Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali STÓR SUMARHÚSALÓÐ Á ÞINGVÖLLUM SUMARBÚSTAÐIR Vorum að fá í einkasölu 10 þús. fm sumarbústaðarlóð á eftirsóttum stað á Þingvöllum. Glæsilegt útsýni og gott aðgengi að vatninu. Heimilt er að byggja sumarhús sem yrði 150 fm að grunnfleti auk 30 fm gestahúss. Verð 17,0 millj. SÆLUREITUR VIÐ VATNASKÓG - HEILSÁRSHÚS Mjög fallegur og vel viðhaldinn 46 fm sumarbústaður í landi Svarfhóls, Svínadal, Strandahreppi. Landið liggur norðanvert við Brennifell og að vestari hluta Vatnaskógar. Bústaðurinn stendur á mjög skjólsælum og grónum stað. Bústaðurinn skiptist m.a. í stofu, eldhús, snyrtingu og þrjú herbergi. Auk þess er svefnloft. Allar húsbúnaður fylgir. Inntökugjald fyrir hitaveitu hefur verið greitt. Stutt er í golf, sundlaug og veiði. Nánari upplýsingar í síma 863 3885 eða á skrifstofu Eignamiðlunar. Verð 10,8 millj. KRÓKSFJARÐARNES - SUMARHÚS Timburhús byggt 1995. Húsið er lítið og snoturt og skiptist í alrými með kojum og eldhúskrók, snyrting, lítið svefnherbergi. Eignarlóð u.þ.b. 1.415 fm. Stórfenglegt útsýni. Að sögn eiganda er rotþró, rafmagn, kalt vatn og heitt vatn sem er með forhitun sem samið er um eitt ár í senn við húseiganda/nágranna. SUMARHÚS VIÐ ÁRBAKKANN Mjög vel staðsettur bústaður rétt við Syðri-Reyki í Biskupstungum. Húsið er 45 fm að grunnfleti. Pallur er allan hringinn í kringum húsið. Silungsveiðiá er u.þ.b. 25 metra frá húsinu og mjög fallegt útsýni er til fjalla. Kalt vatn, hitakútur og rafmagn er í húsinu. Stutt er í golfvelli og sundlaugar. HÚSAFELL - SUMARHÚS Til sölu þrjú falleg 47 fm sumarhús, rétt við sundlaugina í Húsafelli. Húsin eru öll með góðri verönd og umlukin trjágróðri. Húsin skiptast í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Gott svefnloft er yfir bústaðnum. Hraunhamar kynnir nýtt og fallegt 338,4 fm EINBÝLI (291,5 fm) á tveimur hæðum, ásamt BÍLSKÚR (46,9 fm), á góðum stað í Vallarhverfinu í Hafnarfirði. Húsið skilast fullbúið að utan, steinað með marmarasalla í ljósum lit. Lóð grófjöfnuð. Að innan skilast húsið fokhelt eða lengra komið ef vill. 12 volta lýsing er í öllu húsinu, þ.e. gert ráð fyrir halógenlýsingu í öllu húsinu. Upptekin loft á allri efri hæðinni. Síma-, sjónvarps- og tölvutengi í öllum herbergjum. Mjög stórar vinkilsvalir, 35 - 40 fm, þ.e. í tvær áttir. Frábært hús á góðum stað. Hægt er að útbúa tvær íbúðir í húsinu. Verð 46 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Fífuvellir 2 Hf. Glæsilegt einbýli Magnús Emilsson löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Leitum að fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð eða í kjallara á 104 svæðinu, helst í tví- eða þríbýli. Þarf að hafa sérinngang og vera mikið sér. Upplýsingar gefur Ægir á skrifstofu. VANTAR - VANTAR UPPLÝST hefur verið að komið hafi verið á fót samræmdri tölvu- skráningu á vegum Landspít- alans þar sem skráðar eru allar upplýsingar um sjúkrasögu aðila. Skráning þessi virðist hafa farið fram án þess að krafa væri um að upplýsingar væru dulkóðaðar eins og krafist var af Íslenskri erfðagreiningu fyrir nokkrum ár- um varðandi fyrirhugaðan gagna- grunn félagsins. Þá var yfirgang- ur nýstofnaðrar stjórnsýslu- stofnunar, svokölluð Persónu- vernd, með alls konar athuga- semdir varðandi hugsanlega möguleika á aðgengi óviðkomandi aðila að viðkvæmum upplýs- ingum. Nú bregður svo við að gagna- grunnur hefur verið útbúinn fyrir Landspítalann og fylltur af upp- lýsingum um enn þá viðkvæmari upplýsingar en áður þekktust og þá sefur Persónuvernd þyrnirós- arsvefni og skiptir sér ekki af neinu eftir að hafa eyðilagt eða gert illkleift fyrir Íslenska erfða- greiningu að koma upp sínum gagnagrunni. Er full ástæða til þess að rannsókn fari fram á starfsemi Persónuverndar og upp- lýst verði hvers konar sýnd- arstarfsemi fer þar fram sem virð- ist