Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhannes R.Snorrason
fæddist á Flateyri
við Önundarfjörð
12. nóvember 1917.
Hann lést 31. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Snorri Sigfússon,
skólastjóri á Flat-
eyri og Akureyri og
síðar námsstjóri, og
kona hans Guðrún
Jóhannesdóttir hús-
freyja. Jóhannes var
fjórði í röð sjö systk-
ina: 1) Örn, f. 1912, d. 1985, 2)
Haukur, f. 1916, d. 1958, 3) Hild-
ur, f. 1914, d. 1915, 4) Jóhannes, f.
1917, d. 2006, 5) Anna, f. 1920, 6)
Gunnhildur, f. 1922, 7) Snorri, f.
1930.
Fyrri kona Jóhannesar var
Alice Myrtle Baldwinson, sem nú
er látin. Þau slitu samvistir. Börn
þeirra eru: 1) Margrét, f. 1944,
maki Agnar Loftsson, 2) Snorri
Herbert, f. 1947, maki Jóhanna
Björnsdóttir, og 3) Baldvin Thor,
f. 1953, maki Gloria Ann Boychuk.
Eiginkona Jóhannesar er Arna
Elín Hjörleifsdóttir, f. 1933. Börn
þeirra eru: 1) Hjördís, f. 1958,
maki Gunnar Bergsveinsson, 2)
Haukur, f. 1959, d. 1979, 3) Hjör-
leifur, f. 1961, maki Árdís Kjart-
ansdóttir, og 4) Jóhannes Örn, f.
1965, maki Ragna Davíðsdóttir.
Barnabörnin eru fimmtán og
barnabarnabörnin þrjú.
Jóhannes lærði
flug í Kanada hjá
kanadíska flughern-
um. Hann hóf störf
hjá Flugfélagi Ís-
lands 1943 og starf-
aði sem atvinnuflug-
maður til 1980
þegar hann lét af
störfum vegna ald-
urs.
Hann var yfir-
flugstjóri allan sinn
starfsferil, fyrst hjá
Flugfélagi Íslands
og síðar Flugleið-
um.
Jóhannes var einn af stofnend-
um Félags íslenskra atvinnuflug-
manna og fyrsti formaður þess.
Hann sat lengi í Flugráði og
Rannsóknarnefnd flugslysa. Auk
þess gegndi hann margvíslegum
trúnaðarstörfum á starfsferli sín-
um. Jóhannes ritaði endurminn-
ingar sínar, Skrifað í skýin, sem
komu út í þremur bindum. Jó-
hannes var sæmdur riddara-
krossi, sem og stórriddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
störf sín að flugmálum.Þá var
hann einnig sæmdur dönsku
Dannebrogs-orðunni fyrir fram-
lag sitt til samgöngumála Græn-
lands, en hann var lengi flugstjóri
skíðaflugvéla sem þjónuðu Græn-
lendingum.
Útför Jóhannesar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Fardagar hefjast 31. maí. Þá
kvaddi faðir minn þessa tilveru.
Stutt er síðan hann kom í heimsókn
til okkar ásamt móður minni. Þá var
talsvert af honum dregið en hann
bar sig vel að vanda, enda ekki hon-
um að skapi að barma sér. Ég sé
hann fyrir mér þar sem hann sat við
eldhúsborðið og ræddi málin, reisn
yfir honum eins og alltaf. Ég hlustaði
á hann og hugsaði um hve stórkost-
legt það væri að hafa enn þessa frá-
sagnargleði og vera svo ern og vel að
sér. Það var endalaust hægt að
hlusta á hann segja sögur og fara
með ljóð. Við systkinin og makar
okkar nutum þess, og ekki síður
barnabörnin. Ef hann heyrði
skemmtilega sögu eða góða vísu þá
greyptist það í huga hans. Á góðri
stundu gat hann rifjað upp það sem
hann hafði heyrt jafnvel fyrir ára-
tugum síðan. Þessi hæfileiki er dýr-
mætur og ekki mörgum gefinn.
