mér að skrifa smá grein um langafa minn hann Jóa. Ég á margar góðar minningar um hann Jóa langafa. Við áttum yndisleg- ar stundir saman þó við höfum ekki haft langan tíma. Ég reyndi þó fyrir hann langafa og bara fyrir hann að flýta mér svolítið í heiminn til að við fengjum meiri tíma saman, sá tími var óborganlegur. Mömmu og pabba fannst svo dýr- mætt þegar langafi kom beint úr með- ferð upp á spítala til mín. Langafi hafði þá verið lengi í meðferðinni og ég lengi á vökudeildinni og mátti hann ekki koma til mín. Þegar hann loksins kom var hann með maska til þess að vera öruggur um að litla gullið hans fengi enga sýkingu. Langafi var strax byrjaður að segja mér fiskasöguna þó ég væri aðeins nokkurra mánaða. Ætla mamma og pabbi að halda áfram að segja mér þá sögu svo hún falli ekki í gleymskunnar dá eins og Jói langafi kemur aldrei til með að gera. Þessi saga er eina sagan sem ég hef þolinmæði til að hlusta á. Við langafi áttum hörkusamræður um þessa sögu sem enduðu alltaf á einn veg, með hlátri að beggja hálfu. Þó hann væri orðinn mikið veikur gat hann ekki misst af því að halda á mér undir skírn. Þessi stund mun aldrei renna okkur mömmu og pabba úr minni. Við vissum þá öll hvað beið. En langafi mætti galvaskur til að sinna sínu hlutverki. Þetta verður mín dýrmætasta minning um langafa Jóa. Ég verð alltaf litla gullið hans lang- afa eins og hann sagði alltaf og kem til með að sakna þess að fara í heimsókn til hans. Ég kem oft til með að horfa á myndbandið sem tekið var af okkur langafa uppi á spítala aðeins nokkrum dögum áður en langafi fékk hvíldina sína. Langamma Fríða og amma Fanný, þið vitið að þið fáið alltaf brosið mitt þegar mest bjátar á. Þín Freyja Björt. Elsku Jói frændi, þrátt fyrir sorg- ina og eftirsjána erum við svo lánsöm að eftir situr fullt af góðum minning- um, skemmtilegum uppákomum og broslegum atvikum sem verða til þess að þú hverfur ekki úr lífi okkar þrátt fyrir að þú sért ekki í líkamanum hjá okkur. Þú munt fylgja okkur allan þann tíma sem við eigum eftir hér, við erum sannfærð um að þú sleppir ekki hend- inni af okkur. Við vonum að góður Guð styrki Fríðu, Fanný og börnin í sorg þeirra. Eiríkur Ingi, Guðrún, Margrét og Þórður. Þegar ég kveð Jóhann Sigurðsson þá rifjast upp margar ljúfar minning- ar. Jóhann gekk alltaf undir nafninu stóri Jói í minni fjölskyldu, vegna þess að bróðir minn hét í höfuðið á Jóhanni og því varð að sundurgreina þá tvo. Stóri Jói var alltaf stór í mínum huga, allt sem hann framkvæmdi var svo stórt og merkilegt og aldrei logn- molla þar sem hann var. Þegar ég bjó enn í foreldrahúsum fór ég að sjálfsögðu með í öll ferðalög og oft var farið með Fríðu frænku og stóra Jóa. Þetta voru sumarbústaða- ferðir, Reykjavíkurferðir, utanlands- ferð og allt voru þetta sannkallaðar ævintýraferðir því að Jóhann var æv- intýramaður. Hann sagði mér ævin- týralegar sögur sem voru vel stórar og skreyttar, brandara og söng jafn- vel með mér á löngum bílferðum á milli ævintýrastaðanna. Í Beykilund, þar sem Fríða og Jói bjuggu á mínum æskuárum, var alltaf gaman að koma. Jói var ótrúlega natinn við okkur krakkana og sérstaklega við okkur nöfnurnar, mest fannst okkur gaman að fá að suða eins og flugur við eyrun á honum og ógleymanlegur er jóla- sveinninn sem átti ekki nein rauð föt, var í öfugum náttslopp og með vasa- klút fyrir skegg. Þar var Jói besti jóla- sveinn sem ég hef séð. Þegar ég var komin með mína eigin fjölskyldu og Fríða og Jói flutt suður, heimsótti ég þau er leið lá til borg- arinnar og alltaf var gott að sitja og spjalla saman. Ávallt hitti ég þau í ferðum þeirra hingað norður. Síðustu ár hef ég