Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Þ
að er óhætt að slá því
föstu að framtíð hesta-
mennsku á Íslandi sé
björt. Unga fólkið sýnir
það svo berlega að mikl-
ar framfarir hafa orðið í reiðmennsku
hérlendis og það er hreint ekki leið-
inlegt að fylgjast með glæstum ung-
um knöpum sem hafa margir hverjir
sótt námskeið frá því þeir voru poll-
ar. Að bera kunnáttu þeirra saman
við luralegt reiðlag gamalla tíma er
sláandi, ásetan hjá krökkunum er
áberandi betri og þeir fá hrossin til
dansa léttleikandi um völlinn. Og það
er ekki hægt annað en að hrífast
með. Ástríður Magnúsdóttir er ein
þessara ungu krakka.
Ríður út í tveimur landshlutum
„Ég hef alltaf haft áhuga á dýrum.
Ég eignaðist hund þegar ég var fimm
ára að verða sex og eftir það hefur líf-
ið snúist um þetta,“ segir Ástríður,
sem er alltaf kölluð Ásta. Hún er 15
ára Garðbæingur, nemandi í Garða-
skóla, og nýtir hverja lausa stund til
að umgangast hesta – og fær áhuga-
málið m.a.s. metið í skólanum. „Ég
hef verið á knapamerkjanámskeiði í
vetur sem var metið sem valfag og
þarf því bara að vera í einu valfagi í
skólanum. Ég er mjög ánægð með að
skólinn skuli meta á þennan hátt
áhugamál manns.“ Knapamerkja-
nám er stigskipt samræmt nám og
stigin eru alls fimm. Námið er metið
sem val og til eininga í bæði grunn-
og framhaldsskólum. Að taka tillit til
áhugamála nemenda á þennan hátt
hlýtur að vera jákvætt fyrir alla aðila
og í tilviki Ástu markar þetta fram-
tíðina því hún er handviss um hvað
hún vill: „Mig langar að verða dýra-
læknir og langar líka í Hólaskóla. Ég
stefni nefnilega að því að búa í sveit í
framtíðinni því lífið í sveitinni er
langbest!“ segir Ásta – og hún nýtur
allra kosta sveitarinnar í sumar því
hún er í sveit á hinu kunna hestabúi
Vatnsleysu í Skagafirði, hjá Birni
Friðrik Jónssyni og Arndísi Björk
Brynjólfsdóttur, og þau segja hana
mjög áhugasama.
„Ég kynntist Birni og Arndísi fyrir
rúmum tveimur árum í gegnum
frænda minn og fór að venja komur
mínar hingað. Ég kom fyrir hálfum
mánuði og er með þrjú hross sem ég
á hérna og síðan er ég að hjálpa til.
Hér á Vatnsleysu eru líka kindur,
hundur og kettir en ég á sjálf tvo
hunda fyrir sunnan. Mér líkar ágæt-
lega við kindurnar og það eru þrír
heimalningar núna á bænum sem ég
á að sjá um,“ segir Ásta, hæstánægð
með lífið.
Ásta hefur haft í ýmsu að snúast í
vetur því hún hefur stundað útreiðar
í tveimur landshlutum; á suðvestur-
horninu og á Norðurlandi. Ótrúleg
seigla hjá ungri manneskju. „Ég var
með eitt hross í Sörla í Hafnarfirði í
vetur en hef farið nánast hverja ein-
ustu helgi norður í Skagafjörð til að
þjálfa hryssuna mína Hildu sem hef-
ur verið hérna á Vatnsleysu. Þetta
hefur bara gengið vel. Ég fæ oftast
far norður en flýg annars á Sauðár-
krók,“ segir Ásta sem finnst þetta
landshlutaflakk ekkert strembið en
viðurkennir að það sé stundum svo-
lítið maus að koma sér norður.
Á tvö hross undan Glampa
Nú mætti halda að Ásta hafi um-
gengist hesta og hestamenn frá
blautu barnsbeini en það merkilega
er að þessi áhugi virðist eins og
sjálfsprottinn því hún er ein um
hestadelluna í fjölskyldunni.
„Ég fór á reiðnámskeið þegar ég
var um sjö ára og þá bara fékk ég
bakteríuna og hef verið í þessu síðan.
