Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 45 fylkingarinnar, hefur vísað átakastjórnmálum á bug og hvatt til samræðustjórnmála en vandinn virðist vera sá, að samræðurnar fara ekki fram vegna þess, að það er svo rík tilhneiging hjá frambjóðendum til að vera sammála eða a.m.k. ekki undirstrika ágreininginn. Tilraunir framsóknarmanna til að búa til orð- ið athafnastjórnmál, sem er léleg afbökun á orð- inu athafnaskáld, sem Matthías Johannessen bjó til yfir athafnamenn fyrri tíma, sem skópu mikið úr engu, hefur farið út um þúfur. Það lítur enginn svo á, að framsóknarmenn séu meiri framkvæmdamenn í stjórnmálum en aðrir, þótt þeir hafi beitt sér fyrir byggingu Kárahnjúka- virkjunar. Vandi Framsóknarflokksins er al- mennt sá, að of margir líta svo á, að Framsókn- arflokkurinn sé orðinn lítill sérhagsmunahópur, sem skari eld að eigin köku dálítið í ætt við það, sem sagt var um Alþýðuflokkinn á sínum tíma. Lítill áhugi Það má sem sagt vel vera, að daufleg kosn- ingabarátta nú sé hluti af stærri mynd og að við eigum eftir að upplifa það á næsta ári, þegar þingkosningar fara fram og á næstu árum að minni áhugi verði hjá almenningi á stjórnmálum en verið hefur. Yfirleitt hefur kosningaþátttaka verið mikil á Íslandi en ef það er rétt, að áhugi á þjóðmálum sé minnkandi er hætta á því að kosningaþátt- taka verði minni en ella. Og þá er lýðræðið í hættu. Lýðræðið þrífst á miklum áhuga almenn- ings á málefnum líðandi stundar og mikilli kosn- ingaþátttöku. Kannski eru þetta ástæðulausar áhyggjur. Þátttaka í prófkjörum hefur verið mikil, sem bendir til umtalsverðs áhuga al- mennings. Það má líka færa rök fyrir því sjónarmiði, að nú ríki eðlilegt ástand fyrir kosningar. Hama- gangurinn hér áður fyrr, þegar allt fór á annan endann síðustu vikur fyrir kosningar hafi verið óeðlilegur. Nú séum við í fyrsta sinn að kynnast „normal“ ástandi. Morgunblaðið hefur í bráðum áratug lýst þeirri skoðun, að það sé tímabært að þróa full- trúalýðræðið áfram til beins lýðræðis og fela borgurunum það vald að taka ákvarðanir í ein- stökum málum í beinum kosningum. Í einstaka tilvikum hefur þetta verið gert og reynzt vel til þess að leysa erfið deilumál. Í slíkum kosning- um er tekin bein afstaða til tiltekins álitaefnis. Kjósendur verða að gera upp hug sinn. Það má vel vera, að kosningar um einstök mál geti vakið upp meiri áhuga hjá kjósendum. Yfirleitt hafa umræður í almennum kosningum, hvort sem er til þings eða sveitarstjórna, beinzt í ákveðinn farveg að lokum, þannig að valkostir í tveimur til þremur málum hafi verið nokkuð skýrir. Svo virðist ekki vera að þessu sinni. Það er ómögu- legt að átta sig á um hvað kosningarnar til borg- arstjórnar Reykjavíkur snúast núna. Um hvað snúast þær? Í orði kveðnu taka stjórnmálamenn jákvætt í hugmyndir um beint lýðræði en í raun virðast þeir hafa lítinn áhuga á þeim. Þó standa sveit- arstjórnarmenn frammi fyrir erfiðari ákvörð- unum nú en fyrr á tíð. Sveitarstjórnir eru byrj- aðar að úthluta miklum verðmætum í sambandi við landnotkun, sem þær virðast eiga erfitt með að ná tökum á hvernig bezt verði gert. Lóðir eru orðnar miklu verðmætari en þær voru og hvað eftir annað koma upp ásakanir um annarleg sjónarmið í því sambandi. Nú dettur engum í hug, að úthluta eigi ein- stökum lóðum í beinum atkvæðagreiðslum en það blasir við að stærri ákvarðanir í skipulags- málum á að taka í beinum kosningum íbúa við- komandi sveitarfélags og í þeim stærri ákvörð- unum er oft höggvið á hnúta, sem snúast um mikla sérhagsmuni. Það getur enginn gagnrýnt sveitarstjórn fyrir ákvarðanir, sem íbúarnir sjálfir hafa tekið. Umræður um beint lýðræði hafa að sjálf- sögðu ekki farið fram í kosningabaráttunni nú frekar en áður og auðvitað getur hver sveit- arstjórn ákveðið hverju sinni að láta fara fram atkvæðagreiðslu innan sveitarfélagsins um til- tekin mál. En augljós áhugi almennings á að svo verði gert þarf til að koma til þess að hvetja sveitarstjórnarmenn áfram á þessari braut. Um hvað verður kosið? Kannski snúast kosn- ingarnar á laugardag- inn kemur einfaldlega um það, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn endurheimti meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Sjálfstæðismenn hafa að vísu ekki haldið því mjög á lofti. En þeg- ar að öllu er hugað er þetta auðvitað grundvall- aratriðið í kosningunum. Í annan stað má segja, þegar horft er yfir sveitarstjórnir á landsvísu, að þessar kosningar snúist að verulegu leyti um það, hvaða árangri Framsóknarflokkurinn nær. Ekki vegna þess, að það skipti öllu máli í einstökum sveitarstjórn- um heldur vegna hins að kosningarnar geta gef- ið til kynna hver staða Framsóknarflokksins er á landsvísu. Framsóknarflokkurinn hefur þróazt í að verða tiltölulega lítill flokkur með lykilstöðu í stjórnmálum. Að sumu leyti eins og Frjálsir demókratar hafa verið í Þýzkalandi. Verði Framsóknarflokkurinn fyrir áfalli í kosn- ingunum getur tvennt gerzt. Annars vegar að hann horfi í aðrar áttir um meirihlutasamstarf í sveitarstjórnum en hann hefur gert og hins veg- ar að flokkurinn endurmeti stöðu sína á lands- vísu, eins og oddviti flokksins í Reykjavík hefur raunar gefið í skyn á heimasíðu sinni. Ef telja má, að einhver stórpólitík komi við sögu í þessum kosningum snýst hún sennilega um þetta tvennt. Og einhverjir munu lesa í út- komu Samfylkingarinnar einhverjar niðurstöð- ur um hversu farsæl Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hafi verið á fyrsta ári sínu sem formaður þess flokks. Þessi grundvallaratriði hafa heldur ekki verið mikið rædd í kosningabaráttunni. Líkurnar á því að reykvískir kjósendur telji tímabært að skipta um húsbændur í Ráðhúsinu eru töluverð- ar ef marka má síðustu skoðanakannanir. En stóra spurningin er kannski sú, hvort það sama komi upp í þingkosningunum að ári liðnu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti En svo getur ástæð- an fyrir þessari deyfð verið allt önn- ur. Það er alveg ljóst, að fæstir þeirra flokka, sem bjóða fram til borg- arstjórnar, hafa áhuga á að draga fram skarpari línur í kosningabarátt- unni. Svo virðist, sem fáir þeirra, sem eru í framboði hafi áhuga á eða telji það hagsmuni sína eða síns flokks að skerpa átakalín- urnar. Laugardagur 20. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.