Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÁTT hefur komið jafnoft til tals meðal landsmanna undanfarna daga og væntanleg umskipti í ríkis- stjórn og stjórn Framsóknar. Síðast- liðið mánudagskvöld tilkynnti Halldór Ás- grímsson afsögn sína sem forsætisráðherra og sem formaður Framsóknarflokksins. Ástæðuna fyrir þess- ari afdrifaríku ákvörðun sagði Hall- dór vera slæmt gengi flokksins í sveitar- stjórnarkosningunum, enda yrði hann að axla ábyrgð. Fljótlega kom í ljós að veldissproti for- sætisráðherra hafn- aði í höndum Geirs H. Haarde, núver- andi fjármálaráð- herra. Enn er óvíst hver kemur í stað Geirs. Halldór var ekki lengi að finna nýjan mögu- legan erfðaprins, nefnilega Finn Ingólfsson, fyrirverandi alþing- ismann og ráðherra. Prinsinn hafn- aði formannskrúnunni að vísu, sagðist halda áfram sem formaður VÍS Þótt mikið hafi verið þrýst á Guðna Ágústsson landbúnaðar- ráðherra að segja af sér sem vara- formaður flokksins hefur hann ákveðið að sitja sem fastast, alla- vega fram að flokksþingi. Næst í goggunarröðinni á eftir Guðna er Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins, og ætti hún að verða varaformaður. Boðað hefur verið til miðstjórnarfundar Framsóknar í dag, 9. júní. Verður staðan þá rædd. Einnig hefur Halldór beðið um að flokksþingi verði flýtt, helst til haustsins en þá verður kosið um nýja flokksforystu. Skal það liggja milli hluta, hvaða kandídat- ar eru líklegastir, en Valgerður Sverris- dóttir telur sig álitlega, a.m.k. álitlegri en Guðni Ágústsson. Banalega Fram- sóknar hefur lengi verið sýnileg og yfir- vofandi. Þrátt fyrir nánast ósýnilegt fylgi hefur flokkurinn alltaf samið um samstarf, oftast sem hækja sjálfstæðismanna og er því valdamesti flokkur landsins miðað við fylgi. Núna hefur flokksforystan um tvennt að velja: Að velja sér nýja og sterkari stjórn sem blæs lífi í fársjúkan flokkslíkamann eða deyja drottni sínum. Hrókeringar og hræringar Brynja Halldórsdóttir skrifar um framtíð Framsóknarflokksins ’Banalega Fram-sóknar hefur lengi verið sýnileg og yfirvofandi.‘ Brynja Halldórsdóttir Höfundur er í landsstjórn UVG. ÞAÐ fer greinilega í taugarnar á jaðarflokkunum að framsókn- armenn hafi myndað meirihluta með sjálfstæðismönnum í Reykja- vík. Hvort vonbrigðin eru vegna þess að þeir sjálfir vildu vinna með framsóknarmönnum eða sjálfstæðis- mönnum hefur ekki komið nóg og skýrt fram. Staðreyndin er sú að VG og Samfylk- ing dæmdu sig sjálf út úr Ráðhúsinu með því að leggja niður Reykjavíkurlistann og F-listinn virðist vera stjórnmálaflokkur sem ekki er hægt að ná samkomulagi við. Það er ekkert við Framsóknarflokkinn að sakast í þeim efn- um. Styrkleikarnir Þeim sem hæst hafa er tíðrætt um að lýðræðið hafi ekki fengið að ráða þar sem Framsóknarflokkur- inn með 6,3% fylgi ráði nú borg- inni með völd langt umfram það fylgi sem flokkurinn fékk í kosn- ingunum. Skýringin á því er ein- föld. Framsóknarflokkurinn er alltaf fyrsti valkostur þeirra sem þurfa að mynda meirihluta. Líka þeirra flokka sem nú keppast við að tala Framsóknarflokkinn niður og gerðu það einnig með afar ósmekklegum hætti í kosningabar- áttunni. Hæfileiki Framsókn- arflokksins til samstarfs og sam- vinnu á sér langa sögu og byggir á þeim grunngildum að sætta ólík sjónarmið og ná sameiginlegri nið- urstöðu. Þess vegna er flokkurinn