Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Abu Musab al-Zarqawi,meintur leiðtogial-Qaeda-hryðjuverka-hreyfingarinnar í Írak, féll í loftárás Bandaríkjahers á íverustað hans norðaustur af Bag- dad í fyrradag. Zarqawi er talinn eiga sök á dauða hundraða, ef ekki þúsunda manna, en sveitir hans hafa lýst ábyrgð á hendur sér á ýmsum verstu ódæðisverkum síðustu þriggja ára í Írak. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, greindi frá þessum tíðindum á fréttamannafundi í Bagdad snemma í gær en við hlið hans stóðu Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna, og George Casey, hershöfðingi í Bandaríkjaher. „Við höfum gert út af við al-Zarqawi,“ sagði Maliki og brutust í kjölfarið út mikil fagnaðarlæti í fundarsalnum. Sjö aðrir týndu lífi í aðgerðum Bandaríkjahers á miðvikudag, þ. á m. Sjeik Abdul Rahman, trúarlegur ráðgjafi Zarqawis. Meðal hinna látnu var einnig kona, sem ekki hafa verið borin kennsl á, og lítið barn. Dauði Zarqawis þykir sæta mikl- um tíðindum og þeim var víða fagn- að í gær. Ekki síst þykja þau líkleg til að styrkja stöðu Malikis, sem ný- verið tók við forsætisráðherraemb- ættinu í Írak, en ósætti og deilur hafa sett svip á ríkisstjórn hans, sem lokið var við að manna í gær. Frétta- skýrendur eru þó ekki á eitt sáttir um hvort dauði Zarqawis muni hafa þau áhrif, að úr ofbeldi dragi í Írak. Fyrstu vísbendingar benda ekki endilega til þess að svo verði, en nítján manns týndu lífi í tveimur sprengjutilræðum í Bagdad í gær. Tveimur fimm hundruð punda sprengjum varpað á húsið Casey, sem er æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, sagði að Zar- qawi hefði fallið þegar loftárás var gerð á „afskekktan felustað“ hans í þorpinu Hibhib um átta km norður af borginni Baquba kl. 18.15 að stað- artíma í fyrradag, um kaffileytið að íslenskum tíma. Sagði hann einnig að borist hefðu upplýsingar frá hátt- settum liðsmönnum vígasveita Zar- qawis sem dugað hefðu Bandaríkja- her til að vita hvar Zarqawi hygðist funda með nokkrum fylgismanna sinna. Fram kom í máli Malikis forsætis- ráðherra að íbúar á svæðinu hefðu veitt íröskum öryggissveitum upp- lýsingar um verustað Zarqawis og Bandaríkjaher hefði síðan brugðist við þeim upplýsingum með fyrr- greindri aðgerð. Casey sagði á hinn bóginn að að- gerðin hefði hafist fyrir tveimur vik- um en þá var byrjað að rekja slóð Zarqawis. Kom fram í máli Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra Íraks, að í kjölfar þess að Zarqawi sendi frá sér myndband undir lok apríl hefði verið ráðist í það af fullum krafti að hafa uppi á honum. Mun maður sem var í haldi Bandaríkjamanna, skv. blaða- manni The Australian, Ma lov, hafa þekkt hús það sem var í þegar myndbandið var Zarqawi svaf að vísu sja nætur í röð á sama stað e tiltekna stað, húsið í Hib hann hafa heimsótt áður s nefndum heimildarmanni. William Caldwell, undir ingi og talsmaður Bandar sagði síðar í gær að aðgerð dag hefði verið afrakstur og markvissrar vinnu“ á g upplýsinga sem borist hefð vikur. Caldwell sýndi ljós líki Zarqawis á fréttamann myndband af aðgerð Ba hers en fram kom að ba F-16 herþotur hefðu varpa fimm hundruð punda spr íverustað Zarqawis. „Við vo í nokkrum einasta vafa um qawi væri í húsinu,“ sagði C „Við höfum gert ú af við al-Zarqawi Nafntogaðasti forystumaður uppreisnarinn í Írak drepinn í aðgerðum Bandaríkjahers                    ' (  ) * + ,   -  ,  !&9"08 ( (.%:;-.&$" <&  !-&/!& "&'+&$/' *.8& ".)$- / 0  $"0 =&/$&$/&. !"+$9$& >& -'?+&  !'&"-+ /$ &&/(& !.%:;&@  ' "0"$ /- /  . !" .&0$ ' - #9&!!"! (  6+&/A! 8&  /+8$ ". $ ! .*&./& +'?"0+&""+  6+)3%&9"& 00!.  B$ * !/" /     5 CDD7EF ,G HFI !  !   #  $   %     7 , ,;( Skiptar skoðanir voru um þaðí gær hve mikil áhrif falljórdanska hryðjuverkaleið-togans Abu Musab al-Zarq- awis myndi hafa á gang mála í Írak. Nafn hans hefur vissulega orðið eins konar samheiti yfir illræðismenn sem drepa fyrst og fremst óbreytta, íraska borgara og erlenda gísla í morðæði sínu. En ekki er víst að hann hafi haft mikil áhrif á stjórn- málaástandið í landinu, önnur en þau að ýta undir ringulreið og vantrú á stjórnvöldum. Átökin eru annars vegar milli arabískra súnníta sem hafa áratugum saman verið mestu ráðandi í Írak, þótt þeir séu aðeins um fimmtungur íbúanna, og hins vegar sjía-araba sem eru sennilega um 60%. Trúarofstækismenn gegna yfirleitt aukahlutverki í þeim deil- um. Eins og fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, Rob Watson, bendir á er vitað að tugir eða hundr- uð ólíkra hópa berjast í Írak gegn Bandaríkjamönnum og ríkisstjórn- inni, margir alveg ótengdir Zarqawi og mönnum hans. Talið er að Zar- qawi hafi síðustu mánuðina glutrað niður hluta af þeim stuðningi sem hann naut framan af. Er ástæðan grimmdin sem hann sýndi erlendum gíslum og óbreyttum Írökum. Segir Watson að Zarqawi hafi lent upp á kant við marga ættbálkahöfðingja í héruðum súnní-araba þar sem upp- reisnin hefur verið öflugust. Sjítar fögnuðu margir ákaft í gær þegar þessi sameiginlega óvinur þeirra og Bandaríkjamanna sagður fallinn. Þrátt fyrir ý semdir velkist enginn í vafa dauði Zarqawis styrkir bæð völd í Bagdad og Bandaríkj amk. um sinn, að loksins sk tekist að ráða niðurlögum m sem nefndur hefur verið „an reisnarinnar“ í Írak. Ýtti undir hatur á sjítum Ekki má gleyma því að han sig fram um að ýta undir ha súnníta í garð sjíta og hvatt til þess að sjítum í Írak yrði Þeir væru auk þess stuðnin erfðaóvinarins, Írans. Heim armenn segja þó að fall Zar líklega ekki jafn mikilvægu ur og það að í gær tókst efti þóf að skipa ráðherra til að embætti varnarmála, innan ismála og öryggismála. Stjó nýja forsætisráðherra, Nou Malikis, fær loksins byr í se Zarqawis sama dag gæti ge Maliki áru sigurvegarans í a almennings. Nauðsynlegt er að hafa í „Andlit uppreisnar deyr – en lifir andi Mjög er deilt um það hvaða áhrif fall Jórdanans al-Zarqawis muni hafa á þróun mála í Írak. Kristján Jónsson kynnti sér stöðuna og álit sér- fræðinga í málum hryðjuverkasamtaka. MIÐSTJÓRNARFUNDUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Í dag kemur miðstjórn Fram-sóknarflokksins saman tilfundar við óvenjulegar að- stæður. Flokkurinn hefur verið að- ili að ríkisstjórn í samfleytt ellefu ár og haft stjórnarforystu á hendi síðustu misseri. Halldór Ásgríms- son hefur tilkynnt að hann láti senn af embætti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins taki við. Halldór hefur jafnframt til- kynnt að hann láti af flokksfor- mennsku og hverfi af vettvangi stjórnmálanna á flokksþingi, sem upplýst er í Morgunblaðinu í dag að verði haldið síðari hluta ágústmán- aðar. Hugmyndir Halldórs Ásgríms- sonar og samstarfsmanna hans um breytingar á forystu Framsóknar- flokksins fóru út um þúfur og satt að segja hefur þjóðin nánast staðið agndofa gagnvart þeirri upplausn, sem verið hefur síðustu daga í for- ystu og þingflokki Framsóknar- flokksins. En nú virðist sem flokkurinn sé að ná tökum á sjálfum sér. Í Morg- unblaðinu í dag er skýrt frá því, að eftir fund Halldórs Ásgrímssonar og Guðna Ágústssonar undir kvöld í gær hafi tekizt fullar sættir með formanni og varaformanni Fram- sóknarflokksins. Það er stórt skref í rétta átt. Þeir Halldór Ásgrímsson og Guðni Ágústsson munu sameigin- lega leggja fyrir fund miðstjórnar í dag tillögu um flokksþing seinni hluta ágústmánaðar. Þar verður kjörin ný forysta. Það þýðir, að þegar hin pólitíska vertíð hefst í haust gengur Framsóknarflokkur- inn sameinaður (væntanlega) fram á vígvöllinn. Þá verður, ef vel tekst til, hvorki óvissa um forystu né að- ild Framsóknarflokksins að núver- andi ríkisstjórnarsamstarfi. Flest bendir því til að Framsóknarflokk- urinn sé að ná tökum á sjálfum sér. Það hefur ákaflega mikla þýð- ingu fyrir pólitíkina, alla vega í ná- lægri framtíð, að Framsóknar- flokknum takist þetta. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr gegn- ir þessi flokkur lykilhlutverki í ís- lenzkum stjórnmálum. Hann skap- ar eða hefur skapað ákveðið jafnvægi á milli hægri og vinstri. Í formannstíð Halldórs Ásgríms- sonar hefur hann fremur hallast að hægri kantinum. Sennilega er ástæðan fyrst og fremst sú, að Halldóri hefur ekki litist á blikuna, þegar hann hefur horft til vinstri. Hann er varkár og ábyrgur stjórn- málamaður og hann hefur ekki vilj- að taka áhættuna af því að reyna að stjórna landinu með hópi fólks, sem hann hefur talið að komi ekki fram með ábyrgum hætti í stjórnmála- baráttunni. Þessi afstaða Halldórs Ásgríms- sonar hefur dugað Framsóknar- flokknum vel. Hann hefur í rúman áratug haft mun meiri áhrif í ís- lenzkum þjóðmálum en kjörfylgi hans segir til um. Flokkurinn hefur komið mörgum áhugamálum sínum fram og dugar að vísa til Kára- hnjúkavirkjunar og álvers á Reyð- arfirði, en þessar framkvæmdir eru að gjörbreyta Austurlandi. Hvort sem menn eru með eða móti þess- um framkvæmdum er þetta veru- leikinn, sem við blasir. Það fer því ekki á milli mála, að það er mikið í húfi fyrir Framsókn- armenn að þeim takist á fundinum í dag að tryggja stöðugleika í flokkn- um og leggja grundvöll að upp- byggilegu flokksþingi. NÁGRANNARÍKI RÚSSA Hvers vegna er það svo, að nán-ast öll nágrannaríki Rússa leggja áherzlu á að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu? Skýringin á því er augljós. Reynsla þeirra af því að búa í nágrenni við Rússa og framkoma Rússa við þau valda því að þau vilja leita skjóls innan Atl- antshafsbandalagsins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að gangi Úkraína og Georgía í Atlantshafsbandalagið þýði það gríðarleg umskipti í aust- urhluta Evrópu. Það er rétt. Inn- ganga Úkraínu í Atlantshafsbanda- lagið og Evrópusambandið þýðir að einangrun Úkraínu rofnar og þessi mikla þjóð, sem á þetta mikla land kemst í samband við umheiminn. Úkraínumenn hata ekki Rússa, þótt þeir hefðu fulla ástæðu til eftir tilraunir Stalíns til þess að svelta þá til dauða á fyrri hluta 20. aldarinn- ar. Þeir tala vel um Rússa og líta svo á, að almennir borgarar í Rúss- landi hafi verið fórnarlömb Stalíns ekkert síður en þeir sjálfir. En þeir vilja aðild að Atlantshafsbandalag- inu m.a. til þess að þeir atburðir, sem urðu á þeim tíma í Úkraínu verði ekki endurteknir ef nýr harð- stjóri kemst til valda í Moskvu. Þeir hafa líka ástæðu til að vantreysta núverandi valdhöfum í Moskvu eins og kom í ljós í gasdeilunni fyrir nokkrum mánuðum. Þegar Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að þeir muni meta af- leiðingar af aðild Úkraínu og Georgíu að Atlantshafsbandalaginu út frá þjóðarhagsmunum Rússa má hann ekki gleyma því að fyrrnefnd- ar þjóðir meta líka hverjir þjóðar- hagsmunir þeirra eru. Rússar geta ekki komið í veg fyrir að nágrannaríki þeirra gangi í Atl- antshafsbandalagið. Hótanir þeirra eru marklausar. Þeir geta ekki fylgt þeim eftir. Þess vegna eiga Rússar að snúa við blaðinu og stefna að því að lifa í friði við nágranna sína. Atl- antshafsbandalagið hefur í meira en hálfa öld verið góður nágranni margra þjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.