upplifað það sama í gegnum strákana mína og ég gerði í æsku, hvað Jói er áhugasamur um allt sem þeir eru að sýsla og auðvitað koma góðir og vel skreyttir brandarar með. Hávaðaseggur nágranni minn. Takk fyrir að auðga líf okkar allra með glað- værð og með þínu stóra hjarta. Blessuð sé minning þín. Elsku Fríða, Fanný, Bubbi og dæt- ur, vinir og vandamenn, megi Guð veita ykkur styrk í komandi framtíð. Kveðja, Fanný María Brynjarsdóttir. Hinn hugljúfi heimilisvinur okkar Jóhann Sigurðsson, rafvirki og bankamaður, er látinn. Jóhann og Fríða voru bestu vinir pabba og mömmu. Í æsku minni var Jói hluti af lífinu í Klettaborginni á Akureyri, þannig kom hann reglulega og þeir pabbi brölluðu margt saman. Ég minnist fjölda ferðalaga á þessum ár- um með þeim Jóa og Fríðu og stendur þá ferðin um Vestfirði sumarið 1970 upp úr, ógleymanleg ferð í alla staði. Pabbi og Jói höfðu gaman af því að veiða og fóru m.a. á hverju sumri í mörg ár og veiddu í Selá í Vopnafirði. Þar þótti þeim gott að vera, ég fékk stundum að fara með þeim þangað og þar veiddi ég minn fyrsta lax. Stund- irnar með Jóa og Fríðu suður á Mal- lorca sumarið 1974 eru líka ógleyman- legar en þá hélt Jóhann upp á fertugsafmæli sitt. Þau pabbi og mamma og Jói og Fríða gripu oft í spil um helgar og þá gat orðið mjög glatt á hjalla. Ég man eftir því að hafa á slík- um kvöldum sofnað út frá dillandi hlátrinum í Jóa frammi í stofu. Þeir pabbi gengu saman í frímúrararegl- una sem varð þeim báðum mjög kær og þar störfuðu þeir saman um árabil. Jói og Fríða studdu okkur við fráfall pabba og hafa sýnt mömmu mikla ræktarsemi í baráttu hennar við sinn erfiða sjúkdóm. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég laðaðist að Jóa og mér hefur þótt ákaflega vænt um hann frá fyrstu tíð. Jói var einstaklega skemmtilegur maður, hláturmildur gleðigjafi sem allt vildi gera fyrir þá sem næst hon- um stóðu. Snemma fór ég að segja honum alla þá brandara sem ég komst yfir og ég hlakkaði til heimsókna hans þegar ég hafði heyrt gamansögu sem ég þurfti endilega að segja honum. Fílabrandarar voru í mestu uppáhaldi og við áttum okkur þann draum að fara saman til Afríku að skoða fíla. Þegar fram liðu stundir reyndist Jói mér ákaflega vel. Meðan hann var skrifstofustjóri hjá Útvegsbankanum á Akureyri útvegaði hann mér sum- arvinnu sem gjaldkeri í þrjú sumur um það leyti sem ég var að hleypa heimdraganum og setjast að hér fyrir sunnan. Ekki löngu síðar fluttu þau Jói og Fríða suður og eftir það var alltaf samgangur á milli okkar. Ég leitaði iðulega ráða hjá Jóa varðandi ýmislegt og væri eitthvað sem þurfti að gera varðandi rafmagn var hann mættur á staðinn. Nú síðast fyrir tveimur árum lagði hann fyrir mig allt rafmagn í nýuppgert risið á Bröttuk- inn. Þau Jói og Fríða fylgdust með þegar dætur okkar Selmu komu í heiminn og voru viðstödd skírnir þeirra beggja. Börn voru Jóa kær, ég veit að afabörnin nutu góðs af því og að gleði hans var mikil þegar litla langafastelpan fæddist í vetur. Eftir að Jói greindist með þann sjúkdóm sem að lokum dró hann til dauða hringdum við reglulega hvor í annan og spjölluðum oft lengi um lífið og til- veruna. Þar bar margt á góma sem ég mun búa að alla tíð. Það er gott að hafa verið samferðamaður Jóa og fengið að kynnast þeim góða dreng sem hann hafði að geyma. Megi hinn hæsti höfuðsmiður him- ins og jarðar gæta þín, Jói minn, á þeirri vegferð sem nú bíður þín. Elsku Fríða, Fanný, Bubbi og börn, við Selma og dætur sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og óskum ykkur guðs blessunar. Símon Jón Jóhannsson. JÓHANN SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.