Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 11

Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 11 FRÉTTIR ÁKVÆÐI tóbaksvarnarlaga um bann við hvers konar umfjöllun í fjöl- miðlum um einstakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra, gengur of langt inn á svið tjáningarfrelsis stjórnarskrár- innar, að mati Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Hún segir að bannið sé algerlega opið og ekki finnist sambærilegt dæmi um bann í löggjöfinni nema bann við útbreiðslu kynþáttafor- dóma í 233. gr. a. í almennum hegn- ingarlögum sem hvíli þó á mun sterkari rökum. Tekist á um tóbak Nokkuð hefur verið tekist á um lagaramma um tóbaksvarnir á þingi og fyrir dómstólum að undanförnu. Fyrr á þessu ári gengu í Hæstarétti tveir dómar í málum sem tóbaksfyr- irtæki og Sölvi Óskarsson, eigandi tóbaksbúðarinnar Bjarkar, höfðuðu gegn íslenska ríkinu þar sem deilt var um bann við því að tóbak væri sýnilegt í verslunum. Í stuttu máli var niðurstaða þeirra mála sú að bann við sýnileika hélt að mati Hæstaréttar nema þegar um væri að ræða sérverslanir með tóbak. Á lokadögum Alþingis var nokkuð tek- ist á um þessi mál. Á föstudaginn var samþykkt frumvarp um bann við reykingum á skemmtistöðum sem tekur gildi 1. júní 2007 og þá flutti Pétur Blöndal þingmaður tillögu þess efnis að ákvæði tóbaksvarnar- laga um bann við umfjöllun í fjöl- miðlum til annars en að vara við skaðsemi tóbaks yrði fellt brott. Sú tillaga var felld með nokkuð afger- andi hætti. Ákvæðið er í 7. gr. laga um tóbaks- varnir og kom í núverandi mynd inn í lögin 2001. Samsvarandi ákvæði hafði verið sett í lögin 1996 en orða- lag þess var óljósara. Í eldra ákvæð- inu sagði að umfjöllun í fjölmiðlum um tóbak væri bönnuð ,,nema ljóst sé að hún miði beinlínis að því að koma á framfæri upplýsingum sem draga úr skaðsemi tóbaksneyslu“. Í stað þessa orðalags kom inn áð- urgreint ákvæði sem er orðað á þá leið að umfjöllun í fjölmiðlum um tóbakstegundir ,,til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra“ sé bönnuð. Ritdeilur áður en bann tók gildi Núgildandi ákvæði tók gildi 1. ágúst 2001 og voru skemmtilegar umræður um reykingar á síðum Morgunblaðsins áður en bannið gekk í gildi þar sem ýmsir nýttu sér rétt sinn til að skiptast á skoðunum um ágæti einstakra sígarettuteg- unda áður en bannið tók gildi. Jón Steinar Gunnlaugsson, þáver- andi hæstaréttarlögmaður, reið á vaðið og skrifaði grein þar sem hann rifjaði upp að sem ungur maður hefði hann reykt Camel og haft nokkra nautn af. Hann hefði hins vegar hætt síðar og skipt yfir í Winston sígar- ettur en hætt að reykja 33 ára. „Ég sé ekki ástæðu til að vara sérstak- lega við þessum tóbakstegundum. Til þess skortir mig þekkingu. Ég hika hins vegar ekki við að ráðleggja þeim, sem reykja ófilteraðan Camel, að breyta í Winston light, því mér finnst sjálfum að það sé til þess fallið að draga úr hugsanlegri skaðsemi reykinga, sé hún fyrir hendi, eins og margir telja sannað,“ skrifaði Jón Steinar. Haraldur heitinn Blöndal svaraði Jóni nokkrum dögum síðar og taldi ráðleggingar Jóns Steinars alrangar og að undarlegt væri að jafnskýrum manni skjátlaðist um svo einfalt at- riði. Taldi Haraldur filtersígarettur vondar en hann hafði frekar reykt venjulegan Camel en franskar Gau- loises sígarettur til yndisauka. Þriðji lögfræðingurinn, Óskar