Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Það var í fréttum í vikunni aðDalai Lama veitti Tinna sér-staka heiðursviðurkenn-
ingu. Tinni var ekki í slæmum fé-
lagsskap við hátíðlega athöfn sem
haldin var í Brussel fyrr í mán-
uðinum því við sama tækifæri veitti
Dalai Lama einnig viðurkenningu
Desmond Tutu erkibiskupi.
Fréttaskeyti tilgreina ekki ná-
kvæmlega hvers vegna Dalai Lama
ákvað að veita Tinna þennan mikla
heiður. Sagan af Tinna í Tíbet er
vissulega bráðskemmtileg og ef-
laust hin besta landkynning fyrir
Tíbeta: saga af vináttu Tinna og
kínverska piltsins Tsjang sem brot-
lendir í Himalajafjöllum. Tinni
leggur upp í mikla svaðilför til að
bjarga vini sínum og hittir meðal
annars fyrir tíbeska munka og er
hætt kominn þegar hann hittir
sjálfan snjómanninn, jeti.
Efni bókarinnar er á engan hátt
pólitískt, en hún kom fyrst út sama
ár og Dalai Lama flúði Tíbet, sem
hefur líkast til verið fyrir tilviljun.
Sennilegasta ástæðan fyrir því
að Dalai Lama veitir Tinna slíkan
heiður er nýlegar deilur sem urðu
um kínverska útgáfu bókarinnar
Tinni í Tíbet.
Tinni var ekki gefinn út á kín-versku fyrr en árið 2001, og
höfðu kínverskir aðdáendur unga
og knáa belgíska blaðamannsins og
heimshornaflakkarans aðeins get-
að lesið um ævintýri hans í ólögleg-
um sjóræningjaafritum. Sögurnar
hafa verið prentaðar í groddaleg-
um svart-hvítum útgáfum frá 1980
og eru í dag eftirsóttar af söfn-
urum.
Alltént fengu Kínverjar ekki að
lesa um ævintýri Tinna í löglegum
útgáfum fyrr en fyrir fimm árum
En þá kom babb í bátinn: sagan
fræga af ævintýrum Tinna í Tíbet
hafði fengið nýtt heiti: „Tinni í kín-
verska Tíbet“.
Lagfæringarnar á titlinum voru
vitaskuld til þess gerðar að ekki
færi milli mála að Kína lítur á Tíb-
et sem kínverskt landsvæði.
Útgáfufyrirtæki Tinna í Kína
hefur líka ákveðið að gefa ekki út
fyrstu Tinnabókina, Tinni í Sov-
étríkjunum, þar sem hún þykir
vera full and-kommúnísk í efn-
istökum. (Ég er ekki frá því að
Tinni í Sovétríkjunum hafi ekki
heldur komið út hér á landi, þó
vafalaust séu ástæðurnar ekki þær
sömu. Þeir hjá Fjölva eru líklega
ekki í slagtogi með Kínverjum, og
sögðu mér líka, þegar ég sló á
þráðinn, að bókin kæmi út á næsta
ári).
Eins og við var að búast kunnuaðstandendur Tinna í Belgíu
ekki við þessa óvæntu viðbót í titli
bókarinnar, og sýndu „sterk við-
brögð“ eins og formaður belgíska
útgáfufélagsins komst að orði.
Og viti menn – kínversku rit-
skoðararnir lúffuðu, og kemur
Tinni eftirleiðis út með uppruna-
legum titli. Eins og svo oft áður
sigrast Tinni á ótrúlegustu hindr-
unum.
’En þá kom babb í bát-inn: sagan fræga af ævin-
týrum Tinna í Tíbet hafði
fengið nýtt heiti: „Tinni
í kínverska Tíbet.“‘
Tinni lendir í skemmtilegum og spennandi ævintýrum í Tíbet. Kolbeinn kapteinn er aldrei langt undan og alltaf jafn seinheppinn.
asgeiri@mbl.is
AF LISTUM
Ásgeir Ingvarsson
Enn lendir Tinni í ævintýrum
STEINGRÍMUR Eyfjörð verður
fulltrúi Íslendinga á Feneyjatvíær-
ingnum að ári. Tvíæringurinn er
stærsta og virtasta listasýning
heims.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra og Christian
Schoen, forstöðumaður Kynning-
armiðstöðvar íslenskrar myndlistar,
ávörpuðu blaðamannafund í Lista-
safni Íslands í gær og sviptu hul-
unni af listamanninum.
Christian tjáði Morgunblaðinu að
valið hefði staðið á milli þess að
gefa ungum listamanni tækifæri á
sýningunni eða einhverjum sem
hefði áunnið sér virðingarsess. Þar
sem ungur listamaður, Gabríela
Friðriksdóttir, hefði orðið fyrir val-
inu síðast hefði hin leiðin orðið ofan
á nú.
Steingrímur sýnir, að sögn
Christians, með yfirlitssýningunni
sem stendur um þessar mundir yfir
í Listasafni Íslands að útnefning
hans hafi bara verið tímaspursmál.
„Það er eitthvað einstakt í verkum
hans og maður hefur alltaf þá til-
finningu að það sé annað lag hand-
an þess sem liggur á yfirborðinu“,
sagði Christian. „Hann er fram-
úrskarandi listamaður og á þetta
skilið. Hann verður að fara.“
„Það þarf peninga til
að gera kjarnorkusprengju“
Steingrímur á að baki 30 ára
listamannsferil og nám í Ateneum í
Helsinki, Jan van Eyck Academie í
Hollandi og í Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands. Hann hefur í
verkum sínum farið inn á merking-
arsvið heimspeki, vísinda, félags-
og mannfræði þar sem viðfangsefni
verkanna geta verið jafnólíkir hlut-
ir og trúmál, pólitík, íslensk þjóð-
menning og saga og dægurmenn-
ing.
Á sýningunni í Feneyjum verða
ný verk að vanda, en að sögn Stein-
gríms er hann kominn með hug-
mynd að verki og telur það munu
þróast og mótast í ákveðnu ferli
fram að sýningunni. Hann sagði
ennfremur að lífið kæmi inn í ferl-
ið, sem væri langskemmtilegast.
Steingrímur tjáði einnig Morg-
unblaðinu að sér fyndist fjölmiðlar
ekki gera nógu mikið úr mikilvægi
Feneyjatvíæringsins á sviði
myndlistar. „Þetta er stærra en
Evróvisjón“, sagði listamaðurinn.
Að lokum sagðist hann lítið vita
um fjárframlög vegna sýningar-
innar en bætti við á leyndardóms-
fullan hátt að „þegar maður ætlar
að gera kjarnorkusprengju, þá þarf
að leggja pening í það.“
Enn óvissa um staðsetningu
sýningarinnar og fjármögnun
Christian Schoen ítrekaði mik-
ilvægi tvíæringsins í ávarpi sínu.
Hann benti á að rétt um 920.000
gestir og 4600 fréttamenn hefðu
séð sýninguna síðast og að um
hana hefðu verið skrifaðar í kring-
um 1600 greinar. Auk þess kom
fram að 80% þeirra sem sáu ís-
lensku sýninguna í fyrra hefðu haft
almennar spurningar um Ísland til
þeirra sem sátu yfir henni.
En þótt búið sé að velja Stein-
grím sem fulltrúa á sýninguna ríkir
enn nokkur óvissa um hvar hann
muni sýna. Christian sagði öruggt
að finnski skálinn yrði ekki sýning-
arrýmið að þessu sinni, en hann
hefur verið það undanfarin ár.
Hann sagði ennfremur að ekki væri
enn búið að undirrita samning um
nýtt húsnæði, þótt hann lægi fyrir.
Vegna þessa var ekki hægt að
kynna nýju húsakynnin á blaða-
mannafundinum, en þau munu vera
vel staðsett í miðborginni.
Ennfremur ríkir óvissa um fjár-
mögnun vegna þátttöku Íslendinga
í hátíðinni. Christian sagðist þó
bjartsýnn á fjárstuðning frá einka-
aðilum. Nákvæmar upplýsingar um
framlag menntamálaráðuneytisins
munu ekki liggja endanlega fyrir
fyrr en í annarri umferð fjárlaga í
haust. Aðspurður um fjárframlög
frá menntamálaráðuneytinu lét
Christian hafa það eftir sér að
hann „væri mjög bjartsýnn á að að
minnsta kosti sömu upphæð yrði
varið til sýningarinnar og gert var
á síðasta ári,“ en það voru um 10
milljónir króna.
