Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bergur Vern-harðsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 4. janúar 1944. Hann lést á heimili sínu í Keflavík 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vernharður Bjarnason, f. á Húsavík 16. júní 1917, d. 1. mars 2001, og Birna Guðný Björnsdótt- ir, f. í Vestmanna- eyjum 9. maí 1922, d. 5. mars 2002. Systkini Bergs eru Soffía, f. 23. júlí 1946, Bjarni Jóhann, f. 3. maí 1949, Björn Óskar, f. 3. ágúst 1954, og Alda Ólöf, f. 9. júlí 1959. Bergur kvæntist 16. júní 1963 Margreti Birnu Sigurðardóttur, f. 10. apríl 1942. Heimili Bergs og Margretar er í Keflavík. Börn þeirra eru: 1) Birnir Sigurður, f. 18. apríl 1961, kvæntur Vigdísi Vilhjálmsdóttur, f. 19. nóvember 1962, saman eiga þau þrjá syni, a) Sigurð Má, unnusta Anika Rós, sonur þeirra er Eiður Daði, b) Vilhjálm Cross og c) Birni. 2) María, f. 15. júní 1964, sambýlismað- ur Einar Árnason, f. 6. maí 1955, sam- an eiga þau Ing- unni Birnu. Fyrir átti María Berg Frosta. 3) Vern- harður, f. 23. sept- ember 1968, sam- býliskona Klara Björg, f. 4. ágúst 1972, dætur þeirra eru Bertmarí Ýr og Katja Nikole. Bergur fluttist á fyrsta ári til Húsavíkur og ólst þar upp. Ung- ur byrjaði hann til sjós og flutt- ist til Keflavíkur 1967. Sama ár byrjaði hann í Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og vann þar í 37 ár. Árið 1980 keypti hann sinn fyrsta bát og stundaði sjó- mennsku með slökkviliðsstörf- unum alla tíð eftir það. Útför Bergs verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku besti pabbi minn. Hvernig má það vera að þú sért tekinn frá mér svona fljótt, við sem áttum eftir að gera svo mikið sam- an. Þú varst einn besti vinur minn, og alltaf tilbúinn fyrir mig. Ég gleymi því aldrei, þegar ég var á Reykjalundi, þá komstu til mín í hvaða veðri sem var. Einu sinni var ófært fyrir fólksbíla, þá komstu bara á jeppanum í biluðu veðri, því þú þurftir bara aðeins að kíkja á mig. Þetta er svo lýsandi fyrir þig hvað hlutirnir voru lítið mál. Á þeim tíma fannst þér líka ómögu- legt að geta ekki náð í mig í síma, eða að ég gæti hringt í þig þegar mér liði illa, svo þú gafst mér gsm- síma, þannig að við gætum verið í sambandi hvenær sem var. Alltaf ef mér leið illa varstu kom- inn til mín um leið til að athuga hvað þú gætir gert fyrir mig. Allt sem þú hefur gefið mér hefur styrkt mig svo mikið og gert mig að betri og hamingjuríkari mann- eskju, að þú áttir skilið að fá ridd- arakross. Það var langur listi hjá okkur framundan sem við ætluðum að gera. Það var svo mikil tilhlökkun fyrir þig að ganga með mér upp að alt- arinu hinn 16. júní næstkomandi, á brúðkaupsdegi ykkar mömmu fyrir 43 árum. Við vorum búin að panta sumar- bústað og þú ætlaðir að passa upp á það að taka veiðistangirnar fyrir stelpurnar því þú ætlaðir að kenna þeim að veiða. Það mátti ekki taka það í mál að kaupa veiðistöng, því þú áttir nóg af þeim. Þú varst ein- staklega kátur, hress og jákvæður undanfarið. Þú varst búinn að biðja mig að fara með mömmu og skoða eldhúsinnréttingar, því þú varst að fara að moka út og það átti að breyta miklu meir en fyrst var tal- að um. Ef þú vissir að ég væri að gera eitthvað heima, þá varstu kominn eins og hendi væri veifað til að hjálpa ef það var eitthvað sem þurfti að laga eða bæta. Bara ef ég fór að þvo bílinn, hvort sem var minn eða bara fyrir frændur eða frænkur, þá varstu kominn um leið og alltaf að kenna mér að gera bet- ur, því það var ekki sama hvernig hlutirnir voru gerðir, allt þurfti að vera í réttri röð. Það gaf mér svo mikið hvað þið mamma tókuð vel á móti honum Einari mínum inn í fjölskylduna, og hefur Einar mikið talað um það hvað honum leið vel í návist ykkar. Þú varst svo góður vinur minn. Þær stundir sem ég var í athvarf- inu þínu, eins og verkstæðið þitt var kallað, voru einstakar. Þér þótti svo vænt um það, að ef ég var að skapa eitthvað, föndra eða búa eitthvað