Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 43 MINNINGAR Það var ekki amalegt að fá að dvelja sem strákur mikið hjá honum og ömmu en þar var oft mikið brallað. Afi var mikill dellukarl og er mín fyrsta minning um hann einmitt tengd ljósmyndaáhuga hans. Afi hafði innréttað framköllunarher- bergi í kompu í lítilli íbúð á Sólvalla- götunni þar sem þau amma bjuggu um árabil. Svo mikil áhersla var lögð á það að ekki mætti opna kompu- hurðina að ég þorði varla að labba framjá henni, hvað þá að snerta hana. Aldrei hafði ég séð inn í helgidóminn enda hurðin aldrei höfð opin. Þegar ég læddist eitt sinn framhjá hurðinni opnaðist hún og út úr dularfullri rauðri birtu skaust afi og ekki veit ég hvorum okkar brá meira, mér við það að hurðin opnaðist eða honum við öskrið og grátinn í mér! Hann hugg- aði mig og leiddi mig að því loknu inn í herbergið og sýndi mér það sem þar var af miklum áhuga. Eftir það man ég ekki eftir afa öðruvísi en ausandi úr óþrjótandi viskubrunni sínum öll- um stundum. Afi var afbragðs ljósmyndari og eftir hann liggja margar góðar ljós- myndir sem meðal annars voru birt- ar í virtum erlendum ljósmyndatíma- ritum. Hann var mikill náttúru- unnandi og byggði ásamt nokkrum félögum sínum skála sem enn stend- ur í Tindfjöllum. Að ferðast um landið með afa var ómetanlegt en þær voru ófáar ferð- irnar sem við fórum saman á fjöll, í veiði eða í gönguferðir um landið. Í þessum ferðum leyndi það sér ekki hversu mikið hann elskaði landið og náttúru þess en ást hans á landinu, og að sjálfsögðu á henni ömmu, gerði það að verkum að hann flutti aldrei aftur til Danmerkur þar sem hann fæddist og ólst upp. Afi var kominn yfir fimmtugt þegar hann tók bílpróf og þau amma keyptu sér sinn fyrsta bíl. Trúr stjórnmálaskoðunum sínum kom að sjálfsögðu ekkert annað til greina heldur en flaggskip sovéska bílaflotans, Volgan, sem þá var ný- komin á markað hér á landi. Afi var viss um það að þeir í Sovét gætu nú smíðað góða bíla og stakk hann margan vestrænan bílinn af á þjóð- vegum landsins. Í fjölmörgum bíltúr- um okkar var oftar en ekki áð á fal- legum stað og teknar upp volgar og vel hristar Coca Cola-flöskur og má því segja að þar hafi um stund náðst sátt á milli austurs og vesturs. Afi var mikill fjörkálfur og hrókur alls fagnaðar á mannamótum þar sem hann lét oft ljós sitt skína með skemmtilegum sögum. Ekki náðu þó allir því sem hann sagði þar sem hann hafði aldrei náð íslenskunni al- veg þrátt fyrir áratuga dvöl hér á landi. Ef ég fór með vini mína heim til ömmu og afa var ég vanalega búinn að vara þá við og sagði þeim að segja bara „já“ með reglulegu millibili þeg- ar afi færi að tala við þá. Það brást ekki að afa og vinum mínum kom ávallt vel saman. Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér og bið að heilsa henni ömmu sem hefur nú haft ár til þess að undirbúa komu þína. Hún var á undan þér upp á þetta fjall og ég veit að hún tekur á móti þér með bros á vör. Guðjón Ingi. Hann Freddy vinur okkar er lát- inn. Hann var Dani og kom til lands- ins í byrjun seinna stríðs. Hann talaði íslensku á sinn hátt. Ég kynntist hon- um fyrst í Tindfjöllum 1962 um páska og það voru ekki leiðinleg kynni, því um leið og hann var skemmtilegur þá var hann einstaklega fróður um nátt- úruna og gladdist yfir litlum fjalla- gróðrinum jafnt sem hrikalegri vetr- arveðráttunni. Ég var alltaf í samfloti með honum þegar við geng- um upp því bæði var það skemmti- legt og svo fór hann á ,,mínum hraða“. Um páskana 1964 í Tindfjöllum var ákveðið af hópnum sem þar var að byggja skála sem nefndur var Miðdalur til minningar um Guðmund Einarsson frá Miðdal en hann byggði efsta skálann í Tindfjöllum 1944 sem við flestir höfðum gist marga