Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGMENN landeigenda segja að- ferðafræði við uppreikning á virði vatnsréttindanna geta verið marg- víslega og það sé ekki síst verkefni matsnefndar um málið að skera úr um hver hún verði. Þá vanti nauð- synlega upplýsingar frá Lands- virkjun um raforkuverð, raunveru- legan stofnkostnað virkjunarinnar og lánskjör fyrirtækisins til að meta megi virðið á gagnsæjan hátt, en þær upplýsingar hafa ekki fengist til þessa. „Geysilega mikilvægt er í ljósi gildistöku raforkulaga að opinber umræða fari fram um mismunandi aðferðafræði sem beita má í máli sem þessu,“ sagði Hilmar Gunn- laugsson lögmaður landeigenda í samtali við Morgunblaðið. „Við gerum ýtrustu kröfu um 96 millj- arða króna bætur landeigendum til handa. Þetta er sláandi tala og skapar ef til vill hneykslan en fyrir henni má færa gild rök. Nokkrir möguleikar eru um aðferðafræði við uppreikning virðis vatnsrétt- indanna og þá umræðu verður að taka opinberlega.“ 60 milljarðar eðlileg raunkrafa Hilmar segir þá aðferðafræði, sem lögmenn kröfuhafa telji eðli- legast að nota, gefa ríflega 60 milljarða niðurstöðu, 96 milljarða krafan sé einfaldlega byggð á ann- arri aðferðafræði sem dæmi séu um. „Við erum þeirrar skoðunar að sú aðferðafræði sem gefur 60 milljarðana sé sú sem menn noti í frjálsum samningum og skynsam- legust. Aðferðafræði Landsvirkj- unar í sinni greinargerð er að finna út núvirt sjóðstreymi, sem gengur út á að settar eru inn í jöfnu ákveðnar forsendur og ef út- koman er hærri en 0 er verkefnið fýsilegt og arðbært, því í 0 kr. er Landsvirkjun búin að fá sinn arð. Með því að breyta forsendum get- um við fengið út yfir 210 milljarða króna bótakröfu. Við viljum meina að hvort sem útkoman er 1 millj- arður eða 200, og stuðst við að- ferðarfræði Landsvirkjunar, sem fær þá fyrst allan sinn arð áður en menn komast á núllið, sé í raun eðlilegt að vatnsréttarhafar fái það sem verður umfram. Þessi að- ferðafræði er hins vegar að okkar mati ekki eðlileg við mat á verð- mæti vatnsréttinda og því byggj- um við ekki á henni.“ Hagnaði umfram arð skipt Hilmar segir aðra mögulega að- ferðina við uppreikning á virði vatnsréttarins byggða á núvirtum arði. „Þar gefum við okkur að af- skrifa virkjunina á ákveðnum tíma, borgum upp lán og vexti og þar fram eftir götunum. Við notum síð- an lægstu ávöxtunarkröfu Lands- virkjunar, eða 5%, til að núvirða tekjuflæðið og hagnaðinn. Þá myndi þeirra aðferðafræði gefa um 35 milljarða en þegar okkar for- sendur eru komnar inn þá eru þetta um 230 milljarðar. Það er eftir þessari aðferðafræði, og dæmi eru um slíkt erlendis frá, sem við segjum að eðlilegt sé að skipta hagnaðinum jafnt. Ástæða þess að við erum með 96 milljarða er að einn af útreikningunum gaf 192 milljarða og við skiptum því til helminga.