Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 41 MINNINGAR Citabria flugvél, tveggja sæta. Hann flaug töluvert um nágrennið og uppí Borgarfjörð til Snorra sonar síns á Augastöðum í Hálsasveit þar sem hann lenti á heimatúninu og naut þess að fylgjast með búskapnum og barnabörnunum í sveitinni. Jóhann- es var heiðursfélagi í Flugklúbbi Mosfellsbæjar síðustu árin. Ég held að Billi hafi verið flugmaður af guðs- náð, réttur maður á réttum stað, og hann fundið sig sérstaklega vel í því starfi. Hann var sérlega farsæll og athugull, flaug öllum flugvélum Flugfélags Íslands sem komu á eftir Waco tvíþekjunum, var í forystu- sveit flugmanna F.Í. allan sinn starfsaldur og skilaði sínu flugfari og farþegum ávallt heilum heim. Það er veruleg eftirsjá að Jóhann- esi Snorrasyni, hann setti svo sann- arlega svip á samtíðina, var vin- margur og vinsæll, hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Ég votta börnum hans, þeim Binní, Dolla, Balda, Hjördísi, Lalla og Bamba og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Ég þakka og rúmlega hálfrar aldar tryggð og vináttu Billa frænda. Far í friði. Jón Karl Snorrason. Ég mun hafa verið rúmlega þriggja ára þegar fjölskylda mín flutti í Garðabæinn og leiðir okkar Jóhannesar lágu fyrst saman. Yngsti sonur hans varð þá minn besti vinur og hafa Jóhannes og fjölskylda hans verið stór hluti af lífi mínu allt frá þeim tíma. Um leið og tilkynningin um fráfall Jóhannesar barst hvarfl- aði hugurinn að öllum þeim ómetan- legu minningum sem ég á um ein- stakan mann sem frá fyrstu tíð hefur verið mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Móðir mín hefur oft sagt mér af ómetanlegri hjálpsemi Jóhannesar og Örnu í hennar garð þegar faðir minn lést. Þá var ég sjö ára. Fjöl- skylda mín bjó einu húsi frá heimili þeirra Jóhannesar og Örnu á Lind- arflötinni í Garðabæ. Þetta var erf- iður tími og að mörgu var að huga fyrir móður mína með fjögur börn. Hún þurfti þó aldrei að hafa áhyggj- ur af mér, yngsta barninu. Ástæðan var sú að nokkrum dögum eftir and- lát föður míns bönkuðu Jóhannes og Arna upp á, réttu mömmu lykil að vaskahúshurðinni á heimili þeirra og sögðu henni að setja bara drenginn inn fyrir á morgnana þegar hún færi til vinnu og þau skyldu líta eftir hon- um. Þeir félagarnir væru hvort sem er saman öllum stundum. Frá þeim tíma var ég heimagangur heimili þeirra hjóna og nánast einn af fjöl- skyldunni. Margt var brallað á Lindarflötinni og alltaf var Jóhannes jafnáhuga- samur og tók þátt í því sem við strák- arnir vorum að gera. Fyrst voru það reiðhjól og reiðhjólaviðgerðir, næst voru það kassabílar, mótorhjól, fjar- stýrðar flugvélar og loks bílar af gerðinni Volkswagen bjöllur. Marg- ar tilraunir voru gerðar undir því yf- irskini að verið væri að endurbæta þessi leikföng okkar. Alltaf var Jó- hannes nálægur til að gefa góð ráð og aðstoða. Ef eitthvað vantaði til verksins þá var hann stokkinn í burt til að útvega þau verkfæri eða vara- hluti sem nauðsynlegir voru til að klára verkefnið. Oft á tíðum komum við drengirnir skömmustulegir heim eftir að hafa skemmt eitthvað af þessum leikföngum okkar. Þá heyrð- ist jafnan í Jóhannesi Snorrasyni: „Jæja, þá er búið að hafa gaman að því, – þá er það ónýtt“. Svo bretti hann upp ermarnar og tók til við