Oft var spjallað um þjóðmálin, þar
var hann alltaf vel að sér og hafði
skoðanir á hlutunum. Veðrið, landið
og náttúra Íslands. Hann þekkti
landið sitt eins og fingurna á sér.
Hann hafði auðvitað kynnst því hér á
árum áður þegar engin leiðsögutæki
voru í fluginu og að mér fannst nán-
ast lagt á minnið hverja þúfu. Þegar
hann flaug með farþega naut hann
þess líka að segja frá því sem fyrir
augum bar. Þá átti hann það til að
flétta inní sögulegum atburðum og
ég veit að margir kunnu að meta það.
Það er af svo mörgu að taka þegar
hugurinn reikar yfir farinn veg.
Minningarnar um hann eru góðar og
hans verður sárt saknað.
Vinur heim frá Winnipeg
og vesturbaugalínum,
hafðu Íslands auðnuveg
undir vængjum þínum.
Þessa vísu orti Guttormur J. Gutt-
ormsson skáld í Nýja Íslandi til föð-
ur míns áður en hann fór heim frá
Kanada árið 1943. Þá hafði hann lok-
ið flugnámi og hvarf til starfa á þeim
vettvangi heima á Íslandi. Nú svífur
andi hans skýjum ofar og ég trúi því
að Haukur bróðir hafi nú tekið á
móti honum í nýjum heimkynnum.
Megi góður Guð vernda sálu
þeirra beggja og hugga okkur sem
lifum.
Hjördís.
,,Já, ertu sonur Jóhannesar?“ Ég
veit ekki hversu oft þetta hljómaði í
eyrum mínum sem barn. Mér fannst
allir þekkja pabba. Sennilega vegna
þess að það þekktu hann allir.
Minningarnar hrannast upp,
minningar úr laxveiði með pabba og
Gunnari frænda í Blöndu, pabbi að
segja útilegumannasögu að kvöldlagi
eða pabbi að smíða með okkur flug-
dreka úti í bílskúr á Lindarflötinni.
Og það voru engir smá drekar.
Kassalaga og flugu best í hávaða-
roki.
Einhverja nóttina sluppu kanín-
urnar okkar bræðranna út. Það
fréttum við morguninn eftir, en þeg-
ar pabbi hafði komið úr kvöldflugi
hófst mikill eltingarleikur einkenn-
isklædds manns og kanínanna, elt-
ingarleikur sem barst um víðan völl.
Nágrannar horfðu á í forundran en
kipptu sér annars lítið upp við að
skrítnir atburðir gerðust í kring um
Lindarflöt 28.
Ég man þegar pabbi sprengdi upp
minkagrenið í hrauninu. Eitthvað
misreiknaði hann bensínmagnið og
bomban kom sennilega fram á jarð-
skjálftamælum. Það fannst okkur
drengjunum flott. Af ýmsu er að
taka og minnist ég þess er pabbi leit-
aði að heita vatninu í Háubrekku. Þá
var ekkert verið að pota niður skóflu
hér og þar, en fenginn jarðbor í stað-
inn.
Þegar pabbi var ekki að fljúga
reyndi hann að vera sem mest á sjón-
um. Hann undi sér ákaflega vel á
Herjólfi með Steina Jóns eða Ormi,
og fyrir kom að okkur systkinum
þætti óþarflega oft fiskur í matinn.
Það var ákaflega sérstök reynsla
að hjálpa pabba að mála húsið. Þegar
hann var búinn að sýna okkur hvern-
ig ætti að gera var venjulega ekkert
eftir.
Ég man þegar pabbi stóð með
stöngina einn morguninn úti í Hús-
eyjarkvísl, einhvern tímann á átt-
unda áratugnum, þegar hann var
beðinn að skreppa til sólarlanda.
