Morgunblaðið - 09.06.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.06.2006, Qupperneq 22
Kópavogur | Framkvæmdir standa nú sem hæst við Sundlaug Kópavogs. Verið er að byggja nýja búningsaðstöðu, aðra sundlaug, barnalaug, heita potta og eimbað. Núverandi búningsaðstaða er í húsnæði sem ætlað var fyrir aðra starfsemi. Að sögn Péturs Birgissonar, starfsmanns Kópavogsbæjar, var starfsemin búin að sprengja aðstöðuna utan af sér. Hann segir að tilkoma nýju aðstöðunnar verði mikil bót fyrir almenna sundgesti og ekki síður fyrir nemendur í sundkennslu og þá sem æfa sund hjá Breiðabliki. Taka á í notkun nýja búningsaðstöðu í haust og stefnt er að opnun sundlaugarinnar um áramót. Morgunblaðið/Ásdís Byggt við Sundlaug Kópavogs Sund Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Keyptu jörð | Sveitarstjórn Hrunamanna- hrepps hefur keypt jörðina Laxárhlíð sem var í eigu landbúnaðarráðuneytisins. Jörðin er 40 hektarar og er hugsuð sem framtíðar byggingaland fyrir þéttbýli á Flúðum. Kaupverð er um 22 milljónir króna, að því er fram kemur á fréttavefn- um sudurland.is. Gamalt íbúðarhús og gróðurhús fylgdu með í kaupunum.    Paradís opnað | Kaffihúsið Paradís verður opnað í þjónustumiðstöðinni í Mun- aðarnesi í dag og verður opið fram eftir ágúst. Kemur þetta fram á vef BSRB. Þar verða ýmsar uppákomur í sumar í tengslum við þjónustumiðstöðina, til dæmis beinar útsendingar frá HM á með- an á heimsmeistaramótinu stendur. Á sunnudag verður menningarhátíð BSRB haldin í Munaðarnesi.    Ísland í þjóðleið | Málþing um siglingar á norðurslóðum og tækifæri Íslands verður haldið á Hótel KEA á Akureyri miðviku- daginn 14. júní næstkomandi, kl. 9.30 til 16. Málþingið er á vegum Háskólans á Ak- ureyri. Meðal annars er fjallað um lofts- lagsbreytingar og minnkandi hafís í Norð- urhöfum og hugmyndir um umskipunarhöfn í Eyjafirði.    Rjúpum fækkar | Samkvæmt nýlegri taln- ingu Náttúrustofu Vesturlands á rjúpu á talningarsvæði við sunnanverðan Hvammsfjörð er rjúpu að fækka. Sam- kvæmt nýlegri talningu voru átta karrar á svæðinu sem er nokkur fækkun frá fyrra ári. Náttúrustofan hefur í samvinnu við áhugamenn fylgst með fjölda rjúpna þarna að vorlagi í sex ár. Í frétt um þetta á vef Náttúrustofunnar er vakin athygli á því að þetta gerist í kjölfar þess að rjúpna- veiðar voru aftur leyfðar sl. haust.    Málþing á Þingvöllum | Þorvaldur Thor- oddsen í lífi og starfi er yfirskrift ráð- stefnu sem Þjóðgarðurinn á Þingvöllum stendur fyrir í samvinnu við Vísindafélag Íslendinga. Ráðstefnan verður í fræðslu- miðstöðinni Hakinu á Þingvöllum næst- komandi laugardag, kl. 13.30 til 16.15. Sagt verður frá jarðfræðirannsóknum Þorvalds Thoroddsens og rannsóknum hans á hafís við Ísland. Einnig sagt frá bréfasafni hans og sýnd heimildarmynd, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hugrenningarnefnist þriðjaeinkasýning Sesselju Tómasdóttur myndlistarkonu sem opn- uð verður í Pakkhúsinu í Ólafsvík í dag, föstudag- inn 9. júní, klukkan 18. Sesselja er fædd og uppalin í Ólafsvík. Hún lauk myndlistarkenn- araprófi frá Kennarahá- skóla Íslands og síðan námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og Winchester School of art í Englandi. Viðfangsefni sín sækir hún í Snæfellsjökul og hugsandi andlit, að því er segir í fréttatilkynningu. Sýningin er tvískipt; í fyrsta lagi vinnur hún með hugrenningar sínar um Snæfellsjökul. Hún vinnur með form jökuls- ins séð frá höfuðborginni, þaðan sem horft er á hann frá vinnustofu henn- ar í Kópavogi. Í öðru lagi sýnir Sesselja málverk af hugsandi andlitum. Hún vinnur með ljósmyndir yf- ir í teikningar og þaðan í málverkið beint á striga. Hún notar blandaða tækni ásamt hefð- bundnum aðferðum og vinnur með akrýl- og olíu- málningu ásamt ljósritum og blýantsteikningum. Sesselja tileinkar sýn- inguna föður sínum Tóm- asi Þ. Guðmundssyni raf- virkjameistara sem hefði orðið áttræður í dag. Sýn- ingin sem stendur til 17. júlí, er í boði lista- og menningarnefndar Snæ- fellsbæjar og sjó- mannadagsráðs. Morgunblaðið Hugrenningar um Snæ- fellsjökul og