Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 55
DAGBÓK
Doktorsvörn í mannfræði verður við fé-lagsvísindadeild HÍ á morgun, föstu-dag, og er það í fyrsta sinn sem Há-skólinn útskrifar doktor í
mannfræði. Mun Kjartan Jónsson guðfræð-
ingur verja ritgerð sína „Karlmennska Pókot-
manna, þáttur ritúala í mótun hennar“ (e. „Po-
kot Masculinity, The Role of Rituals in
Forming Men“).
Áhugi Kjartans á Pókotmönnum vaknaði þar
sem hann starfaði sem prestur í Kenýa: „Ég
áttaði mig fljótt á því að hlutirnir gengu öðru-
vísi fyrir sig í Afríku en á Íslandi, og fann að
þær aðferðir sem notaðar eru í kirkjunni á Ís-
landi til að ná til fólks virkuðu ekki allar á
þessum stað. Sérstaklega var erfitt að gera
kirkjuna aðlaðandi fyrir karlmenn á þeim slóð-
um sem ég starfaði,“ segir Kjartan. „Af þess-
um sökum fór ég að brjóta heilann um hvernig
þetta fólk hugsar, hver vandamál þess væru,
hvað skipti það máli, og hvaða siðir og gildi
móta líf þess.“
Í framhaldinu fór Kjartan í mastersnám í
guðfræði með áherslu á þvermenningarleg
fræði: „Þá las ég allt sem ég komst yfir um
þetta þjóðfélag. Talsvert var til af efni um
landið og búnaðarhætti en minna um menningu
Pókotmanna, líklega vegna þess að langan tíma
tekur að komast inn í hugarheim þeirra og
samfélag.“
Kjartan hafði þegar búið með Pókotmönnum
í 8 ár þegar hann hóf rannsóknina, og stóð því
nokkuð vel að vígi. Hann hlaut styrk til að gera
rannsóknina og gat ráðið til sín aðstoðarmenn
til að framkvæma viðamikla rannsókn: „Ég
rannsakaði öll ritúöl sem karlmenn þjóðflokks-
ins ganga í gegnum frá vöggu til grafar, auk
margra annarra, enda bjóst ég við að þar væru
fólgin helstu gildi samfélagsins. Meðal slíkra
siða má nefna giftingar- og greftrunarritúöl en
mikilvægust er innvígsla karlmanna, sem á sér
stað við 16 til 20 ára aldur, og tekur um þrjá
og hálfan mánuð. Þurfa piltarnir að þola mikið
harðræði á meðan,“ segir Kjartan.
Kjartan gerði jafnframt samantekt á sögu
allra ætta þjóðflokksins, hvers vegna og hvern-
ig þær fluttust til Pókot-héraðs, en Pókotmenn
mynda þjóð sem er álíka stór og sú íslenska.
„Karlmennska Pókotmanna mótast af ýmsum
þáttum og greina má breytingar á sjálfsmynd
þeirra fyrir tilstilli hnattvæðingar og útbreiðslu
vestrænna nútímagilda,“ segir Kjartan. „Pókot-
menn eru, eins og við, efnishyggjumenn og
markmið þeirra í lífinu að verða ríkur. Það ger-
ist með því að eiga margar kýr, sem gerir þeim
kleift að eignast margar konur og börn, sem
síðan gerir þeim mögulegt að verða vernd-
arandar barnanna eftir dauðann.“
Aðalleiðbeinandi Kjartans var dr. Haraldur
Ólafsson, prófessor emeritus og meðleiðbein-
andi Kristín Loftsdóttir lektor. Andmælendur
verða dr. Valentin Y. Mudimbe og dr. Pétur
Pétursson. Doktorsvörnin fer fram kl. 13 í há-
tíðarsal HÍ.
Vísindi | Fyrsta doktorsvörn í mannfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands á föstudag
Karlmennska Pókotmanna
Kjartan Jónsson
fæddist í Reykjavík
1954. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
1974, guðfræðiprófi frá
Háskóla Íslands 1980
og meistaraprófi frá
Fuller Theological Sem-
inary í Kaliforníu 1991.
Kjartan starfaði fyrir
Samband íslenskra
kristniboðsfélaga í 20 ár, þar af 12 í Kenýa.
Hann var framkvæmdastjóri KFUM og K í
Reykjavík til ársloka 1995 og hefur starfað
sem prestur í Þjóðkirkjunni frá áramótum.
Kjartan er kvæntur Valdísi Magnúsdóttur
kennara og eiga þau þrjú uppkomin börn.
70 ÁRA afmæli. Mánudaginn 12.júni verður sjötug Esther
Þórðardóttir, Nónvörðu 12, Keflavík.
Esther mun ásamt fjölskyldu sinni
fagna þessum tímamótum og taka á
móti gestum í Stapa, sunnudaginn 11.
júní frá kl. 14-18.
Árnaðheilla
ritstjórn@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 11.júní verður Hildimundur Sæ-
mundsson sjötugur. Hildimundur mun
ásamt konu sinni, Aðalheiði S. Stein-
grímsdóttur, og fjölskyldu fagna þess-
um tímamótum og taka á móti gestum
á Túngötu 4, Bessastaðahreppi, laug-
ardaginn 10. júní frá kl. 17 til 20.
HM 1963.
Norður
♠K4
♥8532
♦D86
♣ÁG73
Suður
♠ÁDG975
♥ÁKD
♦Á432
♣–
Samningurinn er sex spaðar með
smáu hjarta út.
Hvernig er best að spila?
