Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 39

Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 39 MINNINGAR viku. Fyrir mér var ekki neitt ann- að merkilegt í fréttum í þá daga. Stóri happavinningurinn var þegar landað var heima á Húsavík. Þá var beðið niðri á bryggju eftir komu skipsins og fylgst með lönd- un á meðan handmokað var í lönd- unarmálið af dekkinu og horft á stóra bróður af aðdáun á meðan færi gafst. Þá strax var manni ljóst hve Bergur lagði hart að sér til að láta hlutina ganga. Svo var beðið eftir því að hetjan kæmi heim í smástund áður en lagt væri aftur í veiðiferð. Síðar kom Bergur heim með Margréti og Birni og bjó hjá okkur í kjallaranum á Hringbraut. Þá fékk maður tækifæri til þess að lifa sig inn í og taka þátt í fjölskyldu- gleðinni stundum með því að passa Birni og síðar Maríu, eða spila á spil á kvöldin. Síðar fluttust þau suður til Ólafsvíkur og svo til Keflavíkur og þar fæðist svo Vern- harður. Það var manni þá ekki eig- inlega ljóst fyrr en eftir að þau fluttu að Birnir og María voru eig- inlega ekki systkini mín, ég skildi eiginlega ekki orðið föðurbróðir, það voru bara eldri menn sem komu stundum í heimsókn og stoppuðu stutt. Eftir þetta hafa samvistir okkar alltaf mótast af þessari einlægu gleði Bergs og hlýju. Þótt stundum hafi verið löng stund á milli funda og stundum stoppað stutt við er eins og aldrei hafi verið skilið á milli og þráðurinn tekinn upp þar sem skilið var síðast við, en nú verður það ekki lengur svoleiðis. Bergur hefur kvatt okkur. Missirinn er mikill fyrir Mar- gréti og börnin þrjú, Birni, Maríu og Vernharð. Ekki síður fyrir maka þeirra, barnabörn og barnabarna- barn. Var hann þeim mikill félagi og tók mikinn þátt í þeirra lífi. Hans er sárt saknað og sendi ég þeim mínar óskir að þau geti unnið úr þeim söknuði sem fylgir. Að þau gætu nú breytt sorg sinni í þá lífs- gleði og framkvæmdahug sem fylgdi Bergi alla hans ævi. Megi blessun vera með þeim á þessari erfiðu stund. Björn Vernharðsson. Það hefur verið höggvið stórt skarð í minn félagahóp þegar vinur minn, ferðafélagi og fyrrum sam- starfsmaður Bergur Vernharðsson lést hinn 31. maí síðastliðinn. Bergi eða Begga eins og hann var ávallt kallaður kynntist ég þegar ég hóf nám 17 ára gamall í bílamálun hjá Bigga Guðna 1977. Þá var Beggi í hlutastarfi þar en hans aðalstarf var hjá slökkviliði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem leiðir okkar áttu líka eftir að liggja sam- an. Bergur var maður með ríka rétt- lætiskennd og það gat gustað af mínum manni ef svo bar undir og var þá betra að hafa hann með sér en á móti. Þessi ríka réttlætiskennd kom líka fram í því að hann stóð ótrauð- ur með þeim sem á þurftu að halda, sama hvaðan vindurinn blés. Beggi var mikill þúsundþjala- smiður og skipti þá engu hvort það voru húsa-, báta- eða bílaviðgerðir, allt lék í höndunum á honum. Bílar skipuðu stóran sess í lífi hans og áttum við það sannarlega sameig- inlegt að vera báðir haldnir mikilli jeppadellu. Þegar hann svo festi kaup á iðn- aðarhúsnæði, eða athvarfinu eins og við félagarnir kölluðum það, eyddi hann þar mörgum stundum í báta- og bílastússi og var þá ekkert eðlilegra en að renna við í athvarf- inu. Oft var yngsti guttinn minn, hann Elvar Þór, með mér og fékk hann iðulega mikla athygli og harð- fisk eða annað góðgæti að launum fyrir innlitið og mátti varla á milli sjá hvor var kátari, guttinn eða Beggi, því að Beggi var mikil barnagæla. Fjallaferðir voru Begga líf og yndi og fórum við í ófáar ferðirnar saman og í gegnum árin, synir mínir fóru stundum með og þá skipti miklu máli að Beggi væri með því alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla við þá, bjóða þeim að sitja í eða jafnvel keyra jeppann sinn og ekki var það nú leiðinlegt. Síðasta ferðin okkar í vor verður nú sennilega sú eftir- minnilegasta – þá fengum við frá- bært veður alla 4 dagana og tókum hreinlega landið og miðin. Ein var sú ferð sem