Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 45

Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 45 MINNINGAR staklega falleg. Helga var þá korn- ung, Jón við nám í íslenskum fræð- um og þótti hinn mesti efnismaður. Hann var síðan allmörg ár sendi- kennari í íslensku við Kaupmanna- hafnarháskóla, en á sama tíma stundaði Helga nám í tónlistarfræð- um við sama skóla. Árið 1967 flutt- ust þau heim til Íslands. Jón gerðist sérfræðingur við Handritastofnun Íslands (síðar Árnastofnun), en Helga tók að starfa við Ríkisútvarp- ið. Á vegum þeirrar stofnunar vann hún merkileg verk á sviði íslenskra þjóðfræða: Þau hjónin fóru um og tóku upp á segulbönd margvíslegt þjóðfræðaefni, bæði í tali og tónum, og kom Helgu þá að góðu haldi menntunin frá Kaupmannahöfn. Í Árnastofnun eru varðveitt eftirrit af því efni sem þau hjónin söfnuðu, og er það ekkert smáræði, alls hátt á fjórða hundrað klukkustundir, mik- ilvægur hluti af hinu mikla og merkilega þjóðfræðasafni stofnun- arinnar. Og í tengslum við söfnunina gerði Helga síðan marga skemmti- lega og fróðlega þjóðfræðaþætti í útvarpið þar sem undirstaðan var efni sem þau hjónin höfðu safnað. Hygg ég að þættir þessir hafi verið með því fyrsta sem gert var til að matreiða íslenskt þjóðfræðaefni fyr- ir áheyrendur með tækni nútímans. Um þær mundir sem Helga kom heim var margt nýtt að gerast í rétt- indamálum kvenna, bæði hér á landi og víðar um heim. Helga gekk til liðs við þessar hreyfingar sem kenndar eru við „rauðsokkur“ og „kvenna- lista“ og lagði þar styrka hönd á plóg, og munaði ekki lítið um fram- lag hennar. En allt er í heiminum hverfult. Einmitt þegar hún var af þrótti farin að njóta sinna miklu hæfileika og menntunar, þá bilaði heilsa hennar og hún fékk illkynjaða meinsemd í höfuðið. Hættuleg skurðaðgerð virtist í fyrstu hafa heppnast vel, og raunar komst hún aftur um skeið til nokkurrar heilsu. Á næstu árum vann hún ásamt Jóni Sigbjörnssyni að því að skrásetja allt þjóðfræðaefni Árnastofnunar, og var langt komin með það þarfa- verk þegar þrek hennar bilaði full- komlega og hún hlaut að láta staðar numið. Síðustu árin naut hún góðrar aðhlynningar á elliheimilinu Grund, en þrekið dvínaði smátt og smátt uns dauðinn kom sem langþráð líkn. En í minningu vina sinna lifir hún sem hin unga og glæsilega gáfukona sem varpaði ljóma á umhverfi sitt. Við Sigríður vottum Jóni og dætr- unum þeirra, systur hennar og öðr- um vandamönnum okkar dýpstu samúð. Jónas Kristjánsson. Helga Jóhannsdóttir lést laugar- daginn 3. júní sl. langt fyrir aldur fram eftir langvinn veikindi sem skertu og styttu líf góðrar og gáf- aðrar konu. Helga var ljósmóðir mín ef svo má að orði komast og sú sem í raun leiddi mig til virkrar þátttöku í starfi Kvennalistans á sínum tíma. Ég man hana fyrst á tónleikum á Kjar- valsstöðum þar sem hún vék sér að mér svo brosandi blíðleg og hlý í fasi og bað mig endilega að koma og vera viðstödd áríðandi myndbands- sýningu niðri í Hlaðvarpa, húsi Kvennaframboðsins við Hallæris- planið. Á myndbandinu var viðtal við ástralska konu og eiginmann hennar, bæði læknar, en þau ræddu við norskan friðarsinna um ógnir kjarnorkuvopna. Ég studdi málstað Kvennaframboðsins eindregið og hafði reyndar bæði skrifað mig á lista og gert tilraunir til að heim- sækja húsið og blandast í hópinn. Fann þó einhvern veginn ekki hand- festu í samfélagi þar sem allar virt- ust þekkjast svo vel. Við hjónin fór- um bæði á myndbandssýninguna og hún varð kveikjan að pólitískri þátt- töku minni. En Helga var frumkvöðull og ljós- móðir kvennabaráttunnar á Íslandi í margvíslegum skilningi þó að þetta hlutverk hennar væri ekki alltaf augljóst. Hún var kvenleg og ein- staklega hógvær og prúð kona, en glaðvær og hlýleg með velviljaða og fágaða kímnigáfu. Hún var mikill friðarsinni og allt hennar viðmót bar þess merki. Hún sýndi öllu og öllum virðingu og tillitssemi. Hins vegar var hún mjög ákveðin og fylgdi sín- um málum fast eftir með ljúf- mennsku en óbilandi festu. Hún hafði líka lag á því að fá fólk á sitt band, reyndi að virkja aðra þannig að þeim fannst þeir hefðu sjálfir komist að niðurstöðunni, átt hug- myndina. Mann langaði að gera það sem hún bað um því hún var svo væn. Helga var virkur þátttakandi í stofnun Kvennaframboðsins á sín- um tíma og einlæg baráttukona. Hún lék oft úrslitahlutverk við myndun Kvennalistans þegar við- kvæm og brothætt umræða var nærri sigld í strand, skiptar mein- ingar og allt að renna út í sandinn. Þá kallaði Helga heim til sín, nærði hópinn og þar urðu frjóar umræður sem stöppuðu stálinu í konur sem vildu breyta samfélaginu en voru ekki alltaf sammála og voru að leita leiða. Það var ótvíræð skoðun Helgu að frumkvæði Kvennaframboðsins ætti að halda áfram með þátttöku í landsmálapólitík og konur ættu að bjóða fram til Alþingis. Að því vann hún á sinn rólega hátt með lagni og ljúfmennsku og þó að skoðanir væru skiptar var sú leið endanlega valin sem hún studdi. Helga var virk og glöð í starfi Kvennalistans alla tíð meðan heilsan leyfði og lagði mjög margt gott til málanna. Hún hafði mikinn áhuga á friðarmálum og tók jákvætt frumkvæði í þeim efnum og studdi starf annarra. Sumarið 1984 eftir fyrsta veturinn á þingi fóru Kvennalistakonur í hringferð um landið til að kynnast konum á lands- byggðinni og kynna málstað sinn. Þetta var ógleymanlega skemmtileg ferð í rútu sem skreytt var myndum af barnavögnum, pelum og snuðum, kvennamerkjum og jafnvel einnig brjóstahöldum og magabeltum af allra stærstu gerð hvar sem þau höfðu svo verið grafin upp. Kona ók rútunni sem var full af lífsglöðum og kátum konum sem höfðu boðskap að flytja og fannst þær vera á góðri leið með að bjarga heiminum, að minnsta kosti að gera hann að betri stað til að búa á, fyrir konur, börn og karla. Og vissulega voru einmitt börn með í ferðinni. Helga var með og sú eina sem fór alla leiðina ásamt yngstu dóttur sinni. Fundir voru haldnir á tæplega 70 stöðum um landið. Til þeirra var boðað með gjallarhorni er á staðinn kom og lög- in af plötunni Áfram stelpur leikin um gjallarhornið svo glumdi í bæj- um og þorpum. Þarna voru ræður haldnar, ljóð lesin og svo voru sam- ræður langt fram eftir kvöldi við konurnar á staðnum. Margs urðum við vísari og lærðum sitthvað um stöðu kvenna víða