Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 51 FRÉTTIR Gjábakkabrids Spilað var á sex borðum sl. föstu- dag í Gjábakka og fengu eftirtalin pör bestu skorina: Júlíus Guðm.s. - Oliver Kristóferss. 73 Magnús Halldórss. - Ólafur Ingvarss. 64 Helga Helgad. - Jóhannes Guðmannss. 63 Meðalskorin var 60. Þessi þátttaka er ekki næg til að halda uppi spilamennsku í sumar og fari sem fram horfir má búast við að spilamennskan falli alfarið niður til haustsins. Spilað er í Gjábakka í Kópavogi á föstudögum og hefst spilamennskan kl. 13.15. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 6. júní var spilað á 10 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Sæmundur Björns. - Magnús Halldórss. 257 Magnús Oddsson – Oddur Halldórsson 244 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófersson 233 A/V Haukur Guðmss. – Guðm. Bjarnason 247 Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 240 Björn Björnsson – Sigríður Gunnarsd. 235 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson MAMMA er nýtt þjónustufyrirtæki sem sér um sölu, uppsetningu og þjónustu á síma, interneti, heima- vörn og sjónvarpi fyrir heimilin í landinu. „Mamma selur ekki símtæki, tölvur eða sjónvörp, heldur áskrift að fyrrnefndri þjónustu. Sérfræðingar fara heim til þeirra sem fá sér áskrift með þann bún- að sem til þarf og tryggja að hann sé vel upp settur, rétt stilltur og skili sínu. Með tilkomu Mömmu er öll þjónusta vegna síma, internets, sjónvarps og örygg- istækja fáanleg á einum stað,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Mamma er í eigu Dagsbrúnar og mun til að byrja með einbeita sér að þjónustu og sölu á vörum og tækjabúnaði 365 ljósvakamiðla, Digital Íslands, Og Vodafone og Securitas. Dagsbrún stofnar Mömmu Morgunblaðið/Ásdís SAUTJÁNDA vísindaþing Félags ís- lenskra lyflækna verður haldið á Sel- fossi 9.–11. júní. Félag íslenskra lyf- lækna á 60 ára afmæli á þessu ári en það var stofnað 13. mars 1946. Meginþema þingsins er hjarta- og æðasjúkdómar og verða haldin tvö málþing um klínísk álitaefni á þessu sviði. Annars vegar verður fjallað um áhættu hjarta- og æðasjúkdóma í tengslum við töku bólgueyðandi gigt- arlyfja. Hins vegar um fyrsta valkost í lyfjameðferð háþrýstings og hvort tölvusneiðmyndun sé gagnleg nýjung við greiningu kransæðasjúkdóms. Tveir gestafyrirlestrar verða á þinginu; Þórarinn Guðjónsson, frumulíffræðingur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, og Stefan Lind- gren, prófessor í lyflæknisfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð og forseti Evrópusamtaka lyflækna. Einnig verður málþing um stöðu og framtíð lyflækninga á aðalsjúkrahúsi þjóðarinnar, Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Þá munu lyfjafyrirtæki standa fyrir kynningu á lyfjum sínum í tengslum við þingið. Þing Félags íslenskra lyflækna SAMAN-hópurinn hefur í ár ákveðið að leggja áherslu á að foreldrar útvegi ungmennum hvorki áfengi né aðstöðu til þess að neyta þess, svo sem með eftirlitslausum samkom- um í heimahúsum. Hópurinn er samstarfsvett- vangur sveitarfélaga, félaga- samtaka og stofnana um for- varnir og er áherslan lögð á að miðla upplýsingum til for- eldra ungmenna. Bergþóra Valsdóttir, sem situr í stjórn SAMAN-hóps- ins, bendir á að rannsóknir sýni að þau ungmennum sem er útvegað áfengi af ætt- mennum drekki meira en hin, auk þess sem um skýrt lög- brot sé að ræða. Hún telur einnig brýnt að foreldrar geri sér grein fyrir því að mik- ilvægt sé að þeir séu til stað- ar þegar ungmenni koma saman í heimahúsum. Átakið ber nú að vegna þess að mikil aukning er á neyslu áfengis á milli skóla- ára samkvæmt rannsóknum, sérstaklega hvað varðar þau ungmenni sem lokið hafa 10. bekk. „Þarna teljum við ástæðu til þess að minna for- eldra á að krakkarnir eru að eldast og þroskast og það á að slaka á taumnum en það á ekki að sleppa,“ segir Berg- þóra. Forvarnasjóður, Pokasjóð- ur, Íslandspóstur, Kópavogs- bær og Reykjavíkurborg standa að baki átakinu í ár. Foreldrar útvegi ung- mennum ekki áfengi Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður Baldvin Már Frederiksen málarameistari ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - M A L 32 66 3 0 5/ 20 06 „Áður en þú velur málninguna, sem þú ætlar að nota, skaltu athuga hvort hún sé gerð fyrir íslenskar aðstæður. Íslenskt veðurfar er gjörólíkt því sem menn eiga að venjast erlendis. Þess vegna nota ég alltaf útimálningu frá Málningu hf.“ Baldvin Már Frederiksen, málarameistari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.