Fyrsta ferð var tekin suður, flogið til
Spánar um nóttina, fyrsta ferð norð-
ur á Sauðárkrók aftur um morgun-
inn og stöngin bleytt í ánni rétt fyrir
hádegi. ,,Hafðirðu gagn af ferðinni
Jóhannes minn?“ spurði amman á
bænum og skildi ekkert í þessu
flandri. Við hin vorum vön allskonar
skringilegheitum og kipptum okkur
ekkert upp við svona smáskreppur.
En nú er pabbi floginn í hinsta
sinn og stefnan er tekin upp á við, á
slóðir sem við þekkjum lítið. Eftir
sitjum við og ornum okkur við minn-
ingarnar. Minningar um uppátækja-
saman föður, prakkara og húmor-
ista, firnagóðan og margfróðan
sögumann, mjúkan afa og umfram
allt, mann sem öllum þótti vænt um.
Árdís, Þorsteinn Ingi og Stefán
Haukur biðja fyrir hinstu kveðju full
þakklætis fyrir allar góðu minning-
arnar.
Bless pabbi minn.
Hjörleifur.
Nú er afi lagður af stað í sitt síð-
asta flug. Hann var enginn venjuleg-
ur afi. Eins konar ævintýra-afi, hafði
ferðast heimshorna á milli og upp-
lifað meira en flest af hans samtíma-
fólki.
Þegar hann kom í heimsókn kom
hann oftast úr loftinu og lenti á
túninu, á meðan venjulegir afar
komu keyrandi. Þegar von var á afa
rýndi maður í skýin og beið eftir að
heyra vélarhljóð í flugvél. Nú getur
maður með vissu horft til himins,
þegar hugsað er til hans.
Margt kemur upp í hugann af
minningum, sérstaklega frá Lindar-
flötinni í gamla daga. Þar var appels-
ínutré í garðskálanum, skinn af hin-
um ýmsu dýrum uppi á vegg, stór
hvaltönn undir stiganum og orgel
með mörgum mörgum tökkum, sem
gaman var að fikta í. Sannkallaður
ævintýraheimur fyrir lítil börn.
Þegar afi kom til rjúpnaveiða heim
til okkar var hann alltaf með döðlur
og þrúgusykur í vasanum, til að
verða ekki „bensínlaus“ á göngunni,
þessu góðgæti var síðan stungið til
okkar barnanna að veiðitúrnum
loknum. Það var nóg til þess að okk-
ur verður alltaf hugsað til afa um leið
og döðlur ber á góma. Eins allar þær
ótrúlegu ævintýralegu sögur sem
hann sagði, frá sínum ferðum.
Við erum þakklát fyrir að hafa átt
ævintýra-afa, þótt samverustundirn-
ar hefðu getað verið fleiri.
Vottum öllum aðstandendum sam-
úð okkar og óskum afa góðs flugs og
góðrar heimkomu til þeirra sem á
undan eru gengnir.
Jóhanna Laufey, Kristrún,
Jóhannes og Alice Snorrabörn.
Jóhannesi kynntist ég ekki að ráði
fyrr en ég hóf störf fyrir Flugfélag
Íslands í Kaupmannahöfn 1952.
Hann var flugmaður af lífi og sál alla
sína löngu starfsævi og var í hópi
allra fyrstu brautryðjendanna í ís-
lenskum flugmálum þegar á árum
síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann
hóf reyndar loftferðir sínar í svif-
fluginu. Eins og nærri má geta flaug
Jóhannes ótal mörgum flugvélagerð-
um sem allar léku í höndunum á hon-
um. Hann var m.a. flugstjóri fyrstu
þotu (Gullfaxa) Íslendinga, frá verk-
smiðjunum í Kaliforníu til Reykja-
víkur. Gullfaxi var í eigu Flugfélags
Íslands.