til, þá varstu alltaf mættur til að segja þitt álit á því sem ég var að gera og finna auðveldu leið- ina fyrir mig að vinna við hlutina, alltaf að kenna mér. Þú varst einstakur við börnin mín, nafni þinn leit svo upp til þín, að þú varst ekki bara afi, heldur pabbi líka, það er svo gaman þegar fólk segir hversu líkir þið voruð. Bergur minn var nýbúinn að segja við mig: Af hverju biður afi mig ekki oftar að hjálpa sér að landa? Honum fannst það einstök stund að vera með þér. Svo er það litli sólargeislinn þinn, hún Ingunn Birna, það var ótrúlegt hvað hún gaf þér, og þú henni. Þið voruð svo miklir vinir. Ef ég bað þig að sækja hana á leik- skólann eða passa hana fyrir mig þá var eins og þú værir að vinna í lottó. Og alltaf varstu með þrjú hlaup á þér ef von var á henni. Svo klappaðir þú alltaf saman lófunum fyrir framan hana, það var alltaf gaman hjá ykkur. Það er svo gott að vita til þess að nú eiga börnin, og við öll, fallegan verndarengil sem mun vaka yfir okkur og styrkja í minningunni um þig. Á bænanna vængjum burtu hann fer er englarnir komu með himnanna her. Kvaddi ég kæran föður. Tárin þau voru dýr, frá okkur er hann farinn. Því nú á himnum hann býr. (Elínbjört Halldórsdóttir.) Þín dóttir, María. Hann pabbi minn, og besti vinur minn er farinn. Það er svo ótrúlega erfitt að sætta sig við það. Ég hélt virkilega að við ættum eftir að vera saman í tuttugu ár í viðbót. En svona er þetta, lífið er ekki alltaf sanngjarnt, reyndar stundum mjög ósanngjarnt. Það eru svo ótrúlega margar minningar sem ég á, sem þú og mamma hafið gefið mér. Ég man fyrst eftir ferðalögum okkar, sem þú hafðir svo gaman af, við fórum um allt land og þekktir þú nánast alla staði sem við fórum á, og enn í dag skil ég ekki hvernig þú gast munað nöfnin á öllum þeim stöðum sem við ferðuðumst um. Þú varst einn af frumkvöðlum tjaldvagna hér á landi, þar sem þú og vinir þínir smíðuðuð vagnana sjálfir og man ég eftir mömmu sauma tjaldið. Um landið þeytt- umst við á gamla skátinum með vagninn aftan í, helgi eftir helgi, og var alltaf gaman, og alltaf eitthvað nýtt að sjá. Ég hef margoft sagt að ég vildi óska að ég hefði þennan kraft sem þú hefur alltaf haft. Þú hefur aldrei getað setið kyrr í svo sem eina mínútu. Það þurfti alltaf að gera eitthvað. Þú hefur alltaf verið dellukarl fram í fingurgóma, við fórum saman á fjöll, þar sem þú varst oftar en ekki kallaður flug- stjórinn á jeppunum þínum, þó svo minnisstæðastur sé sá guli, eða Tweety eins og yngsta afabarnið, hún Ingunn Birna kallaði hann. Ég er nokkuð viss um að fjallaferð- irnar verða ekki eins án þín. Sjómennskan átti stóran þátt í þínu lífi og varstu ótrúlega fiskinn, rétt eins og tveim dögum áður en þú kveður, þá komstu í land með fullan bát, mér þótti gaman að koma og hjálpa þér að landa, það gaf mér svo mikið, að geta gefið að- eins til baka. Þú hafðir óbilandi áhuga á forn- bílum og ætluðum við að endur- smíða gamla thunderbirdinn hans afa, það verður ekki eins að vinna við hann án þín. En ég mun gera mitt besta til að halda verkefnum okkar lifandi. Þó við höfum ekki alltaf verið sammála um hvernig við vildum hafa hlutina, þá kom- umst við alltaf að niðurstöðu sem við vorum báðir sáttir við, og hef ég lært svo ótrúlega mikið af þér sem er ómetanlegt. Mér finnst það hafa verið for- réttindi að hafa átt þig að, og hafa átt mikinn tíma með þér, þó hefði ég viljað geta klárað miklu meira með þér, því við áttum eftir að gera helling saman, en ég veit að þú munt vera með mér í að vinna úr þeim verkefnum. Þú hefur alltaf stutt mig í þeim hlutum sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og oftar en ekki ýtt mér áfram. Ég er svo þakklátur fyrir allan þann stuðning og styrk sem þú hefur gefið mér. Þú varst í slökkviliðinu í 37 ár og man ég hversu stoltur ég var af því, en það stolt hvarf út í bláinn þegar samdrátturinn fór að segja til sín og þú misstir vinnuna. Þó ég geti sagt að ég