Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÆTTINGJAR Matthildar Harðar- dóttur og Friðriks Hermannssonar afhentu í gærdag Sævari Gunnars- syni, formanni Sjómannasambands Íslands (SSÍ), og Hólmgeiri Jóns- syni framkvæmdastjóra áskorun þess efnis að Jónas Garðarsson verði settur úr stöðu formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur (SR), gjaldkera SSÍ, sem og öðrum nefndum er hann situr í á vegum SSÍ og SR. Segir í áskoruninni að samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá sl. þriðjudegi hafi Jónas verið fund- inn sekur um manndráp af gáleysi sökum vanrækslu, sem fól í sér stórfelld brot á siglingalögum og al- mennum hegningarlögum, og beri hann óskoraða ábyrgð á dauða tveggja einstaklinga. „Við [ættingjar Matthildar og Friðriks] gerum okkur ljóst að Sjó- mannasamband Íslands getur eigi beitt sér í innanbúðarmálum aðild- arfélaga sinna, í þessu tilviki Sjó- mannafélags Reykjavíkur, en vænt- um þess að viðtakendur þessa skjals sjái að hagsmunir sjómanna og sjómannafélaga í heild sinni eru ekki vel varðir með dæmdan saka- mann í fararbroddi hjá Sjómanna- félagi Reykjavíkur,“ segir m.a. í áskoruninni og er vísað í lög SSÍ þar sem segir að sambandinu beri að efla hagsmunabaráttu sjómanna- félaga. Sævar Gunnarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að málið yrði kynnt stjórn sambandsins og skoð- að í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um það að svo stöddu. Standa við bakið á Jónasi Ekki verður krafist afsagnar Jón- asar Garðarssonar sem formanns Sjómannafélags Reykjavíkur (SR) þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur til þriggja ára fangelsis- vistar fyrir manndráp af gáleysi í héraðsdómi Reykjavíkur sl. þriðju- dag. „Það kemur ekki til greina að setja Jónas úr embætti, ekki af okk- ar hálfu,“ segir Birgir Hólm Björg- vinsson, stjórnarmaður í SR. „Jónas er fínn drengur og góður formaður og við lítum á þetta sem hörmulegt slys.“ Jónas var m.a. sakfelldur fyrir einkar ófyrirleitin brot á almennum skipstjórnarskyldum, sem leiddu til dauða tveggja einstaklinga og stór- felldra líkamsmeiðinga eiginkonu hans. Segir í niðurstöðu héraðs- dóms að óhjákvæmilegt sé til þess að líta að Jónas hafi ekki aðeins siglt skemmtibát sínum af skerinu, sem hann strandaði á, heldur einnig gert sig sekan um það óskaplega til- tæki að bera af sér sakir og reyna að koma ábyrgð yfir á þá sem létust í sjóslysinu af hans völdum. Þrátt fyrir það segir Birgir Hólm með ólíkindum að Jónas hafi hlotið jafn- þungan dóm og raun ber vitni – en hann er sá þyngsti sem fallið hefur í sambærilegu máli. „Manni finnst hann bara svo óréttlátur þessi dóm- ur. Hann ber fulla ábyrgð og allir bjuggust við dómi en ekki þessu, kannski skilorðsbundnum dómi,“ segir Birgir sem reiknar með að dóminum verði áfrýjað til Hæsta- réttar. Verði dómurinn staðfestur þar mun málið verða skoðað af stjórninni en þangað til getur Jónas setið sem formaður. „Ég er búinn að ræða þetta við flesta stjórnar- menn og við stöndum allir við bakið á Jónasi. Manni finnst nóg um að þurfa að bera þessa byrði til ævi- loka, að hafa lent í þessu, en að það þurfi ekki að taka hann af lífi líka.