páska. Freddy var sjálfskipaður yfirsmiður en hann vann þá við byggingu Sam- bandshússins í Ármúlanum og fékk hann aðstöðu í portinu þar sem skál- inn var byggður úr flekum og settur saman í Tindfjöllum. Það var stórmál þá, en í dag er það smámál, það gera betri samgöngutæki. Við fórum í margar ógleymanlegar ferðir bæði inn á hálendið og með ströndinni, og alltaf tók hann vel eftir hinu smáa, hver steinn varð að undri náttúrunnar eftir fróðleikinn frá hon- um. Þegar við Logi giftum okkur 1963 þá gleymdum við að panta tíma á ljósmyndastofu, tveim dögum seinna kom Freddy og tók myndir, hinar eiginlegu brúðarmyndir eru og verða alltaf fyndnar, en svo tók hann port- rett af mér sem er listaverk. Hann fékk silfurverðlaun fyrir þær á sýn- ingu áhugaljósmyndara sem var í tengslum við heimssýninguna í Seattle, einnig fékk hann bronsverð- laun á annarri sýningu fyrir tvær myndir sem hann gaf okkur í brúð- argjöf. Hann var ekki bara listamaður heldur einstakur hagleiksmaður og húsgögnin okkar í Tindfjöllum bera þess merki en þau voru gerð úr gamla parketgólfinu þar. Við kynnt- umst Evu konu hans einnig, þó meir á seinni árum, hún var yndisleg kona sem lét lítið fyrir sér fara en bráð- skemmtileg og fróð. Þegar þau komu í heimsókn þá var tíminn fljótur að líða og kominn morgun áður en við vissum af. Börnin okkar, Hanna, Örn og Hall- varður, nutu þess að fara í ferðir með honum, oft var Helgi yngsti sonur Freddy með og þakka þau allan fróð- leikinn og skemmtilegheitin. Við fjölskyldan þökkum Freddy samverustundirnar. Árný Þ. Hallvarðsdóttir. Fyrir ári lést amma mín hún Sigurlín þeg- ar ég var stödd í Bandaríkjunum, reyndist það mjög erfitt að geta ekki verið hjá henni þegar hún kvaddi þennan heim, en ekki er hægt að fá öllu ráðið. Þegar ég kom heim skrif- aði ég bréf til ömmu sem aldrei var birt því mér fannst svo leiðinlegt að koma henni ekki inn á jarðarfarar- daginn. Nú, tæpu ári seinna, lést afi minn hann Freddy en hann var giftur Sigurlínu. Við það tækifæri að minn- ingar um afa koma í þessu blaði finnst mér vel við hæfi að koma bréf- inu til skila. Elsku besta amma mín. Nú hef- urðu loksins fengið þá hvíld sem þú átt skilið. Þegar ég hugsa til baka er svo margs að minnast. Fyrst kemur upp hversu ljúf og glöð þú hefur allt- af verið og hve yndislegt var að vera í kringum þig og afa. Oft gistum við systurnar hjá ykkur og var þá alltaf stjanað við okkur frá morgni til kvölds, en oft var ég líka ein hjá ykk- ur og svaf annaðhvort á eldhús- bekknum, með vinalegt tikk-takk- hljóðið í eldhúsklukkunni og skrjáfið í páfagauknum, eða svaf á gólfinu hjá þér amma og þegar þú fórst á fætur, alltaf fyrir allar aldir, mátti ég skríða upp í hlýtt og notalegt rúmið þitt með léttu fyrirferðarmiklu sænginni. Kúrði ég síðan þar þangað til þú kall- aðir á mig og afa í morgunmatinn. Ég minnist allra ferðanna í búðina þar sem við vorum með drapplituðu tauinnkaupatöskuna, sem síðar var SIGURLÍN ANDRÉSDÓTTIR ✝ (Eva) SigurlínAndrésdóttir fæddist á Hellis- sandi 26. september 1924. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. maí 2005 og var útför hennar gerð frá Grensáskirkju 6. júní sama ár. skipt út fyrir brúna pokann sem var á hjól- um og það var sko mik- ið sport að fá að draga hann fram og til baka. Oftast lá leiðin í bak- aríið til að kaupa vín- arbrauð og á leiðinni heim stöldruðum við svo oft í vefnaðarvöru- búðinni og létum okk- ur dreyma um hitt og þetta þar. Mörg voru skiptin sem við fórum í Breið- holtslaugina saman og oft út á Arnarnes í vinnuna þína, þar fylgdist ég með þér og elti þig á rönd- um til að aðstoða þig. Skjaldbakan fræga átti hug manns allan og þótt ég hafi minna verið hrif- in af páfagauknum á ég ennþá