Myndlist | Fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2007 kynntur
„Stærra en Evróvisjón“
Morgunblaðið/Jim Smart
Steingrímur Eyfjörð
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson
hsb@mbl.is
BÓKAFORLAGIÐ Veröld hefur
samið um útgáfu á Þriðja tákninu
eftir Yrsu Sigurðardóttur í Rúmen-
íu og Brasilíu.
Með þeim
samningum er
ljóst að þessi
fyrsta glæpa-
saga Yrsu
Sigurð-
ardóttur verð-
ur gefin út á
tuttugu tungu-
málum. Þriðja
táknið kom út
fyrir síðustu
jól og varð ein
mest selda
bók ársins 2005 á Íslandi. Spænsk
útgáfa leit dagsins ljós nýverið og
seldust yfir 10.000 eintök á innan
við mánuði. Þá var Þriðja táknið
gefið út í kilju hér á landi fyrr í
vor, en nýrrar glæpasögu Yrsu Sig-
urðardóttur er að vænta á Íslandi
strax í haust.
Eitt helsta forlag Rúmeníu
Samkvæmt upplýsingum Péturs
Más Ólafssonar hjá Veröld var
bókaforlagið Humanitas, sem gefur
Þriðja táknið út í Rúmeníu, stofnað
eftir fall kommúnistastjórnarinnar
þar í landi og er nú eitt helsta út-
gáfufyrirtæki landsins. Það sendir
árlega frá sér á fjórða hundrað
bókatitla en meðal kunnra erlendra
höfunda á útgáfulista forlagsins eru
Milan Kundera, Paulo Coehlo, Nick
Hornby, Hanif Kureishi, Yann
Martel og Salman Rushdie.
Leiðandi útgáfa í Brasilíu
Pétur Már segir forlagið Obje-
tiva, sem gefur Þriðja táknið út í
Brasilíu, einnig leiðandi á sviði al-
mennrar bókaútgáfu í heimalandi
sínu. Spænski útgáfurisinn Santil-
lana festi nýverið kaup á forlaginu
til að styrkja stöðu sína enn frekar
í Suður-Ameríku en það fyrirtæki
er með starfsemi í tuttugu og einu
landi víðs vegar um heim. Þess má
geta að Suma, dótturforlag Santil-
lana, gefur Þriðja táknið út í öllum
spænskumælandi löndum veraldar.
Meðal höfunda sem Objetiva hefur
á sínum snærum eru Boris Akúnín,
Haruki Murakami og Stephen
King,
Eins og fyrr sagði vinnur Yrsa
Sigurðardóttir nú hörðum höndum
að því að ljúka við aðra glæpasögu
sína sem út kemur hjá Veröld í
haust. Nú þegar hefur verið samið
um útgáfu á henni í Bandaríkj-
unum, Bretlandi og á Ítalíu.
Bókmenntir | Samið
um útgáfu í Rúmeníu
og Brasilíu
Þriðja tákn-
ið þýtt á
tuttugu
tungumál
Yrsa
Sigurðardóttir
♦♦♦
DIMMA hefur gefið út á hljóðbók sög-
una Fíasól í hosiló eftir Kristínu Helgu
Gunnarsdóttur í lestri höfundar, en
prentuð útgáfa verksins náði metsölu
fyrir síðustu jól.
Gleðisprengjan Fíasól kann best
við sig heima í hosiló. Hún býr í hræði-
lega herberginu í Grænalundi og
ásamt vinum sínum lendir hún næst-
um daglega í einhverjum ævintýrum.
Hér koma við sögu ormar í rassi, ógn-
arlangt verkfall, jólabjáni og Jón finka
svo eitthvað sé nefnt. Bókin er sjálf-
stætt framhald bókarinnar Fíasól í fín-
um málum.
Hljóðbókin er 97 mínútur að lengd,
á tveimur geisladiskum, og var hljóð-
rituð í Hljóðvinnslunni. Kápumynd er
eftir Halldór Baldursson, en Vilborg
Anna Björnsdóttir hannaði útlit.
Dimma ehf. gefur út og sér um dreif-
ingu í verslanir.
Nýjar
hljóðbækur