að hjálpa okkur við að koma öllu í samt lag aftur. Alla tíð hefur Jóhannes verið áhugasamur um það sem ég hef tek- ið mér fyrir hendur, og ekki dró úr þeim áhuga eftir að ég komst á full- orðinsár. Það er nokkuð víst að hann átti sinn þátt í því að ég smitaðist af flugbakteríunni. Ekki varð aftur snúið frá flugmálunum, og hef ég alltaf átt stuðning Jóhannesar vísan. Ég sagði honum eitt sinn að ég væri að velta fyrir mér flugtengdu há- skólanámi í Bandríkjunum. Áður en ég vissi af var hann búinn að snara fram ritvélinni og vélrita bréf til eins af vinum sínum hjá Boeing-flugvéla- verksmiðjunni. Fyrst að strákurinn ætlaði í háskólanám var eins gott að hann færi í almennilegan skóla. Þeg- ar svarið barst kom að sjálfsögðu ekki annað til greina en að hlíta þeim ráðum og fara í þann skóla sem mælt var með. Fyrir nokkrum árum tók ég við starfi á sviði flugöryggismála. Að venju ráðfærði ég mig við Jóhannes áður en ég tók endanlega ákvörðun um starfið en hann hafði meðal ann- ars gegnt því á sínum glæsta ferli. Eftir að hann ítrekaði hversu krefj- andi og oft á tíðum erfitt starfið væri, hvatti hann strákinn til að taka starf- inu og gaf honum í veganesti nokkur þeirra hollráða sem reynst hafa hvað best í starfinu. Jóhannes Snorrason var afbragð annarra manna. Hann var góður í gegn, hlýr, og svo dæmalaust skemmtilegur. Betri og traustari læriföður er ekki hægt að óska sér. Það er mikil gæfa fyrir mig að hafa kynnst Jóhannesi og að hafa notið hans góðu nærveru og átt hann að í öll þessi ár. Það eina sem getur sefað söknuðinn er minningin um frábær- an mann. Að þeirri minningu verður hlúð um aldur og ævi. Við Guðbjörg sendum Örnu, börnum Jóhannesar og fjölskyldum þeirra einlægar sam- úðarkveðjur. Þormóður Þormóðsson. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast hartnær sextíu ára vináttu við Jóhannes Snorrason. Það var í októberbyrjun 1945 sem ævintýrið hófst – flugkennslan hjá Flugskólanum Cumulus á Tiger Moth. Ógleymanlegir tímar og kenn- arar voru þeir Smári Karlsson, Magnús Guðmundsson, Skúli Axels- son og Jóhannes Snorrason sem jarðsettur er í dag. Upp frá því hófst ævilöng vinátta milli okkar. Þegar sá sem þetta skrifar hóf störf hjá Flugfélagi Íslands árið 1947 þá var Jóhannes þegar orðinn yfir- flugstjóri þar. Fyrir ungan flugmann var ekki lítils virði að eyða fyrstu flugmannsárunum undir stjórn Jó- hannesar og efast ég um að hægt hafi verið að fá betri skólun fyrir unga flugmenn á þessum árum. Það var ómetanlegt að fá að fljúga undir stjórn þessara frumherja flugsins sem störfuðu hjá Flugfélagi Íslands á þessum árum, undir stjórn Arnar Johnson og síðar hjá Lofleiðum und- ir stjórn Alfreðs Elíassonar. Þessir frumherjar flugsins, hand- hafar fyrstu flugskírteina sem gefin voru út hér á landi,virðast þegar til baka er litið, hafa haft þá köllun að ala upp flugmenn framtíðarinnar. Vil ég minnast þeirra, lífs og liðinna, með virðingu og þakklæti fyrir fram- lag þeirra til flugmála Íslands. Af þessum hópi finnst mér Jóhannes hafa verið fremstur meðal jafningja. Af metnaði fyrir hönd yngri kynslóð- ar í fluginu sem birtist meðal annars í því að Jóhannes bauð upp á flug- stjórasætið svo fljótt sem traustið leyfði. Ótalmargt lagði Jóhannes af mörkum til flugmála – ætla ég ekki að gera því