flug- urnar sem ég hnýtti með fjöðrunum frá honum sem þú gafst mér og afa. Hin seinni ár var alltaf jafn gott að koma til þín og áður og varstu þá lengi vel alltaf með eitthvert góðgæti í ofninum. Stelpurnar mínar, Ásta María og Emilía, fengu að valsa um alla íbúð og varstu fljót til að fara og sýna þeim ævintýralegu hlutina þína og lumaðir síðan alltaf á dýrmætum smágjöfum sem glöddu þær svo mik- ið. Síðan söngstu Dansi dansi dúkkan mín fram og til baka þeim til mikillar ánægju. Alla tíð fékk ég að halda í höndina á þér, eða afa, og gerðum það reynd- ar allt til hins síðasta. Það var því svo erfitt að vera í allt öðru landi þegar kallið þitt kom og geta ekki haldið í höndina þína, en ég veit þú hafðir góða hjá þér og varst aldrei ein. Fyrst um sinn hélt ég að þú værir nú ekkert á förum því á þinn ótrúlega hátt hefurðu alltaf náð að sigrast á öllum kvillum með óbilandi bjartsýni og þrautseigju, en í þetta sinn voru veikindin alvarlegri og þinn tími kominn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tíma til að kveðja þig og sjá hversu falleg og hve mikil ró var yfir þér við kistulagninguna. Það var líkt og þú svæfir ljúfum svefni og góðu hlýju straumarnir streymdu frá þér eins og alltaf áður. Elsku amma takk fyrir allt og allt, ég mun geyma þig í hjarta mínu og ég mun alltaf elska þig. Þín Elva. Útför okkar elskaða PÁLS JÓNSSONAR, Hóli, Hvítársíðu, fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. júní kl. 11:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Borgarfjarðar. Edda Magnúsdóttir, Jón Magnús Pálsson, Hrafnhildur Hróarsdóttir, Finnbogi Pálsson, Hrönn Vigfúsdóttir, Páll Bjarki Pálsson, Eyrún Anna Sigurðardóttir, Erlendur Pálsson, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Þorbjörg Pálsdóttir, Ragnar Páll Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega alla vináttu og samúð við andlát og útför SIGURÐAR EIRÍKSSONAR, Austurbraut 7, Höfn, Hornafirði. Ása Finnsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Vilborg Gunnlaugsdóttir, Þorgeir Sigurðsson, Arnborg Benediktsdóttir, Hallfríður F. Sigurðardóttir, Ólafur Ingimundarson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, BÁRA STEINDÓRSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 10. júní kl. 13:30. Jón Hallgrímsson, Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, Magnús Baldur Bergsson, Steindór Sverrisson, Hjördís Ásgeirsdóttir, Ríkharður Sverrisson, Valgerður Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES JAKOBSSON, Gilsbakka, Eyjafjarðarsveit, er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 3. júní, verður jarðsunginn frá Grundarkirkju mánudaginn 12. júní kl. 13:30. Guðrún Helga Kjartansdóttir, Jakob Jóhannesson, Kristín S. Ragnarsdóttir, Þröstur Halldór Jóhannesson, Sigrún Jóhannesdóttir, Víðir I. Ingvarsson, Sigríður Jóhannesdóttir, Magnús Guðjónsson, Jóhannes Gunnar Jóhannesson, Guðrún G. Svanbergsdóttir, Kristbjörg Lilja Jóhannesdóttir, Skafti Skírnisson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn elskulegur, BJÖRN GUÐBRANDSSON barnalæknir, lést á Droplaugarstöðum að morgni fimmtudags- ins 8. júní. Sigríður Guðbrandsdóttir. Móðir okkar, SVEINBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Melabraut 9, Blönduósi, lést þriðjudaginn 6. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Elskulegur bróðir minn og móðurbróðir okkar, GUNNLAUGUR JÓHANNSSON frá Krossi í Óslandshlíð, áður Freyjugötu 40, Sauðárkróki, sem lést föstudaginn 2. júní verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 10. júní kl. 11.00. Elínborg Jóhannsdóttir, Þóra Ólafsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Jóhann Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.