Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 49 MINNINGAR Atvinnuauglýsingar Starfsfólk í sal Grillhúsið Tryggvagötu óskar eftir starfsfólki í sal, í kvöld- og helgarvinnu. Upplýsingar gefnar á staðnum eða í síma 696 8397 (Brynja). Matreiðslumeistari Borgarholtsskóli óskar eftir matreiðslu- manni til að taka að sér rekstur mötuneytis skólans frá og með 8. ágúst 2006. Um er að ræða matargerð bæði fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Áhersla er lögð á fjöl- breytni og hollustu matar með ráðleggingar manneldisráðs um mataræði og næringarefni (manneldismarkmið) að leiðarljósi. Nánari útfærsla á rekstri er samkomulagsatriði og gögn þar að lútandi fást hjá undirrituðum sem veitir frekari upplýsingar í síma 535 1700. Tilboðum skal skilað til Ólafs Sigurðssonar, skólameistara Borgarholtsskóla við Mosaveg, 112 Reykjavík, í síðasta lagi 23. júní 2006. Heimasíða: www.bhs.is. Netfang: bhs@bhs.is Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Kirkjubæjarklaustursprestakalli, Skaftafellsprófastsdæmi frá 1. ágúst 2006. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skrif- lega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknar- presta til fimm ára. Allar nánari upplýsingar um embættið, starfs- kjör, helstu lög og reglur sem um starfið gilda, eru veittar á Biskupsstofu, s. 535 1500. Umsóknarfrestur rennur út 10. júlí 2006. Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Vísað er til laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Embættinu fylgir prestssetrið á Kirkjubæjarklaustri. Sóknarprestur er skyldur að sitja prestssetrið og hafa umsjón með því. Fyrir liggur haldsbréf hjá Prestssetrasjóði, Laugavegi 31, sem sá sem fær emb- ættið skal rita undir áður en tekið er við prestssetrinu. Hægt er að fá upplýsingar um prestssetrið hjá Prestssetrasjóði á Biskupsstofu í síma 535 1500. F.h.b. Ragnhildur Benediktsdóttir. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 15.júní 2006, kl. 14.00, á neðan- greindum eignum: Giljar, fn. 146165, 50% hl., þingl. eign Önnu Lísu Wiium Douieb. Gerðarbeiðendur eru Sturlaugur Jónsson ehf. og Meindýraeyð. og eftirlit Hjalta. Kárastígur 3, fn. 214-3621, 10% hl., þingl. eign Hafdísar Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Gerðarbeiðandi er Tollstjórinn í Reykjavík. Litla-Gröf, hesthús, fn. 223-4853, þingl. eign Jóns Williams Bjarkason- ar. Gerðarbeiðendur eru Bykó hf., Sveitarfélagið Skagafjörður og sýslumaðurinn á Sauðárkróki. Silla Halldórs SK-79, skrnr. 1988, þingl. eign Halldórs Karels Jakobs- sonar. Gerðarbeiðendur eru Sveitarfélagið Skagafjörður og Byggða- stofnun. Syðsta-Grund, fn. 146331, þingl. eign Sæmundar Sigurbjörnssonar og Þorbjargar Gísladóttur. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður. Villinganes, fn. 146248, þingl. eign Sigurjóns Valgarðssonar. Gerðar- beiðandi Lyfja hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 8. júní 2006, Ríkarður Másson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð sem hér segir: Drekahlíð 5, fn. 213-1389, þingl. eign Snæbjörns Hólm Guðmundsson- ar og Hallfríðar H. Hafsteinsdóttur, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. júní 2006, kl. 13.00. Gerðarbeiðandi er Lífeyrissjóðir Bankastræti 7. Litla-Gröf, fn. 145986, þingl. eign Elínar Haraldsdóttur, Bjarka Sig- urðssonar og Guðlaugar Arngrímsdóttur, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. júní 2006, kl. 11.00. Gerðarbeiðendur eru Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, Tengill ehf., Ísaga ehf., Sveitarfélagið Skagafjörður, Olíufélagið ehf., Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 8. júní 2006, Ríkarður Másson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Höfn jörð, Svalbarðsströnd (152905), eignarhluti, þingl. eig. Brynjar Skarphéðinsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, miðviku- daginn 14. júní 2006 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 8. júní 2006. Eyþór Þorbergsson, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir: Kristbjörg EA-225, skipasr.nr. 2225, þingl. eig. Dugguklettur ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Lífeyrissjóður Norðurlands, miðvikudaginn 14. júní 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 8. júní 2006. Eyþór Þorbergsson, ftr. Til sölu Garðplöntusala Ísleifs Sumarliðasonar, Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ, auglýsir sumarblóm, bakkaplöntur, tré, rósir og runna. Verðdæmi: Gljámispill 40-60 cm 210, hansarós 490, dornrós 890, birkikvistur 390, geislasópur 890, 40 birki í bakka 2.190, alaska- aspir 2-2,5 m 2.190. Sími 566 7315. Opið frá kl. 10.00—19.00. Tilkynningar Kvennaskóinn í Reykjavík Innritun Innritun nýnema stendur yfir og er rafræn. Umsækjendur fara inn á www.menntagatt.is og fylla þar út umsókn. Allar umsóknir þurfa að hafa borist skólanum í síðasta lagi 12. júní. Námsráðgjafar verða til viðtals í skólanum 9. og 12. júní frá kl. 8 til 16. Kvennaskólinn í Reykjavík býður bóknám til stúdentsprófs. Brautirnar eru þrjár: félagsfræðabraut málabraut náttúrufræðibraut Í skólanum er bekkjakerfi en þó mikið val á 3. og 4. námsári. Nánari upplýsingar um skólann eru á heima- síðu skólans, www.kvenno.is eða í síma 580 7600. Skólameistari. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Holtagata 3, þingl. eig. Guðjón Unnar Vilhjálmsson og Sigurmunda Hlín Ásbjörnsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Kaldrananes- hreppur, Kaupþing banki ehf. og Viðskiptaþjónusta Akraness ehf., þriðjudaginn 13. júní 2006 kl. 11:00. Sjónarhóll, Bæjarhreppi, þingl. eig. Ásmundur Ove Johannesen, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 13. júní 2006 kl. 15:00. Sýslumaðurinn á Hólmavík, 2. júní 2006. Kristín Völundardóttir. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Fiskislóð 45, 225-2108, Reykjavík, þingl. eig. Fiskislóð 45 ehf., gerðar- beiðendur Björn Eysteinsson, Faxaflóahafnir sf., Fyrirtækjaútibú SPRON, Sparisjóður Reykjavíkur og nágr. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 13. júní 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. júní 2006. Aðalbjörg Jóa- kimsdóttir er látin. Hún var jörðuð föstu- daginn 2.júní frá Háteigskirkju. Nú þyrmir yfir mig að þessa konu sé ég ekki aftur, allavegana AÐALBJÖRG JÓAKIMSDÓTTIR ✝ Aðalbjörg Jóakimsdóttir fæddist á Brekku í Hnífsdal 22. janúar 1912. Hún lést á Hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík fimmtudaginn 25. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigs- kirkju 2. júní. ekki í bráð. Jarðar- förin var falleg og Boggu hefði þótt vænt um hversu margir komu og vott- uðu henni virðingu sína. Ég kynntist Boggu þegar ég giftist son- arsyni hennar Styrmi Geir árið 1997. Styrmir hafði verið mikið hjá ömmu sinni sem barn ásamt Helgu systur sinni og það var auðséð að þau báru sterkar tilfinningar til hennar. Bogga var orðin öldruð kona þegar ég giftist inn í fjöl- skyldu hennar og gat sökum fóta sinna ekki farið allt sem hana lang- aði til. En því sem hún treysti sér til að fara hafði hún sérstaklega gaman af. Í Drápuhlíðina til Boggu var allt- af gott að koma og ég man hvað hún tók mér vel fyrst þegar við hittumst. Bogga talaði aldrei illa um nokkurn mann og fann alltaf það góða til að einblína á. Hún hafði einstaklega góða lund og ég held að það hafi haft mikið að segja hversu lengi hún lifði. Við hjónin fórum oft til Boggu í Drápuhlíðina ásamt dætrum okkar. Bogga elskaði að fá stelpurnar í heimsókn og var vinur þeirra. Þær máttu skoða allt og snerta allt. Bogga var ekki stressuð langamma og stelpunum leið vel hjá henni. Þegar Bogga dó vorum við nýbú- in að vera hjá henni nokkrum dög- um áður. Við komum til að heim- sækja hana og sýna henni ný- fæddan son okkar sem hún hafði aðeins séð einu sinni áður enda hann bara 5 vikna gamall. Þegar hún leit á hann í fyrsta sinn fékk hún glampa í augun. Glampa sem mér finnst auðkenna hana svo mik- ið. Alltaf þegar við komum í heim- sókn tók hún á móti okkur með þessum sérstaka hlýja glampa í augunum og fallega, milda brosinu sínu. Já það var gott að koma til Boggu. Hún hafði líka svo hlýjan hlátur, hlátur sem ég heyri enn og geymi í hjarta mér. Í jarðarförinni grét ég, grét vegna mannsins míns því þessi mikli klettur í lífi hans var nú horf- inn, grét vegna barnanna minna sem nú missa af því að þekkja hana betur þegar þau vaxa og dafna en ég grét líka vegna sjálfrar mín því Bogga átti sérstakan stað í hjarta mínu. Mér þótti alveg óskaplega vænt um hana og mér þótti erfitt að kveðja hana. En hún var orðin gömul kona og það var mikil bless- un að hún þyrfti ekki að þjást lengi, heldur fengi að sofna svefn- inum væra. En það er mikil eftirsjá eftir henni og við fjölskyldan mun- um seint gleyma henni. Hún lifir í hjörtum okkar og minningarnar tengdar henni eru margar og mikl- ar. Já það þyrmdi yfir mig að ég sæi Boggu ekki aftur í bráð en ég er þakklát fyrir þennan stutta tíma sem ég fékk að kynnast henni og ég get ekki annað en hlakkað til þegar við hittumst aftur í uppris- unni eins og talað er um í Biblíunni t.d. í Jóh.5.28. Elsku Gunnar, Ólöf, Óli, Aðal- steinn, Helga, Styrmir og Geir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð vegna fráfalls þessarar sérstöku og góðu konu sem Bogga var og bið Guð að blessa ykkur. Kveðja, Anna Margrét Þorbjarnardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.