Jóhannes var mjög ljóðelskur
maður og notaði stundum tímann í
löngum flugferðum sínum til þess að
læra utanbókar m.a. sum af lengstu
og erfiðustu kvæðum Einars Bene-
diktssonar skálds. Það var unun að
hlýða á hann flytja sum þessara ljóða
í góðra vina hópi. Sjálfur vildi hann
aldrei viðurkenna að hann væri mús-
íkalskur, en þeir sem þekktu hann
vel vita að tónlistin átti að honum
greiðan aðgang. Það kom í minn hlut
að útvega honum og fleirum úr áhöfn
hans aðgöngumiða að einum af
a.m.k. þrennum kveðjutónleikum
Beniaminos Giglis í Kaupmanna-
höfn. Það var sannarlega hrifinn og
þakklátur maður, sem þannig hafði
fengið að njóta þessa yfirburða
söngvara eina kvöldstund. Reyndar
gáfust fleiri slík tækifæri, þótt Gigli
sé minnisstæðastur í þessu sam-
bandi. Fögur, vönduð og vel flutt
tónlist hitti Jóhannes örugglega í
hjartastað.
Brautryðjendur íslenskra flug-
mála bjuggu oft við þröng kjör og
erfið skilyrði. Í þeim hópi átti Jó-
hannes marga góða vini og félaga.
Hann var sem flugmaður hvers
manns hugljúfi. Hann gjörþekkti
landið okkar vegna áralangs flugs
hér heima, oft í lítilli hæð. Flugvél-
arnar gátu ekki flogið hátt í þá daga
og nýtt sér betra veður í efri loftlög-
um. En hin mikla þekking Jóhann-
esar á landinu okkar og sú staðreynd
að hann hafði fjarska gott vald á
móðurmálinu varð til þess að hann
notaði oft tækifærið til þess að benda
farþegum sínum á eitt og annað at-
hyglisvert á leiðunum um loftin blá.
Það er margs að minnast úr sam-
starfinu við góðan dreng, en sjálfur
hefir hann skrifað minningar sínar
„Skrifað í skýin“ svo ljómandi vel, að
engu er við þau skrif að bæta hér. En
að lokum skal hjartkærum vini,
miklum brautryðjanda og hugsjóna-
manni þökkuð óvenjulega ánægjuleg
samfylgd á langri vegferð. Allri fjöl-
skyldu Jóhannesar Snorrasonar
sendum við Anna innilegustu sam-
úðarkveðjur nú þegar leiðir skilur.
Birgir Þórhallsson.
Föðurbróðir minn, Jóhannes R.
Snorrason, eða Billi eins og hann var
iðulega kallaður er genginn á vit
feðra sinna. Billa var alltaf gaman að
hitta – og ég, svo miklu yngri en
hann, hafði alltaf gaman af þegar
hann kom í kaffi í foreldrahús mín
eða við önnur álíka tækifæri. Hann
hafði alltaf frá einhverju áhugaverðu
að segja og sagði svo skemmtilega
frá að oft var unun á að hlusta. Billi
hafði iðulega þann háttinn á, að
koma frásögnum sínum í einhvern
háðulegan eða glettinn búning,
þannig að maður gat skellihlegið yfir
frásögnunum og frásagnarhættin-
um. Það þótti Billa heldur ekki leið-
inlegt og gat gjörsamlega farið á
flug; svo sögurnar komu þá oft á
færibandi og hló hann þá sjálfur með
okkur hinum sem við kaffiborðið sát-
um. Svo brást honum aldrei minnið
og gat á svipstundu rifjað upp skond-
in atriði eða neyðarleg sem gerðust á
löngum og farsælum ferli hans sem
flugmaður. Oft þurfti ekki nema
minnast á eitthvert atvik, þá tók Billi
kipp í sætinu og sagan sem atvikið
átti sér stað í varð skyndilega ljóslif-
andi. Oftast var um flugsögur að
ræða og þó svo liðin væru 30–60 ár,
þá lýsti Billi veðrinu í viðkomandi
túr, hver aðstoðarflugmaðurinn var,
hvenær ferðin var flogin og hvert og
á hvaða flugvél og hvað bar fyrir í
ferðinni. Og þá helst tínt til það
spaugilegasta eða það „agalegasta!“
sem gerðist. Það var ekki nema von
að maður sæti með eyrun spennt og
sætin upprétt.