“ Jónas Garðarsson verði ekki lengur formaður Sjómannafélags Reykjavíkur Hagsmunir sjómanna í húfi Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ættingjar Matthildar Harðardóttur og Friðriks Hermannssonar afhenda Sævari Gunnarssyni, formanni Sjó- mannasambands Íslands, og Hólmgeiri Jónssyni, framkvæmdastjóra SSÍ, áskorunina í gærdag. BJÖRN Guðbrands- son, barnalæknir, lést í gærmorgun á hjúkr- unarheimilinu Drop- laugarstöðum, 89 ára að aldri. Björn fæddist 9. febrúar árið 1917 í Viðvík í Skagafjarðar- sýslu. Foreldrar hans voru Guðbrandur Björnsson, prófastur, og Guðfinna Jensdótt- ir, húsfreyja. Björn lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1938, og kandídats- prófi í læknisfræði við Háskóla Ís- lands árið 1945. Hann fluttist síðan til Bandaríkjanna þar sem hann lagði stund á nám í barnalækn- ingum. Að framhaldsnámi loknu starfaði Björn á ýmsum sjúkra- húsum í Bandaríkj- unum, auk þess að starfa í Japan og Ví- etnam. Eftir að Björn sneri heim starfaði hann sem læknir í Reykjavík frá árinu 1954 til 1995, samhliða því að vera yfirlæknir barnadeildar Landa- kotsspítala á árunum 1959 til 1970. Björn stofnaði Fuglaverndarfélag Íslands og vann mik- ið brautryðjendastarf í fugla- og dýravernd. Björn hlaut fjölda viðurkenninga um ævina, meðal annars riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Björn lætur eftir sig eiginkonu og sex uppkomin börn. Andlát BJÖRN GUÐBRANDSSON Á SÍÐASTA bæjarstjórnarfundi Siglufjarðarkaupstaðar, sem haldinn var í gær, var samhljóða samþykkt að veita annars vegar eina milljón króna í styrk til Þjóðlagasetursins í Siglu- firði og hins vegar eina milljón króna í styrk til Siglufjarðarkirkju. „Þarna var um að ræða sérstakan hátíð- arfund þar sem þetta var okkar síð- asti fundur, sem er auðvitað nokkuð merkur áfangi,“ segir Ólafur Haukur Kárason, formaður bæjarráðs Siglu- fjarðar, en Siglufjarðarkaupstaður sameinaðist sem kunnugt er Ólafs- fjarðarbæ og heitir sameinað sveitar- félag hér eftir Fjallabyggð. „Okkur fannst á þessum tímamót- um við hæfi að minnast stofnanda bæjarins, séra Bjarna Þorsteins- sonar, og þar sem stendur fyrir dyr- um að opna hér Þjóðlagasetur séra Bjarna nú í júlíbyrjun þá ákváðum við að veita því eina milljón króna í styrk til að standa að veglegri opnun á setrinu og markaðssetningu á því,“ segir Ólafur og tekur fram að miklar væntingar séu bundnar við að Þjóð- lagasetrið muni draga fjölda gesta í bæinn, jafnt ferðafólk sem fræði- menn. Að sögn Ólafs þótti einnig við hæfi að veita styrk til Siglufjarðarkirkju, sem var kirkja séra Bjarna, til að standa að endurbótum á kirkjunni vegna 75 ára afmælis hennar á næsta ári. Þess má að lokum geta að fyrsti bæjarstjórnarfundur Fjallabyggðar er boðaður 14. júní nk. í Ólafsfirði. Þjóðlagasetrið í Siglufirði fékk milljón króna styrk Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson Bæjarstjórn Siglufjarðar fundaði í síðasta sinn í gær og var það sérstakur hátíðarfundur. Ólafur Haukur Kárason, formaður bæjarráðs, Guðný Páls- dóttir, forseti bæjarstjórnar, og Runólfur Birgisson bæjarstjóri. SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ er með í skoðun erindi er varðar einkarétt Sýnar á útsendingum frá Heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu og er að vænta afstöðu stofnunarinnar fyrr en seinna, en ekki er hægt að tímasetja það ná- kvæmlega að svo komnu, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Heims- meistarakeppnin hefst í dag. Páll Gunnar sagði að í erindinu væri meðal annars óskað eftir ákvörðun til bráðabirgða, sem væri ein af þeim heimildum sem stofn- unin hefði. „Við þurfum að taka af- stöðu til hennar að minnsta kosti eins fljótt og