Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 38
38 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Síðumúla 3 • sími 553 7355
Stærri verslun – enn meira úrval
Sundföt frá
• Bikinihaldara m. spöng
• Bikinihaldara m. fylltum
skálum
• Bikinihaldara án spanga
• Tankini-bolir m. spöng
• Tankini-bolir án spanga
• Boxer buxur
• Háar buxur
• Lágar buxur
• Sundbolir m. spöng
• Sundbolir án spanga
• Sundbolir m. spöng og
aðhaldi
Veldu sundföt sem
hæfa þínum líkama
Bikinisett - tankinisett - sundbolir yfir 50 samsetningar
Bjóðum skálastærðir: A/B, C/D, DD/E, F/FF.
Þú velur sett í því sniði, stærð og
línu sem þér líkar best.
• Mittisslæður
• Hörpils
• Hörmussur
• Sandalar
Sumaropnun: Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Ný sending af
kvenfatnaði frá
Frábært úrval af undirfötum
Fyrir nokkrum árum upplýstiskrifari, að um og yfir fjór-ar milljónir gesta kæmu ár-lega á Louvre-safnið í París
og vildu sumir ekki trúa því. En
frétt hér í blaðinu hermdi nýlega
frá því að vel yfir sjö milljónir
hefðu heimsótt safnið á síðasta ári
og lætur nærri að aðsóknin hafi
tvöfaldast á tímabilinu og þótti hún
í ljósi biðraða þó nóg fyrir! Þá vís-
aði ég einneginn til þess nú í árs-
byrjun, að íslenskum málara sem
gerði sér ferð til Parísar yfir hátíð-
irnar og hugðist skoða söfnin í ró
og næði hefði blöskrað mannhafið á
þeim, samanburður nærtækur því
hann hafði margsinnis komið til
borgarinnar á öðrum árstímum.
Sama sagan um aðrar mikilsháttar
sýningarhallir í borginni, alls stað-
ar þéttpakkað innan dyra og yf-
irleitt biðraðir utan þeirra. Mál-
aranum nóg boðið en ljósi
punkturinn þótti honum sú til-
breyting, að andstætt öðrum árs-
tímum, hvað þá sumarmánuðunum,
var yfirgnæfandi meirihluti gest-
anna innlendur. Minni hér einnig á
aðsóknarsprengjuna á Nýja þjóð-
listasafnið í Berlín þá farandsýn-
ingin Guggenheim, New York, gisti
það, og þar í borg þurfa menn ekki
að kvarta yfir aðsókn á stærri sýn-
ingarviðburði né listasöfnin. Fullt
út úr dyrum ef um athyglisverðar
framkvæmdir er að ræða.
Flytjum við okkur þarnæst yfirhafið og til New York. Þarvarð ég í lok maímánaðar fyr-
ir tveimur árum vitni að gríðarlegri
aðsókn að Metropolitan-safninu
sem og Gyðingasafninu í nágrenn-
inu, hvar nýopnuð var yfirlitssýn-
ing á verkum Amedeo Modigliani.
Þá var prýðileg aðsókn í bráða-
birgðahúsnæði MoMA í pakkhúsi
lengst á Queens og heljarinnar bið-
röð kringum Whitney-safnið. Hvað
Metropolitan snertir eru þó nokkur
ár síðan Phillippe Montbello, for-
stöðumaður safnsins, gat í fyrsta
skipti í langri sögu þess tilkynnt
hagnað á ársgrundvelli. Þóttu mikil
tíðindi um risasafn þar sem ekkert
er til sparað, og seint trúi ég að að-
sókn inn á það sé miklu minni en á
Louvre. Hvað beinan arð varðandi
þessi risasöfn snertir er hann
grannt skoðað aðeins toppurinn á
ísjakanum, því hinn óbeini er
margfaldur, til að mynda í formi
samgöngutækja, hótelgistinga,
veitingarekstrar og ótal annars,
gæti alveg giskað á hundraðfaldan.
Mál málanna að hús og umhverfi
sem gefa lífinu lit frambera ósjálf-
rátt beinharðan hagnað og þarf
hvorki reiknivélar né reglustikur til
að skjóta stoðum undir þá fullyrð-
ingu.