Spilið kom upp í leik Ítalíu og Arg-
entínu á HM 1963. Í suðursætinu var
Ítalinn Pabis-Ticci og hann valdi þá
leið að taka trompin og henda hjarta úr
borði. Spila svo litlum tígli á drottn-
inguna. En austur átti kónginn og
svaraði með hjarta. Pabis-Ticci tók öll
trompin í þeirri von að vörnin henti
tígli til að valda lauf að óþörfu, en varð
að ekki að ósk sinni og endaði tvo nið-
ur:
Norður
♠K4
♥8532
♦D86
♣ÁG73
Vestur Austur
♠2 ♠10863
♥764 ♥G109
♦G1075 ♦K9
♣109862 ♣KD54
Suður
♠ÁDG975
♥ÁKD
♦Á432
♣–
Þetta er ekki slæm spilamennska, en
sagnhafi átti möguleika á tæknilega
betri leið: Hann tekur trompin og
hendir laufum úr borði. Síðan öll hjört-
un, sem reynast liggja 3–3. Þá kemur
tígulás og tígull á drottningu. Sem
dugir ef vestur á kónginn, en líka þeg-
ar austur er með Kx, eins og var í
reynd. Austur verður þá að spila laufi
og þá hverfa tapslagirnir tveir í tígli í
laufás og fríhjarta.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjórn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5.
Bg2 Be7 6. Rc3 Re4 7. Bd2 f5 8. Dc2 Bf6
9. Re5 d5 10. cxd5 Rxc3
Staðan kom upp í opnum flokki á ól-
ympíuskákmótinu sem lauk fyrir
skömmu í Tórínó á Ítalíu. Einn fremsti
stórmeistari heims, Levon Aronjan
(2.756), leiddi sveit Armena til sigurs á
mótinu og hér hafði hann hvítt gegn
tékkneskum kollega sínum David Nav-
arra (2.658). 11. Rf7! Dd7 svartur hefði
einnig orðið illa beygður eftir 11. …
Kxf7 12. dxe6+. 12. Bxc3 Bxd5 13.
Bxd5 Dxd5 14. e4! Hvítur vinnur nú
skiptamun og nokkru síðar skákina.
14. … fxe4 15. Rxh8 Rc6 16. 0–0 Ke7
17. Hae1 Hxh8 18. Hxe4 Hd8 19. Hfe1
Hd6 20. Hf4 g6 21. h4 Hd7 22. h5 Bxd4
23. hxg6 hxg6 24. Dxg6 Re5 25. Df6+
og svartur gafst upp. Armenar unnu
óvænt sigur í opnum flokki og var það
ekki síst öruggri taflmennsku Aronjans
að þakka á fyrsta borði. Hann fékk sjö
vinninga af 11 mögulegum og samsvar-
aði frammistaða hans 2.768 stigum.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjórn@mbl.is
Hvítur á leik.
Ill meðferð á Úlfarsfelli
ÉG gekk á Úlfarsfell í Mos-
fellssveit árið 1995 og síðan
ekki fyrr en sunnudaginn 21.
maí sl. Útsýnið var gott að
venju en umgengnin um
þetta litla fjall hefur versnað
til mikilla muna frá því fyrir
11 árum. Þá lá einn jeppa-
vegur þarna upp en nú eru
þeir orðnir þrír með mörg-
um krákustígum á milli auk
ljótra hjólfara eftir jeppa,
fjórhjól og torfæruhjól út um allt.
Væri ekki ráð að leggja veg með bundnu slitlagi þarna upp og loka hinum
slóðunum þannig að allir geti komist þarna upp en ekki bara jeppakallar og
göngugarpar? Að öðrum kosti er viðbúið að fjallið breytist í ljóta grjóthrúgu
á næstu árum og áratugum.
Svo er verið að óskapast yfir því að einhverjir eyðimelar við norðaust-
urbrún Vatnajökuls fari í kaf. Við hér á SV-horninu ættum að líta okkur nær!
Sorbus.
Mistök
MÉR varð hverft við þegar ég opn-
aði umslag frá KB banka þar sem
mér var tilkynnt að krafa upp á rúm-
lega 7 milljónir króna hefði verið
ógreidd að morgni 25. maí sl.
Fjárhæð þessa til Íslenskra að-
alverktaka, sem er vegna íbúðar í
fjölbýlishúsi sem er í byggingu hjá
þeim, greiddi ég á gjalddaga 15. maí
sl. símleiðis í gegnum minn banka,
SPRON. Í bréfinu frá KB banka var
ég beðin um að hafa samband við
eiganda kröfunnar hafi hún verið
greidd.
Þarna var um mistök að ræða en
þeir viðskiptahættir sem þarna
koma fram eru mér ókunnir, enda
öldruð kona.
Bréfið frá KB banka var ekki með
neinni undirskrift og ekki tilgreint
símanúmer svo það tók mig nokkurn
tíma og óþarfamörg símtöl að ná
sambandi við þann sem þar átti hlut
að máli. Er Kaupþing banki hf. að
drita svona bréfum til allra eigenda
íbúða í þessu fjölbýlishúsi, hvort sem
þeir greiða kröfur sínar á gjalddaga
eða ekki?
Hvað snertir Íslenska að-
alverktaka hef ég ekki áhuga á meiri
viðskiptum við þá og hef sett íbúð
mína í sölu.
Kt.: 190923-4799.
Armbandsúr
týndist
MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 7. júní
tapaði ég arbandsúrinu mínu á
Sunnuvegi, Reykjavík, einhvers
staðar á milli húsanna númer 1 til 27.
Finnandi vinsamlegast hringi í Lilju
í síma 820 2845.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX