Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Freddy Laust-sen fæddist í Kaupmannahöfn 17. ágúst 1916. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 28. maí síðastliðinn. Freddy ólst upp í Kaupmannahöfn og um fjórtán ára aldur fór hann í læri í út- skurði hjá meistara sem hann vann síðan hjá lengi vel. Árið 1939 fluttist Freddy til Íslands og fljótlega eftir komuna hingað kynnist hann konu sinni, Sigurlín Andrésdóttur, f. 26. september 1924, d. 30. maí 2005. Börn Freddy og Sigurlínar eru: 1) Sveinbjörg, f. 27. október 1946, maki Guðjón Guðmundsson. Börn þeirra eru: a) Guðjón Ingi, f. 1964, maki Ragn- heiður Árnadóttir, sonur þeirra er Árni Þór. Dætur Guðjóns Inga og Evu Sóleyjar Sigurðardóttur eru Gígja Sigríður og Karítas Sveina. b) Eva Björk, f. 1966, maki Sveinn Steinar Sveinsson, börn þeirra eru Sveinn Orri og Erla Sif. c) Jónína, f. 1969, maki Fjölnir Freyr Guð- mundsson, börn þeirra eru Arnór Freyr, Fannar Ingi og María Björg. d) Birgir Örn, f. 1976, maki Sara Helgadóttir, dóttir þeirra er Karen Eva. 2) Fanný, f. 26. júlí 1948, maki Þórhallur Stefánsson. Börn þeirra eru: a) Þór Fannar, f. 1970, maki Suzanne Bieshaar, son- ur þeirra er Willum Stefán. b) Mel- korka, f. 1978. c) Freddý Friðrik,f. 1979, d. 10. mars 2005. Dóttir Fannýj- ar og Jóns Tryggva- sonar er Arnfríður Eva, f. 1965, maki Atli Örn Jónsson, synir þeirra eru Daníel Örn og Andri Már. 3) Þórir Andr- és, f. 6. febrúar 1953. 4) Matthildur, f. 18. september 1954, maki Ólafur Ólafsson. Dætur Matthildar og Tryggva Sveins Jónssonar eru: a) Elva, f. 1977, maki Einar Ágústsson, dóttir þeirra er Emilía. Dóttir Elvu og Hauks Harðarsonar er Ásta María. b) Ása Sif, f. 1979, maki Þorsteinn Þór Traustason, sonur þeirra er Tryggvi Trausti. 5) Helgi Freddý, f. 24. júlí 1962. Freddy lærði húsasmíði í Iðn- skólanum upp úr 1950. Hann vann við þá grein fram að eftirlauna- aldri og var lengst af hjá Sam- bandinu. Bæði Freddy og Sigurlín voru mikið fyrir útivist og ferð- uðust þau mikið saman um Ísland bæði gangandi og á hestum. Freddy var virkur félagsmaður í ýmsum ferðafélögum en einnig hafði hann mikinn áhuga á ljós- myndun og var virkur í félagi áhugaljósmyndara. Útför Freddy verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það er með söknuði sem ég kveð núna merkasta mann sem uppi hefur verið að mínu áliti. Allir hafa ein- hvern tíma átt sér sérstaka hetju sem þeir líta mikið upp til og í mínu tilfelli er það án efa afi minn hann Freddy og langar mig til að minnast hans í fáeinum orðum. Það er nú ekki auðvelt að lýsa honum afa, hann var svo margslunginn, skemmtilegur og fróður um alla hluti. Við áttum líka saman góð áhugamál og þau helstu voru að fara og vera einhvers staðar úti í náttúrunni, ferðast um landið okkar. Oft var farið í dagsferðir og vorum við þá helst gangandi eða á gönguskíðum, til dæmis upp á Esj- una, farið í Krýsuvík, ótalmargar fjöruferðir, farið um Bláfjallasvæðið og farið inn í Heiðmörk. Í þessum ferðum var ekki að spyrja að því að afi þekkti öll fjöllin og alla hólana, bæði með nafni og oftast af hverju þessi eða hinn hóllinn hét því nafni. Á leiðinni vorum við ætíð með nefið of- an í hverjum hól og villtar blómateg- undir voru skoðaðar sem og hinar ýmsu steinategundir. Auðvitað fór- um við alltaf með sýnishorn heim enda átti afi stórt og glæsilegt steina- safn og komum við því oft drekkhlað- in til baka. Sátum við oft og hlust- uðum á fuglana syngja og auðvitað vissi afi hvað þeir allir hétu. Ef farið var í lengri ferðir þá voru Tindfjöllin þar efst á blaði, því