Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 NÁÐU SÁTTUM Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson varaformaður náðu í gær fullum sáttum og eru sammála um að hvetja til einingar á miðstjórn- arfundi flokksins í dag. Fuglaflensa greindist í önd Afbrigði af fuglaflensu hefur greinst í rauðhöfðaönd á Mývatni. Fuglaflensan er ekki af H5 eða H7 stofni, en það eru skæð afbrigði sem óttast er að geti ógnað heilsu manna. Fara fram á tugi milljarða Landeigendur við Jökulsá á Brú, Jökulsá á Fljótsdal og Kelduá á Fljótsdalshéraði fara fram á 60 til 96 milljarða bætur vegna vatnsréttinda fyrir Kárahnjúkavirkjun. Lands- virkjun metur bæturnar á 375 millj- ónir króna hið hæsta. Al-Zarqawi felldur Abu Musab al-Zarqawi, æðsti maður al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna í Írak, var felldur í gær. Hafði Bandaríkjamönnum borist njósn af því að hann væri staddur í húsi við borgina Baquba og gerðu þá loftárás á það. Hefur tíðindunum verið fagnað víða en enginn býst þó við að óöldinni í Írak muni linna í bráð. Steinar Þór Sveinsson, upplýs- ingafulltrúi NATO í Bagdad, segir að dauði al-Zarqawis sé mikilvægur áfangi en löng barátta sé fram- undan. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Fréttaskýring 8 Bréf 37 Erlent 16 Minningar 38/48 Viðskipti 18 Hestar 52 Úr verinu 20/21 Myndasögur 54 Minn staður 22 Dagbók 54/57 Höfuðborgin 24 Víkverji 54 Akureyri 24 Staður og stund 56 Suðurnes 26 Leikhús 58 Austurland 26 Bíó 62/65 Menning 28/29 58/59 Ljósvakamiðlar 66 Daglegt líf 30/31 Veður 67 Umræðan 31/37 Staksteinar 67 * * * Kynningar – Sjómannadagsblaðið fylgir Morgunblaðinu í dag. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                     KONA á fimmtugsaldri slasaðist alvarlega í umferð- arslysi á mótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafn- arvegar á ellefta tímanum í gærmorgun. Konan var ökumaður jeppabifreiðar sem ekið var í veg fyrir hóp- ferðabíl en farþegi í jeppanum, stúlka undir tvítugu, slasaðist einnig og voru þær báðar fluttar á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Konan var flutt á gjörgæsludeild og samkvæmt upplýsingum frá lækni er hún með töluvert mikla áverka. Stúlkan var hins vegar útskrifuð eftir rann- sóknir. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru tildrög slyss- ins á þann veg að jeppabifreiðinni var ekið í veg fyrir hópferðabílinn á gatnamótunum með þeim afleið- ingum að bifreiðarnar rákust saman af mikilli hörku. Allt tiltækt lögreglulið og sjúkrabílar frá Selfossi voru send á vettvang auk tækjabíls frá slökkviliðinu í Hveragerði en klippa þurfti til að ná ökumanni og far- þega úr jeppanum. Ökumaður hópferðabílsins var einn á ferð og sakaði ekki. Loka þurfti þjóðveginum í u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund meðan á aðgerðum stóð og lögregluþjón- ar, fulltrúar Rannsóknarnefndar bílslysa og Bílgreina- sambandsins rannsökuðu vettvang. Bifreiðarnar voru báðar mikið skemmdar eftir áreksturinn og þurfti dráttarbifreið til að fjarlægja þær af vettvangi. Morgunblaðið/Júlíus Slasaðist alvarlega í umferðarslysi HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Guðbjarti J. Sigurðssyni, sem ákærður var fyrir tilraun til mann- dráps með því að hafa lagt til leigu- bílstjóra með eggvopni á meðan bíl- stjórinn beið greiðslu á ökugjaldi. Hlaut leigubílstjórinn 18 cm langan skurð, aðallega vinstra megin á háls- inum. Er Guðbjarti gert að sæta fangelsi í fimm ár og greiða leigubíl- stjóranum um 1,7 milljónir í miska- bætur. Ákærði neitaði sök og sagðist hafa verið kominn töluvert frá bílnum þegar leigubílstjórinn gekk í átt að honum, þá hafi verið búið að leggja til hans. Sagðist ákærði hafa orðið mjög hræddur og því lagt á flótta. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að eggvopnið sem beitt var hafi ekki fundist og að framburður vitna hafi ekki varpað neinu ljósi á hvort ákærði hafi haft slíkt vopn undir höndum. Einnig hafi verið gerð ít- arleg rannsókn á fatnaði ákærða en ekkert blóð hafi þar fundist úr leigu- bílstjóranum. Hæstaréttardómarinn Jón Stein- ar Gunnlaugsson skilaði inn sérat- kvæði þar sem fram kemur að hann telji það ekki hafið yfir skynsamleg- an vafa að ákærði hafi veitt leigubíl- stjóranum áverkann sem um ræðir. Telur hann sakargiftir á hendur ákærða ósannaðar og því beri að sýkna hann af kröfu ákæruvaldsins. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdótt- ir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Markús Sigurbjörnsson. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari sótti málið en Sveinn Andri Sveins- son hrl. varði manninn. Fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps MAÐURINN sem lést í umferðar- slysi á Elliðavatnsvegi á þriðju- dagskvöld hét Hallgrímur Páll Guðmundsson, til heimilis í Hegra- nesi 25 í Garðabæ. Hallgrímur Páll var fæddur 12. nóvember 1971, hann var ókvæntur en lætur eftir sig fjögurra ára son. Lést í umferðarslysi ÁSGRÍMUR S. Björnsson, björg- unarbátur Landsbjargar í Reykja- vík, fór til aðstoðar bensínlausum sportbát á tólfta tímanum í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga var báturinn staddur um hálfa mílu vestnorð- vestur af sjöbaujunni, sem staðsett er vestan við Engey, þegar beiðnin um aðstoð barst. Tveir menn voru um borð í sportbátnum. Fóru til bjargar bensínlausum bát VERJENDUR tveggja sakborninga í Baugsmálinu hafa krafist þess að Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, beri vitni fyrir dómi, ásamt Helga I. Jónssyni, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Verður málið tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag, en í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagðist Sigurður Tómas mótmæla kröfu verjendanna. Verður því málflutning- ur um þetta atriði í réttarsal í dag þar sem tekist verður á um hvort Sig- urður Tómas og Helgi muni bera vitni eða ekki. Það voru þeir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar, og Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sem kröfðust þessara vitnaleiðslna. Ef dómurinn telur ástæðu til að Sigurður Tómas og Helgi beri vitni, munu verjendur spyrja þá um sam- skipti þeirra áður en endurákærur í Baugsmálinu voru gefnar út, og til- drög þess að Pétur Guðgeirsson hér- aðsdómari var ekki skipaður dóms- formaður í þeim hluta Baugsmálsins sem er tilkominn vegna endurákæra í málinu, segir Gestur. Pétur Guðgeirsson var dómsstjóri í fyrri hluta Baugsmálsins, þar sem ákærðu voru sýknaðir af öllum ákæruliðum, og er því vel inni í máls- gögnum, sem eru afar umfangsmikil. Gestur segir að með þessari kröfu sé ekki verið að setja út á skipun Arn- gríms Ísbergs héraðsdómara sem dómsstjóra í málinu. Í dag mun héraðsdómur einnig skipa sérfræðinga til að meta tölvu- pósta, að kröfu verjenda Jóns Ás- geirs, Tryggva og Kristínar Jóhann- esdóttur. Settur ríkissaksókn- ari í Baugsmálinu í vitnastúku? DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 25 tímar fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Fullur salur áhorfenda beið með mikilli eftirvæntingu eftir úrslitum kvöldsins og það mátti heyra saumnál detta þegar dóm- nefndin undir forystu Kirsten Dehl- holm tilkynnti úrslitin. Vinnings- verk kvöldsins var verkið Boðorðin 10 eftir Mörtu Nordal og hlaut hún 250 þúsund krónur í verðlaun. Dansleikhússamkeppnin er sam- starfsverkefni Leikfélags Reykja- víkur og Íslenska dansflokksins. Þetta er fjórða árið sem keppnin fer fram og að sögn aðstandenda er hún komin til að vera. Boðorðin 10 sigruðu í dansleik- hússamkeppni Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.