Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Austurmörk 4, Hveragerði, www.byr.is sími 483 5800 Soffía Theodórsdóttir löggiltur fasteignasali Verðum með opið hús á morgun frá kl. 14-16 í Fljótsmörk 6-12, Hveragerði, í nýju og glæsilegu fjölbýlishúsi í hjarta bæjarins VIRKJUNARFORKÓLFAR hafa í nokkur ár stært sig af því að hafa opnað hálendið fyrir um- ferð, þ.e. með vegum meðfram Þjórsá. Íslendingar vita að hálend- ið hefur verið opið ferðafólki frá landnámsöld. Ferðamenn hafa á öllum öldum til okkar daga ferðast óhikað um landið þvert og endilangt, þ.m.t. miðhálendið. Heimildir, vísitas- íuferðir biskupa og ferðalög alþing- ismanna til Þingvalla, Jarðabók Árna M. og Páls V., ferðabók Eggerts og Bjarna og þjóðsögur Jóns Árna- sonar. Margir muna enn fræga frumkvöðla að hópferðum um há- lendið, með þeim ferðum var lagður grunnur að íslenskri ferðaþjón- ustu. LV. á þar engan hlut að máli. Ofvirkjunarforkólfar fullyrða og reyna að gera að sannleika þá tröllasögu sína að þjóðin hafi um aldir verið haldin hálendis- og úti- legumannahræðslu. Þær fullyrð- ingar eru ekki annað en lygar of- virkjunarsinna, sem reyna að telja þjóðinni trú um að nokkrar gengn- ar kynslóðir hafi verið svo fáfróð- ar að þær hafi tekið gömlum bað- stofuskemmtisögum (nú þjóðsögur) sem heilögum sann- leika. Tilgangur ofvirkjunarsinna með þeim lævísa áróðri er að tvístra þeirri samstöðu sem nú ríkir um að ekki verði gengið nær miðhálendinu með virkjanafram- kvæmdum en þegar hefur verið gert. Takist þeim sú ætlun geti þeir vaðið yfir miðhálendið að vild, án andstöðu þjóðarinnar. Þjóðin hafi nú, eins og gengnar kynslóðir, brenglaðar og óraunsæjar hug- myndir um hálendið og þurfi því hjálp og leiðsögn ofstækisfyllstu ofvirkjunarforkólfa um alla nýt- ingu þess. Þeir einir viti, sam- anber þá gáfulegu athugasemd þeirra að margir hafi mótmælt Kárahnjúkavirkjun þó þeir hafi ekki komið á það landsvæði, at- hugasemd sem gildir víst ekki um þá sem voru samþykkir Kára- hnjúkavirkjun, ekta iðnaðarráð- herra og LV. stjórnarformanns rökvísi að ógleymdri ofurviskuat- hugasemdinni þegar hneykslun þeirra nær hámarki, ,,Eigum við að skríða aftur inn í torfkofana?“ Þau orð eiga að lýsa heimsku þeirra sem mótmæla yfirgangi og skemmdarverkaáætlunum ofvirkj- unarforkólfanna á miðhálendinu. Ekkert mál er hjá ofvirkj- unarsinnum að hæð- ast að lífsháttum genginna kynslóða auki það möguleika þeirra að ná fram óráðsáætlunum um virkjanir. Þessi rógur ofvirkjunarsinna um forfeður og mæður kemur mörgum und- arlega fyrir sjónir. Rætur Framsókn- arflokksins voru í torfbæjum, en þær rætur eru víst löngu týndar og orkutröll- um gefnar. Er það kannski hluti skýringar á fylgishruni flokksins, svik við fortíðina og fjörráð gegn framtíð þjóðarinnar, þ.e. ,,spáin“ um aðild Íslands að ESB og furðutal um aðgang erlendra auð- hringa að íslenskri útgerð og fisk- veiðiauðlindum? Í torfbæjum ólust upp þeir menn sem hófu og leiddu til lykta sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóð- arinnar og lögðu grunninn að hag- sæld hennar á 20. öldinni, settu fræðslulög og m.a. byggðu fyrstu bárujárnsklæddu timburhúsin og steinhúsin, hófu útgerð vélknúinna fiski- og flutningaskipa og byggðu fyrstu rafstöðvarnar á Íslandi. Í torfbæjum varð til hinn víðfrægi