um land. Urðum betri fulltrúar eftir en áður. Þær sem fóru ferðina saman nutu ein- stakra samvista og reynslu sem aldrei gleymist og tengdust sterkum böndum vináttu sem hafa dugað þó árin hafi liðið. En Helga var einnig frumkvöðull á öðrum sviðum. Hún hafði ferðast um landið með eiginmanni sínum, Jóni Samsonarsyni, og tekið upp söng og rímur af munni lands- manna, einkum þeirra sem komnir voru við aldur. Sumir miðluðu þann- ig kannski menningararfi sem geng- ið hafði frá ömmu til ömmu eða afa til afa kynslóð fram af kynslóð um aldir. Þannig tókst þeim góðu hjón- um að forða frá glötun ótrúlegum menningarverðmætum sem nú eru að bera ávöxt og vitja okkar í göml- um og nýjum búningi og veita gleði. Helga varð fyrir heilsubresti þeg- ar hún var í blóma lífsins. Þrátt fyrir erfiðan og flókinn sjúkdóm sem ágerðist lagði hún samt sitt til mál- anna, sótti fundi og tók þátt af áhuga meðan stætt var og jafnvel lengur. Ég minnist Helgu með virðingu, þakklæti og hlýhug og veit að ég mæli fyrir hönd margra vinkvenna hennar úr Kvennalistanum þegar ég sendi Jóni, dætrum hennar og öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Helgu Jó- hannsdóttur. Guðrún Agnarsdóttir. Það var mikið ævintýri að taka þátt í stofnun Kvennaframboðsins í Reykjavík haustið 1981. Eftir sumar heitra umræðna var boðaður fundur á Hótel Borg 14. nóvember. Við viss- um ekki hverjar undirtektir yrðu en grunaði að fleiri konum en okkur 12 sem að fundinum stóðum fyndist löngu tímabært að koma konum til áhrifa í borginni og taka af alvöru á kynjamisréttinu, öllum þeim mörgu málum sem brunnu á konum og fjöl- skyldum borgarinnar. Konur voru þá aðeins rúm 6% sveitarstjórnar- manna. Hundruð kvenna og nokkrir karlar troðfylltu salina á Borginni. Baráttuandinn var rafmagnaður. Ein þeirra sem þar mættu var Helga Jóhannsdóttir og frá þeirri stundu var hún einn mikilvægasti stólpi Kvennaframboðsins og síðan Kvennalistans meðan heilsan entist. Hún var stórgáfuð og með afbrigð- um ráðagóð, ein þeirra sem voru snillingar í að finna leið til lausna og sátta. Alltaf jafn róleg og yfirveguð. Það var ekki auðvelt að sameina mörg hundruð konur úr ýmsum átt- um og með margs konar bakgrunn um hugmyndafræði, markmið og leiðir. Það var deilt um hugmyndir og orð. Þegar á reyndi kom í hlut Helgu ásamt þeim Helgu Kress og Sigríði Dúnu að koma hugmynda- grundvelli Kvennaframboðsins í orð, texta sem síðan var byggt á árum saman eða þar til nýjar hugmyndir tóku að ryðja sér rúms. Þeim stöll- um tókst vel upp og ef ég man rétt voru gerðar sáralitlar breytingar á ritsmíðinni sem þær lögðu fram. Ákveðið var að bjóða fram kvennalista vorið 1982, m.a. undir kjörorðinu: gerum hreint í borgar- stjórn. Helga var í 12. sæti á fram- boðslistanum þá 46 ára og titluð húsmóðir. Hún átti þá að baki langt og merkilegt starf við söfnun ís- lenskra þjóðlaga en það er önnur saga sem ég læt öðrum eftir að minnast. Hún hafði eflaust lengi hugsað sitt um stöðu kvenna en nú gafst henni tækifæri til þátttöku. Eftir frækilegan sigur í kosningun- um þar sem tvær konur komust að hófst vinnan í nefndum og ráðum borgarinnar og þar lá Helga ekki á liði sínu. Þegar líða tók á árið 1982 beind- ust sjónir að væntanlegum alþing- iskosningum árið eftir. Ef þörf var á konum til hreingerninga í borgar- stjórn var ekki síður verk að vinna í landsmálum þar sem hlutur kvenna var aðeins 5% þegar hér var komið sögu en verkefnin ærin. Þá eins og nú hrópaði launamisréttið á aðgerð- ir, löggjöf um ofbeldi karla gegn konum var á steinaldarstigi, vopna- kapphlaup stórveldanna ógnaði öllu lífi og þannig mátti áfram telja. Karllæg orðræða var alls ráðandi í íslenskum stjórnmálum. Innan Kvennaframboðsins voru mjög skiptar skoðanir um hvort rétt væri að bjóða fram til Alþingis og fannst mörgum borgarstjórnin vera ærið verkefni. Einungis hefði átt að grípa til einstakrar aðgerðar og kannski blundaði undir niðri ótti við að rugga kerfisbátnum meira en orðið var. Meðal þeirra sem vildu halda áfram og krefjst inngögu í nýtt karlavígi var Helga. Í atkvæða- greiðslu í byrjun árs 1983 urðum við framboðskonur undir og vorum bæði reiðar og daprar yfir þeim úr- slitum. Ekki man ég hve langur tími leið en skömmu eftir þennan örlaga- fund settist Helga við símann. Ég man vel eftir hennar rólegu og mjúku rödd sem sagði: já, ég er nú ekki ánægð með þessi úrslit. Getum við ekki hist og ráðið ráðum okkar. Henni var ljóst að í augsýn var tæki- færi sem varð að nýta kvennabarátt- unni til framdráttar. Og enginn stöðvar tímans þunga nið. Við hitt- umst og ákváðum að fara okkar leið, stofna ný samtök og halda ótrauðar áfram á framboðsleiðinni rétt eins og formæður okkar fyrr á öldinni sem bæði ruddu brautina í bæjar- stjórnum og á Alþingi þótt saga þeirra væri síðar nánast þöguð í hel. Enn vannst sigur og þrjár kvenna- listakonur voru kjörnar á þing. Hlutur kvenna óx úr 5% í 15%. Helga átti ómetanlegan þátt í að knýja framboðshreyfingu kvenna áfram og því má ekki gleyma. Það var ekki löngu síðar sem heilsa hennar tók að bila og hún varð að draga sig að mestu í hlé. Hún reyndi þó að sækja landsfundi og vorþing Kvennalistans eftir bestu getu, allt- af jafn jákvæð og ráðagóð. Að ferðalokum vil ég þakka henni öll þau hollráð og stuðning sem hún veitti mér á mínum pólitíska ferli sem og framlag hennar til kvenna- baráttunnar. Hún var ekki ein þeirra sem hrópuðu á torgum en var því mikilvægari við að leggja á ráð- in, vega, meta og finna lausnir sem dugðu til sigurs. Ég þakka henni samfylgdina og votta aðstandendum hennar mína dýpstu samúð. Kristín Ástgeirsdóttir. Í dag kveðjum við Helgu Jó- hannsdóttur, hlýlega og jákvæða kvennabaráttukonu sem sérlega gott var að starfa með. Ég kynntist henni fyrst að nokkru marki eftir stofnun Kvennaframboðsins 1982. Oft hafði ég þó áður heyrt Helgu getið og séð henni bregða fyrir, því að föðuramma mín, Guðmundína Sigurveig Stefánsdóttir (Munda), hafði verið ráðskona á heimili for- eldra Helgu og hélt alltaf góðu sam- bandi við fjölskylduna. Minningarnar sem vakna um Helgu eru allar skemmtilegar. Um ferskar hugmyndir og fræðslu af margvíslegu og ólíku tagi eins og t.d. um íslenskan tónlistararf, sem ég hélt að væri ansi rýr, þar til ég kynntist Helgu. Varðandi þau mál og ýmislegt fleira var hún