aðeins eiga að þjóna hagsmunum útvaldra aðila innan þjóðfélagsins. Upplýst var að aðgengi að um- ræddum gagnagrunni væri opið hverjum sem hefði áhuga á að hnýsast í upplýsingar sem þar væru geymdar. Því er spurt: 1. Var umræddur gagnagrunnur Landspítalans samþykktur af svo- nefndri Persónuvernd og var gefið leyfi fyrir aðgengi forvitinna aðila eins og fram hefur komið í frétt- um varðandi umræddan gagna- grunn og upplýsingar sem geymd- ar eru þar? 2. Er ekki fyllsta ástæða til þess að gengið verði í það að eyða um- ræddum gagnagrunni og upplýs- ingum sem þar eru geymdar svo þær valdi ekki meiri skaða en þeg- ar er orðið? 3. Var gerð krafa af hálfu Per- sónuverndar um að þörf væri á staðfestu samþykki þeirra aðila sem upplýsingar eru skráðar um í umræddan gagnagrunn Landspít- alans? 4. Eru upplýsingar er varða sjúkrasögu einstaklinga eign við- komandi læknis eða heilsugæslu- stofnunar (sjúkrahúss) eða eru þær eign sjúklingsins? Er skorað á læknastéttina að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi þann subbuskap sem upp er kominn um umræddan gagna- grunn og sýna í verki að hin margrómaða þagnarskylda lækna gagnvart upplýsingum um heilsu- far sjúklinga sé annað en vind- belgingur í nösum þeirra. Persónuvernd sem stofnun virð- ist ekki vera starfinu vaxin eða gagngert sett á stofn til þess að fela fyrir almenningi hinn raun- verulega tilgang með flæði upplýs- inga í þjóðfélaginu. Flæði upplýs- inga til að þjóna annarlegum hagsmunum fárra útvaldra ein- staklinga í þjóðfélaginu. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Rauðagerði 39, Reykjavík. Heiðarleiki eða óheiðarleiki heilsugæslustarfsfólks Frá Kristjáni Guðmundssyni VAR allt í lagi að skilja þau sem vinna í eldhúsum, þvottahúsum og ræstingu eftir í klafa fátæktar? Ég segi nei. Þessi störf eru mestu erf- iðisstörfin sem eru unnin á sjúkra- húsum og hjúkrunarheimilum. Þau laun sem eru í boði fyrir það fólk sem vinnur þessi störf lýsa siðblindu og mannfyrirlitningu. Þessum kjör- um þarf að breyta og það strax. Ég tel að við sem vinnum í þessum geira verðum að vakna og gera þær kröfur að launin okkar séu ekki við fátækramörk. Blaðagrein sem Að- alsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, skrifaði gaf okkur innsýn í hvernig hlutirnir eiga ekki að vera því að launað fólk á betra skilið. Við sjálf verðum að krefja stéttarfélög okkar um að bera virðingu fyrir kjörum okkar. Það á að vera krafa okkar að geta lifað mannsæmandi lífi í einu ríkasta landi í heimi. Okkar líf á ekki að vera þannig að við borðum, vinnum og sofum og höfum ekki efni á að taka þátt í neinu öðru vegna lágra launa. Ég tel að við verðum að sjá til þess að opn- unarákvæði í kjarasamningum okk- ar verði virt svo við sitjum ekki eftir í því launaskriði sem hefur átt sér stað. Látum ekki bjóða okkur samn- ing til fjögurra ára í landi allsnægta því það má ekki eiga sér stað að stór hópur sitji eftir og horfi á aðra njóta allsnægta eins og staðan er í dag. Nú segjum við nei takk. Við og börnin okkar þurfum líka að fá lífsviðurværi til að geta tekið þátt í því sem eitt ríkasta land í heimi hefur upp á að bjóða. Það eiga ekki bara nokkrir að sitja við það allsnægtaborð. Látum fólk aldrei aftur þurfa að beita setuverkföllum vegna þess að það sér ekki aðra leið til að sjá sér farborða. Til að gert verði betur í okkar kjörum verðum við að senda skýr skilaboð um hvað við viljum og hvað við viljum ekki. Stöndum saman svo að Ísland geti verið það land sem útrýmir fátækt því við höfum efni á því. Hag- fræðilegir útreikningar mega ekki setja hóp fólks í klafa fátæktar, það viljum við ekki. Tökum þátt og ger- um betur. Eigið ánægjulegt sumar. GUÐRÚN HLÍN ADOLFSDÓTTIR, Birkigrund 68, Kópavogi. Lág laun lýsa siðblindu og mannfyrirlitningu Frá Guðrúnu Hlín Adolfsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.