menningararfur. Þegar lokið verður byggingu þeirra álvera sem nú eru í smíðum ásamt stækkunum og fyrirhugðum nýjum álverum, sem áætlað er að fái orku frá virkjunum í neðri Þjórsá, jarðhitavirkjunum á lág- lendi og ýmsum eyðileggjandi ,,virkjanakostum“ á miðhálendinu, verður álframleiðsla á Íslandi um 1,5 milljón tonn á ári, um 5000 kg á hvern landsmann. Sú þjóð sem kemst næst því nær ekki 500 kg á mann. Sýnum því biðlund að aðrar þjóðir virki bara sín vatnsföll til jafns við Íslendinga. Það er engin skylda, hvorki lagaleg né siðferði- leg, að Íslendingar framleiði með virkjun vatnsafls mörgum sinnum meiri orku fyrir álver en aðrar þjóðir, þó ýmsir reyni með sefj- andi rangfærslum að þvinga slíkri skyldu upp á þjóðina og gera hana að þrælum ofvirkjunaroksins. Það er auðvitað engin alvör- unýting auðlindar að hundruð þús- unda ferðamanna komi til landsins til þess að horfa á fjöll, fossa, hraun, hveri og jökla, veiti þús- undum atvinnu og færi þjóð- arbúinu tugi milljarða í tekjur. Nei, grafa, moka, bora, sprengja, steypa, stífla, framleiða orku og selja ódýrar en ódýrt, það er sko alvörunýting auðlindar, al- vöru bisness sem aldrei er komið nóg af. Var það lán eða ólán mannkyns að réttur maður var ekki á réttum stað þegar Sovétkommúnistar ætl- uðu að veita stórfljótum Síberíu til suðurs fyrir orkuframleiðslu? En rússnesk skynsemi varð yfirsterk- ari, ekkert varð þess vegna af þeim stórglæp gegn náttúru Rúss- lands. Alþingi ætti að taka til fyr- irmyndar þá ákvörðun fjarskyldra frænda og ógilda öll þau illa ígrunduðu leyfi sem LV. hefur til skemmdarverka gegn náttúru miðhálendisins. Vonandi getur duglegur alþingismaður bráðlega snúið sér að því að finna og upp- lýsa allan sannleikann um Lands- virkjun, samanber leitina að sann- leikanum um Orkuveitu Reykjavíkur. Voru áætlanirnar um virkjanir í Kerlingarfjöllum og að fjallabaki hafðar í felum fram yfir borgarstjórnarkosningar? Krefj- umst þess að allir virkjanakostir á láglendinu verði fullkannaðir áður en ráðist verður í fleiri virkjanir á miðhálendinu. Framkvæmdir og hagvöxtur sem vörðuð eru blekkingum og rangfærslum verða aldrei neinni þjóð til gæfu. Ofvirkjunarforkólfarnir Hafsteinn Hjaltason fjallar um virkjanafram- kvæmdir og hálendið ’Framkvæmdir og hag-vöxtur sem vörðuð eru blekkingum og rang- færslum verða aldrei neinni þjóð til gæfu.‘ Hafsteinn Hjaltason Höfundur er vélfræðingur. Ég var að hlusta á frammáfólk spjalla um daginn og veginn í laug- ardagsútvarpinu. Athygli mín vakn- aði þegar þau ræddu um ræðuhöld á Alþingi og í sveitarstjórn. Hvort ætti að takmarka ræðutíma stjórnarandstöðu? Hvort menn ættu rétt á að beita málþófi til að tefja mála- framgang? Til hvers eru líka öll þessi ræðu- höld ef flest mál eru afgreidd á meirihluta- fundum? Síðan var rætt og fullyrt um þær sögu- sagnir að Framsókn- arflokkurinn í Reykja- vík hefði greitt útlendingum aura fyr- ir atkvæði þeirra. Þetta fannst sumu vinstra fólkinu eitt- hvað agalegt sem þyrfti að sanna upp á Björn Inga. Var þetta eitthvað sem máli skiptir eða eitthvað ólögmætt? Hvað er í rauninni að því að kaupa hlutlaust fólk, sem annars færi ekki að kjósa, til að greiða at- kvæði? Mér finnst það mun alvar- legra að fimmti hver maður á kjör- skrá kaus ekki einu sinni í síðustu kosningum. Eins og kerfið er núna getur maður selt utankjörfund- aratkvæðið sitt eins oft og maður vill. Kosið svo eitthvað allt annað á kjörstað. Síðasta atkvæðið er hið eina gilda. Eftir hádegi lýsti Þórir, veit- ingamaður í Prag, þessu sama vandamáli í Bæheimi. Hann nefndi þetta fyrirbæri Svejk-hugsunarhátt þarlendra. Þeim fyndist ekki taka því að skipta sér af stjórnmálum. Þeim fyndist þeir á stjórnarkontór- unum fara sínu fram hvort eð væri. Góði dátinn Svejk taldi það enda ekki í verkahring sínum að hafa skoðun á ákvörðunum yfirvaldanna. Hann gerði bara skyldu sína fyrir keisarann og föðurlandið. Fólk hefur að vísu fórnað lífinu fyrir kosningaréttinn hingað og þangað. Réttinn sem Jón Sigurðsson barðist fyrir og við minnumst bráð- um með blöðrum og flöggum. Það kæra sig auðvitað ekki allir um að skipta sér af stjórnmálum, hvað þá að þeir vilji hafa vit fyrir öðrum. Þetta er kannski líka besta fólkið og kærleiksríkast eins og við kynnt- umst hjá góða dátanum Svejk. Úrslit kosninga ráðast oft af örfá- um atkvæðum þannig að þátttaka getur skipt verulegu máli. Þær hugsanir hvörfluðu þó að mér undir eftirfylgjandi eldhúsdagsumræðum að það væri kannski skiljanlegt að margir nenntu ekki að skipta sér af stjórnmálum. Ég fór að velta því fyrir mér fyrir hvern til dæmis hann Stein- grímur Sigfússon var að halda þessar löngu ræðu. Var hann að reyna að sannfæra mig? Var hann að tala um fyrir stjórnarþing- mönnum? Var hann að tala af því að honum finnst sjálfum svo gam- an að því? Ég hjó eftir því að Steingrímur hafði í ræðunni meiri áhyggj- ur af framtíðarhorfum Íbúðalánasjóðs ríkisins en lækkun húsnæð- iskostnaðarins. Hefur hann hugleitt hver dýr- tíðaráhrif viðvarandi lóðaskortsstefna sveitarfélaga hef- ur? Þessi sami Steingrímur studdi þessa lóðaskortsstefnu dyggilega í tíð R-listans í Reykjavík. Hver eru þjóðfélagsleg áhrif af því að lóðir undir hús eru seldar á marg- földu kostnaðarverði? Veit Stein- grímur um einhverja betri olíu að fá til að hella á verðbólgubálið en þetta framferði sveitarstjórnarmanna? Bandaríkin hafa stundað lýðræð- isútflutning um árabil. Það er kynd- ug þversögn í því að þar kýs núorðið víst bara annar hver maður þrátt fyrir mun jafnari atkvæðisrétt en við Steingrímur búum við til þingkosn- inga. Þetta finnst okkur auðvitað ekki gott en þróun í þessa átt er í gangi hérlendis. Kjörsókn minnkar hér frá kosningum til kosninga, hvað sem við smalahundarnir geltum og gjömmum. Af hverju má ekki kjör- skráin liggja frammi á netinu með stöðugt uppfærðum merkingum við nöfn þeirra sem hafa kosið? Þá gætu allir hvatt sitt fólk til að kjósa. Mér datt í hug, þegar ég hafi hlustað að allt þetta í útvarpinu, að taka upp nýjan skatt á Íslandi. Leggja á kjósendaskatt sem allir myndu greiða fremur en áfellast at- kvæðakaupmenn. Þessi skattur myndi greiða kostnaðinn við kosn- ingar, sem nemur hundruðum millj- óna. Greiðendur skattsins fengju svo vænan hluta hans endurgreiddan með ávísun ef þeir kysu í kosn- ingum. Upphæð sem fólk tapaði ef það kysi ekki. Ætli hann Svejk kæmi þá ekki á kjörstaðinn? Kæmi Svejk á kjörstaðinn? Halldór Jónsson fjallar um minnkandi kjörsókn Halldór Jónsson ’Úrslit kosningaráðast oft af örfá- um atkvæðum þannig að þátt- taka getur skipt verulegu máli.