Andstætt þessu les ég að menn
hafi miklar hyggjur af minnkandi
aðsókn á söfn í London og Kaup-
mannahöfn, að ýmsum mikilsverð-
um sérsýningum undanskildum.
Samanburðurinn athyglisverður í
ljósi þess að gestir verða að borga
inn á söfnin í fyrrnefndu borgunum
og þar ekkert gefið, en frjáls að-
gangur að þeim síðarnefndu.
Reynslan segir að aðsókn aukist
fyrst í stað þegar aðgangseyrir er
felldur niður, jafnvel eitt til tvö ár,
en ládeyðutímabil taki síðan við og
lenti ég í slíku síðast þegar ég var í
London. Helst áberandi á Tate
Millbank, en einnig hefur hún
minnkað á Tate Bankside, hins
vegar mikil aðsókn á sérsýningar á
báðum stöðunum, en inn á þær
verða allir að borga. Af þessu má
draga þá ályktun að fólk komi þeg-
ar það telur sig hafa ávinning af
því, lætur síður handstýra sér inn á
söfnin og þá fræðilegu úttekt sem
þar kann að eiga sér stað og er
bergmál stefnumótunar voldugra
listhúsa og listpáfa hverju sinni.
Nærtækt dæmi er hið margfræga
safn Arken í Ishøj, í nágrenni
Kaupmannahafnar, en breytt og
víðsýnni sýningarstefna hefur stór-
aukið aðstreymi fólks inn á það
undanfarin misseri.
Nú skal enginn álykta sem svo,
að ég sé með áróður gegn fríum að-
gangi að Listasafni Íslands næstu
þrjú árin, þvert á móti tel ég til-
raunina hina virðingarverðustu,
einkum í ljósi þess hve fáir inn-
lendir hafa dags daglega látið sjá
sig í sölunum á undangengnum ár-
um. Hins vegar má vera alveg ljóst
að það er ekki aðgangseyririnn
sem hefur úrslitaþýðingu um að-
sókn á söfn hér né erlendis heldur
sjálf sýningarstefnan. Áhugi hins
menningarsinnaðari hluta almenn-
ings sem hefur vitaskuld sínar mót-
uðu skoðanir á gangi mála. Fátt
varhugaverðara en að forsmá og
koma fram með hroka og yfirlæti
að þessari hrygglengju myndlist-
arinnar og hvergi afdrifaríkara en í
fámennum og einöngruðum þjóð-
félögum hvar upplýsingastreymi
fjölmiðla er frumstætt, hlutdrægt
og fábrotið, gild og opin samræða í
skötulíki.
Nýverið beindi ég spjótummínum að Sambandi ís-lenskra myndlistarmanna
og lagði ríka áherslu á mannrétt-
indi myndlistarmanna. Einkum
mikilvægi þess að þeir kæmust til
vinnu sinnar og sætu við sama borð
og aðrir þjóðfélagsþegnar hliðstætt
því sem gerist annars staðar á
Norðurlöndum. Leyfði mér að
gagnrýna stefnumörk sem leggja
meiri áherslu á útrás fámenns
kjarna í anda þeirrar frægðar- og
alþjóðahyggju sem undanfarið hef-
ur riðið húsum en að listamenn fái
notið sín á heimavelli hvar lýðræði,
skilvirkni og gagnsæi ber að vera í
fyrirrúmi. Hér þurfti ég einskis að
spyrja enda öllum hnútum kunn-
ugur, en skotið sem ég fékk litlu
seinna frá formanni sambandsins
einkenndist af dylgjum, persónu-
meiðingum, útúrsnúningum og bulli
um atriði sem engan veginn voru á
dagskrá. Litlu seinna speglaðist
„lýðræðisástin“ einkar vel í þeim
ámælisverða verknaði að setja
skrifið í tölvupóst til félagsmanna
sem að stórum hluta munu ekki
Líf og lífsháski á listavettvangi
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
Morgunblaðið/ Einar Falur
Árleg aðsókn að Louvre-safninu París hefur nær tvöfaldast á nokkrum árum og er farin að nálgast 8 milljónir! Fólk frá öllum heimshornum streymir einnig á
MoMA- og Metropolitan-safnið í New York. Vel að merkja eru Frakkar og Bandaríkjamenn fremstir þjóða í þeirri grein að lyfta undir eigin ímynd, rækta sinn garð.