afi smíðaði þar skála með félögum sínum upp úr 1960. Þaðan á ég margar góðar minn- ingar, til dæmis þegar afi, sem oftast svaf í efri koju eins og ég, leyfði mér og Ásu systur að nota fæturna á sér sem rennibraut niður úr kojunni áð- ur en hann fór úr svefnpokanum og þegar við lágum tvö ein úti í snjónum á vetrarnóttum og afi fræddi mig um stjörnurnar og stjörnumerkin, enda vissi afi bókstaflega allt sem merki- legt er að vita. Þegar við vorum að fara eitthvað þá vorum við oft tvö saman að skoða náttúruna en það ríkti nú ekki alveg allan tímann gleði á leiðinni því stelputetrið ég gat nú verið algjör- lega lömuð af ótta þegar afi var að keyra. Afi, sem tók bílpróf mjög seint á ævinni eða upp úr 1960, var einn mesti glanni í umferðinni sem umget- ur, held ég bara. En hann var ekki verstur að sínu mati heldur voru það sko allir hinir sem voru snarvitlausir bílstjórar. Sem dæmi þá vorum við einu sinni á leið á Esjuna og þá fannst afa allir keyra svo hratt og þá gall í honum: „Sjáðu hvað þessi keyr- ir hratt, hann er örugglega á 130, ég er viss um það,“ og síðan stóð hann Löduna sína í botni til að ná þeim bíl, bara til að athuga hvort að hann hefði ekki haft rétt fyrir sér og mældi þannig iðulega á hvaða hraða aðrir bílar væru. Nestið á ferðalögunum var alltaf mjög gott enda amma dugleg að smyrja ofan í mann girnilegar kræs- ingar, en stundum þegar afi smurði þá komst maður í feitt. Daninn í afa gerði það að verkum að ég fékk kæfu með smá rúgbrauði og var það al- gjört lostæti. Enda afi vanur alvöru smörrebröd. Afi var nefnilega dansk- ur og talaði sitt eigið tungumál, sam- bland af dönsku og íslensku. Mörg- um fannst einmitt erfitt að skilja afa en mér fannst þetta svo eðlilegt að ég skildi alveg það sem hann var að segja. Afi átti það til að vera frekar furðulegur og eitt sinn uppgötvaði hann kosti skúripúlvers eða White Rose eins og margir þekkja það. Eins og svo oft með afa þegar hann upp- götvaði eitthvað þá var það að sjálf- sögðu notað í allt og fyrr en varði varð skúripúlverið það besta til að gera gervitennurnar hvítari og svo ekki sé talað um hvað sviðahausarnir litu vel út eftir að hann hafði skrúbb- að þá létt með efninu. Afi var mikill hugvitsmaður og nýtti alla mögulega hluti til að gera alla mögulega hluti, ásamt pabba mínum þá kenndi hann mér til dæmis að hnýta flugur. Við það voru hinir skrýtnustu hlutir notaðir og á ég til dæmis margar flugur sem eru með fjöðrunum úr páfagaukunum sem afi og amma áttu. Afi notaði líka gömul koparrör til að búa til öngla og spúna. Hann smíðaði líka þá hluti sem vant- aði á heimilið og var ljómandi góður handverksmaður. Ljósmyndaáhug- inn hjá afa var mikill og dýrmætustu heimilisdjásnin sem ég á eru einmitt ljósmyndir eftir hann. Helstu við- fangsefnin hans voru nærmyndir af hlutum í náttúrunni og fólki við hinar ýmsu athafnir og við hinar ýmsu upp- stillingar. Hann tók sig einnig til stundum og málaði úr gömlum máln- ingarafgöngum og litaði vatnslita- myndir sem allar eru mjög fallegar. Við afi vorum alltaf hinir mestu mátar enda fékk ég oft að vera heima hjá ömmu og afa. Afi átti alltaf svo hlýjar hendur og því var gott að fá að leiða hann í tíma og ótíma enda var það pínu „okkar“ að leiðast mikið. Afi hefur alltaf verið gamansamur og spaugaði oft um marga hluti. Þó að honum leiddist afskaplega að fara til kirkju þá var hann alltaf á leiðinni til himnaríkis, til dæmis þegar hann flutti í Furugerði og þá upp á sjöundu hæð þá sagði hann það til þess að það væri styttra til himnaríkis. Og þegar hann