Beggi átti eftir að fara og talaði mikið um en það var inn í Snæfell en þangað förum við bara seinna, kæri vinur. Elsku Margrét, Birnir, María, Venni og fjölskyldur, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð, munið að minningin lifir. Guð veri með ykk- ur. Fanna skautar faldi háum fjallið, allra hæða val, hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur Logi reiður lokið steypu þessa við. Ógnaskjöldur bungubreiður ber með sóma réttnefnið. Ríð ég háan Skjaldbreið skoða, skín á tinda morgunsól, glöðum fágar röðulroða reiðarslóðir, dal og hól. Beint er í norður fjallið fríða. Fákur eykur hófaskell. Sér á leiti Lambahlíða og litlu sunnar Hlöðufell. (Jónas Hallgímsson.) Með þökk fyrir allt. Ómar Björnsson. Kveðjustund er stund minning- anna. Og minningarnar eru það sem við eigum áfram eftir viðskiln- aðinn. Minningarnar halda lífi í þeim kærleika sem var, þær næra áfram þann hlýhug, sem við áttum og nutum – og þær leyfa okkur að njóta áfram enn um stund eins konar samvista við þau sem við söknum. Í dag rekjum við slóð minning- anna til hins stóra og ástríka heim- ilis afa og ömmu á Húsavík, þar sem við frændsystkinin bjuggum sitthvorumegin við götuna, en heimilin öll eins og eitt. Venni og Birna með börnin á loftinu yfir verslunarhúsinu en við, fjölskylda Sigtryggs og Bryndísar, uppi í Bjarnahúsi, handan götunnar. Þar í húsum ríkti aldrei nein lognmolla og Bergur var í ríkum mæli gædd- ur þeim eiginleikum margra úr föð- urætt sinni að verða jafnan mið- punktur athafna, athygli og frásagnargleði. Uppátækin urðu oft mörg og sögur af þeim fleygar. Ekki síst árið eftir að við úr Bjarnahúsi fluttum suður en Þór- hallur, eldri bróðir minn, var árið um kyrrt fyrir norðan og þeir frændur og vinir nutu nokkurs frelsis til að þróa hugarflug sitt og brellur, – sumum eflaust til ein- hvers ama – en allt þó í hóflegu sakleysi og flestum til skemmtun- ar. Bergur var frásagnamaður góð- ur og líflegur og við höfðum öll hlakkað til þess að hittast, hinn stóri ættbogi, norður á Húsavík næsta sumar, þar sem þeim frænd- um skyldi ætlað það hlutverk að leiða okkur um bæinn og uppfræða næstu kynslóð niðja afa Bjarna og ömmu Þórdísar um það samfélag, sem var þar í bæ um miðja nýliðna öld. Sú frásögn hefði orðið ógleym- anleg öllum, þegar Bergur væri bú- inn að krydda hana öllum þeim sögum, sem hann kunni af mannlíf- inu, og sem ekki eru skráðar í ár- bækur og annála. En örlögin eru óræð – og nú hef- ur frændi okkar fyrirvaralaust ver- ið kvaddur til þess staðar, þar sem við öll hittumst að nýju einhvern tíma. Þar verða móttökur hlýjar. Megi honum fylgja guðs blessun – og innilegar þakkir okkar frænd- fólksins úr Bjarnahúsi fyrir það ljós, sem hann var á vegferð sinni. Og svo koma minningarnar aftur og aftur og ylja, gleðja og kæta. Minningin um glaða og öra lund og hvellan hlátur, um stórt hjarta, hjálpfýsi, örlæti og rausn. Um ljúf- an frænda og vin. Bjarni Sigtryggsson.  Fleiri minningargreinar um Berg Vernharðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Birnir; Þórður Kristjánsson. ✝ Margrét Einars-dóttir fæddist 13. ágúst 1934. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Einar Jóhann Ein- arsson, f. 10.11. 1898, d. 9.9. 1976 og Ástríður Guðjóns- dóttir, f. 19.5. 1902, d. 16.6. 1986. Bræð- ur Margrétar eru Kristleifur, f. 28.2. 1932, kvæntur Önnu Hjálmars- dóttur, og Valur sem lést tæplega 3 ára gamall. Margrét giftist Gunnari Magn- úsi Jónssyni frá Akureyri. Þau slitu samvistir. Margrét giftist 15. febrúar 1975 Jóni Árnasyni, f. 3.9. 1931. Börn Margrétar eru: 1) Ásta Mar- grét Gunnarsdóttir, sonur hennar er Arnar Freyr Hall- dórsson. 2) Jóna Björk Gunnarsdótt- ir, synir hennar eru Einar Valur Þor- varðarsson og Helgi Bjartur Þorvarðar- son. 3) Valdís Reg- ína Gunnarsdóttir, börn hennar eru Gréta Lind Krist- jánsdóttir og Hrafn Jónsson. 4) Eyrún Anna Gunnars- dóttir, synir hennar eru Davíð Arnar Baldursson og Brynjar Darri Baldursson. 5) Trausti Már Kristjánsson. Útför Margrétar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hinsta kveðja til mömmunnar okkar. Æi það er svo ótal margt sem við vildum segja á þessum degi, en – við skulum taka fyrir örlitla upprifjun og okkur kom saman um að það yrði Bergþórugötuupprifun. Bergþórugata 9, húsið okkar, sem langamma og langafi byggðu, húsið sem var okkar óðalssetur. Mamma okkar hún Maddý var eiginlega hetja, aðeins 26 ára gömul einstæð móðir með okkur fjórar, yngsta var tæplega eins árs og elsta sex ára. Í dag væri það súrrealískt að reyna að ímynda sér annað eins! Við munum allar mömmu á þessum ár- um sem ákaflega fallega unga konu, alltaf hlæjandi, hrók alls fagnaðar og heyrum hlátrasköllin á milli hæða þegar Baldur Karlsson og Vigga og afi og mamma hlógu þannig að undir tók í húsinu. Útvarpið á fullu, mamma að klæða sig upp í fallega „Jackie“-kjólinn og háhæluðu skóna. Tom Jones, Raggi Bjarna og fleiri góðir tóku undir og við starandi stórum augum á alla þessa fegurð. Mamma var einstakur kartakter, lítillát, óhemju þrifin og akkúrat á öllum sviðum. Hún var ekki kona sem velti sér mikið upp úr hlutunum, en hún var einstaklega réttlát og mikil baráttukona. Við stelpurnar fórum ekki varhluta af því, ungar að árum máttum við taka á okkur ábyrgð, sem þegar litið er til baka er ekki undir neinum kringumstæðum annað en hægt að þakka fyrir. En hún var óhemju stolt af stelpunum sínum. Árið 1974 fór að venja komur sínar á Bergþórugötu 9 „strákur“ sem hún hafði þekkt í gamla daga, Jón nokkur Árnason, og við urðum spenntari en hún. 15. febrúar 1975 giftist hún hon- um og nýr kafli hófst í lífi hennar. Jóndi kom inn í líf hennar, gullmol- inn hennar, án efa það besta sem fyr- ir hana kom, hann bar hana á gullstól og dekraði og dáði alla tíð. Þau byggðu sér saman fallegt heimili og í rauninni er sama hvar borið er niður, alls staðar var fallegt hvar sem þau bjuggu. Það er svo margt að minnast á þegar komið er að leiðarlokum, en líklega breyttist líf okkar allra svo mikið í september sl., þegar mamma greindist með krabbamein í höfði, að ekki er hægt undir neinum kringum- stæðum að skrifa í fáum orðum hvaða áhrif það hefur á aðstandend- ur, en þeir vita það sem hafa staðið í sömu sporum. Hins vegar, þegar lit- ið er til baka, er sá tími sem við átt- um með henni síðan í september ótrúlega mikilvægur, en í leiðinni ákaflega óraunverulegur. Á hverjum einasta degi veltum við fyrir okkur hvernig henni liði, hvað færi í gegn- um huga hennar … Ó það er svo skelfilegt! Að horfa upp á ástvin sinn missa sjónina, veslast upp fyrir aug- unum á manni, umbreytast í útliti og allt það, er nokkuð sem er svo erfitt að svo óskandi væri að enginn þyrfti að upplifa það. En mamma, hún var fallegust til síðasta dags, og sýndi al- úð og umhyggju, áhuga fyrir pólitík, áhyggjur af Sjálfstæðisflokknum, meira að segja í kosningunum. Lík- aminn var orðin máttfarinn, augun misstu vonina, en alltaf var til staðar sú umhyggja sem hún átti til handa Jónda sínum, og fram til hins síðasta hafði hún það miklar áhyggjur af honum að hún vildi ekki íþyngja með sínum sjúkdómi. Þvílíkt æðruleysi og alúð mættu margir temja sér. Við systur urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá að kynnast starfsemi líknardeildar Landspítalans í Kópa- vogi, og getur enginn nema sá sem stendur í sömu sporum skilið hvað þar fer fram. Þvílík blessun að hafa eytt þremur síðustu vikum sínum í faðmi þess frábæra starfsfólks og Kjartans læknis. Við viljum af öllu hjarta þakka þessu yndislega fólki fyrir umhyggju, alúð og ótrúlega fal- lega nærveru og dásamlega hjúkrun. Þau gerðu síðustu vikurnar hennar mömmu, og okkar saman, eins fal- legar og mögulegt var. Elsku mamma, takk fyrir árin öll – og passaðu upp á okkur – stelpurnar þínar, Ásta, Jóna, Valdís og Eyrún. Ömmustrákurinn þinn vildi svo mikið geta sagt þér núna brandara og heyra hláturinn þinn. Elsku amman mín, takk fyrir hvað þú