Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 NÁÐU SÁTTUM Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson varaformaður náðu í gær fullum sáttum og eru sammála um að hvetja til einingar á miðstjórn- arfundi flokksins í dag. Fuglaflensa greindist í önd Afbrigði af fuglaflensu hefur greinst í rauðhöfðaönd á Mývatni. Fuglaflensan er ekki af H5 eða H7 stofni, en það eru skæð afbrigði sem óttast er að geti ógnað heilsu manna. Fara fram á tugi milljarða Landeigendur við Jökulsá á Brú, Jökulsá á Fljótsdal og Kelduá á Fljótsdalshéraði fara fram á 60 til 96 milljarða bætur vegna vatnsréttinda fyrir Kárahnjúkavirkjun. Lands- virkjun metur bæturnar á 375 millj- ónir króna hið hæsta. Al-Zarqawi felldur Abu Musab al-Zarqawi, æðsti maður al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna í Írak, var felldur í gær. Hafði Bandaríkjamönnum borist njósn af því að hann væri staddur í húsi við borgina Baquba og gerðu þá loftárás á það. Hefur tíðindunum verið fagnað víða en enginn býst þó við að óöldinni í Írak muni linna í bráð. Steinar Þór Sveinsson, upplýs- ingafulltrúi NATO í Bagdad, segir að dauði al-Zarqawis sé mikilvægur áfangi en löng barátta sé fram- undan. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Fréttaskýring 8 Bréf 37 Erlent 16 Minningar 38/48 Viðskipti 18 Hestar 52 Úr verinu 20/21 Myndasögur 54 Minn staður 22 Dagbók 54/57 Höfuðborgin 24 Víkverji 54 Akureyri 24 Staður og stund 56 Suðurnes 26 Leikhús 58 Austurland 26 Bíó 62/65 Menning 28/29 58/59 Ljósvakamiðlar 66 Daglegt líf 30/31 Veður 67 Umræðan 31/37 Staksteinar 67 * * * Kynningar – Sjómannadagsblaðið fylgir Morgunblaðinu í dag. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                     KONA á fimmtugsaldri slasaðist alvarlega í umferð- arslysi á mótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafn- arvegar á ellefta tímanum í gærmorgun. Konan var ökumaður jeppabifreiðar sem ekið var í veg fyrir hóp- ferðabíl en farþegi í jeppanum, stúlka undir tvítugu, slasaðist einnig og voru þær báðar fluttar á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Konan var flutt á gjörgæsludeild og samkvæmt upplýsingum frá lækni er hún með töluvert mikla áverka. Stúlkan var hins vegar útskrifuð eftir rann- sóknir. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru tildrög slyss- ins á þann veg að jeppabifreiðinni var ekið í veg fyrir hópferðabílinn á gatnamótunum með þeim afleið- ingum að bifreiðarnar rákust saman af mikilli hörku. Allt tiltækt lögreglulið og sjúkrabílar frá Selfossi voru send á vettvang auk tækjabíls frá slökkviliðinu í Hveragerði en klippa þurfti til að ná ökumanni og far- þega úr jeppanum. Ökumaður hópferðabílsins var einn á ferð og sakaði ekki. Loka þurfti þjóðveginum í u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund meðan á aðgerðum stóð og lögregluþjón- ar, fulltrúar Rannsóknarnefndar bílslysa og Bílgreina- sambandsins rannsökuðu vettvang. Bifreiðarnar voru báðar mikið skemmdar eftir áreksturinn og þurfti dráttarbifreið til að fjarlægja þær af vettvangi. Morgunblaðið/Júlíus Slasaðist alvarlega í umferðarslysi HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Guðbjarti J. Sigurðssyni, sem ákærður var fyrir tilraun til mann- dráps með því að hafa lagt til leigu- bílstjóra með eggvopni á meðan bíl- stjórinn beið greiðslu á ökugjaldi. Hlaut leigubílstjórinn 18 cm langan skurð, aðallega vinstra megin á háls- inum. Er Guðbjarti gert að sæta fangelsi í fimm ár og greiða leigubíl- stjóranum um 1,7 milljónir í miska- bætur. Ákærði neitaði sök og sagðist hafa verið kominn töluvert frá bílnum þegar leigubílstjórinn gekk í átt að honum, þá hafi verið búið að leggja til hans. Sagðist ákærði hafa orðið mjög hræddur og því lagt á flótta. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að eggvopnið sem beitt var hafi ekki fundist og að framburður vitna hafi ekki varpað neinu ljósi á hvort ákærði hafi haft slíkt vopn undir höndum. Einnig hafi verið gerð ít- arleg rannsókn á fatnaði ákærða en ekkert blóð hafi þar fundist úr leigu- bílstjóranum. Hæstaréttardómarinn Jón Stein- ar Gunnlaugsson skilaði inn sérat- kvæði þar sem fram kemur að hann telji það ekki hafið yfir skynsamleg- an vafa að ákærði hafi veitt leigubíl- stjóranum áverkann sem um ræðir. Telur hann sakargiftir á hendur ákærða ósannaðar og því beri að sýkna hann af kröfu ákæruvaldsins. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdótt- ir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Markús Sigurbjörnsson. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari sótti málið en Sveinn Andri Sveins- son hrl. varði manninn. Fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps MAÐURINN sem lést í umferðar- slysi á Elliðavatnsvegi á þriðju- dagskvöld hét Hallgrímur Páll Guðmundsson, til heimilis í Hegra- nesi 25 í Garðabæ. Hallgrímur Páll var fæddur 12. nóvember 1971, hann var ókvæntur en lætur eftir sig fjögurra ára son. Lést í umferðarslysi ÁSGRÍMUR S. Björnsson, björg- unarbátur Landsbjargar í Reykja- vík, fór til aðstoðar bensínlausum sportbát á tólfta tímanum í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga var báturinn staddur um hálfa mílu vestnorð- vestur af sjöbaujunni, sem staðsett er vestan við Engey, þegar beiðnin um aðstoð barst. Tveir menn voru um borð í sportbátnum. Fóru til bjargar bensínlausum bát VERJENDUR tveggja sakborninga í Baugsmálinu hafa krafist þess að Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, beri vitni fyrir dómi, ásamt Helga I. Jónssyni, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Verður málið tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag, en í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagðist Sigurður Tómas mótmæla kröfu verjendanna. Verður því málflutning- ur um þetta atriði í réttarsal í dag þar sem tekist verður á um hvort Sig- urður Tómas og Helgi muni bera vitni eða ekki. Það voru þeir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar, og Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sem kröfðust þessara vitnaleiðslna. Ef dómurinn telur ástæðu til að Sigurður Tómas og Helgi beri vitni, munu verjendur spyrja þá um sam- skipti þeirra áður en endurákærur í Baugsmálinu voru gefnar út, og til- drög þess að Pétur Guðgeirsson hér- aðsdómari var ekki skipaður dóms- formaður í þeim hluta Baugsmálsins sem er tilkominn vegna endurákæra í málinu, segir Gestur. Pétur Guðgeirsson var dómsstjóri í fyrri hluta Baugsmálsins, þar sem ákærðu voru sýknaðir af öllum ákæruliðum, og er því vel inni í máls- gögnum, sem eru afar umfangsmikil. Gestur segir að með þessari kröfu sé ekki verið að setja út á skipun Arn- gríms Ísbergs héraðsdómara sem dómsstjóra í málinu. Í dag mun héraðsdómur einnig skipa sérfræðinga til að meta tölvu- pósta, að kröfu verjenda Jóns Ás- geirs, Tryggva og Kristínar Jóhann- esdóttur. Settur ríkissaksókn- ari í Baugsmálinu í vitnastúku? DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 25 tímar fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Fullur salur áhorfenda beið með mikilli eftirvæntingu eftir úrslitum kvöldsins og það mátti heyra saumnál detta þegar dóm- nefndin undir forystu Kirsten Dehl- holm tilkynnti úrslitin. Vinnings- verk kvöldsins var verkið Boðorðin 10 eftir Mörtu Nordal og hlaut hún 250 þúsund krónur í verðlaun. Dansleikhússamkeppnin er sam- starfsverkefni Leikfélags Reykja- víkur og Íslenska dansflokksins. Þetta er fjórða árið sem keppnin fer fram og að sögn aðstandenda er hún komin til að vera. Boðorðin 10 sigruðu í dansleik- hússamkeppni Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.