Magnússon, lagði orð í belg í ritdeil- unni og stakk upp á því að sett yrðu lög á Jón Steinar sjálfan enda hefði hann gjarnan kvatt sér hljóðs, oftast til að verja rangan málstað sem ætti sér lítið fylgi meðal þorra þjóðarinn- ar. Nauðsynlegt væri að setja lög til að reisa skorður við tjáningarfrelsi þessa manns sem viðraði skoðanir sem væru bersýnilega óheilbrigðar og allt aðrar en meirihluti þjóðarinn- ar og einkum þingmenn hefðu. Ekki er vitað til þess að þessi skrif hafi bakað höfundunum vandræði. Ganga ákvæði tóbaksvarnarlaga of langt gagnvart tjáningarfrelsinu? Telur bann við umfjöllun í fjölmiðlum ganga of langt Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Samkvæmt tóbaksvarnarlögum má ekki fjalla um einstakar vörutegundir tóbaks í fjölmiðlum nema til að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra. TVEIR menn voru í héraðs- dómi Reykjavíkur dæmdir til þriggja mánaða skilorðsbund- innar fangavistar og gert að greiða sektir fyrir brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Mönnunum var gefið að sök að hafa, sem framkvæmdar- stjóri og stjórnarmaður einka- hlutafélags, brotið lög um stað- greiðslu opinberra gjalda með því að hafa ekki afhent skatt- yfirvöldum skilagreinar vegna greiðslna til launamanna og ekki staðið Tollstjóranum í Reykjavík skil á staðgreiðslu opinberra gjalda. Með aðgerðarleysi sínu var talið að tvímenningarnir hefðu af stórkostlegu hirðuleysi van- rækt þær skyldur sem á þeim hvíldu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Hvor um sig var dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbund- innar fangavistar, öðrum var gert að greiða 3,4 milljónir króna og hinum 2,8 milljónir króna að viðlagðri vararefs- ingu. Ingveldur Einarsdóttir hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Björn Þorvaldsson flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, en Guð- bjarni Eggertsson hdl. og Guð- mundur Óli Björgvinsson hdl. sáu um varnir tvímenninganna. Skilorðs- bundið fangelsi fyrir skatta- lagabrot Í ÁLYKTUN stjórnar Sambands ungra framsóknarmanna, sem samþykkt var í fyrrakvöld, er Halldóri Ásgrímssyni, fráfarandi formanni Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, þakkað „það ómetanlega starf sem hann hefur unnið fyrir íslenskt samfélag og Framsóknarflokkinn á löngum stjórnmálaferli sínum,“ eins og segir í ályktuninni. „Halldór hefur með einstakri framsýni, ósérhlífni og vinnusemi sinni sem þingmaður, ráðherra, forsætisráðherra og framsóknar- maður komið mörgum þeim fram- faramálum til leiðar sem Íslend- ingar eru nú að njóta í ríkum mæli. Mun hans verða minnst sem eins merkasta stjórnmálamanns Íslandssögunnar,“ segir ennfrem- ur í ályktun SUF. Þakkar Halldóri ómetan- legt starf HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að þrír menn sæti áfram- haldandi gæsluvarðhaldi, allt til 14. júlí nk., vegna rannsóknar á fíkni- efnamáli sem upp kom þegar mikið magn fíkniefna fannst í bifreið, þann 3. apríl sl., sem flutt hafði ver- ið til landsins. Hæstiréttur úrskurð- aði ennfremur að fjórði maðurinn sem viðriðinn er málið, skyldi jafn- framt sæta gæsluvarðhaldi til sama dags, en áður hafði héraðsdómur hafnað kröfu lögreglustjórans í Reykjavíku um framlengingu varð- haldsins. Gæsluvarð- hald staðfest ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.