Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES AUSTURLAND Djúpivogur | Hótel Framtíð er reisu- legt og einstaklega fallegt hús sem stendur í hjarta bæjarins á Djúpa- vogi. Á undanförnum mánuðum hafa staðið yfir viðamiklar endurbætur á húsinu og það m.a. verið klætt að ut- an með bárujárni. Framkvæmdin heppnaðist vel í alla staði og hefur hið gamla og fornfræga hús líklega aldrei verið tilkomumeira en einmitt nú. Árið 1999 var byggður við hótelið 250 fermetra samkomu- og veit- ingasalur og 18 herbergi. Eigendur Hótels Framtíðar eru Þórir Stefánsson og Guðrún Anna Eðvaldsdóttir. Fjölskrúðug saga Hótel Framtíð á sér merka sögu. Það var danskur verslunarmaður að nafni Gustaf Ivarsen sem kom með húsið tilhöggvið frá Kaupmannahöfn og það var reist veturinn 1905 til 1906. Gustaf Ivarsen rak verslun í húsinu til ársins 1908, en þá varð hann að hætta vegna gjaldþrots. Árin 1909 til 1925 var rekin verslun í tengslum við verslunina Framtíðina á Seyðisfirði. Árið 1925 keypti danskur maður að nafni Carl Bender húsið og rak þar verslun auk þess að vera gjaldkeri Kaupfélags Berufjarðar, sem stofnað var 1920. Carl Bender seldi húsið árið 1946 og kaupandi var Ingimundur Steingrímsson, hrepp- stjóri og póstmeistari. Pósthúsið var í húsinu næstu 10 árin eða til ársins 1956 er Halldór Jónsson frá Seyð- isfirði keypti húsið og rak þar versl- un. Kaupfélag Berufjarðar keypti húsið 1963 og hefur það síðan verið mikið endurbætt og notað sem hótel. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Endurbætur Hótel Framtíð er eitt reisulegasta húsið á Djúpavogi. Endurbætur á Hótel Framtíð ÞAÐ verður sannkölluð tón- listarveisla í Bræðslunni á Borgarfirði eystra hinn 29. júlí nk. þegar Kjarvalsstofa stendur þar fyrir alþjóðlegum stórtónleikum með heims- frægu listafólki. Í fréttatilkynningu frá Kjarvalsstofu á Borgarfirði segir að Emilíana Torrini, sem söng sig inn í hug og hjörtu tónleikagesta í Bræðslunni síðasta sumar, snúi nú aftur og með henni í för verði ein virtasta hljóm- sveit Bretlandseyja, Belle & Sebastian. Borgfirðingar láta þó ekki þar við sitja og daginn fyrir Bræðslutónleikana, föstudag- inn 28. júlí, verða aðrir tón- leikar á Borgarfirði, í félags- heimilinu Fjarðarborg þar sem fram koma í fyrsta skipt- ið á Borgarfirði Magni Ás- geirsson og hljómsveit hans, Á móti sól, Jónas Sigurðsson, kenndur við Sólstranda- gæjana, en hann kynnir nýja breiðskífu sína, og fleiri gest- ir. Á móti sól mun spila á dansleik og fleira skemmti- legt verður á boðstólum sem nánar verður kynnt síðar. Segir í tilkynningunni að glæsileg tjaldstæði séu í boði á Borgarfirði og því um að gera að taka helgina frá fyrir mikla tónlistarveislu. Emilíana með Belle & Sebastian Reyðarfjörður | Nýlega hélt Golf- klúbbur Reyðarfjarðar í Græna- felli aðalfund sinn. Á fundinum var samþykkt að breyta nafninu í Golfklúbb Fjarðabyggðar, GKF. Formaður er Stefán Ingvarsson og félagar tæplega 50. Jarðvegur úr álverslóðinni nýtist í uppfyllingu golfvallar Klúbburinn hefur fengið jörð- ina Hólma í Reyðarfirði og hefj- ast framkvæmdir við golfvöllinn á næstu dögum. Ef vel gengur verður hægt að spila á fyrstu brautunum í haust. Undirbúningur hefur staðið nokk- uð lengi og hefur m.a. upp- mokstri úr lóð álvers Alcoa Fjarðaáls verið komið fyrir innst á svæðinu og mun hann nýtast í brautir. Landslagið er mjög fjölbreytt til útivistar; Hólmahálsinn með Völvuleiðinu og göngustíg á Hólmatind, Hólmanesið með sínar tignarlegu Hólmaborgir, skemmtilegar fjörur og göngu- leiðir, svo þar verður eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Ekki er vitað hvort Hólmaskottan hefur flutt aðsetur sitt vegna þessara miklu framkvæmda á svæðinu en talið er að hún hafi búið í kletta- belti milli Flateyrar og Hrauns. Hólmar voru prestssetur fram til 1909 þegar kirkjan var flutt inn á Reyðarfjörð og presturinn út á Eskifjörð. Búskapur lagðist þarna af árið 2004. Afstöðumynd/Landslag ehf. Golfvallarsvæðið á Hólmum Hönnuðir þess eru Landslag ehf., Guðlaugur Georgsson og Ingvar Ívarsson. Nýr 18 holu golf- völlur undirbúinn Sandgerði | Betur fór en áhorfðist þegar moldarkantur við Sandgerð- ishöfn gaf sig undan tólf tonna vörubíl. Bíllinn fór að síga niður í sjó og ekki tókst að ná honum upp með jarðýtu og öðrum vörubíl fyrr en tekist hafði að losa hlassið af pallinum. Vörubíllinn er frá A. Pálssyni verktaka og var að losa mold og grjót við Sandgerðishöfn. Bíllinn vegur 32 tonn með farmi og gaf kanturinn sig undan þunganum. Bíllinn slapp óskemmdur úr þess- um hremmingum. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Kanturinn gaf sig undan þunganum Grindavík | Bláalónsþrautin á fjallahjóli verður haldin næstkom- andi sunnudag. Þrautin felst í því að hjóla frá Hafnarfirði með ströndinni og í Bláa lónið og er hægt að fara tvær mismunandi leiðir, 55 og 90 km. Bláa lóns þrautin er skipulögð af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (www.hfr.is) í samvinnu við Bláa lónið og Hafnarfjarðarbæ. Er þetta fjölmennasta hjólreiðakeppni fullorðinna sem haldin er hér á landi. Hjólað verður frá Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði kl. 10. Þrautin er ætluð hjólreiðafólki 15 ára og eldri og keppt er í nokkrum aldursflokkum. Einnig er boðið upp á liðakeppni. Verðlaunaafhending fer fram í Bláa lóninu kl. 15.30 á sunnudag. Fjölmennasta hjól- reiðakeppni landsins Garður | Framkvæmdir eru hafnar við end- urbætur á gamla prestssetrinu á Útskálum í Garði. Framkvæmdum við húsið sjálft á að ljúka í febrúar eða mars á næsta ári og stefnt er að opnun sýningar á sögu prests- setra í landinu og Útskála sérstaklega eftir ár. Útskálar eru eitt elsta prestssetur lands- ins og var um aldir eitt mesta höfuðból á Suðurnesjum. Íbúðarhúsið þar var byggt 1889. Það er illa farið og hefur ekki verið í notkun í nokkur ár. Prestssetrasjóður gerði á sínum tíma áætlun um endurbyggingu íbúðarhússins en þegar til átti að taka reyndust þær svo kostnaðarsamar að sjóð- urinn treysti sér ekki í þær og hætti við. Keypt var nýtt íbúðarhús fyrir Út- skálaprest í nágrenninu. Félagsskapurinn Menningarsetrið á Út- skálum, sem Sveitarfélagið Garður, Spari- sjóðurinn í Keflavík og Útskálasókn standa að ásamt fleirum, hefur unnið að undirbún- ingi þess að gera húsið upp í sem næst upp- runalegri mynd og koma þar upp Menning- arsetri prestssetra. Að sögn Jóns Hjálmarssonar, formanns Menningarseturs- ins á Útskálum, hefur það dregist að hægt hafi verið að ráðast í framkvæmdir, meðal annars vegna fornleifarannsókna. Hann segir að nú séu öll leyfi fengin. Menningarsetrið hefur fengið húsið af- hent ásamt liðlega 1500 fermetra lóð. Búið er að semja við Braga Guðmundsson, verk- taka í Garði, um að annast endurbæturnar á húsinu. Hófst verkið með því að steyptur var sökkull undir stigahús. Upplýsingum safnað Samið hafði verið við Búmenn að annast framkvæmdirnar en Jón segir að þegar til átti að taka hafi þótt hentugt að vinna að málinu á þann hátt og því hafi orðið sam- komulag um að fella samninginn úr gildi. Í staðinn hefur verið samið við Sparisjóðinn í Keflavík um að fjármagna uppbygginguna á framkvæmdatímanum, til þess að unnt væri að flýta henni. Jafnframt verði gengið í það að afla styrkja í uppbyggingu hússins sem áætlað er að kosti 40–50 milljónir kr., að sögn Jóns, og eru þá fornleifarannsóknir meðtaldar. Fyrirhugað er að fjármagna uppsetningu sýningarinnar sérstaklega. Jón Hjálmarsson segir að unnið sé að söfnun upplýsinga vegna sýningarinnar, meðal annars um sögu Útskála og um sjó- sókn og sjóslys sem tengist mjög sögu Út- skála. Segir Jón vel þegið ef þeir sem búa yfir upplýsingum og ekki síst ljósmyndum gefi sig fram við stjórn eða starfsmann Menningarsetursins. Safnaðarheimili í bið Áformað er að byggja þjónustuhús á lóð- inni sem jafnframt yrði safnaðarheimili fyr- ir Útskálasókn og rekið í tengslum við fyr- irhugað hótel á Útskálum. Jón segir að þau áform séu í biðstöðu en vonast til að hægt verði að huga að málinu frekar síðari hluta sumars. Endurbyggingu prestssetursins lýkur í vetur Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Útskálar Kirkjan á Útskálum var byggð árið 1861 og íbúðarhús prestsins 1889. Nú eru að hefjast langþráðar framkvæmdir við að koma prestssetrinu í upprunalegt horf. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.