oft í ríkisstjórn og oft í meirihluta sveitarfélaga. Jaðarflokkarnir eru ósveigjanlegri og eru þess vegna oftar utan ríkisstjórnar og í minni- hluta í sveitarstjórnum. Í þessu ljósi er hægt að segja með sanni að atkvæði greitt Framsóknar- flokknum vegi þyngra en atkvæði greitt jaðarflokkunum. Það er ekk- ert óréttlæti eða galli á lýðræðinu sem veldur þessu. Framsóknar- flokkurinn er einfaldlega sam- starfshæfari en aðrir flokkar og þess vegna er atkvæði greitt Framsóknarflokknum meira virði ef svo má að orði komast. Því fyrr sem kjósendur átta sig á þessu, því betra. Veikleikarnir Fylgistap Fram- sóknarflokksins í ný- afstöðnum sveitar- stjórnarkosningum er alvarlegt áhyggjuefni. Flokkurinn tapaði u.þ.b. helmingnum af sveitarstjórnar- mönnum sínum um land allt. Meira að segja á Akra- nesi, þar sem flokkurinn hefur stýrt mesta framfaraskeiði í sögu bæjarins, þurftum við að þola stórt tap. Það sem gerðist í þessum kosningum var að þær snerust um allt annað en verið var að kjósa um. Þær snerust ekki um sveitar- stjórnarmálin heldur snerust þær um að refsa Framsóknarflokknum í landsstjórninni. Við það þurftu allir sveitarstjórnarmenn flokks- ins, hringinn í kringum landið, að glíma. Og fyrir hvað er svo verið að refsa flokknum? Er það fyrir mesta og lengsta hagvaxtarskeið í sögu lýðveldisins? Eða er það eitt- hvað allt annað? Mín skoðun er sú að sveita- stjórnarmönnum Framsóknar- flokksins hafi verið refsað fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í stóriðj- umálum sem 70% alþingismanna hafa samþykkt, auk atburða í ut- anríkismálum sem hafa veikt okk- ur og skaðað ímynd flokksins. Kosningarnar snerust sem sagt um það að hengja bakara fyrir smið. Merkilegt hvað böðlarnir hafa úr litlu að spila eftir aftök- una, enda Júdasarpeningar aldrei mikils virði. Tækifærin Ég vænti þess af nýrri forystu Framsóknarflokksins að breyting verði á stefnu flokksins í umhverf- ismálum og framsóknarmenn hefji stórsókn sem byrji á því að gefa ekki tommu eftir í pólitískri um- ræðu í samfélaginu um leið og að- ferðir til ákvarðanatöku í flokkn- um verði endurskoðaðar. Þannig skapar flokkurinn sé tiltrú á nýjan leik. Eins og þessi samantekt ber með sér er niðurstaða kosning- anna í Reykjavík margslungin. Flokkurinn sem fékk minnst fylgi fær næstmest völdin. Atkvæði greitt Framsóknarflokknum er meira virði en atkvæði greitt jað- arflokkunum. Flokkarnir sem mest tala Framsóknarflokkinn nið- ur virðast vera óstarfhæfir þegar kemur að því að mynda meirihluta og ná sameiginlegri niðurstöðu. Ávöxtur þeirra af því að níða skó- inn niður af framsóknarmönnum skilar þeim ekki í valdastöður heldur dæmir þá úr leik. Fram- sóknarmenn í Reykjavík eru lagðir af stað í stórsókn í borginni. Í þá vegferð þurfum við á öllum að halda, sérstaklega þeim félögum okkar sem hafa snúið við okkur baki. Með samvinnu og samein- ingu byggjum við upp sterkan flokk. Ertu með? Mismunandi virði atkvæða Óskar Bergsson fjallar um meirihlutasamstarf fram- sóknarmanna og sjálfstæðis- manna í Reykjavík að loknum kosningum ’Framsóknarmenn íReykjavík eru lagðir af stað í stórsókn í borginni. Í þá vegferð þurfum við á öllum að halda, sér- staklega þeim félögum okkar sem hafa snúið við okkur baki.