Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skráning skuldabréfa Sparisjóðs Mýrasýslu í Kauphöll Íslands hf. Skilmálar skuldabréfanna Skuldabréfin eru 5 ára vaxtagreiðslubréf með einni greiðslu höfuðstóls þann 19. apríl 2011. Af höfuðstól skuldarinnar eins og hann er á hverjum tíma ber að greiða árlega 5,4% fasta vexti. Skráningardagur Kauphöll Íslands hf. tekur bréfin á skrá þann 12. júní 2006, enda uppfylli þau skilyrði skráningar. Auðkenni Útgáfudagur SPM 06 2 19.04.2006 Selt Heildarstærð flokks 500.000.000 kr. allt að 1.000.000.000 kr. Skuldabréfaflokkur SPM 06 2 500.000.000 kr. Umsjón með sölu og skráningu í Kauphöll Íslands hf. hefur Fyrirtækjasvið MP Fjárfestingarbanka hf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá MP Fjárfestingarbanka hf. og á heimasíðu félagsins www.mp.is. Skipholti 50d | 105 Reykjavík | sími 540 3200 | www.mp.is JOHN Bolton, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur gagnrýnt harkalega ræðu sem næstráðandi Kofi Annans, fram- kvæmdastjóra samtakanna, hélt fyrr í vikunni. Næstráðandinn, Bretinn Mark Malloch Brown, sakaði stjórn George W. Bush forseta í Wash- ington m.a. um að upplýsa ekki Bandaríkjamenn um allt það góða og jákvæða sem SÞ beittu sér fyrir og reyna ekkert að hamla gegn nei- kvæðum áróðri gegn SÞ. Fullyrðir hann að marga gruni að Bandaríkja- stjórn vilji reyna að grafa undan samtökunum. Talsmaður Annans segir að framkvæmdastjórinn sé sammála Malloch Brown. Bolton krafðist þess að Annan for- dæmdi ummælin í ræðunni og gaf jafnvel í skyn, að sögn AP-fréttastof- unnar, að framtíð SÞ gæti verið í húfi. Sjálfur sagði Malloch Brown á miðvikudag að kjarninn í ræðunni hefði verið að SÞ gætu ekki virkað vel án þess að Bandaríkin gegndu þar grundvallarhlutverki. Hann hefði gert markvissa tilraun til að ýta undir umbótaferlið sem hefur stöðvast vegna valdabaráttu milli ríkra og fátækra aðildarríkja. „Menn verða að taka virkan þátt í starfinu og leggja sig fram um að gera þessa stofnun betri,“ sagði Mal- loch Brown. „Og vonandi hef ég leyfi til að segja að menn verða að hafa áhrif á almenningsálitið í eigin landi og útskýra betur hvers vegna SÞ skipta máli fyrir hagsmuni Banda- ríkjanna.“ Hann sagði bandarísk stjórnvöld reiða sig á SÞ í alþjóða- samskiptum þegar þeim hentaði en ekki verja þau fyrir gagnrýni íhalds- samra stjórnmálaskýrenda og þátta- stjórnenda eins og Rush Limbaugh heima fyrir. Einnig sagði Malloch Brown Bandaríkjamenn vera of kröfuharða í samningum á vettvangi SÞ, þeir gerðu ekki nóg af því að leita málamiðlana. Margar þjóðir hefðu á tilfinningunni að markmiðið væri að veikja SÞ til að auka líkur á að stjórnvöld í Washington réðu fremur ferðinni í alþjóðamálum. Samþykkt hefur verið þak á út- gjöld SÞ sem ekki verður lyft nema umbætur verði að veruleika og getur farið svo að samtökin lendi í miklum fjárhagsvanda vegna þeirrar sam- þykktar. Bandaríkjamenn greiða hærra framlag til samtakanna en nokkur önnur þjóð. Óvenjuleg gagnrýni Mjög óvenjulegt er að embættis- menn SÞ gagnrýni stórveldin eins og Malloch Brown gerði. Þess má geta að John Bolton fór á sínum tíma, áð- ur en hann varð sendiherra hjá SÞ, afar hörðum orðum um verkstjórn og skipulag samtakanna. Sagði hann meðal annars eitt sinn að þótt tíu efstu hæðirnar í húsakynnum aðal- stöðvanna í New York hyrfu myndi það ekki valda neinum óskunda í starfinu, svo óskilvirk væru samtök- in. Fullyrt er að það hafi einkum gert mönnum í stjórn Bush heitt í hamsi að Malloch Brown skyldi segja að í kjarna Bandaríkjanna, þ.e. sam- bandsríkjum langt inni á meginland- inu, vissi fólk almennt ekki neitt um hlutverk SÞ. Umrædd svæði eru ein- mitt helstu vígi repúblikana og Bush. Bolton sagði ræðu Malloch Browns vera afar slæm mistök. „Ég ræddi við framkvæmdastjór- ann [Annan] í morgun og sagði við hann: ég hef þekkt þig síðan 1989 og get sagt þér að þetta eru verstu mis- tök sem ég veit til að háttsettur emb- ættismaður hjá SÞ hafi gert á öllum þessum árum,“ sagði Bolton á mið- vikudag. Þótt markmið Malloch Brown hefði verið að gagnrýna Bandaríkin gæti svo farið að hið end- anlega fórnarlamb yrði fremur SÞ, sagði Bolton. Tónninn í ræðu næst- ráðandans hefði verið „lítillækkandi“ og hann hefði talað niður til banda- rísku þjóðarinnar. „Þegar öllu er á botninn hvolft og það er hryggilegt, var þetta gagnrýni á bandarísku þjóðina, ekki ríkisstjórn hennar, af hálfu starfsmanns alþjóðlegra sam- taka,“ sagði Bolton. Fram kom í Gallup-könnun í mars að 64% Bandaríkjamanna teldu SÞ standa sig illa og hafa samtökin aldr- ei fyrr komið jafnilla út úr slíkri könnun vestra. Hins vegar sagðist meirihluti aðspurðra samt sem áður vilja að SÞ gegndu stóru hlutverki í alþjóðamálum. Bandaríkjamenn reiðir vegna gagnrýni SÞ Bolton sendiherra krefst þess að Kofi Annan fordæmi ummæli næstráðanda síns John Bolton Mark Malloch Brown Kofi Annan Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is              ! "#   $    %  !         $  &     ' (      !)   * + , - &(%  ")          * &.     /   !  01  2       !   3! $ 4      55 6'  7&8'  ")      % $    / &    6 %! (/  % !   9         6 6  :      !       ;#9<=98   0 ; 7 > 8      9    /  /   !" # " $% &&''" ()!"*$+ , $ '&(  ( -&."+  " $& &/0$$'  ! / #/. -'.1  (  """'#.!$&'  ./"&/ ' 0$ 0""+.     2 (" * 6  $      ?    %!    Stríðsherrar heita að berjast til síðasta manns Íslamistar hafa öll völd í Mogadishu Mogadishu. AFP. | Íslamistar sem á þriðjudag tóku öll völd í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, voru í gær sagðir búa sig undir að ráðast á síð- asta vígi Bandalags um frið og bar- áttu gegn hryðjuverkum, samtök stríðsherra sem njóta stuðnings stjórnvalda í Washington. Stríðsherrarnir hafa stjórnað Sómalíu sl. fimmtán ár. Þeir ráða enn ríkjum í Jowhar, um 90 km norður af Mogadishu, en íbúar þeirrar borgar hafa tekið að flýja hana af ótta við að íslamistar efni þar til árásar þar sem engu yrði eirt. Hafa stríðsherrarnir enda heitið því að berjast uns yfir lýkur í Jowhar. Forystumenn Íslamska dómstóla- bandalagsins, samtaka íslamista, hafa þó sent frá sér misvísandi skilaboð; hundruð íslamskra víga- manna sitja nú um Jowhar en sjeik- inn Sharif Ahmed, sem fer fyrir Ísl- amska dómstólabandalaginu, lét hafa eftir sér að engin áform væru uppi um að ráðast gegn Jowhar. Ísl- amistar myndu aðeins láta vopnin tala ef á þá yrði ráðist. Innleiða sharia-lög Íslamska dómstólabandalagið hefur þegar hafist handa við að inn- leiða sharia-lög í Mogadishu. Ah- med sjeik sendi á hinn bóginn vest- rænum stjórnarerindrekum í Mogadishu bréf á miðvikudag þar sem þeir voru fullvissaðir um að ný stjórn í Sómalíu hygðist alls ekki veita hryðjuverkamönnum öruggt skjól. Bandaríkjamenn hafa ekki stað- fest, að þeir hafi stutt fjárhagslega við bakið á stríðsherrabandalaginu í því augnamiði að draga úr vaxandi áhrifum íslamista í Sómalíu. En George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar á þriðjudag að hann myndi tryggja að Sómalía yrði ekki felustaður fyrir liðsmenn al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna. Afstýrðu árás á þotu Bern. AFP. | Svissnesk yfirvöld skýrðu frá því í gær að þeim hefði tekist að afstýra árás hryðjuverkahóps frá Norður-Afríkulandi á ísraelska far- þegaþotu. Hefðu sjö manns verið handteknir í sambandi við málið. Fólkið var handtekið í tveim að- gerðum sem hófust 12. maí í Zürich og Basel eftir að rannsókn hafði leitt í ljós að það hafði gert áætlanir um árás á þotu í eigu El Al, ísraelska flugfélagsins. Ekki var skýrt frá nöfnum hinna handteknu og vísað var á bug fréttum svissneskra fjöl- miðla um að lagt hefði verið hald á sprengjubyssur og flugskeyti. Fjölmiðlarnir sögðu að hugmyndin hefði verið að skjóta niður farþega- þotu í flugtaki frá vellinum í Genf eða þegar hún væri að lenda. Denver. AP. | Koparþjófnaður hefur verið stundaður lengi víða um lönd enda málmurinn í háu verði en það segir sína sögu um hækkandi verð á hrá- efnum almennt, að nú eru þjófarnir, til dæmis í Banda- ríkjunum, farnir að ásælast ál. Heimsmarkaðsverðið á því hefur ekki verið hærra í átján ár. Nú í vor var álstólum fyrir um 300.000 kr. stolið úr skemmtigarði í Ohio og ekki er óalgengt, að vegrið úr áli séu rifin burt og jafnvel heilu ljósastaurarnir. Er lögreglan jafnvel farin að leggja gildrur fyrir málmþjófana og þá ekki síður fyrir brotamálmsfyr- irtækin, sem af þeim kaupa. Sem dæmi um það má nefna, að nýlega fóru óeinkenn- isklæddir lögreglumenn með álbekki úr skemmtigarði í Denver í eitt slíkt fyrirtæki og seldu fyrir 2.500 kr. stykkið. Í kjölfarið var fyrirtækið kært og það síðan sektað fyrir að kaupa þýfi. Eftirspurnin vex hratt í Kína Það er einkum mikil eft- irspurn í Kína, sem hefur kynt undir hærra verði á málmi og annarri hrávöru. Segja sér- fræðingar, að námaiðnaður- inn hafi ekki verið búinn undir eftirspurnaraukninguna og því muni þetta ástand vara í einhvern tíma enn. Mest er ásóknin í kopar og ál. Þjófarnir sækja í álið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.