hugsandi andlit Jón Ingvar Jónssonyrkir um forystu-krísu Framsóknar: Út mun framsókn þurrkast því þar er allt í klessu. Ekki fer hann Finnur í formannsstól úr þessu. Karl af Laugaveginum lætur í sér heyra um sama mál: Þó ei láti í það skína angrar það sálu mína hvort er verst eða best eða best eða verst að finna Finn eða týna. Séra Hjálmar Jónsson fylgist alltaf með frétt- unum: Á hvert öðru framsóknarfólkið tróð að fallinu óðum dregur; forystan er fremur góð en flokkurinn ómögulegur. Hjálmar Freysteinsson sér aumur á Framsókn: Háleitasta hugsun mín hér er færð í letur: Að Framsókn aldrei geri grín, – þeir gera það sjálfir betur. Enn af Framsókn pebl@mbl.is Hafnarfjörður | Hin árlega víkingahátíð við Fjörukrána í Hafnarfirði stendur nú yf- ir í lengri tíma en áður, eða tvær helgar. Hátíðin hefst síðdegis föstudaginn 16. júní og lýkur sunnudaginn 25. júní. Fjörukráin hefur undanfarin ár haldið víkingahátíð um sumarsólstöður. Er þetta í tíunda sinn sem víkingar herja á Hafnar- fjörð og í sjöunda sinn sem þeir hafa aðset- ur við Fjörukrána. Sem fyrr verður þar saman kominn litríkur hópur listamanna, einnig bardagamenn og bogaskyttur, glímumenn og útskurðarmenn, stein- höggvarar og járnsmiðir, sögumenn og seiðkonur, tónlistarmenn og galdramenn. Það verða á annað hundrað víkingar á svæðinu, bæði íslenskir og erlendir. Sænski sögumaðurinn Jerker Fahlström rifjar upp ævintýri ása og hinna fornu goða er hann segir frá Ásaþór og Loka og þeim félögum. Víkingamenning er orðin rótgróin á Ís- landi. Rimmugýgur, hafnfirski bardaga- og handverkshópurinn sem hefur tekið þátt í öllum hátíðunum síðan 1997, sér um bar- dagana ásamt Jómsvíkingum sem er al- þjóðlegur hópur úrvalsvíkinga. Annar ís- lenskur víkingahópur, Hringhorni frá Akranesi sýnir leiki fornmanna. Fjöldi handverksmanna, íslenskra sem erlendra verður á markaðinum og sýnir gestum vinnubrögð, handverk og fullgerða hluti sem verða til sölu. Dagskrána í heild er hægt að skoða á vef Fjörukrárinnar, fjo- rukrain.is. Víkingarnir herja tvær helgar í ár Borgarfjörður | Fráfarandi sveitarstjórn- um í sveitarfélögunum sem nú eru að sam- einast í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, tókst ekki að velja nýtt nafn á sveitarfélag- ið. Tólf kusu nafnið Borgarbyggð og jafn- margir vildu Sveitarfélagið Borgarfjörð. Nýrri sveitarstjórn sameinaðs sveitarfé- lags hefur verið falið að ákveða nafnið. Nafnið Borgarbyggð fékk flest atkvæði í skoðanakönnun sem gerð var meðal kjós- enda samhliða sveitarstjórnarkosningun- um, 1034 atkvæði, en Sveitarfélagið Borg- arfjörður fékk 628 atkvæði. Gömlu hreppsnefndirnar ætluðu að útkljá málið, að því er fram kemur á vef Skessuhorns, en á sameiginlegum fundi þeirra í fyrrakvöld skiptust menn nákvæmlega í tvö horn. Ekki tókst að velja nýtt nafn ♦♦♦ Borgarnes | Sigríður Anna Þórðar- dóttir umhverfisráðherra afhenti á dögunum Grunnskólanum í Borgar- nesi Grænfánann við hátíðlega at- höfn á lóð skólans. Við sama tæki- færi var undirrituð auglýsing um friðlýsingu Einkunna sem fólkvangs. Þrátt fyrir nálægðina við bæinn og fegurð svæðisins hefur það ekki ver- ið mikið notað til útivistar og varð einum viðstaddra á orði við athöfn- ina að Einkunnir væru „best varð- veitta leyndarmál Borgarfjarðar“. Fram kom við athöfnina að með frið- lýsingu Einkunna sem fólkvangs eru vonir bundnar við að fleiri muni nýta sér náttúrufegurð þessa svæðis. Á myndinni má auk umhverfisráð- herra sjá meðal annarra Árna Bragason, forstöðumann náttúru- verndarsviðs Umhverfisstofnunar, Davíð Egilson, forstjóra Umhverfis- stofnunar, Pál S. Brynjarsson, bæj- arstjóra Borgarbyggðar, Hilmar Arason, formann vinnuhóps um Ein- kunnir, Jenna Ólason, Sædísi Guð- laugsdóttur og Finn Torfa Hjörleifs- son, sem einnig sátu í vinnuhópnum, en Finnur Torfi var sérstakur hvata- maður að stofnun fólkvangsins. Ljósmynd/Þórunn Elfa Einkunnir Umhverfisráðherra og fulltrúar Umhverfisstofnunar hittu vinnuhópinn og fleiri forystumenn úr héraði í Einkunnum. Einkunnir friðlýstar sem fólkvangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.