Morgunblaðið - 09.06.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.06.2006, Qupperneq 18
EKKI mun taka langan tíma að koma á jafnvægi í íslensku efna- hagslífi að því gefnu að efnahags- stjórnunin verði með þeim hætti að hún stuðli að stöðugleika. Þessu er haldið fram í grein um íslenskan efnahag í ársfjórðungsriti danska seðlabankans. Þar segir að ís- lenska hagkerfið sé afar sveigjan- legt og hafi oft lent í efnahags- legum öldudal án þess að það hafi haft langvinnar og neikvæðar af- leiðingar. Í greininni segir að mikill upp- gangur hafi verið í íslensku efna- hagslífi, sérstaklega á síðastliðnum þremur árum, en að órói hafi kom- ist á um miðjan febrúarmánuð síð- astliðinn eftir að alþjóða matsfyr- irtækið Fitch lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Seðlabankinn hafi hækkað stýrivextina að undan- förnu, en verðbólgan hafi verið langt yfir verðbólgumarkmiði bankans. Er sérstaklega tekið fram í greininni að vegna þess að húsnæðisliðurinn sé inni í mælingu á breytingum neysluverðsvísitöl- unnar þá hafi verðbólgan mælst hærri en ella. Þá segir í greininni að gengi krónunnar hafi lækkað um 20% gagnvart evru frá síðustu áramót- um og að hlutabréf hafi einnig lækkað í verði, sérstaklega bréf bankanna. Áhyggjur af hugsanleg- um fjármögnunarvanda þeirra eigi einmitt stóran þátt í þeim óróleika sem skapast hafi. Hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins hafi því aukist mikið. „Íslenska hagkerfið er afar sveigjanlegt og því mun ekki taka langan tíma að koma á jafnvægi, að því gefnu að efnahagsstjórnunin stuðli að stöðugleika,“ segja skýrsluhöfundar danska seðla- bankans. Jafnvægi getur náðst fljótt 18 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Hlutabréf lækka enn ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði þriðja daginn í röð í viðskiptum gærdagsins og nam lækkunin 1,6 prósentustigum. Var vísitalan 5.637 stig í lok dags. Við- skipti í Kauphöllinni námu alls 7,6 milljörðum króna en mestu hluta- bréfaviðskipti voru með bréf Avion Group fyrir um 2,1 milljarð. Mest lækkun varð á bréfum Kaupþings banka en hún nam 2,8%. Þá lækk- aði Landsbankinn um 2,3% og Dagsbrún og FL Group um 1,5% hvort félag. Bréf Straums- Burðaráss hækkuðu um 1,1% og voru þau einu bréfin sem hækkuðu í verði. Þá veiktist krónan um 0,5% í gær og var gengisvísitalan 129,2 stig í lok dags. Ari í Mentis til Glitnis ● ARI Daníelsson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar sem er nýtt svið innan viðskipta- banka Glitnis og mun hann leiða og samræma viðskiptaþróun tekjusviða viðskiptabankans. Síðustu tvö ár hef- ur hann starfað sem framkvæmda- stjóri Mentis og var áður þróun- arstjóri sama félags frá árinu 1999. Hann hefur komið að stofnun og rekstri ýmissa annarra fyrirtækja og setið í stjórnum margra fyrirtækja og félagasamtaka. Þá hefur hann lagt stund á kennslu. Ari hefur B.Sc. gráðu í tölvunarfræði og hefur nýlega lokið MBA námi við Háskólann í Reykjavík. Frontline eykur við hlut sinn í Avion ● FÉLAGIÐ Frontline Holding, sem skráð er í Lúxemborg, keypti í gær 2,83% hlut í Avion Group og nemur hlutur félagsins 37,55% eftir við- skiptin. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, á 91,3% hlut í félaginu og Fjárfesting- arfélagið Sjöfn á 8,7% en eigendur þess eru Baldur Guðnason, for- stjóri Eimskips, og Steingrímur Pét- ursson, fjármálastjóri Avion Group. Føroya banki í Kauphöllina ● FRÁ og með 15. júní nk. verður Føroya banki aðili að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallar Íslands. „Við bjóðum Føroya banka velkominn. Bankinn er annar fær- eyski aðilinn til að fá heimild til við- skipta í Kauphöllinni. Væntum við að aðild hans efli viðskipti með fær- eysk verðbréf í Kauphöllinni,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar, í tilkynningu í gær. Auð- kenni bankans í viðskiptakerfinu verður FOB. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Hugur og Ax hugbún- aðarhús sameinuð ● ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina hugbúnaðarfyrirtækin Hug og Ax hugbúnaðarhús. Sameinaða félag- ið mun nefnast HugurAx og verður eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins með um 125 starfsmenn. Páll Freysteinsson verður fram- kvæmdastjóri en Sigríður Olgeirs- dóttir, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss, hefur að eigin frumkvæði ákveðið að láta af störfum, segir í tilkynn- ingu. Bæði Hugur og Ax hugbún- aðarhús eru dótturfélög Kögunar, sem er í meirihlutaeigu Dagsbrún- ar.    ! "#$  #%  # &'() !* #+( #),")-  ! "#) )      !   "# $ "%   &    34.*  +.+ "*. 8+   @5 ' 8 '+ ' 8 @5 ' 6 @5 ' 3 $A ' BC @5 ' B  @5 ' @   $  ' 0 5(   ' C $  9  ' :  ' : + B   ' " &  / B!/'$  ' D ' 5 (4'0 $.." 8  @5 ' B     9  '  & , @  ' , 5 !  '   E+  + @5 ' 71! ' =FB 8  + =  2%   6  ' G  6  ' 6.($/!$7 B    ;%! '!   '   " /'?  "  ' 78.. #$ EH;. "                   &     & & &     & & & &  %  '/ '%    & & & & & & &  & & & & & & & & & & & & & & & & & & I & JK & I & JK I &JK I &JK I &JK I & JK I &JK I & JK I &JK & I & JK I JK I &JK I & JK & & & & & & & & & & & ,    5    2 $   L 0 5 "                 &      & & &   & & & &                 &  &       & & &                   &    &  & &  G  5 (A  82, M 8   B!6    5      &    & & &    & & & &  BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson hefur vik- ið úr stjórn búlgarska símafélagsins Bulgari- an Telecommunications Company (BTC). Tveir fulltrúar fjárfestinga- félags Björgólfs Thors, Novator, hafa tekið sæti hans í stjórn BTC. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef búlg- örsku fréttastofunnar Sofia News Agency (SNA). Fjárfestingarfélagið Viva Ventures, sem er í eigu Björgólfs Thors, á 65% hlut í BTC. Þeir sem taka sæti hans í stjórn BTC eru Jeremy Thompson, fyrrver- andi forstjóri Cable & Wireless, og Bruce McInroy, sem meðal annars hefur starfað hjá British Telecom. Björgólfur Thor var í desember á síðasta ári útnefndur fjárfestir ársins í Búlg- aríu af búlgarska ríkis- útvarpinu en í frétt SNA segir að hann sé umsvifamesti erlendi fjárfestirinn í landinu. Hann hefur fjárfest í Búlgaríu allt frá árinu 1999, þegar hann leiddi kaup lyfjafyrirtækisins Pharmaco á búlgarska lyfjafyrirtækinu Balk- anpharma, sem nú er hluti af Actavis-sam- steypunni. Fjárfestingar félaga í eigu Björgólfs Thors í BTC hafa num- ið sem svarar til nærri hundrað millj- arða íslenskra króna. Jafnframt á Novator 34% hlut í EI Bank, áttunda stærsta banka í Búlgaríu, sem á heild- areignir upp á nærri fimmtíu millj- arða króna. Björgólfur Thor úr stjórn BTC í Búlgaríu NORSKA fjármálaeftirlitið rann- sakar nú meint innherjaviðskipti með hlutabréf í norska trygginga- félaginu Nemi, sem Tryggingamið- stöðin hefur gert yfirtökutilboð í. Tilboðið var gert þann 12. apríl sl. en nokkrum dögum áður hafði gengi hlutabréfa félagsins tekið að hækka; þannig hafði það hækkað um ríflega 10 norskar krónur á hlut (22%) á um einni viku á tímabilinu 28. mars – 3. apríl. Það hefur einnig vakið athygli að velta með bréf fé- lagsins var mjög mikil á tímabilinu en almennt er velta með bréf Nemi ekki mikil. Samkvæmt tilkynningu Trygg- ingamiðstöðvarinnar til Kauphallar Íslands þann 3. apríl sl. var stjórn Nemi tilkynnt á síðasta degi