‘ Óskar Bergsson Höfundur skipaði 2. sætið á B-listanum í Reykjavík. NÝLEGA kom út bók sem fjallar mjög um Morgunblaðið. Vil ég fjalla hér sérstaklega um það sem hún seg- ir um minningargreinar þess, þar eð framlag undirritaðs er þar til umfjöll- unar. En bókin heitir Frá endurskoðun til upplausnar, og er gefin út af Mið- stöð einsögurannsókna og Reykjavík- urAkademíunni. Ritstjórar eru dr. Sigurður Gylfi Magnússon, sagn- fræðingur við Háskóla Íslands, og nemendur hans, þau Hilma Gunn- arsdóttir og Jón Þór Pétursson. Þar heitir þriðji hlutinn Hefðar- svipur; Minning dauðans – Tryggvi V. Líndal og upplausn formsins. Um mig segir þar m.a.: ,,…Tryggvi V. Líndal skáld og mannfræðingur… hefur frá unga aldri verið virkur þátttakandi í opin- berum miðlum hér á landi, einkum sem pistlahöfundur og skáld. Hann hefur tjáð sig um fjölmörg við- fangsefni og verið óþreytandi að láta í sér heyra ef honum hefur legið eitthvað á hjarta…. Lengst af stóðu Tryggva fjölmiðlar opn- ir, hann fékk oftast tækifæri til að segja álit sitt á því sem hann hafði áhuga á að tjá sig um. Um síðir tóku fjölmiðlarnir sömu stefnu hér á landi og víðast hvar ann- ars staðar í heiminum; að lifa eigin lífi og skeyta lítið um þá dauðlegu sem lifðu og hrærðust fyrir utan þá. Þá þrengdist um tækifæri fyrir menn eins og Tryggva að koma sjónar- miðum sínum á framfæri…. Öfugt við langflesta aðra sætti Tryggvi sig ekki við þessa þróun…. Tryggvi fór aðra leið, hann sveigði miðilinn undir vilja sinn með því að ráðast til atlögu við það form hans sem var hvað hefð- bundnast – heilagast – sem stóð á traustum grunni hefðarinnar, nefni- lega minningargreinar Morgunblaðs- ins… Tryggvi V. Líndal hefur ekki lagt neitt sérstakt til í sambandi við hvernig hægt sé að treysta sam- félagsrýnina, hvernig byggja mætti upp áhugaverð skoðanaskipti í þjóð- félagi sem virðist stefna að einsleitni. Hann virðist ekki vera þeirrar skoð- unar að allir jarðarbúar séu eins, heldur virðist Tryggvi vera viss um að sjónarhornin séu mörg. Hans hugsun skipti máli. Tryggvi veltir því svosem ekkert fyrir sér hvort hann hafi eitthvað sérstakt fram að færa; hann hefur aðeins löng- un til að koma sínum hugmyndum á fram- færi, skoðunum sem skipta hann máli. Í stað þess að blogga, eins og margir gera núna, kaus hann að ráðast til atlögu við miðlana sem hann hafði bundið trúss sitt við, dagblöðin í landinu. Tryggvi gerði hið ómögulega, hann sveigði minning- argreinaformið undir hugðarefni sín og leysti merkingu þess upp á svip- stundu. Formúla Tryggva var einföld. Í hvert skipti sem skáld eða rithöf- undur féll frá skrifaði Tryggvi stutta grein þar sem hann minntist fallins félaga, eins og stundum var komist að orði, félaga sem hann þekkti oft lítið sem ekkert, og birti síðan brot af þýð- ingu sinni úr ljóði tákngervings mód- ernismans í skáldskap, T.S. Eliots, Morð í dómkirkjunni (eða vísar í eigin skrif á stöku stað). Með þessum gjörningi sem á sér engan líka í ís- lenskri blaða- og menningarsögu leysir Tryggvi upp form minningar- greinanna; um er að ræða upplausn formsins í sinni hreinustu mynd. Lesendur verða vitni í skrifum Tryggva V. Líndals að margræðri upplausn. Minningargreinarnar urðu ekki aðeins staður fyrir skáldskap hans – ávarp til lesenda sem hann hafði nálgast áður úr annarri átt – heldur einnig staður fyrir esseyju- skrif sem er ætlað að bjóða þöggun byrginn, þöggun um hans eigin skáld- skap en