Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Oil of oregano Gagnleg gegn sveppasýkingu KEA úthlutaði í vikunni styrkjum úr tveimur flokkum menningar- og við- urkenningarsjóðs. Annars vegar var um að ræða úthlutun íþróttastyrkja og hins vegar styrki sem veittir voru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta. Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, afhenti styrkina við at- höfn í Ketilhúsinu á Akureyri. Auglýst var eftir umsóknum í sjóð- inn í apríl síðastliðnum og bárust 34 umsóknir í flokki ungra afreksmanna en 16 umsóknir um íþróttastyrki. Alls komu 4,8 milljónir til úthlutunar, 7 aðilar hlutu íþróttastyrk en styrkir í flokki ungra afreksmanna voru 21. Styrkþegar voru eftirtaldir.  Birkir Árnason íshokkímaður og Rut Sigurðardóttir taekwondomaður fengu 200.000 kr. hvort. Ungir afreksmenn sem hlutu 150.000 kr. hver voru þessir:  Auðrún Aðalsteinsdóttir söng- kona, Snorri Páll Guðbjörnsson skíðamaður, Elvar Örn Sigurðsson frjálsíþróttamaður, Baldvin Þór Gunnarsson motocrossmaður, Íris Guðmundsdóttir skíðamaður, Ebba Karen Garðarsdóttir frjáls- íþróttamaður, Elfar Halldórsson kylfingur, Elmar Kristjánsson hand- knattleiksmaður, Hákon Stefánsson handknattleiksmaður, Svavar Ingv- arsson frjálsíþróttamaður, Aron E.B. Gunnarsson knattspyrnumaður og Ragnheiður Jónsdóttir fiðluleik- ari. Ungir afreksmenn sem hlutu 100.000 kr. hver voru þessir:  Heiðar Þór Aðalsteinsson hand- knattleiksmaður, Sigrún Ísleifsdóttir sundmaður, Berglind Ósk Kristjáns- dóttir frjálsíþróttamaður, Tomasz Kolosowski fiðluleikari, Jón Björn Vilhjálmsson frjálsíþróttamaður, Orri Blöndal íshokkímaður og Selmdís Þráinsdóttir frjáls- íþróttamaður. Að auki voru eftirtaldir íþrótta- styrkir veittir:  Fimleikafélag Akureyrar 500.000 kr. til tækjakaupa og áframhald- andi uppbyggingar á góðu starfi.  Blaksamband Íslands í samvinnu við Blakdeild KA, 500.000 kr., vegna vinnu við útbreiðslu og efl- ingu á krakkablaki á félagssvæði KEA frá Siglufirði í vestri til Þórs- hafnar og Mývatnssveitar í austri  UNÞ fótboltafélag 75.000 til bún- ingakaupa.  Barna- og unglingaráð knatt- spyrnunnar á Dalvík 200.000 kr. til búnaðarkaupa sem eru nauð- synleg til áframhaldandi upp- byggingar á fótboltaæfingum og Strandamóti.  Skautafélag Akureyrar – List- hlaupsdeild, 225.000 kr. vegna æf- ingabúða í Slóvakíu í sumar.  Hamar, útilífs- og umhverf- ismiðstöð skáta, 250.000 kr., til að byggja upp Frisbee golfvöll.  Blakdeild KA, 150.000 kr. vegna ferða sex iðkenda í æfingabúðir erlendis Fimm milljónir Styrkþegar eða fulltrúar í Ketilhúsinu. Alfreð Gíslason er lengst t.v. og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, við hlið hans. KEA úthlutar 4,8 milljónum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson AKUREYRI Stam | Ásdís Árnadóttir, kandídat úr kennaradeild HA, mun í morgun, 10. júní, brautskráningardag Há- skólans á Akureyri, kynna nið- urstöður úr B.Ed.-verkefni sínu, sem fjallar um stam, helstu einkenni og áhrif þess á líf fólks sem stamar. Í erindi sínu fjallar Ásdís um það hvað kennarar geta gert til að auð- velda nemendum sem stama skóla- gönguna. Stam er einna mest rann- sakaði talgalli í heimi en þrátt fyrir það er ekki hægt að skýra orsakir hans. Flestir hafa kynnst ein- hverjum af einkennum stams, en því fylgja einnig ýmsar aukahreyfingar og innri einkenni sem hafa mikil áhrif á líf þeirra sem stama. Kynningin verður í húsnæði HA í Þingvallastræti 10. júní og hefst kl. 13.30.    Heilbrigðismál | Fulltrúar Háskólans á Akureyri og Landspítala – háskóla- sjúkrahús undirrituðu í vikunni rammasamning vegna samstarfs um klíníska kennslu og leiðsögn nemenda er stunda nám við heilbrigðisdeild og um rannsóknir á heilbrigðissviði. Í frétt frá HA segir að skólinn og LSH hafi átt farsæl samskipti síðan heilbrigðisdeildin var stofnuð 1987. „Með samningnum er verið að form- binda samstarf aðila varðandi klín- íska kennslu og vettvangsnám nem- enda sem og rannsóknarsamstarf nemenda og starfsmanna,“ segir þar. Að meðaltali hafa 45–60 nemendur heilbrigðisdeildar stundað klínískt nám árlega á LSH á hinum ýmsu sér- sviðum.    HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Myndlist | Edda Aspar opnar út- skriftarsýningu sína í myndlist- arskóla Arnar Inga á morgun kl. 14 í Arnarauga við Óseyri. Hún sýnir nær eingöngu olíumálverk, en lokaverkefni hennar er mynd af frægri íslenskri persónu í fullri stærð. Þetta er næst síðasta sýning við skólann í vor, aðeins almenn hóp- sýning eftir, sem verður 17. og 18. júní. LANDSELSURTURNAR Særún og Kobba í Húsdýragarðinum hafa lagt það í vana sinn að kæpa kringum hvítasunnu og var engin breyting á því í ár. Særún var fyrri til og lítill kópur kom í heim- inn á mánudag, en hjá Kobbu að- faranótt fimmtudags. Heilsast mæðrum og afkvæmum vel, en selurinn Snorri er faðir beggja kópanna. Þónokkur tími líður þar til hægt er að segja til um hvors kyns kóparnir eru og hefur hvor- ugur þeirra því hlotið nafn. Þroskast hratt Kóparnir, sem eru um 15 kg við fæðingu, drekka næringarríka mjólk móður sinnar og tvöfaldast venjulega í þyngd á fyrstu þremur vikunum. Um mánuði eftir fæð- ingu bítur móðirin þá af sér og afla þeir sér þá fæðu sjálfir. Fyrir í selalauginni er Esja, árs- gömul systir nýju kópanna, sem er væntanlega full tilhlökkunar. Hún er trúlega spennt að kenna nýjum leikfélögum skemmtileg sundtök enda fæðast kóparnir mjög spræk- ir og tilbúnir til sunds. Urtan Kobba hefur vökult auga með afkvæmi sínu sem kom í heiminn í fyrrinótt í Húsdýragarðinum. Á bak við sést glitta í selinn Snorra, nýbakaðan föður. Kópar tvöfalda þyngd sína á fyrstu þremur vikum ævinnar. Vorkópar í Húsdýragarðinum EIGENDASKIPTI urðu ný- verið á veitingastaðnum Kænunni við Óseyrarbraut 2 í Hafnarfirði. Nýir eigendur eru Jón Ó. Guðmundsson og kona hans Erla Guðný Gylfa- dóttir en Jón er menntaður kokkur og fór hluti af námi hans fram á Veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Hef- ur hann m.a. unnið í Perlunni og í Skíðaskálanum í Hveradölum. Í Kænunni vinna um fimm manns. Opnað er kl. 7 alla virka daga og kl. 9 á laugardögum og er ætlunin að bjóða aukna þjónustu. Kænan kem- ur til með að bjóða upp á veisluþjón- ustu, hvort heldur er í Kænunni sjálfri eða komið með veitingar á staðinn. Í hádeginu er boðið upp á ís- lenskan heimilismat en vel á annað hundrað manns borða þar í hverju hádegi og um þrjú hundruð manns koma á hverjum degi í Kænuna, seg- ir í fréttatilkynningu. Á sjó- mannadaginn verður boðið upp á kaffihlaðborð. Á myndinni er Jón Ó. Guðmundsson, nýr eigandi veitinga- staðarins. Nýir eigendur að Kænunni EKKI hefur enn tekist að koma al- gjörlega í veg fyrir að mengunarefni, þar á meðal saurkólígerlar, renni út í Grafarvog. Þetta kom fram í svari Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kjartans Magnússon- ar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Í fyrirspurn sinni, sem lögð var fram á fundi Umhverfisráðs Reykja- víkurborgar á dögunum, vakti Kjart- an athygli á því að borgarstjóri hafi síðastliðið sumar lýst því yfir að hreinsun strandlengjunnar af skólp- mengun væri formlega lokið í Reykjavík. Tómas Gíslason, heilbrigðis- fulltrúi á vegum Reykjavíkurborgar, segir tilefni fyrirspurnar Kjartans vera að íbúar í Grafarvogi hafi haft samband við heilbrigðisyfirvöld og sagst hafa mætt skólpmengun. Hins vegar sé það deginum ljósara að hreinsun strandlengjunnar við höfuðborgarsvæðið hafi tekist, þrátt fyrir að einstök tilvik leiði til lítils- háttar og tímabundinnar saurmeng- unar. Tómas telur að fullyrðingar um að strandlengjan sé ekki hrein séu mjög misvísandi og beinlínis rangar. „Það er verið að gefa í skyn að skólpfráveitan sé ekki leidd í skólp- dælustöðvar, sem er rangt. Einu vandamálin má rekja til þess að fólk gerir eitthvað sem það á ekki að gera, tengir einhvers staðar vitlaust, en þá er brugðist strax við og reynt að komast að rót vandans,“ segir Tómas. Enn finnst saurgerla- mengun í Grafarvogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.