skil hér en vil þó minnast margra ára setu hans í flugráði – það eru mörg spor á langri göngu í ör- yggismálum flugs hér á landi sem Jóhannes og jafnaldrar hans skilja eftir sig. Jóhannes var fyrsti formað- ur í rannsóknarnefnd flugslysa frá upphafi og til 1980 en þá lét hann af störfum. Því má með sanni segja að hann hafi markað brautina við að bæta og auka öryggi í flugi. Ungir flugmenn sem nutu leiðsagnar Jó- hannesar geta horft til hans með þakklæti. Að leikslokum minnist ég ótal- margra samverustunda við hvers kyns leik og störf. Áhugamálin fóru vel saman. Margs er að minnast eftir sex tugi ára en efst í huga mér eru margvíslegar veiðiferðir farnar til skemmtunar. Rjúpa, gæs og endur á haustin og lax og silungur á sumrin. Ferðir vegna starfs okkar í flug- stjórnarklefa milli fjarlægra landa – en eins og alkunna er, varð hann fyrstur til að fljúga með farþega í áætlunarflugi frá Íslandi. En Jó- hannes var ekki aðeins meistari í flugstjórnarklefanum.Verklagni hans svo sem við sveitastörf og kunnátta hans í glímu við veður og vinda var honum í blóð borin – eðl- isgreind segja sumir og fékk Jó- hannes vinur minn og samstarfs- maður drjúgan skerf af henni í vöggugjöf. Ég bið Guð að blessa minningu Jóhannesar Snorrasonar og votta eiginkonu og ættingjum hans samúð mína. Karl Eiríksson. Nafn Jóhannesar Snorrasonar mun ætíð verða tengt fluginu á Ís- landi órjúfanlegum böndum. Þegar við vorum stráklingar og heyrðum nafn hans nefnt datt okkur undir eins í hug eitthvað ævintýralegt og spennandi, eitthvað í sambandi við flug. Þegar við félagarnir vorum svo lánsamir að fá vinnu við flug hjá Flugfélagi Íslands var það undir handleiðslu Jóhannesar og hefur það veganesti dugað okkur vel og verður seint fullþakkað. Sumir menn eru þeirrar gerðar að í návist þeirra laðast fram það bezta sem í mönnum býr. Þannig maður var Jóhannes Snorrason. Ávallt hress og kátur, hvetjandi og jákvæður. Manni leið alltaf vel í vinnunni þegar maður var að fljúga með honum. Þegar kom að grunnþjálfun okkar á B-727 þotuna, sem fram fór suður í Flórída í Bandaríkjunum, var það undir leiðsögn hans og samstarfs- manna hans. Sá tími verður okkur alltaf ógleymanlegur. Í höndum lærimeistaranna varð þjálfunin bæði markviss og skemmtileg, þótt erfið væri á köflum. Stundirnar á milli, þegar slappað var af, eru ekki síður minnisstæðar. Að fá að njóta þeirra forréttinda að hlusta á þá félaga, Jóhannes og Gilla Magg, flugvélstjórann okkar, segja sögur og glettast hvor við annan, verður seint fullþakkað. Senurnar sem þeir félagar tóku voru hreint út sagt alveg óborganleg skemmtun. Það er nefnilega þannig að sumir hafa frásagnargáfu en aðrir ekki. Jó- hannes Snorrason var einn af þess- um mönnum sem unun var að hlusta á segja frá. Þá nutu sín til fulls þeir eiginleikar hans sem eru svo minn- isstæðir. Leiftrandi frásagnargleði, kímni og glettni auk stálminnis tvinnaðist þannig saman að flokkast verður undir sérstaka listgrein – frá- sagnarlistina. Að fá að verða samferða slíkum manni, innan og utan vinnu, er nokk- uð sem maður þakkar fyrir ævilangt. Við þig, Jóhannes, kæri vinur, segjum við þetta: Takk fyrir okkur. Ástvinum sendum við samúðar- kveðjur. Jón Pétursson, Kjartan Norðdahl. Það var mikil gæfa fyrir okkar unga lýðveldi og ekki síst