Ég hjálpaði til á hestaleigu í Laxnesi
í Mosfellsdal en fyrsta hestinn minn,
Svip frá Hvolsvelli, fékk þegar ég var
12 ára í fermingargjöf svona fyrir-
fram, rúmum tveimur árum áður en
ég fermdist. Svipur er mjög góður
hestur, þægur og ágætisreiðhestur
en hann er bara „slarkarinn“ minn
núna, ég nota hann við að smala og
annað þess háttar. Í fyrrasumar
eignaðist ég svo Hildu frá Vatnsleysu
sem er undan Glampa frá Vatnsleysu
og hún er keppnishrossið mitt í dag.
Ég er að fara að keppa um helgina í
úrtöku fyrir landsmótið hjá Stíganda
hérna í Skagafirði. Það komast tveir
áfram í mínu félagi í hverjum flokki
og ég hef ágæta möguleika.“ Ásta
hefur keppt á Hildu í vetur og
hreppti t.d. fyrsta sætið í unglinga-
flokki í fjórgangi og tölti á Héraðs-
móti UMSS í maí. „Hilda er viljug og
svolítið erfið, skapmikil, en mjög góð
og er í 1. verðlaunum. Hún er alhliða-
hross en ég hef núna bara riðið henni
sem klárhryssu. Ég er að þjálfa
Hildu á fullu og ég held þetta sé allt á
réttri leið. Ég hef lært mjög mikið af
henni og hún gerir kröfur til mín. Í
haust fékk ég svo annað afkvæmi
undan Glampa, Darra, sem er fínn
reiðhestur. Ég hef líka prófað mörg
góð hross hérna.“
Sveitin í öllu sínu veldi bíður Ástu
eftir hádegishlé og símaviðtal við
blaðamann sem enn fær ekki alveg
skilið hvernig 15 ára unglingur gat
púslað þessu öllu saman í vetur.
Hvað með vinina? „Ég á góða vini
sem skilja mig alveg. Ég hef reyndar
engan með mér í þessu í skólanum en
ég hef kynnst krökkum í Sörla og
eins hér í Skagafirði þegar ég er að
keppa. Ég fæ stundum Jenný, bestu
vinkonu mína, með mér á hestbak og
reyni að koma henni aðeins inn í
þetta. Reyndar er hún stundum svo-
lítið þreytt á því að ég fari alltaf norð-
ur um helgar og spyr hvenær ég geti
verið með sér, þá er það síminn. Ég
kann bara svo vel við mig hérna fyrir
norðan og þetta er alveg þess virði.“
Lífið í sveitinni
er langbest
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur
thuridur@mbl.is
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Garðbæingurinn Ásta í faðmi skagfirskra fjalla ásamt hryssunni sinni
Hildu frá Vatnsleysu. Þetta efnilega par keppir um helgina á úrtökumóti
Stíganda en Ásta þjálfaði hross norðan og sunnan heiða í vetur.
NÚ gleðjast gumar væntanlega því
það er komið sumar. Hestar eru
líka hýrir á brún þessa dagana því
þeir fá að njóta frelsis á ný eftir
langan vetur. Hestamenn flykkjast
þessa dagana í svokallaða sleppi-
túra og fara ríðandi í misstórum
hópum út í sumarhagann þar sem
reiðhrossunum er sleppt. Margir
létu slag standa og slepptu um
hvítasunnuhelgina en aðrir vilja
njóta hestanna aðeins lengur í júní-
blíðunni.
Búast má við mikilli umferð
hestamanna um vegi landsins um
helgina og er vert að minna öku-
menn á að fara varlega í kringum
hross og sýna tillitssemi. Auk þess
er mikil umferð hestaflutninga-
bifreiða og bifreiða með hestakerr-
ur nú í sumarbyrjun með ótal hross
á leið í keppni eða dóm – eða bara í
sumarhagann.
En ekki eru allir farnir burt úr
bæ og enn aðrir þurfa ekki að
leggja í neitt ferðalag því haginn er
bara hinum megin við hesthúsvegg-
inn.
Þessi faxprúða hryssa undi sér
vel með folaldi sínu í girðingu við
hesthúsahverfið í Mosfellsbæ á dög-
unum og lætur aðra um útstáelsið í
bráð. Morgunblaðið/Eyþór
Sleppi-
túratíð