hafi aldrei séð þig þunglyndan, þá dró uppsögnin svo- lítið úr þér og lífsgleðin minnkaði. En það átti nú aldeilis eftir að breytast, og ef eitthvað, þá efldi þetta þig, og get ég sagt með sanni að síðasta árið þitt var örugglega með þínum betri og hamingjurík- ustu. Það er svo sárt að þú skyldir fara svona rétt fyrir brúðkaup systur minnar, þar sem allt hjá þér snerist um það síðustu dagana þína, þú hlakkaðir svo til, og varst svo stolt- ur og montinn. En ég veit að þú munt standa við hlið hennar og styrkja hana á brúðkaupsdaginn hennar. Mér finnst gott að vita hvað þú varst sáttur við lífið og bjartsýnn á framtíðina, við vorum búin að ákveða að fara saman í sumarbú- stað eftir brúðkaupið og eiga góðar stundir, þar sem þú ætlaðir að kenna stelpunum mínum að veiða. Svo var planið að fara til Filipps- eyja öll saman og það er svo lýs- andi fyrir þig að þó að við vildum fara á næsta ári, þá vildir þú bara flýta þessu og fara bara í haust, ekkert hangs. Fyrir svo stuttu síðan, þá spurðir þú hana Klöru mína hvort þú værir nú ekki góður tengdapabbi, og því var auðsvarað, þú varst sko lang- bestur, og hún gat varla beðið eftir því að þú hittir pabba hennar og skálaðir við hann. Ég er svo þakklátur að þú vildir koma með mér og Klöru til Kína á síðasta ári, þar sem við áttum svo góðar stundir saman. Það er alveg ótrúlegt hvað þú hafðir gaman af, og það var eins og það hefði kveikt aðeins í þér og gefið þér ástæðu til að halda áfram að njóta lífsins. Barngóður varstu með eindæmum, og man ég, er ég og Klara byrj- uðum saman, þá tókstu stelpunum hennar eins og þær væru okkar, og varst besti afi í heimi. Þú vildir allt fyrir afabörnin þín gera, það er gott fyrir þau að geta átt svona góðar minningar um þig. Þú varst svo ríkur, af vinum. Það er alveg ótrúlegt hvað það hafa margir haft samband við mig eftir andlát þitt og boðist til að gera hvað sem er, því þú varst besti vinur þeirra, og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Ég sakna þín svo mikið, pabbi minn, að mig verkjar í hjartað, en viltu vaka yfir henni mömmu minni og okkur öllum uns við hittumst á ný. Þinn Vernharður. Elsku afi minn. Hann var ekki bara afi minn. Hann gaf mér föðurímynd með. Hann kenndi mér að greina rétt frá röngu og hugsa ég að fáir hafi haft jafn sterkt samband við afa sinn og ég. Ég verð að segja að ég var og er ekki tilbúinn til að missa afa minn. Gleði hans um áramót vil ég ekki missa og ekki heldur návist hans sem hann gerði bæði þægilega og eftirminnilega. Ég á eftir að sakna reiði hans og ákafa, þörf hans til að hafa alltaf rétt fyrir sér og alls sem í fari hans var. Hvernig hann var með systur minni var ólýsanlegt og svipbrigði hans og klapp þegar þau voru sam- an er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Að einn maður gat gefið svona mikið af sér er eitthvað sem ég hef aldrei getað skilið. Því miður þarf eitthvað svona að gerast svo maður taki eftir því. Fólk á erfitt með að sjá góðu hlutina í lífinu fyrr en það sér þá vondu. Það á allavega við um mig. Undanfarnir dagar hafa verið upprifjun um líf mitt og afa og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum rifjast bara það góða upp. Þótt ég viti vel að við áttum okkar slæmu tíma þá gleymast þeir sjálf- krafa og góðu hlutirnir verða eftir. Þetta er ég þakklátur fyrir, því það eina sem ég vil vita og muna núna eru góðu hlutirnir. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég kveð þig með miklum söknuði. Bergur Frosti. Elsku bróðir, burtkallaður svo fljótt og óvænt. Myndskotin birtast mér eitt af öðru hröð og sundurlaus frá æsku okkar og síðar, svo ótal- margs er að minnast. Samanburðurinn við þig í æsku var mér alltaf heldur óhagstæður þar sem þú varst tveimur árum eldri og máttir því alltaf meira, gast meira o.s.frv., en þótt þú stríddir mér iðulega var þér ekkert um að aðrir gerðu það og hélst allt- af verndarhendi yfir mér og yngri systkinunum. Hvað þú varst glaður 10 ára gutti þegar þú komst frá Vest- mannaeyjum eftir sumarið þar og gafst mömmu líka þetta flotta strauborð sem þú keyptir fyrir hýruna, borð sem hún notaði alla tíð þar eftir eða í 46 ár, og það var sko engin ástæða til að endurnýja því valið hafði verið vandað. Hvað þú varst glaður þegar þú í jólafríi frá skólanum fékkst að leysa af háseta á millilandaskipi, fljótur að grípa tækifærið og bjóð- ast til að fara í hans stað svo háset- inn gæti verið heima um jól með konu og börnum. Ekki var hægt að skaffa þér gjaldeyri til ferðarinnar með svo stuttum fyrirvara, en þú fórst til Finnlands og Rússlands, seldir bara fötin þín, gallabuxurn- ar, nælonskyrturnar og mjóu bind- in, færðir okkur síðan öllum góðar gjafir þegar þú komst aftur heim. Hvað þú varst glaður þegar Mar- grét kom með Birni litla norður til Húsavíkur þar sem þið bjugguð ykkar fyrstu hjúskaparár, á neðstu hæðinni í húsi foreldra okkar. Gleðin þegar Mæja síðan fæddist, þessi líka sæta dúlla sem átti erfitt með að vera kyrr – alltaf á ferðinni. Þið fluttust þaðan til Ólafsvíkur og svo vænt þótti mér um ykkur að ég fór oft á löngu helgunum með vöruflutningabílnum á föstudögum til að vera samvistum við ykkur og til baka á mánudögum. Síðan lá leiðin til Keflavíkur, heimabæjar Margrétar. Þú ákvaðst að sækja um starf hjá Slökkviliðinu á Vellinum og til undirbúnings fyr- ir inntökuprófið þá keyptirðu bara Webster-orðabókina, last hana og prófið stóðstu, hvílíkt sjónminni sem þú hafðir, þér var bara nóg að lesa einu sinni til að kunna. Í Kefla- vík bættist Venni við litlu fjölskyld- una og fullkomnaði myndina, þessi fallegi peyi. Oft ók ég til Keflavíkur dvaldi kvöldstund eða eyddi heilli helgi með ykkur, alltaf var gaman og alltaf tókuð þið vel á móti mér. Ég minnist með gleði þegar ég fékk að fara með þér á handfæra- veiðar við Vestmannaeyjar, og svo vetrarferðirnar skemmtilegu á fjallajeppanum með þínum góðu ferðafélögum, alveg hreint ógleym- anlegur er aksturinn niður af Skálafellsjökli á bremsulausum jeppanum. Ég mun ætíð muna svipinn sem á þig kom þegar þú fattaðir að bremsurnar voru farn- ar, við rétt komin í fyrstu beygjuna og þú með símann í hendinni, ætl- aðir að fara að hringja í hana Mar- gréti þína, viðbrögðin hjá okkur báðum var hlátur, ekki annað hægt, þú varst svo öruggur, en okkur var nú samt létt þegar niður var komið heil á húfi. Ljósanæturnar í Keflavík síðast- liðin ár – það var sko gaman að vera með ykkur, fórst með okkur Öldu systur að skoða flottu bátana í höfninni eftir flugeldasýninguna, síðan á Duus þar sem við döns- uðum og tjúttuðum á fullu, ekkert gefið eftir. Greiðasemi þína nú í vetur þakka ég kærlega og mun minnast lengi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Margrét, Birnir, Mæja og Venni, Guð blessi og gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina, sagt er að hann leggi aldrei meiri byrðar á herðar okkar en við get- um borið. Soffía. Bergur, Baddi, Baldur, Bjössi! Það var ekki óalgengt að faðir minn kallaði þannig þegar hann hó- aði á mig til að gera fyrir sig eitt- hvert viðvik, sérstaklega þegar mikið lá við. Fannst mér þetta allt- af jafn fyndið, en ekki lengur því ég er farinn að þylja mína eigin þulu. Bergur var jafnan framarlega í huga okkar allra, ekki bara af því hann var elstur, heldur ekki síður að hann hafði sterka viðveru sem einkenndist af hlýju og einstaklega mikilli lífsgleði. Mínar fyrstu sterku æskuminn- ingar tengdar Bergi eru þegar hann var háseti á MS Helga Fló- vents á síldveiðum. Þá var farið snemma á fætur og fylgst með síld- artölum sem voru hengdar upp á gluggann á síldarradíoinu eftir nóttina. Síðan beðið eftir síldartöl- unum sem lesnar voru upp í út- varpinu í hádeginu og ekki þurfti að bíða lengi eftir að Helgi Fló væri lesinn upp í heildaraflatölun- um sem lesnar voru upp einu sinni í BERGUR VERNHARÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.