‘ Höfundur er verkfræðingur. ÞÁ er HM loksins byrjað eins og væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum. Margir hafa beðið mótsins með óþreyju en það er þó hópur kvenna sem kvíðir því þar sem þeirra óbeina þátttaka í mótinu er ekki af fúsum og frjálsum vilja þeirra. Alþjóðasamtökin Coalition Against Trafficking on Wo- men telja undirbún- ing vera hafinn að því að flytja 30 þúsund stúlkur frá Mið- og Austur- Evrópu til þess að verða seldar í vændi fyrir gesti HM. Það er sorglegt að mansal sem þetta sé orðið sjálfsagður fylgifiskur íþróttaviðburðar eins og HM. En það sem er kannski enn sorglegra eru aðilarnir sem halda keppnina og hafa ákveðið að loka augunum fyrir þessum glæp. Hér á landi er það KSÍ, aðili að alþjóða- sambandinu FIFA sem heldur HM og var fulltrúum KSÍ afhent áskor- un frá fulltrúum kvennahreyfing- arinnar á Íslandi með mótmælum gegn því vændi og mansali sem þrífst í kringum keppnina. Einu viðbrögð KSÍ eru að senda út frá sér yfirlýsingu þar sem ekki er tek- in ábyrgð á neinu og gefið út að málið verði ekki rætt meira af þeirra hálfu. KSÍ hefur því kosið að þegja málið í hel. Viðhorfið virðist vera það að betra sé að fjalla sem minnst um málið svo að það skyggi ekki á gleðina og stemmninguna fyrir keppnina. Það er hreint ótrú- legt að við látum slíkt viðgangast, ég leyfi mér að spyrja hvort þeir kæmust upp með þetta ef verið væri að flytja þræla frá Afríku til þess að þjóna gest- um HM, eða hópa af stúlkum úr fjölbrauta- og menntaskólum Ís- lands? Hvenær er manneskja orðin nógu mikils virði að hægt sé að standa upp fyrir hana og mótmæla því ofbeldi sem verið er að beita hana? Þarf hún að vera íslensk? Þarf hún að vera karl- maður? Við, fulltrúar kvennahreyfing- arinnar, gerum okkur fulla grein fyrir því að það er hvorki KSÍ né FIFA sem standa fyrir mansalinu en með því að mótmæla því ekki má álykta sem svo að þeir vilji ekki beita sér fyrir því að stöðva það. Nú hef ég heyrt því fleygt að stjórn KSÍ geti ekkert gert í þessu, hvað eigi svo sem að gera? Reyna að af- lýsa keppninni? Auðvitað er alltaf hægt að gera eitthvað og beita sér ef vilji er fyrir því. Að sjálfsögðu á ekki að hætta við keppnina út af þessari glæpastarfsemi sem þrífst í kringum hana en það liggur í aug- um uppi að ef halda á uppi ímynd hreysti og heilbrigði þá verður að stöðva þessa þróun. Það er hægt með markvissum aðgerðum sem skipuleggjendur keppninnar geta hrundið af stað með yfirvöldum í viðkomandi landi. Hvernig væri að KSÍ og íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því fyrir næstu keppni? Það er nægur tími til stefnu. Því miður er ekki hægt að koma í veg fyrir það mansal og vændi sem stundað verð- ur á þessarri heimsmeistarakeppni þrátt fyrir það að aldrei sé of seint að mótmæla því. Hugur minn verð- ur hjá þeim konum sem haldið verður föngnum sem kynlífs- leikföngum fyrir fótboltabullurnar. Þær þurfa á stuðningsmönnum að halda! Mansal á HM Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar um viðbrögð KSÍ við umræðu um mansal á HM Þórey Vilhjálmsdóttir ’Viðhorfið virðist veraþað að betra sé að fjalla sem minnst um málið svo að það skyggi ekki á gleðina og stemmn- inguna … ‘ Höfundur er fótboltaáhugamann- eskja og formaður V-dagsins. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.