varst mér alltaf góð. Ég átti enga aðra ömmu, þannig að ég hef engan samanburð, en ég myndi ekki vilja skipta fyrir neitt. Ég skal lofa að reyna að standa mig í skólanum, eins og þú vildir svo mikið, og vera góður við mömmu og afa. Vilt þú samt lofa mér því að passa upp á okkur sem sitjum hérna niðri og hugsum ótrúlega mikið um þig, alla daga og allar nætur. Guð og allir englarnir passi þig alltaf, elsku amma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hrafn. Liðin eru 32 ár síðan ég fyrst sett- ist upp í bifreið sem Jón Árnason stýrði. Það varð síðar hluti af mínum daglega veruleika. Við hófum þá gjarnan vinnudaginn saman og luk- um honum og það stundum æði seint. Við Jón urðum góðir félagar og vinir. Heimar Jóns voru tveir. Starf- ið, þar sem hann fór langfremstur meðal jafningja, var annar og hinn var Maddý. Viðbrigðin eru því mikil. Jón hættur að vinna og Maddý farin á undan honum. Maddý hafði búið þeim Jóni myndarlegt og fagurt heimili þar sem alúð og snyrti- mennska bar húsbændum vitni og gestrisni öll til fyrirmyndar. Þau hjónin voru einstaklega samrýnd og samhent og litu ekki hvort af öðru. Þau höfðu bæði átt sinn lífskaflann áður, fengið sína skammta af erfið- leikum og vonbrigðum. Þau höfðu reyndar lengi vitað hvort af öðru, Jón og Maddý, en þegar þau hittust af alvöru á nýjan leik varð ekki sund- ur slitið nema af því afli einu, sem allt verður að lokum undan að láta. Maddý var glæsileg kona, fjörug og kát og lét sér annt um velferð Jónda síns og hann taldi aðeins það besta vera nógu gott fyrir Maddý. Og það viðhorf hans hélst til hinstu stundar. Hún reyndist kjörkuð og stór í sínum þungu veikindum og erf- iðu tilraunum til að andæfa þeim. Við Ástríður kveðjum Maddý með sökn- uði, sendum börnum hennar samúð- arkveðjur og hugsum með hlýju til Jóns vinar okkar sem svo mikið hef- ur misst. Davíð Oddsson. Ég sit hér og skrifa um kæra vin- konu sem nú er látin, eftir langa og erfiða baráttu sem hún háði við sjúk- dóm sinn, sem því miður hafði betur í þetta sinn. En minningarnar hrannast upp og margs er að minnast. En fyrst af öllu þakka ég fyrir að hafa fengið að kynnast góðri konu með stórt hjarta, sem mátti ekkert aumt sjá. Konu sem hafði ríka réttlætiskennd og bar hag náungans fyrir brjósti. Konu sem vissi hvað lífið var og stóð við hlið vinkonu sinnar, sem missteig sig í hringiðu lífsins, og dæmdi hana ekki. Fyrir það er ég þakklátari en nokkur orð fá lýst. Maddý var stórglæsileg svo eftir var tekið. Við unnum saman í mörg ár hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur við símavörslu, og var oft grínast og mikið hlegið. Já þær voru margar góðar stund- irnar sem ég minnist. Stóra ástin í lífi Maddýar var Jón Árnason og samhentari hjón var vart að finna. Ég hugsaði oft með mér, tvö hjörtu sem slá sem eitt, svona er hrein ást. Það var einstakt að sjá þau saman. Ég votta þeim góða dreng samúð mína, hugur minn er hjá þér elsku Jóndi. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til Ástu, Jónu, Valdísar, Eyrúnar og Trausta, gullmolanna hennar Maddýar. Hvíl þú í friði kæra vin- kona. Minning þín lifir. Kristín Friðriksdóttir (Stína). Í dag kveð ég góða og trygga vin- konu. Hún Maddý mín er farin og margar góðar minningar streyma í dagsljósið. Ég kynntist Maddý og eiginmanni hennar í gegnum störf mín hjá Stjórnarráðinu. Maddý var trygg og trú vinum sínum og alltaf tilbúin að aðstoða eftir fremsta megni. Hún átti fyrirmyndarheimili og var góð heim að sækja. Hún greindist með krabbamein fyrir níu mánuðum síð- an og varð það mikið áfall fyrir fjöl- skyldu og vini. Maddý var lífsglöð og hamingjusöm kona og það var ekk- ert sem hún ætlaði ekki að gera. Hún gafst aldrei upp og barðist ötullega til síðasta dags. Ég votta fjölskyldu og ættingjum Maddýjar mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Hvíl í friði vinkona. Kristrún Valdimarsdóttir. MARGRÉT EINARSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.