ekki síður um verk móður hans, Amalíu Líndal. Tryggvi skrifar með öðrum orðum ekki aðeins minn- ingargrein um hinn látna hverju sinni heldur er þar að finna á sama stað minningargrein um móður hans… Með gjörningi sínum fetaði hann í fótspor þeirra sem nota kviksögur til að sporna við hugmyndinni um heim- inn, hugmynd sem alltaf er valda- tengd og beitt í þágu einhverra afla. Hann óttaðist ekki að brjóta múra, að deyja og lifna við aftur í nýju formi. Tryggvi hefur stokkið inn í ríki dauð- ans með það í huga að halda lífi og stuðla þannig að endanlegri upplausn formsins.“ Síðan eru endurprentaðar þar 18 minningargreinar eftir mig. Í heild er þar margt fallegt sagt um mig á þeim 40 blaðsíðum af 445 sem bókin spann- ar. Get ég nú aðeins óskað Morgun- blaðslesendum og sjálfum mér til hamingju, og vonað að lestur þessa sagnfræðirits um hugmyndastrauma síðustu áratuga verði svo viðvarandi, að það dugi til að halda minningu skáldskapar míns á lofti; nú þegar sagnfræðistofnun H.Í. virðist vera orðin máttugra tæki til að tryggja skáldi framhaldslíf en sjálf bók- menntastofnun þess skóla. Minning dauðans Tryggvi V. Líndal fjallar um bókina „Frá endur- skoðun til upplausnar“ Tryggvi V. Líndal ’Get ég nú aðeins óskaðMorgunblaðslesendum og sjálfum mér til ham- ingju og vonað að lestur þessa sagnfræðirits um hugmyndastrauma síð- ustu áratuga verði svo viðvarandi, að það dugi til að halda minningu skáld- skapar míns á lofti …‘ Höfundur er skáld og þjóðfélagsfræðingur. „DREKKJUM VALGERÐI EN EKKI ÍSLANDI“ var slag- orð nokkurra ungmenna í mót- mælagöngu um daginn. Unga fólkinu ofbýður stóriðjustefna og álbræðsluárátta stjórnvalda. Þau vilja standa vörð um náttúru landsins og aðhafast, sýna hug sinn í verki. Einhverjum kann að þykja slagorðið barnalegt eða ósmekklegt og getur fordæmt það á þeim grundvelli. Ráðherra átti að láta þar við sitja eða kyrrt liggja. Að taka þessu sem morð- hótun í sinn garð er annaðhvort dómgreindarbrestur eða auð- virðilegur málatilbúnaður. Hið síðarnefnda er líklegra. Mála- tilbúnaður ráðherra er almennt ætlaður einföldum sálum að gleypa en sérstaklega er honum ætlað að gera ungt náttúruvernd- arfólk tortryggilegt og sverta málstað þess. Ráðherra dylgjar um að „morðhótunin“ sé bara byrjunin. Hvað gera þau næst, spyr hann íbygginn og lætur ímyndunarafli áheyrenda eftir að svara. Svona á ráðherra ekki að haga sér. Ríkisvaldið á að búa við aðhald frá almenningi og verður að þola þunga ágjöf ef svo ber undir. Handhöfum þess hverju sinni er þetta misvel ljóst. Hitt er víst að stjórnvöld hafa jafnan tilhneig- ingu til að sauma að tjáningar- frelsinu og hliðra sér hjá gagn- rýni með ýmsum meðulum. Oft í nafni öryggis. Í lýðræðisríkjum eru engir til varnar nema borg- ararnir sjálfir. Þar sem þeir láta að sér kveða, þar er von um siðað samfélag. Sitji þeir með hendur í skauti er vonin úti. Því var ánægjulegt að sjá í Kastljósi að ungu mótmælendurnir ætla ekki að láta ráðherrann hræða sig frá því að tjá skoðanir sínar óhikað. Ef Valgerður ráðherra telur í alvöru að mótmælendurnir sitji um líf sitt á hún að leita sér að- stoðar, en ekki hjá ríkislög- reglustjóra. Hjörtur Hjartarson Ungir mótmælendur hræðast ekki þunga- iðnaðarráðherra Höfundur er kynningarstjóri. Innihaldið skiptir máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.