flugmálin sem voru í mótun, fyrri part síðustu aldar að ungir og djarfhuga menn tóku þátt í þróun og uppbyggingu þeirrar flugstarfsemi sem nú er svo snar þáttur í daglegu lífi okkar. Þökk sé þeim frumherjum sem með áræði og dugnaði mörkuðu leiðina til þeirra miklu framfara sem orðið hafa í flug- málum okkar. Þar var Jóhannes R. Snorrason sem við kveðjum hinstu kveðju í dag í fylkingarbrjósti. Kynni okkar hófust á vordögum 1946 er þeir Magnús Guðmundsson, Smári Karlsson og Jóhannes stofnuðu flug- skólann Cumulus og má því segja að þeir hafi lagt grunninn að flug- kennslu á Íslandi. Jóhannes var mik- ill og sterkur persónuleiki, hann dáði stórbrotna náttúru Íslands og Græn- lands og lýsir hann því best í bók sinni Skrifað í skýin. En sú bók hefur að geyma mikinn fróðleik um sögu flugs á Íslandi og ekki síst minning- arbrot úr gifturíku starfi hans sem flugstjóri, leiðtogi og leiðbeinandi. Þau hjón Arna og Jóhannes urðu fyrir miklum missi er Haukur sonur þeirra lést langt um aldur fram, mik- ill efnispiltur og blessuð sé minning hans. Hjörleifur og Jóhannes Örn feta í fótspor föður síns og eru báðir flugstjórar hjá Icelandair. Ég vil að leiðarlokum þakka Jó- hannesi R. Snorrasyni fyrir farsæla vegferð hans, vináttu og tryggð um hálfrar aldar skeið. Ég votta Örnu og öllum ástvinum hans mína dýpstu samúð. Veri hann að eilífu Guði fal- inn. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Hann horfir út. Höfuðborgin skartar sínu fegursta. Við sjáum fjölda fólks, sem safnast hefur sam- an á flugvellinum, til að fagna komu Gullfaxa, fyrstu íslensku þotunnar. Við stjórnvölinn er Jóhannes R. Snorrason yfirflugstjóri. Það ríkir bjartsýni og gleði um borð og eins og ávallt óskorað traust til flugstjórans. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi 10 árum áður að verða einnig samferða Jóhannesi þegar annað stórt fram- faraskref var stigið í flugmálum þjóðarinnar, er tvær nýjar skrúfu- þotur komu til landsins 2. maí 1957, Gullfaxi og Hrímfaxi. Það var ávallt mikil eftirvænting að setjast á skólabekk og læra um ný og fullkomnari tæki til að bæta flug- samgöngur okkar fámennu þjóðar, einangraðrar frá umheiminum, og að vera með Jóhannesi var eins og að vera með jafnaldra. Þetta góða skap, drengileg framkoma og bjartsýni á hverju sem gekk og svo þegar hann var kominn í flugstjórabúninginn og varð fyrirliðinn sem allir treystu. Jó- hannes var með flugskírteini nr. 5 á eftir Sigga flug, Birni Eiríkssyni, Agnari Kofoed-Hansen og Erni Ó. Johnson. Eins og mörg ævintýri krafðist flugævintýri okkar Íslend- inga margra fórna og þrotlausrar baráttu frumkvöðlanna, sem höfðu ekki í neinn reynslubrunn að leita, en urðu að taka út sína eigin reynslu með þrotlausum tilraunum og bar- áttu við slæmar aðstæður, ófull- komnar vélar, lélega flugvelli og óblíð skilyrði í dreifbýlu fjallalandi. En eins og í flestum ævintýrum var það bjartsýni frumkvöðlanna, sem fleytti okkur áfram, og þess vegna valdi ég tvö stór skref á flugmanns- ferli Jóhannesar vinar míns sem inn- gang að þessum minningarorðum. Ég þakka Jóhannesi fyrir ára- langa samfylgd, sem aldrei féll skuggi á. Ég bið guð að vaka yfir Örnu, börnum, afkomendum, tengdabörum, Önnu og Snorra og ættingjum Jóhannesar. Guðmundur Snorrason. Jóhannes Snorrason er látinn