borðaði þá lék mér oft furða á því að hann borðaði kjötið og góðmet- ið á undan kartöflunum en það mátti ekki heima hjá mér og þegar ég spurði hann var skýringin einföld. Nú, ef hann myndi hrökkva upp af í miðri máltíð þá vildi hann ekki horfa niður og eiga alla bestu bitana eftir. Nú veit ég að afi er kominn á sinn stað í himnaríki enda löngu búinn að vinna sér inn margfaldan aðgangs- eyri þangað og hann situr nú líklega við hlið ömmu að gantast eitthvað í henni og hún að skamma hann fyrir það. Skilur afi eftir sig hafsjó af minningum sem ég mun búa að alla tíð. Í lokin langar mig að skilja við uppáhalds hetjuna mína, sem ég mun alltaf líta upp til, með ljóði, Langt af fjöllum, sem ég valdi handa honum með jólagjöf til hans árið 1997. Langt af fjöllum hríslast lækirnir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. (Snorri Hjartarson.) Þín Elva. Já hann afi, þegar ég hugsa um hann afa kemur alltaf fram stórt bros. Afi var alltaf hress og kátur sama hvað var, nema þegar Danir töpuðu leik í HM, þá var mikil spenna en að leik loknum var mikið hlegið að öllum æsingnum. Ég komst alltaf í gott skap þegar ég var með afa og þegar ég kom í heimsókn til þeirra ömmu í Þórufell- ið þar sem hann sat á sínum stað í stofunni og las í blóma- og steinabók- unum sínum. Afi vissi allt um blóm og reyndar allt sem við kom náttúrunni og ferðasögurnar sem hann sagði voru alltaf jafnspennandi og skemmtilegar. Hann ferðaðist um allt landið og þekkti hvert einasta fjall, blóm og stein og manni fannst hann alltaf vita allt. Þær eru margar minningarnar um hann afa. Ég gleymi til dæmis aldrei einni góðri fjöruferðinni sem við Elva systir fórum í með afa, við fundum svo mikið af sjókúlum að þær fylltu bílinn og við ætluðum sko heldur bet- ur að búa til ljósakrónur eins og hann. Þrátt fyrir að helmingurinn væri ljótur og ónýtur leyfðirðu okkur að taka allt með og við héldum heim á leið alveg í skýjunum með þetta allt saman þótt mömmu hafi ekki litist jafnvel á okkur þegar við komum heim með fulla Lödu af dóteríi. Já, minningarnar um hvítu Löd- una eru sko margar og ég man eins og það hafi gerst í gær þegar við afi fórum tvö saman í bíltúr og ég var svo stolt yfir því að fá að sitja í fram- sætinu hjá honum þangað til hann svínaði á einhvern kall, sem var reyndar í rétti, og skrúfaði niður gluggann og æsti sig vel við manninn, sem skildi ekkert hvað hann hefði gert, og ég fann hvernig ég lak hægt og rólega niður í sætinu. En þegar við héldum aftur af stað varð þetta allt svo fyndið og við hlógum að þessu í hvert skipti sem við töluðum um þetta og ég mun alltaf gera það. Svo má nú ekki gleyma fræga dönskustílnum okkar sem við eydd- um miklum tíma í að gera við eldhús- borðið í Þórufellinu, ég svo montin að eiga danskan afa og ég gæti nú ekki fengið minna en 10 fyrir hann. Þótt kennarinn hafi ekki verið á sama máli þá fannst mér það sko alltaf og finnst það enn. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir þig og fyrir að Tryggvi Trausti skuli hafa fengið að kynnast þér. Heimsóknin til þín á föstudeginum fyrir andlát þitt mun alltaf vera með okkur, þegar við komum var svo gaman að sjá hvað þú lýstir upp her- bergið við að sjá okkur, enda alger barnakall. Og hláturinn sem fyllti herbergið þegar Tryggvi Trausti gaf þér rembingskoss á nefið eins og ég var alltaf von að gera á yngri árum. Alltaf einn á nebbann, varstu vanur að segja með bros á vör. Elsku afi, ég kveð þig með söknuði og sorg í hjarta, ég veit að nú ertu kominn í faðm ömmu sem tekur á móti þér með bros á vör og