mikill sagnabrunnur. Það var einnig leitun að manneskju sem var jafn jákvæð og hvetjandi og Helga. Það verður einnig að nefna þátt hennar í tilurð Kvennalistans sem var verulegur, en Helga hefur oft verið kölluð ljósmóðir Kvennalist- ans. Við Kvennaframboðskonur í Reykjavík höfðum rætt það fund eftir fund hvort við ættum ekki að bjóða fram í alþingiskosningum 1983. Alltaf urðu þær áhugasömu undir með þessar hugmyndir. Jarð- bundnar konur sem höfnuðu þessu bentu á að við hefðum lagt ómælda vinnu í framboð til borgarstjórnar nokkrum mánuðum fyrr, þar sem við ættum nú góða fulltrúa. Okkur væri nær að ná betri tökum á þeim málum og fylgja þeim eftir. Það væri farsælla að styðja við fulltrúa okkar í starfi fremur en að standa strax næsta vor í annarri og flóknari baráttu á landsvísu. Það væri varla gerlegt fyrir fáar konur að berjast á mörgum vígstöðvum í senn. Við hin- ar sem vorum ekki sammála þessu töldum að það yrði langt að bíða í fjögur ár eftir öðru tækifæri og við værum enn heitar í baráttunni. Hversu erfitt gæti þetta líka orð- ið? Meirihlutinn var ekki sammála okkur. Það virtist líka verða niður- staðan að meirihlutinn mundi ráða og það yrði að bíða með framboð til þingsins, eftir að tillögunni hafði verið hafnað í þriðja sinn á a.m.k. jafnmörgum fundum. Skömmu síðar hvíslaði Helga því að mér að hún væri að bjóða nokkr- um konum heim til sín í snemmbú- inn jólabakstur, hvort ég gæti ekki komið. Það stóð þá svo á að ég átti ekki heimangengt. Hún dró mig þá afsíðis og sagði að hún væri að safna saman þeim konum sem vildu bjóða fram næsta vor, hvort að ég væri ekki með í bjóða fram og þá undir nýju nafni, það væri í rauninni alveg nóg að svara því. Ég hélt það nú. Þetta reyndist vera fámennur en góður hópur, hvattur áfram af Helgu, sem tók þetta skref. En við vorum ekki fáar lengi, því strax flykktust að konur sem vildu taka þátt í þessu starfi. Framhaldið þekkja flestir og sem betur fer leið ekki á löngu þar til við vorum allar sameinaðar að nýju, Kvennaframboð og Kvennalisti, undir nafni hins síðarnefnda. Ég minnist Helgu með þakklæti og harma það að hafa ekki gefið mér tíma til að fara til hennar, en hún hafði fyrir alllöngu beðið mig að líta við hjá sér við tækifæri. Ég sendi fjölskyldu Helgu og ástvinum sam- úðarkveðjur. Kristín Sigurðardóttir. Helga Jóhannsdóttir er látin. Hún var mikil merkiskona, mig langar að minnast hennar með fáeinum orðum því ég þekkti hana vel og á henni marga þakkarskuld að gjalda. Ég kynntist Helgu skömmu eftir að ég kom heim frá tónlistarnámi í útlöndum. Á námsárunum og í upp- hafi starfsferils kviknaði áhugi minn á þjóðlögum og alþýðusöng af ýmsu tagi. Þetta hugðarefni leiddi fljót- lega til þess að ég fór að leita uppi efni og fróðleik sem varðveist hafði frá fyrri tímum í munnlegri og bók- legri geymd, svo sem rímnastemm- ur, sálmasöng og ýmis gömul þjóð- lög. Og fyrr en varði var ég kominn í kynni við Helgu. Hún hafði þá fyrir allmörgum árum hafist handa ásamt eiginmanni sínum, Jóni Samsonar- syni, að safna ýmsu þjóðfræðaefni sem þau hjónin hljóðrituðu á seg- ulbönd í söfnunarferðum víðs vegar um landið. Safn