auðið er. Hvort það verður á morgun (í dag) eða strax í framhaldinu get ég ekki fullyrt á þessu stigi,“ sagði Páll Gunnar. Erindið til Samkeppniseftirlitsins byggist á 11. gr. samkeppnislaga sem lýtur að misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu. Um er að ræða meðal annars verðlagningu á kaupum á útsend- ingunni og hugsanlega samtvinnun við aðra þjónustu í boði Sýnar. „Við erum að afla gagna og sjón- armiða og það mun koma í ljós inn- an fárra daga í hvaða farveg málið fer,“ sagði Páll Gunnar ennfremur. Þá hefur Neytendastofa óskað eftir upplýsingum frá 365 ljósvaka- miðlum um það hvort og þá hvernig þeir hyggist koma til móts við neyt- endur sem keypt hafi áskriftir að erlendum sjónvarpsstöðvum þar sem hluti útsendinga sé stöðvaður vegna þarlendra útsendinga frá HM. Skoða verð- lagningu útsendinga frá HM TRUFLANIR urðu á flugumferð víða á Norðurlöndunum í gær. Á Arlandaflugvelli í Stokkhólmi bil- aði ratsjá og olli bilunin því að öll flugumferð stöðvaðist á Arlanda og öllum flugvöllum norðan við Jönköping, sem þýddi m.a. að flug- vél Icelandair gat ekki lent þar í gærmorgun. Í Noregi leiddu for- föll flugumferðarstjóra í flug- stjórnarmiðstöðinni í Bodø til mik- illa seinkana á áætlunarflugi. Á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn byrjuðu starfsmenn öryggisþjón- ustu vallarins daginn óvænt á því að halda félagsfund í gærmorgun og olli það því að flugáætlanir röskuðust. Truflun á flugumferð á Norðurlöndum FJÁRFESTINGARBANKINN Morgan Stanley segir í nýrri skýrslu, sem ber fyrirsögnina: Þekking á Íslendingunum hefur aukist, að kauptækifæri séu í skuldabréfum íslensku bankanna, bæði skuldabréfum með breytileg- um vöxtum og einnig í svonefndum greiðsluhæfisskiptasamningum. Í skýrslunni segir að þegar mats- fyrirtækið Fitch hafi breytt útliti fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugu í neikvætt í febrúar síð- astliðnum hafi allt farið á annan endann og íslensku bankarnir hafi lent í miklum vandræðum á erlend- um fjármagnsmörkuðum. Það sé hins vegar til marks um hve þekk- ing markaðanna hafi aukist, að frekar lítil viðbrögð hafi orðið við samskonar tilkynningu Standard & Poor’s í byrjun vikunnar, sem þó hafi verið óvænt. Þannig hafi ávöxt- unarkrafan á skuldabréf bankanna aðeins hækkað um 0,05 prósentu- stig frá tilkynningu Standard & Po- or’s, sem sé mjög hófstillt enda hafi tilkynningin ekki tengst bönkunum beint. Segjast höfundar skýrslunnar telja, að þetta bendi til þess að markaðurinn hafi með ákveðnum hætti tekið bankana í sátt. Í skýrslunni segir að sú skoðun sé áfram uppi, að fjárfestingar í skuldabréfum íslensku bankanna séu áhættusamar en hægt sé að gera ráð fyrir því í verðlagningu. Bendir Morgan Stanley raunar á, að lítil áhætta sé samfara því að fjárfesta í greiðsluhæfisskiptasamn- ingum íslensku bankanna til fimm ára í ljósi mikilvægis bankanna á Íslandi. Kauptæki- færi í skulda- bréfum bankanna SKIPSTJÓRA- og stýrimanna- félagið Verðandi í Vestmanna- eyjum sendi í gærkvöldi frá sér ályktun, að loknum stjórnarfundi, þar sem skorað er á Jónas Garð- arsson að víkja úr trúnaðar- störfum fyrir sjómannafélög og samtök sjómanna. Félagið telur óviðunandi fyrir sjómenn að Jónas gegni trúnaðarstörfum fyrir þá í ljósi þess að hann hafi verið sak- felldur fyrir brot gegn ákvæðum siglingalaga og almennra hegning- arlaga. Vilja að Jónas víki ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.