“ Að sögn Hilmars væri æskileg- asta aðferðin hugsanlega sú að sem leigu á hverju ári greiddi Landsvirkjun ákveðið hlutfall af heildartekjum virkjunarinnar. Fyrst Landsvirkjun vilji eignast réttindin en ekki leigja þau þurfi að reikna þau til eingreiðsluverð- mætis. Það sé eðlileg og gegnsæ aðferð sem notuð sé í frjálsum samningum og hafi orðið ofan á í sambærilegum málum í Noregi. Að hluta byggt á ágiskunum Í greinargerð landeigenda er að hluta til um ágiskanir á tölulegar stærðir að ræða, þar sem upplýs- ingar sem áhrif hafa á forsendur uppreikninga vantar frá Lands- virkjun. „Við vitum t.d. ekki hvert raforkuverðið er og vantar einnig upplýsingar um raunverulegan stofnkostnað virkjunarinnar,“ heldur Hilmar áfram. „Það er til áætlun sem hljóðar upp á 95 millj- arða króna stofnkostnað og Lands- virkjun hefur tekið þann kostinn að reikna það upp m.v. verðlag í sinni greinargerð til matsnefndar- innar. Við teljum að hagstætt gengi hafi leitt til þess að kostn- aðurinn sé mun lægri, m.a. vitandi það, sem birtist t.d. á vefnum karahnjukar.is, að það er tilboð eftir tilboð sem er undir kostn- aðaráætlun og þ. á m. öll þau stærstu. Við viljum því fá upplýs- ingar um raunkostnað og verðum í millitíðinni að giska á ákveðna tölu, sem er yfir 20 milljörðum lægri en þeirra tala. Þetta eru upplýsingar sem á að vera hægt að leggja fram. Ég trúi ekki öðru en að þær verði veittar, vegna þess að í því skyni að tryggja okkar um- bjóðendum fullt verð, eins og er stjórnarskrárvarinn réttur þeirra, verður allur vafi væntanlega túlk- aður þeim í hag.“ Þá segir Hilmar jafnframt vanta upplýsingar um lánskjör Lands- virkjunar, því ekki þurfi annað en að lesa ársreikning fyrirtækisins til að sjá að fyrirtækið virðist síð- ustu árin hafa náð að lækka fjár- magnskostnað verulega og gera hagstæðari samninga um lánsfé. Gríðarlega mikilvæg forsenda í arðsemisútreikningum sé að vita hver fjármagnskostnaður sé. Ábyrgðin er matsnefndarinnar Matsnefndin tekur afstöðu til aðferðafræði þeirrar sem notuð verður í úrskurði um verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúka- virkjunar. Hilmar á von á að tekist verði fast á um málið, en segir ekki víst að það endi fyrir dómstólum. „Auðnist matsnefndinni að rök- styðja sína niðurstöðu vel þá er ekki sjálfgefið að þetta fari lengra.“ Endurgjaldið skiptist milli land- eigenda en sú skipting mun ekki liggja ljós fyrir fyrr en síðar í sumar þegar búið er að mæla fall fyrir hverja jörð miðað við með- alrennsli viðkomandi vatnsfalls. Þannig liggja ekki öll gögn fyrir fyrr en í haust og tíminn þangað til mun verða notaður til að meta heppilega aðferðafræði og afla frekari gagna. SAMNINGUR um framsal og yfir- töku vatnsréttinda vegna Kára- hnjúkavirkjunar og um máls- meðferð til að ákvarða endurgjald fyrir þau var gerður hinn 13. des- ember 2005. Samningsaðilar eru annars vegar Landsvirkjun og hins vegar þeir eigendur vatnsréttinda við Jökulsá á Dal (Jökulsá á Brú), Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá sem gerðust aðilar að samningnum. Málið er rekið fyrir sérstakri fimm manna matsnefnd. Landsvirkjun lagði fram sína greinargerð hinn 7. apríl sl. og kröfugerðir vatnsrétt- arhafa voru lagðar fram 7. júní. Ráðgert er að málið verði flutt fyrir matsnefndinni í lok september nk. og er niðurstöðu hennar að vænta síðar á árinu. Málið fyrir matsnefnd LANDSVIRKJUN telur að hæfilegt endurgjald til landeig- enda vegna vatnsréttinda tengdra Kárahnjúkavirkjun sé á bilinu 150 til 375 milljónir króna, eða 2–5% af arði virkjunarinnar, skv. greinargerð