og þar kveður mikill og góður Íslend- ingur. Samskipti okkar sýndu mér og sönnuðu að hann var heillyndur mað- ur sem vildi landi sínu og þjóð allt hið besta, vökumaður fyrir þjóðlegum íslenskum gildum.s Snorrungakynsins góða gerð bjó honum í huga og sál og gerði honum kleift að fljúga á arnarvængjum hæfni og mannkosta vítt um veröld alla. Hann var um langt skeið einn reyndasti og besti flugstjóri okkar Íslendinga og skrifaði í skýin stóra sögu, sögu sem mun ekki gleymast né glata gildi þótt tímar líði. Jóhann- es lifði gífurlega breytingatíma á sínu æviskeiði og fór víða sem fyrr segir, en alltaf, alla tíð, var hann Ís- lendingur með stórum staf, stoltur af landi sínu og þjóð og góður fulltrúi síns heimalands hvar sem hann steig á foldu. Hann lifði langa ævi en óx að mannslund og göfgi til síðustu stund- ar. Það býr í eðli trúrra manna að tjá það rétta og sanna og Jóhannes Snorrason var slíkur maður. Sá sem á leið um lönd og mar lætur sig fjölmargt dreyma. Ferðin frá Brekku bernskunnar byrjar í dalnum heima. Nærum í brjósti þakkarþel, þrungnir af vilja greiðum. Foreldra-arfinn vöxtum vel, víkjum ei þar af leiðum. Sigrandi dáð þar sólskin ber, saman við stöndum vörðinn. Föður og móður minning er mörkuð í heimasvörðinn. Göngum þar enn um gróin tún, gætum að hverju merki. Þar sem að forðum hann og hún héldu sig fast að verki. Þó að menn skrifi skýin í og skapi sér veg á flugi. Hugsað er alltaf heim á ný, horft yfir áratugi. (RK) Og það vantaði ekki að Jóhannes hugsaði heim, hvar sem hann fór um loft og láð. Hann hélt í sínar fyrstu rætur og hlúði að þeim, vökvaði þær og virti, alla sína daga. Hann átti vini víða um heim og sterk voru tengsl hans við mörg lönd, en aðeins eitt land átti hjarta hans óskipt – Ísland. Ég kveð Jóhannes Snorrason með þakklæti og virðingu fyrir góð og gefandi samskipti og votta eiginkonu hans og eftirlifandi börnum samúð mína vegna andláts hans. Rúnar Kristjánsson. Við sem störfuðum í Samstöðu um óháð Ísland á árunum kringum 1990 urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Jóhannesi Snorrasyni sem var einn af stofnendum samtakanna og meðal dyggustu talsmanna þeirra. Jóhannes, sem hafði farið víða og kynnst mörgu, varaði ein- dregið við því að þjóðin fórnaði því sjálfstæði sem hún svo lengi hafði barist fyrir. Hann hafði trú á getu okkar Íslendinga og taldi þjóðina betur komna með því að skipa sínum innri málum sjálf í stað þess að ganga inn í bandalag Evrópuríkja eins og markvisst var unnið að með samningnum um hið evrópska efna- hagssvæði. Þegar Samstaða um óháð Ísland ákvað að hefja undirskrifta- söfnun til að óska eftir því að samn- ingurinn yrði borinn undir þjóðarat- kvæði dró Jóhannes ekki af sér við þá söfnun. Það stríddi enda gegn lýð- ræðisvitund hans að svo stór og af- drifaríkur samningur væri tekinn til afgreiðslu án þess að þjóðin fengi áð- ur að segja álit sitt. Við erum þakklát fyrir það að hafa átt samleið með eld- huga eins og Jóhannesi og sendum öllum aðstandendum samúðarkveðj- ur við fráfall hans. Fyrir hönd nokkurra félaga úr Samstöðu um óháð Ísland. Kristín Einarsdóttir. Morgunblaðið/RAX Jóhannes í flugstjórnarklefa að loknu síðasta millilandaflugi hans sem flugstjóri, 7. nóvember 1980.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.