þið vakið saman yfir okkur með brosin ykkar góðu. Takk fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman og minn- ingarnar sem þú skilur eftir. Þín Ása Sif. Þegar ég var lítill vissi ég alltaf að ég ætti skemmtilegasta afa í heimi. Ég var alltaf mjög montinn af því að eiga svona fyndinn og skemmtilegan afa og ég var líka alltaf svo montinn af því að hann væri danskur. Ég man eftir því að þegar hann og amma komu í heimsókn norður til Akureyr- ar að þá voru vinir mínir margir alltaf mjög spenntir að fá að hitta afa. Þó svo að þeir skildu ekki alltaf hvað hann var að segja fannst þeim alltaf jafngaman að því hvað hann var allt- af hress og skemmtilegur. Eitt af því sem gerði afa svona ein- stakan var hvað hann var mikill grall- ari og húmoristi. Mér fannst líka allt- af svo magnað hvað hann var fróður um allskonar hluti. Það var ósjaldan sem við stóðum úti á svölum og hann fræddi mig um allt sem viðkom fjöll- unum, náttúrunni og veðrinu. Afi var mikill náttúruunnandi og lýsti það sér í mörgu. M.a. átti hann stórglæsi- legt steinasafn. Fyrir lítinn strák var það eins og að ganga inn í einhvern ævintýraheim að koma í stofuna til hans. Mest spennandi þóttu mér eld- steinarnir hans. Hann fór stundum með mér inn á baðherbergi og slökkti ljósin og sló saman eldsteinunum, þá kom blossi sem að lýsti upp herberg- ið. Þetta fannst mér rosalega spenn- andi. Eitt sumarið sem ég heimsótti afa og ömmu í Þórufellið eyddum við afi miklum tíma saman úti í garði við blokkina. Þá hafði afi ákveðið að fegra aðeins umhverfið með því að hlaða skeifu sem myndaði einskonar skjólvegg. Ég var að sjálfsögðu ráð- inn sem hans tryggi aðstoðarmaður við verkið og tók ég starfi mínu að sjálfsögðu mjög alvarlega. Svo unn- um við afi saman á milli þess sem amma kallaði í okkur úr eldhús- glugganum og sagði okkur að koma að borða. Afi hafði alltaf mjög gaman af fólki og þegar komið var saman til þess að gera sér dagamun var hann alltaf hrókur alls fagnaðar. Brandararnir flugu og hann dansaði manna mest. Ég man líka eftir einu skipti þegar ég var lítill og við vorum í einhvers kon- ar veislu. Hann pikkaði í mig og við fórum bara tveir inn í herbergi þar sem við félagarnir skemmtum okkur saman og fórum í kappát. Það lýsir líka húmornum hans afa að hann gerði alltaf grín af sveipnum sem ég er með. Hann hló alltaf og sagði að það væri eins og belja hefði sleikt mig í framan. Ég man líka vel eftir Volgunni hans afa. Ég man eftir því að setjast inn í breitt framsætið þar sem búið var að breiða rauðköflótt ullarteppi yfir setuna. Ég man að mér þótti það reyndar verst að vegna ullarteppis- ins á sætinu var ekki hægt að spenna á sig beltið. Ég hélt því samt stund- um bara yfir mig og leið þá miklu bet- ur. Þetta er bara brot af þeim minn- ingum sem ég á um hann afa. Menn eins og hann búa nefnilega til safn af minningum sem deyja aldrei þó svo að þeir yfirgefi okkur. Takk afi fyrir allar þessar minningar. Ég vona að ég verði einhvern tímann jafn- skemmtilegur afi og þú varst. Birgir Örn. Það eru margar skemmtilegar og ljúfar minningar sem leita fram núna þegar Freddy afi hefur kvatt þennan heim. Í huga okkar barnabarnanna var afi einfaldlega skemmtilegasti og besti afi í heimi. Ef afi var á staðnum þá var alltaf gaman. Það sást vel þeg- ar við fórum í gegnum myndasafnið til að finna mynd af honum. Nóg var til af myndum. Afi dansandi með bleikan hatt, eða hlæjandi og með alls konar grettur, en erfiðara var að finna eðlilega mynd af honum. Svona var afi, alltaf að fíflast og skemmta okkur