fyrirtækisins til matsnefndar. „Auðvitað vilja landeigendur halda fram ýtrustu kröfum og ekki hefur annað staðið til en að Landsvirkjun greiði það sem talið er vera fullt verð fyrir vatnsréttindin“ segir Þórður Bogason, lögmaður Landsvirkj- unar í málinu. „Þeirra málflutn- ingur byggist á markaðsverði, en hvert er markaðsverðmæti þessara eigna? Óraunhæft er að bera saman litlar virkjanir sem selja inn á almenna veitukerfið og þessa stærstu virkjun lands- ins sem byggð er til að sjá ál- verinu á Reyðarfirði fyrir raf- orku.“ Horft til eldri fordæma Þórður segir muninn á upp- hæðum koma verulega á óvart, m.a. í ljósi fyrri fordæma og þeirra sjónarmiða sem hingað til hafi gilt um þessi mál. „Grein- argerð Landsvirkjunar er fylli- lega í samræmi við þau sjónar- mið. Óskað er eftir að matsnefnd meti hæfilegar bæt- ur fyrir hin eignarnumdu rétt- indi og í greinargerð er umfjöll- un um hvert slíkt endurgjald gæti verið. Sjónarmið málsaðila eru því gífurlega mismunandi og sérkennilegt að sjá lögmenn landeigenda hopa frá sínum töl- um í tugmilljarðastökkum og vekur upp spurningar um hvaða trú menn hafa á því sem þeir setja fram.“ Í kostnaðaráætlun vegna byggingar Kárahnjúkavirkjun- ar var gert ráð fyrir greiðslum til vatnsréttarhafa og horft til fordæma við mat á endurgjald- inu, einkum til Blönduvirkjunar. Miðað við verðlag í janúar 2006 námu greiðslur vegna vatnsrétt- inda Blönduvirkjunar 154,3 milljónum króna en uppsett afl virkjunarinnar er 150 MW. Séu þessar fjárhæðir yfirfærðar á Kárahnjúkavirkjun, sem hefur 690 MW uppsett afl, mundu greiðslur til vatnsréttarhafa nema um 710 milljónum króna. Í greinargerð Landsvirkjunar var þetta mat tekið til nánari skoð- unar í ljósi almennra lagasjón- armiða, fyrri úrlausna varðandi greiðslur fyrir orkuréttindi hér á landi og sérsjónarmiða er gilda um Kárahnjúkavirkjun. Niðurstaða þeirrar skoðunar er sú að telja megi hæfilegt endur- gjald vegna vatnsréttindanna 150 – 375 milljónir króna. Áhættusöm framkvæmd Í greinargerðinni kemur einnig fram að virkjunin sé erfið og áhættusöm jaðarframkvæmd í landfræðilegu-, tæknilegu-, umhverfislegu- og markaðslegu tilliti, sé í raun eyland í raforku- kerfinu og rýri það meðal ann- arra þátta gildi vatnsréttinda við Kárahnjúka. Þá sé ekki unnt að útiloka að stofnkostnaður fari fram úr áætlunum vegna tækni- legra örðugleika á byggingar- tíma og rekstrarkostnaður Hálslóns geti orðið umtalsverð- ur ef beita þurfi ýtrustu mót- vægisaðgerðum vegna skilyrða um umhverfisþætti. Landsvirkjun segir kröfur landeigenda ekki geta staðist Vatnsrétt- indi mest 375 millj- óna virði Telja 60 milljarða króna eðlilega upphæð bótafjár Landeigendur við Jök- ulsá á Brú, Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá á Fljótsdalshéraði gera kröfu á Landsvirkjun um 96 milljarða króna bætur vegna vatnsréttinda fyrir Kárahnjúkavirkjun á grundvelli áætlaðs arðs hennar. Landsvirkjun metur þessar bætur á 375 milljónir króna hið hæsta. Steinunn Ás- mundsdóttir skoðaði þetta mál nánar. Morgunblaðið/Kristinn Mikið ber á milli í skoðunum um hvert virði vatnsréttinda virkjunarinnar er raunverulega. steinunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.