þeirra varð þegar yfir lauk eitt hið umfangsmesta og fjölbreytilegasta sem til er hér á landi. Helga vann einkum að þjóð- lagasöfnun, fyrst á vegum Ríkisút- varpsins og síðar sem starfsmaður hjá Stofnun Árna Magnússonar svo lengi sem heilsan leyfði. Hún hafði einstakt lag á að leita uppi kvæða- menn og söngfólk og að fá það til að kveða fyrir sig og syngja inn á seg- ulband. Meðal þess tónlistarefnis sem Helga safnaði og hljóðritaði á starfsferli sínum var rímnakveð- skapur, gömul íslensk sálmalög, þjóðlög og stemmur sem sungnar voru eða raulaðar við kvæði, þulur og vísur. Einnig söfnuðu þau hjónin margvíslegu efni í töluðu orði, þar á meðal voru þjóðsögur og sagnir, svo og mannlífs- og þjóðlífslýsingar. Má segja að þetta mikla og merka söfn- unarstarf hafi beinst að flestum sviðum þjóðlegra fræða í munnlegri varðveislu, þótt mikil áhersla hafi ætíð verið lögð sönginn og kveð- skapinn. Á tímabili starfaði ég í áhugasöm- um hópi tónlistarfólks hjá mennta- málaráðuneyti við að safna saman og búa undir útgáfu efni til tón- menntarkennslu í grunnskólum. Í því starfi leituðum við til Helgu um ráðgjöf og tillögur um þjóðlagaefni, bæði íslenskt og erlent. Var þar bæði um að ræða þjóðlög og söngva á nótum sem ætluð voru skólabörn- um til söngs og einnig ýmislegt efni til hlustunar. Megnið af þessu náms- efni er notað við tónmenntarkennslu í skólum enn í dag. Síðasta eftirminnilega verkefnið sem ég tók þátt í að vinna ásamt Helgu var undirbúningur mikillar sýningar sem efnt var til af hálfu Norræna hússins og nefnd var Tón- list á Íslandi. Sú sýning var opnuð í árslok 1985 og var hún bæði yfir- gripsmikil og vel heppnuð. Á fund- um undirbúningsnefndarinnar og við aðdrætti efnis og sýningargripa, kom vel í ljós hversu mikla og góða yfirsýn Helga hafði yfir næstum alla sögu söngs og tónlistar hér á landi, fyrr og síðar. Átti það bæði við um það efni sem hún hafði unnið við að safna á hljóðrit en einnig hljóðfæra- sögu og ekki síður lög og söngva í bóklegum heimildum, bæði handrit- um og prentuðum bókum. Má þar meðal annars nefna að hún hafði um árabil stundað rannsóknir á upp- runa sönglaga í íslenskum handrit- um við þýðingar á Davíðssálmum. Því miður entust henni ekki heilsa og kraftar til ljúka þeim rannsókn- um og ritstörfum. Að leiðarlokum er margs að minn- ast. Oft kom ég á heimili Helgu og Jóns á Melhaganum, á þeim tíma þegar allt lék í lyndi og þau voru bæði önnum kafin við söfnunarstörf og þjóðfræðarannsóknir. Erindi mín voru ætíð í þeim tilgangi að leita í mikinn og ríkulegan sjóð þekkingar og reynslu þeirra hjóna og njóta leiðsagnar Helgu við mín áhugamál og fræðagrúsk á sviði tónlistarsögu. Helga Jóhannsdóttir er kvödd með virðingu og þökk. Framlag hennar til söfnunar íslenskra þjóð- laga verður seint þakkað sem vert væri. Störf hennar, elja og þraut- seigja við björgun slíkra menning- arverðmæta munu þegar tímar líða skipa henni á bekk með mikilhæf- ustu bjargvættum okkar Íslendinga á því sviði þjóðfræða. Jóni eigin- manni hennar, dætrunum og öðrum aðstandendum eru sendar samúðar- kveðjur. Njáll Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.