Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Óskum íslenskum sjómönnum og útgerðum til hamingju með daginn Sími 577 7010 - www.kvotathing.is Sjómenn Til hamingju með daginn Sjómenn Innilegar hamingjuóskir með daginn BÓKINA Fiskisagan Flýgur eftir Kristin Benediktsson, ljósmyndara og blaðamann, er til umfjöllunar í síðasta tölublaði Fishing News International, en bókin kom jafnframt út á ensku undir titlinum Fishing in the North Atlantic. Í bókinni er að finna fjölda ljósmynda sem Kristinn tók úti á sjó og í sjávarplássum víðsvegar um landið á árabilinu 1976-79. Texta með myndunum skrifar sagn- fræðingurinn Arnþór Gunnarsson. „Ljósmyndir Kristins veita líflega innsýn inn í heim sjómennskunnar, þegar aflinn var nægur og kvótinn var aðeins vondur draumur,“ skrifar Quentin Bates, blaða- maður Fishing News, sem er mjög jákvæður í garð bók- arinnar í greininni. Eina athugasemd hans er við þýð- ingu textans og að prófarkarlestri hafi verið ábótavant. „…en það eru fyrst og fremst ljósmyndirnar sem eru að- dráttarafl bókarinnar.“ Yfirskrift greinarinnar er „endurlit til áttunda áratug- arins“ og segir Bates bókina ná vel þeim anda sem ríkti stuttu eftir þorskastríðin, þegar mikið var um fjárfest- ingar í sjávarútveginum og tæknivæðing geirans var á fullum skriði. „Það má vera að sjávarútvegurinn sé hag- kvæmari og arðbærari í dag, en hann er ekki eins líf- legur og hann var á áttunda áratugnum“. „Endurlit til áttunda áratugarins“ ÍBÚAR og fyrirtæki við Kópavogs- höfn hafa ákveðið að bjóða Kópa- vogsbúum og öðrum nágrönnum sín- um til bryggjuhátíðar á morgun, laugardaginn 10. júní. Hátíðin hefst kl. 13 með því að Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri mun setja hátíðina kl. 13.30 og síðan tekur við fjölbreytt dagskrá til kl. 17, fyrir alla fjölskylduna. Úlfar Eysteinsson matreiðslumað- ur og einn af íbúum við höfnina býður gestum að smakka grillað fiskfang. Myndlistarmenn úr Kópavogi sýna verk sín og Emil Hjörvar Petersen les ljóð. Jón Kjartan Ingólfsson og Magni Gunnarsson leika undir fjölda- söng, gestasöngvari Skapti Ólafsson. Guðrún Birgisdóttir og Martial Nar- deau flautuleikarar og Stefanía Ólafs- dóttir víóluleikari leika fyrir gesti. Einnig verður körfubolti, siglingar, handverk – listasmiðja og Árni Kóps- son kafari og framkvæmdamaður verður á staðnum. Bryggju- dagur í Kópavogi HB Grandi hf. hefur gert sam- komulag við Marel hf. um kaup á nýrri tegund vinnslukerfis fyrir ufsa. Kerfið er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og mun stór- auka sjálfvirkni, afköst, nýtingu og verðmæti vinnslunnar, að því er kemur fram í tilkynningu um kaupin. Áætlað verðmæti samn- ingsins er um 60 milljónir króna. Nýrri tækni er beitt við vinnslu- línuna sem gerir mögulegt að draga út beingarð fisksins með sjálfvirkum hætti í stað hefðbund- ins beinagarðsskurðar. Þá eru öll flök röntgenskoðuð á eftir beinat- ínslu til að tryggja beinlausa afurð. Aðferðin á að tryggja að hefðbund- inn afskurður verði minni sem aft- ur þýðir að minna af afurðinni fer til spillis í vinnslu. Nýja vinnslulínan hefur verið í þróun í fimm ár og hófst sem sam- starfsverkefni norskra fiskvinnslu- fyrirtækja og Marels um aukna sjálfvirkni í þorskvinnslu. Undan- farna þrjá mánuði hefur Marel unnið að því að aðlaga línuna fyrir ufsa í samstarfi við HB Ganda. Ár- angurinn hefur verið góður, en vinnslulínan hefur verið keyrð á fullum afkostum síðastliðna þrjá mánuði. Aukin sjálfvirkni með nýrri vinnslulínu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Við nýju vinnslulínuna Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, Hörður Arnarson, forstjóri Marel, og Torfi Þorsteinsson, framleiðslustjóri HB Granda, virða fyrir sér nýju vinnslulínuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.