hinum. Ein yndisleg minning um afa er þegar ég var sex ára. Ég fékk að fara í veiðiferð með honum ásamt pabba og Inga bróður. Ég þurfti að vakna eldsnemma og læðast út úr herberg- inu til að vekja ekki Níný litlu systir. Afi var að fá sér kaffisopa og fagnaði mér þegar ég kom fram. Mér fannst við svo góðir vinir og hlýnar enn um hjartarætur þegar ég minnist þessa morguns. Þetta var frábær ferð og afi var endalaus uppspretta af skemmtilegum sögum um umhverfið og náttúruna. Það var ævintýraþráin sem rak afa til Íslands frá Danmörku rétt rúm- lega tvítugan. Hann tók strax upp á því að ferðast um landið. Fyrst einn og síðan með Evu ömmu þegar þau kynntust. Afi þekkti landið okkar betur en flest okkar. Hvert fjall og hverja þúfu, hverja jurt, hvern fugl og hvern stein. Svo þegar upp var lit- ið þá þekkti hann hverja stjörnu og öll stjörnumerkin. Hann átti mikið steinasafn og það var gaman að fylgj- ast með þegar börnin mín urðu jafn hugfangin af safninu og við kynslóðin á undan vorum. Einnig tók hann mik- ið af ljósmyndum sem eru ómetan- legar minningar. Þegar ég kynntist Steinari mínum þá urðu þeir afi strax góðir vinir enda báðir óhemju skemmtilegir. Fóru þeir saman í veiðiferðir og einnig til Grænlands en það þótti afa frábært. Þegar Íris systir hans afa kom í heimsókn, fyrir nokkrum árum síð- an, þá fór Steinar með þau í dags bíl- ferð. Þau voru ótrúleg systkinin. Afi talandi sína dönsk-íslensku og Íris sína dönsk-sænsku. Þau hlógu og skríktu allan tímann. Já við eigum mikið til af minning- um um afa og gætum haldið enda- laust áfram. Afi og amma bjuggu lengi í Furu- gerði. Þangað var yndislegt að koma. Afi settist í gamla leðursófann og amma kom syngjandi með kaffið hans og sykurkarið. Það er eitt ár síðan Eva amma lést. Þó að afa hafi liðið vel á Eir þá byrj- aði hann nýlega að tala um það að þetta væri ágætt og hann þyrfti að fara heim. En alltaf var hann jafn hress. Hann var alltaf á fullu á hjóla- stólnum sínum og vakti mikla kátínu hjá starfsfólki og gestum þó að sum- um vistmönnum hafi stundum þótt hann aðeins of ákafur. Hann var ein- mitt á leiðinni eftir ganginum 28. maí þegar hann allt í einu stoppaði og kvaddi. Nú er hann kominn heim til ömmu sem syngur og hlær og færir honum kaffi. Eva Björk. Þær eru margar ljúfar minning- arnar sem að afi Freddý gaf mér. Ég var ávallt velkomin í Þórufellið og nýtti ég mér það óspart. Helgarnar voru okkar tími og var það íslensk náttúra sem var rannsóknarefnið. Afi var mikill náttúruunnandi og hann var duglegur að fræða mig um fjöll, grjót og vötn. Þær eru óteljandi ferðirnar sem farnar voru á Esjuna undir traustri stjórn afa, það kom reyndar fyrir að lofthræðsla gerði vart við sig. Afi var góður veiðimaður og helst var farið að veiða á stöng. Ég man eftir einni eftirminnilegri veiðiferð, sem var farin niður í Sundahöfn. Við ætluðum að renna fyrir ufsa eða mar- hnút, en það fór á annan veg þegar margra punda lax beit á, sú orrusta var stutt þar sem línan slitnaði fljót- lega sem voru mikil vonbrigði. Afi var með eindæmum heilsu- hraustur og hefði orðið níræður í sumar. Mig langar til að þakka þér, afi Freddý, fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þú og Freddý bróðir eruð nú sameinaðir og haldið áfram ferðum út um fjöll og firnindi. Þór Fannar, Suzanne og Willum Stefán. Hann Freddy afi var afar merki- legur og skemmtilegur karl og eru þær margar og skemmtilegar minn- ingarnar sem hann skilur eftir sig nú þegar hann kveður okkur. FREDDY LAUSTSEN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.