Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 65

Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 65 TIL að sýna það og sanna að hún sé alveg nógu góð til að spila fót- bolta með strákum, dulbýr Viola Hasting sig sem tvíburabróðir sinn og tekur hans stað í nýjum skóla. En það að þykjast vera einn af strákunum reynist flóknara en Viola hafði búist við. Málin fara sérstaklega að flækjast þegar hún fer að þróa með sér tilfinningar í garð herbergisfélaga síns, Duke. Duke ber hins vegar ævarandi ást í brjósti til fegurðardrottningarinnar Oliviu sem sjálf dregst að nýja „stráknum“ í skólanum, þ.e. Seb- astian, sem er í raun Viola. Það bætir svo ekki úr skák að hinn rétti Sebastian, bróðir Violu, birtist óvænt, ómeðvitaður um að systir hans er í raun hann. Leikstjóri myndarinnar, sem er nútímaútgáfa af Þrettándakvöldi eftir William Shakespeare, er Andy Fickman. Með hlutverk Violu fer Amanda Bynes (What a Girl Wants), en meðal annarra leikara má nefna Alex Breckenridge (Big Fat Liar), James Kirk (X-Men United) og fyrrum fótboltakappann og núver- andi leikarann Vinnie Jones (Mean Machine). Frumsýning | She’s the Man Nútíma Shakespeare Afi minn er amma mín. Úr myndinni She’s the man þar sem Viola kemst í hann krappan sem bróðir sinn og verður ástfangin af herbergisfélaga. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 45/100 Empire 40/100 USA Today 75/100 New York Post 50/100 Variety 50/100 Boston Globe 75/100 The New York Times 30/100 (allt svk. Metacritic). Höfundur Harry Potter-bókanna,JK Rowling, hefur verið valin besti núlifandi rithöfundur Breta. Hún náði þar með að skjóta rithöf- undum eins og Salman Rushdie, Alan Bennett og nóbelsverðlaunahafanum Harold Pinter ref fyrir rass. Rowling lenti í efsta sæti í könnun sem tíma- ritið The Books Magazine stóð að. Hún fékk nærri þrefalt fleiri at- kvæði en rithöfundurinn Terry Pratchett sem lenti í öðru sæti. Næst á eftir koma þeir Ian McEw- an, Salman Rushdie og Kazuo Ishig- uro, en þeir þrír hafa allir unnið til Booker-verðlaunanna. „Könnunin okkar býður upp á heillandi innsýn í það hvað breskum almenningi þykir vera „frábær“ rit- höfundur,“ sagði ritstjóri tímaritsins, Christine Kidney. „Hún sýnir hvernig rithöfundur getur tengst okkur, líkt og við værum einu lesendurnir í heiminum; og þess vegna hafa bækur hennar lifað svona góðu lífi.“ Þeir sem náðu að komast á topp 10 eru eftirfarandi: 1. JK Rowling 2. Terry Pratchett 3. Ian McEwan 4. Salman Rushdie 5. Kazuo Ishiguro 6. Philip Pullman 7. Harold Pinter 8. Nick Hornby 9. AS Byatt 10. Jonathan Coe og John Le Carré Fólk folk@mbl.is SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is eee S.V. MBL. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI eee V.J.V.Topp5.is eee B.J. BLAÐIÐ SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI VERÐUR HANN HUND- HEPPINN EÐA HVAÐ! POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eee JÞP blaðið S.U.S. XFM eee H.J. mbl SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ BÍÓDIGITALSHE´S THE MAN kl. 3:45 - 6 - 8:15 - 10:30 POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.I. 14 ára MI : 3 kl. 10:10 B.I. 14 ára AMERICAN DREAMZ kl. 3:50 - 8 SHAGGY DOG kl. 4 SCARY MOVIE 4 kl. 6 B.I. 10 ára ÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI a a a POSEIDON ADVENTURE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14.ára. POSEIDON... VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 X-MEN 3 kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.I. 12 ára AMERICAN DREAMZ kl. 5:50 - 10:10 SHE´S THE MAN kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 SHAGGY DOG kl. 3:40 - 5:50 MI : 3 kl. 8 - 10:30 B.I. 14 ára SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 8 B.I. 10 ára ...ljósmyndasamkeppni Hans Petersen og mbl.is Verðlaun fyrir mynd vikunnar eru: 50 fríar 10 x 15 myndir << 1. verðlaun: Kodak EasyShare P850 Ljósmyndari: Sigurður Guðbrandsson Nafn myndar: Hvítur flötur Tækniupplýsingar: ef einhverjar? 3. verðlaun: Samsung Digimax i6 PMP 2. verðlaun: Kodak EasyShare V570 Myndvikunnar í... Ljósmyndari: Ágúst Jónsson Nafn myndar: Konur í ólíkum hlutverkum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.