Já, það var svo sannarlega sökn-
uður sem kom upp í hugann þegar ég
frétti að Billi væri ekki væntanlegur
í kaffi framar. Billi var án efa einn af
fræknustu flugmönnum þjóðarinnar
og ég leit alltaf upp til hans en það
var aldrei á honum að sjá eða heyra
að hann væri með reyndustu flug-
mönnum; það rigndi aldrei upp í nef-
ið á Billa. En hann gat komið ferli
sínum í skemmtilegan búning; m.a. í
þrjár bækur. Ég las bækurnar hans,
Skrifað í skýin I, II og III, spjald-
anna á milli oftar en einu sinni og ég
sagði honum einu sinni frá því. Hann
svaraði, allt að því stórhneykslaður:
„Hvað ertu að segja, rosalega áttu
bágt, þú hefur nú ekki mikið fyrir
stafni!“ Og svo hló hann. Þetta var
dæmigert svar frá honum og ég hló
líka. Eitt sinn kom ég í Gallery Kjöt
og sá þau Billa og Örnu að skoða í
kjötborðið, þau sneru baki í mig svo
ég læddi mér beint aftan við Billa og
sagði hátt um leið og ég klappaði á
öxlina á honum: „Hann vill bara eitt-
hvað ódýrt þessi!“ Ég man vel svip-
inn á Billa og glottið sem kom á hann
þegar hann sá að hann var skák og
mát þarna innan um hina kúnnana,
svo greip hann um handlegginn á
mér og hvíslaði „ég skal launa þér
þennan síðar!“ og svo tísti í honum
hláturinn. Það voru einmitt svona at-
vik sem einkenndu Billa, hann hafði
allaf gaman af léttum pillum sem var
„skotið“ á viðkomandi. Ekki síst
vegna þessa strákslega húmors
fannst mér Billi aldrei vera gamall
maður, enda verið heilsuhraustur,
vökull og hress nær alla ævi. Það var
svo fyrir skömmu sem við skiptumst
á bókum, Billi fékk ljósmyndabókina
mína og ég fékk Skrifað í skýin-bæk-
urnar hans sem hann áritaði með
kveðju til tveggja ára sonar míns
sem er kominn með, að ég tel, ólækn-
andi flugdellu. Mér þótti vænt um
þetta. Ég vona svo sannarlega að það
séu nú góðveðursský hjá þér frændi
og útsýnið gott. Ég sendi samúðar-
kveðjur til fjölskyldu og vina Jó-
hannesar.
Haukur Snorrason, ljósmyndari.
Í dag kveðjum við einn af okkar
fræknustu og þekktustu flugmönn-
um fyrr og síðar, Jóhannes Reykja-
lín Snorrason með flugskírteini nr. 5.
Jóhannes föðurbróðir minn þekkti
ég frá því ég man eftir mér, smá
polli, en hann var ávallt kallaður Billi
af systkinum sínum og okkur heima,
en Billi kallaði aftur á móti föður
minn oftast Lilla alla tíð, þótt kom-
inn væri yfir sjötugt, enda hann lang
yngstur systkinanna. Billi frændi
kom alloft til okkar í Kópavoginn á
leið sinni heim í Garðabæ eða út á
flugvöll er ég var strákur, en var
ávallt á hraðferð. Hann kom eins og
fellibylur, hafði tal af pabba, lét
nokkur glettnisorð falla við mömmu
eða okkur krakkana og var svo rok-
inn út. Ég held að hann hafi alltaf
verið að flýta sér, eða það fannst mér
alla vega sem barn, enda var ég
fremur feiminn við hann í þá daga.
