Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 79 DAGBÓK Ekki flytja Árbæjarsafnið ÉG er mjög mikið á móti því að Árbæjarsafnið verði flutt til Við- eyjar, því það eru svo margir sem fara í Árbæjarsafn og sumir eru sjóveikir og það er mjög slæmt, þó að þetta sé ekki löng leið til Við- eyjar þá er ekki alltaf gott veður. Ég fer oft með ömmu minni í Ár- bæjarsafnið og líka fjölskylda mín. Svo eru margir útlendingar sem fara þangað og leikskólabörn og grunnskólabörn, jafnvel líka menntaskólakrakkar og há- skólakrakkar. Það er svo þægilegt að fara í Árbæjarsafnið núna á bíl, hjóli eða gangandi. Ég er viss um að fólkið nennir ekki að fara á bát. Alltaf þegar ég gisti hjá ömmu minni dögum sam- an förum við á hverjum einasta degi í Árbæjarsafnið af því að amma mín er búin að kenna mér allt um gamla daga í Árbæjarsafn- inu. Það er líka verið að sýna fólki hvernig lífið var í gamla daga og lífið var erfitt hjá fólkinu sem átti heima í þessum húsum. Sumir áttu meira að segja heima í kofum. Svo er svo gaman að hlaupa þarna um og sjálfur bærinn er búinn að standa þarna í meira en hundrað ár. Við amma förum oft í messu í gömlu kirkjunni og pabbi minn var skírður í þessari kirkju. Og for- eldrar vinkonu minnar giftu sig í þessari kirkju. Svo er búðin svo gamaldags og þar er líka besti brjóstsykurinn seldur. Það er líka svo skemmti- legt að fara í gamla skátaskálann þótt að hann sé lítill og svo eru öll hin húsin svo lítil og skemmtileg. Og svo væri líka ekkert gaman á safninu ef það væru bara tvö hús til að skoða, kirkjan og bærinn. Núna er Árbæjarsafnið eins og lítið þorp og þannig viljum við amma hafa það. Þakka þér fyrir að lesa bréfið og viltu segja öllum að það megi ekki flytja Árbæjarsafnið út í Viðey. Það er hægt að búa til nýtt safn þar um sögu Viðeyjar. Kær kveðja, Dagný Ásgeirsdóttir, 9. ára. Lísu er saknað Kötturinn Lísa hvarf frá heimili sínu, Stangarholti 10, miðviku- daginn 17. maí sl. Henn- ar er sárt saknað. Hún er eyrnamerkt 610, með bláa hálsól og örmerkt. Hún er brúnbröndótt og frekar smávaxin. Ef þú hefur einhverjar upplýs- ingar vinsamlegast hafðu samband í síma 864 0426. Gullhringur týndist GULLHRINGUR tapaðist senni- lega í eða við Bónus í Spönginni hinn 16. maí. Þetta er gamall gift- ingarhringur með blóðsteini í sem liggur lárétt ofan á hringnum. Hringurinn er eigandanum mjög kær og hefur mikið tilfinningalegt gildi. Finnandi vinsamlegast hafið samband í síma 864 5658. Týnt armband RÉTT fyrir jólin 2003 týndi ég silfurarmbandi (stórir hlekkir) þess er sárt saknað og heiti ég skilvísum finnanda góðum fund- arlaunum. Vinsamlega hafið sam- band við Bergþóru, hs. 553 8884, gsm 897 2821 og vs. 533 1945. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Síðasti liturinn. Norður ♠K10 ♥K4 A/Enginn ♦ÁG872 ♣ÁK82 Vestur Austur ♠865 ♠9742 ♥9652 ♥D8 ♦10943 ♦KD65 ♣104 ♣963 Suður ♠ÁDG3 ♥ÁG1073 ♦-- ♣DG75 Þegar þrír litir hafa verið nefndir til sögunnar er langsótt að sá fjórði sé ein- mitt besti trompliturinn. En það kemur fyrir. Spilið að ofan er frá í Cavendish- tvímenningnum í Las Vegas. Með því að finna hjartadrottningu fást 13 slagir á kröftum, en í sjö laufum þarf ekki að treysta á hjartalitinn. Bandarísku landsliðskonurnar Jill Meyers og Jill Levin renndu sér vísindalega í lauf- slemmuna gegn Kit Woolsey og Fred Stewart: Vestur Norður Austur Suður Woolsey Meyers Stewart Levin -- -- Pass 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 4 tíglar * Pass 5 lauf Pass 7 lauf Allir pass Levin vekur á hjarta, Meyers svarar á tígli og Levin meldar næst spaða. Hér er búið að tefla fram þremur litum og í slíkum tilvikum er erfitt að sammælast um þann fjórða. Lykilsögnin er tvö grönd Meyers. Hún hafði þegar krafið í geim með tveimur tíglum og sagði tvö grönd til að leyfa makker að tjá sig frjálst á þriðja þrepi. Og þá meldaði Le- vin óvænt þrjú lauf. Stökkið í fjóra tígla er lykilspila- spurning með lauf sem tromp – svo- nefnd „kickback“ sagnvenja, sem Jeff Rubens setti fram í The Bridge World árið 1981. Oft er þungt í vöfum að nota fjögur grönd sem spurningu, einkum ef trompliturinn er lauf eða tígull. Hug- mynd Rubens gengur út á að stökkva upp á fjórða þrep í næsta lit fyrir ofan tromplitinn til að spyrja um lykilspil. Þessi sagnvenja hefur ekki náð mikilli útbreiðslu, enda frekar flókin og býður heim hættu á alls kyns misskilningi. En hér var enginn misskilningur á ferðinni: Levin sýndi tvo ása og drottningu í laufi, sem dugði Meyers til að skjóta á sjö. Útspilið var tromp og Levin notaði samganginn í spaða til að trompa tvo tígla. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi 2 sæti BORGARBÚAR ÞÖKKUM VAXANDI STUÐNING Margréti í borgarstjórn! Forgangsröðun til fólksins Flugvöllinn áfram Lifi Laugavegurinn Betri strætó Meira íbúalýðræði Verndum náttúruna Eflum þekkingariðnað 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Bc5 4. 0-0 Rd4 5. Rxd4 Bxd4 6. c3 Bb6 7. d4 c6 8. Ba4 d6 9. Be3 Rf6 10. Rd2 0-0 11. Bc2 Rg4 12. Df3 Be6 13. h3 Rxe3 14. fxe3 Dg5 15. Hf2 Had8 16. a4 a5 17. Kh1 d5 18. Haf1 h5 19. De2 Dg3 20. Hf3 Dh4 21. exd5 cxd5 22. dxe5 Dg5 23. Dd3 g6 24. Hf6 Bxe3 25. Rf3 Dh6 26. Rd4 Bxd4 27. Dxd4 Dg5 28. He1 Hfe8 29. Bd3 Kg7 30. Hff1 De7 31. Bb5 Hf8 32. Hf6 Dc7 33. Bd3 Hde8 34. Hff1 b6 35. Df4 De7 36. Dd4 Dc5 37. Dh4 De7 38. Hf6 Dd7 39. Dg3 Dxa4 Staðan kom upp á skákmóti öðlinga sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1.620) hafði hvítt gegn Magnúsi Gunnarssyni (2.025). 40. Hxg6+! Kh7 svartur hefði orðið mát eftir 40. ... fxg6 41. Dxg6+ Kh8 42. Dh7#. 41. Hg4+ og svartur gafst upp. Í stað lokaleiksins sem vinnur drottninguna gat hvítur mátað í tveim leikjum eftir 41. Hg7+ Kh6 42. Hh7#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur. Minnum á sum- arferðirnar okkar, eigum laus sæti, skráning og uppl. í síma 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13-16 „Sendu mér sólskin“, opin handa- vinnu- og listmunasýning, allir vel- komnir. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. wwwgerduberg.is Hraunbær 105 | Miðvikud. 24. maí verður farið á Akranes. Bjarnfríður Leósdóttir tekur á móti okkur, sýnir okkur bæinn sinn og segir okkur sögu hans. Að því loknu förum við í safnahverfið skoðum söfnin og drekkum kaffi. Lagt af stað frá Hraunbæ kl. 13.30. Verð kr. 1.800. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888. Hraunsel | Handverkssýning kl. 13- 17. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, mánudag, er ganga kl. 10, frá Graf- arvogskirkju. Seljahlíð | Sýning á handverki heim- ilismanna í Seljahlíð verður dagana 21. og 22. maí. Opið frá kl. 13.30-17. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Hálfsdagsferð (með Hannesi bílstjóra) 22. maí kl. 13. Ekið um Hafnarfjörð og Bessastaðahrepp. Handverkssýning í félagsmiðstöðinni Hvassaleiti 56 skoðuð. Kaffiveitingar. Skráning í síma 535 2740.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.