mars- mánaðar að til stæði að gera í félag- ið yfirtökutilboð. Í kjölfar þess að stjórninni var tilkynnt um væntan- legt tilboð gerði fjöldi lykilstarfs- manna upp kaupréttarsamninga sína og gengið hækkaði eins og áð- ur sagði. Neitar að afhenda gögn Í samtali við Dagens Næringsliv segist Arild Ingierd, forstjóri Nemi, ekki vita til þess að innherja- viðskipti hafi átt sér stað en hann segist engu að síður skilja að fjár- málaeftirlitið vilji rannsaka við- skiptin. Hann neitar þó að afhenda eftirlitinu hluthafalista í félaginu fyrir og eftir þau viðskipti sem um ræðir. „Menn geta ekki krafist þess sem þeir eiga ekki kröfu til. Lög- fræðingar okkar og DnB NOR [stærstu fjármálasamsteypu Nor- egs] segja að fjármálaeftirlitið geti ekki krafið okkur um listana.“ Meint innherja- viðskipti í Nemi FLUGFÉLAGIÐ Star Europe, sem er dótturfélag Avion Group, hefur gert samning um leigu á farþegavél til þýska ferðaþjónustuaðilans TUI og mun flugfélagið sjá um flug vegna sumarleyfisferða fyrir ferðaskrif- stofuna frá Frankfurt til ýmissa áfangastaða næstu fimm mánuðina, aðallega á Grikklandi. Er samning- urinn metinn á um 12,4 milljónir evra eða rúmlega 1,1 milljarð ís- lenskra króna. Star Europe hóf nýlega starfsemi í Evrópu með tvær Airbus 320-flug- vélar, en mun á næstunni bæta tveimur við. Áætlað er að fjölga vél- um umtalsvert á næstu árum. Þá fékk flugfélagið nýlega útgefið flugrekstrarleyfi frá þýskum flug- málayfirvöldum. Fyrstu flug félags- ins voru fyrir þýska flugfélagið Ger- manwings og nú hefur TUI bæst í hópinn sem og aðrir ferðaheildsalar og flugfélög. Haft er eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Av- ion Group, í tilkynningu að mikil ánægja sé með að Star Europe hafi náð þessum samningi og það aðeins mánuði eftir að félagið hóf flug undir eigin merkjum. Það gefi byr undir báða vængi á þessum stærsta ferða- mannamarkaði í Evrópu. Star Europe semur við TUI Star Europe Dótturfélag Avion Group hefur starfsemi í Þýskalandi. 7  N "O=      J J B2"; 38P     J J H8H Q:P      J J Q:P 06' 7      J J EH;P 3- R     J J STJÓRN Orkla ASA, móðurfélags útgáfufélagsins Orkla Media, kom saman til fundar í gær og sam- kvæmt frétt í Berlingske Tidende komst hún ekki að niðurstöðu varð- andi fyrirhugaða sölu á Orkla Media. Ætlar stjórnin að fara bet- ur yfir málið síðar og því liggur ljóst fyrir að ekki verður af sölunni í bili. Telur Berlingske Tiderne, sem er í eigu Orkla Media, að til greina komi að móðurfélagið hætti við að selja hlut sinn. Dagbladet hið norska er hins vegar með í baráttunni um útgáfu- félagið verði það selt. Fréttir frá því í fyrradag, sem greint var frá í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, þess efnis að Dagbladet keppti ekki lengur um kaupin á fé- laginu eru rangar, að því er haft er eftir Cato Hellesjø, framkvæmda- stjóra Avishuset Dagbladet í Nor- egi, í norska viðskiptablaðinu Da- gens Næringsliv. Samkvæmt þessu keppa nú fimm aðilar um Orkla Media, en þeir eru, auk Dagbladet; Dagsbrún, breski fjölmiðlafjárfestirinn David Montgomery, breska fjárfestinga- félagið Apax Partners og norska fjölmiðlafyrirtækið A-pressen. Orkla ekki selt í bili VERSLUNIN Ellingsen, sem er í eigu Olíuverzlunar Íslands, hefur keypt rekstur verslunarinnar Úti- vistar og veiði. Gísli Baldur Garðars- son, lögmaður Olís, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Sl. ár keypti Olís rekstur Evró og í ár bættust í hópinn Sjóbúðin á Akur- eyri og J. Vilhjálmsson. Þessi fyr- irtæki hafa verið sameinuð undir nafni Ellingsen. Ellingsen kaupir Útivist og veiði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.