Síðar er ég varð eldri kynntist ég
honum betur og naut þá eins og
fleiri, frásagnargleði hans sem var
að mörgu leyti sérstök. Billi hafði
stálminni, kunni t.d. heilu ljóðabálk-
ana eftir Einar Benediktsson, sem
hann unni sérstaklega og kallaði vin
sinn. Hann hafði sérstakt yndi af að
segja frá liðnum atburðum sem
höfðu hent hann ýmist sem barn á
Flateyri, í fluginu eða í veiðiferðum
allskonar. Allt virtist verða að æv-
intýrum sem hann kom nærri, næst-
um hver flugferð. Má jú lesa um
mörg þessara ævintýra í ævisögu
hans, Skrifað í skýin. Ég minnist sér-
staklega hversu vinsælt var í jóla-
boðum hjá afa Snorra og Bjarnveigu
á Stýrimannastíg 5, þar sem hann
gat haldið gestunum föngnum undir
skemmtilega hnyttnum frásögnum
af ýmsum mönnum sem hann hafði
kynnst, og gæddi þær svo miklu lífi
að flestir gleymdu stund og stað.
Þær voru ófáar rjúpna- og gæsaferð-
irnar sem ég fór með þeim bræðrum,
föður mínum og Billa, ýmist upp í
Húsafell eða á Holtavörðuheiði, nú
eða norður í Skagafjörð þar sem Billi
átti jörð um tíma.
Oftast farið í bíl Billa, Ford 1955,
eða Ford Bronco 1966 og ’71 . Billi
keyrði auðvitað, oftar en ekki í loft-
inu, og þegar komið var inn á ein-
breiðar brýr, og við pabbi vorum log-
andi hræddir, eða ef einhver dóninn
var óþægilega nærri og vildi komast
framúr, var stundum spýtt duglega í.
Ég sat aftur í og hlustaði á glæfra-
sögur úr fluginu eða úr eldri veiði-
ferðum. Sögustundin hófst iðulega í
Mosfellssveit og entist allan Hval-
fjörð og uppsveitir Borgarfjarðar
upp að Kóngsvörðu á Holtavörðu-
heiði og hófst aftur eftir erfiða göngu
um heiðarlöndin er í bílinn var komið
á ný, í svarta myrkri og oft fljúgandi
hálku, alla leið til Reykjavíkur um
kvöldið. Þessar rjúpnaferðir með
þeim pabba og Billa eru ljóslifandi í
minningunni og ylja mér um hjarta-
rætur. Glettni var hans aðalsmerki,
hann sá oftar en ekki hið spaugilega í
fari manna, hafði jú skoðun á mönn-
um og ýmsu atferli manna, ýmist af
vorkunnsemi, hneykslan eða hann
samgladdist með oft sérlega
skemmtilegu orðfæri sem hélt hlust-
endum svo við efnið að þeir gleymdu
stund og stað. Afstöðu sinni til hugs-
anlegrar Evrópuaðildar Íslands hélt
hann og ekki aðeins fyrir sig, hann
þoldi ekki þá menn er vildu selja
landið í hendur Brusselsherrum og
sparaði sig hvergi í að leiða mönnum
það fyrir sjónir hvað okkar litla sam-
félagi stæði mikil hætta af því.
Minni hans var og slíkt fram á efri
ár að aðdáunarvert var. Fyrir nokkr-
um árum hélt hann tölu fyrir okkur
flugáhugamenn í Mosfellsbæ, þar
sem hann flutti 2ja tíma erindi um
innrás Þjóðverja inn í Grænland, þar
sem Danir voru með veðurstöðvar
fyrir Bandamenn og skipalestir
þeirra. Billi flutti erindið eftir tíma-
röð, nefndi nöfn þýskaranna og Dan-
anna sem hefði hann hitt þá daginn
áður og hélt athygli okkar óskiptri
allan tímann. Enginn okkar hafði
heyrt um innrás Þjóðverja í Græn-
land áður. Nú, eftir að Billi hættir
sem atvinnuflugmaður 63ja ára held-
ur hann áfram að stunda flug sér til
ánægju enda mikill flugáhugamaður
alla tíð, hann gekk í Flugklúbb Mos-
fellssveitar ásamt yngri sonum sín-
um Hjörleifi og Jóhannesi Erni er
þeir voru að læra flug, átti með þeim
JÓHANNES R.
SNORRASON